Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 12
Hægviöri, skýjaö. Keykiavik 5 stig, annar staö«r S landinu 0—9 stig. Sunnudagur 13. september 1959. Nýtt 120 tonna skip til Fúsavíkur í vetur Húsavík í gær. — í vetur kemur nýtt fiskveiðiskip til Húsavíkur. Hlutafélagið vSvan- ur, en hluthafar þar eru bræð urnir Helgi og Hreiðar Bjarna synir, o. fl., eru að kaupa 120—130 smálesta eikarskip í Noregi. Samið Samið var um smíði skipsins í fyrra. Helgi Bjarnason fer utan í þessum mánuði til að líta eftir smíðinni. en síðan mun hann fara aftur í nóvember og sækja skipið. Gerir hann ráð fyrir að koma með það upp seint í nóvember eða byrjun desember. Skipstjóri verður Hreiðar Bjarna- son. H.f. Svanur á nú m.b. Ilelga Flóventsson, fjögra ára tréskip, 55 tonna. Hefur hann verið gerð- ur út til síldveiða fyrir Norður- landi á sumrum, en tii þorskveiða frá Suðurlandi á vetrum. Við Pilthnokkinn sá arna er að horfa á endurnar á Tjörninni í Reykjavík. Endurnar eru því vanar, að Reykvíkingar bugi góðu að þeim og fleygi til þeirra brauðmolum eða öðru FllQ'BavÍraill‘ hnossgæti- °s Þær flýta sér upp að bakkanum, þar sem von rUglaVlliUr er^ slíku. Margir hafa hinn mesta unað af því að sja fugiana taka til matar síns og leggja jafnvel leið sína í brauðbúð öðru hverju í þeim tilgangi einum að kaupa andamat. Endurnar eru spakar, og glókollurinn á myndinni er forvitinn og vill skoða þær sem vandlegast. Utanríkisrádherra fréttí um vopnamálið í blöðum komu hins nýja skips verður Helgi Flóventsson meira gerður út frá heimahöfn og verður að því góður stvrkur fvrir atvinnu- líf á Hsavík. þ.j. S-Þingeyingar sláfra32þús.fjár Húsavík í gær: Slátrun sauðfjár mun hefjast á Húsavík miðvikudaginn 16. þ. m, f gær smöluðu Húsvíkinga,. bæj- arland sitt, og í dag og á morgun verður gengið á Reykjaheiði. Á- ætlað er, að rúml. 32 þús. fjár af svæði Kaupfélags Þingeyingar, verð’i iSlátrað á þessu hausti. Þar af verður slátrað í Flatey og á Ófeigsstöðum í Kinn um 4500 fjár samtals. Gangnaveður er nu mjög got-t. í gær barst blaðinu frétta- tilkynning frá lögreglustióra embættinu á Keflavíkurflug- velli, þar sem skýrt er frá atvikum þeim, sem urðu á vellinum aðfaranótt sunnu- dagsins 7. þessa mánaðar. Bárust embættinu boðsendar skýrslur frá utanríkisráðu- neytinu vegna þessa atviks ásamt fyrirmælum um dóms rannsókn, s.l. þriðjudag. í tilkynningunni segir frá því hvernig starfsmönnum flugmála- stjórnar og íveimur þýzkum flug- miinnum var skipað að leggjast á jörðina. Segir þar enn fremur að mennirnir, sem fyrir þessu urðu, hafi aldrei fengið tækifæri til að greina hinum vopnuðu vörðum hverjir þeir væru né hvert erindi þeirra væri, unz liðþjálfi kom á vettvang. Vissu ekki um undirbúning Við dómsrannsókn hafa her- lögreglumenn þeir, sem voru á verði í umrætt skipti borið, að þeir þekki ekki einkennisbúning íslenzku flugþjónustunnar, og að þeim hafi aldrei verið greint frá þessum búningi af yfirboðurum sínum. Þá kemur þa fðram í iil- kynningunni, að skilti þau, sem hafa verið se-tt upp á þessu svæði og banna óviðkomandi aðgang, standa nokkuð langt frá þeim stað, þar sem atvikift gerðist. Las um það í blöðunum Þá segir í tilkynningunni, að utanríkisráðuneytið eða utanríkis ráðherra hafi ekkert um þetta Rotaryklúbburinn í lieyklavík er 25 ára Um þessar mundir á Rotary klúbburinn á íslandi 25 ára afmæii. Rotaryklúbbar eru nú starfræktir víSa um heim, og 'starfa að auknum kynnum manna og þióða á milli, m.a. með því að styrkja menn til námsdvala hjá framandi þjóð- um, og hafa nokkrir íslending ar notið styrks hreyfingarinn- ar til framhaldsnáms ytra. Á fundi með blaðanrönnum var lögð á það rík áherzla, að Rotary- hréyfirigin ’væri alls ekki leynifc- iagsskapur, heidur þvert á móti, eins opinber og framast mætti verða, enda í samræmi við stefnu hennar: að stuðla að aúknum kynnum og skilningi milli hinna ýmsu stétta og þjóða. Ekki er hægt að sækja um inngöngu í hreyfinguna, heldur eru menn kjörnir, einn úr hverri stétt. Alþjóðafélagsslcapur Rotaryhreyfingin hófst í Chic- ago árið 1905, en fyrsti klúbbur- inn hérlendis var stofnaður 1934, Reykjavíkurdeiklin, sem nú er aldarfjórðungsgömul. Ein al- þjóðastjórn er kjörin á hverju ári fyrir þá 500.000 mcðlimi, (sem (Framhald á 2. síðu). vitað, fyrr en utanríkisráðherra las um máliflj í blöðunum á þriðju dagsmorgun, og sé það ástæðan fyrir því, að rannsókn málsins hófst ekki fyrr en raun ber vitni. Að lokum segir, að málið hafi verið sent utanríkisráðuneytinu til þóknanlegrar fyrirsagnar. Til kynning lögreglustjóra mun birt í heilu lagi hér í blaðinu eftir helgina. Hver er hin nýja stefna í Alsír? Samveldislöndin frönsku hafa samþykkt hana NTB—París, 11. sept. — Ríkisstjórnir frönsku samveld islandanna 12 í Afríku hafa fallizt á hir.a nýju stefnu de Gaulles varðandi Alsír. Þær hafa einnig samþykkt, að nauðsynlegt sé fyrir Frakk- land að eignast sína kjarn- orkusprengjur og þar af leið- andi skuli gerð tiliaun með eina slíka á auðnum Sahara á næstunni. Fulltrúar frönsku samveldis- landanna í Afríku hafa setið á fundum í París undanfarið og lauk þeirri ráðstefnu í dag. Var Lofa að bæta lífs- kjörin um helming í kosningaplaggi brezkra íhaldsmanna er Mac- millan eigniið forysta fyrir friÖi í heimnum NTB—Lundúnum, 11. sept. Þa8 var frumkvæði brezku stjórnarinnar undir forystu Macmillans, sem leiddi til nú- verandi „þíðviðris' í alþjóða stjórnmálum, segir í kosninga yfirlýsingu, sem brezkir íhaldsmenn hafa gefið út. Gerði Macmillan fréttamönn- um sjálfur grein fyrir plaggi þessu í dag. Því er haldið fram, að för Mac- millans til Moskvu s.l. vetur hafi verið fyrsta sporið til að draga úr kalda stríðinu. Árangur hafi orð- ið góður og á næstunni mégi vænta mikilvægra sar/.ninga um lausn helztu deilumál? stórveld- anna. Auðvelt að kjósa? í bæklingnum er bví auðvitað haldið fram, að kjósendur eigi auð velt með að velja í næstu kosn- ingum. Það sé eiginíega ekki nema tvö atriði, sem taka þurfi tillit til: í fvrsta lagi óskar kjós- (Framhald á 2. síðu). gefin út yfirlýsing, þar sem áður- greind atriði koma fram. Hver er Alsírstefnan? Debfé forsætisráðherra Frakk- lands sagði blaðamcnnum, að fulltrúar þeir, sem mótfallnir voru kjarnorkutilraunum hefðu (Framhald á 2. síðu) Vegir tengjast í Arnarfirði Sú langþráða stund er nú að renna upp, að vegakerfið á Vest fjörðum nái saman, svo að unnt sé að aka frá ísafirði allt vestur til Patreksf jarðar og komast þar með í samband við hið samfcllda þjóðvegakerfi landsins. í sumar hefur verið unnið mikið að vega- gerð í Arnarfirði, og var svo kom- ið fyrir lielgina, að aðeins tvo km. vantaði til þess að vegarendar næðu saman þarna. Fyrsti bíll- inn hefur þegar farið þarna á milli. Var það jeppi, sem fór það (Framhald á 2. síðu) Stolið 5-6 kg. aí sælgæti í fyrrinótt var brolizt inn í fé- lagsheimili Fram sunnan Sjó- mannaskólans. Þjófurinn hafði farið inn um glugga og stolið pen- ingakassa með um 100 kr í skipti- mynt og ýmsum pappírum. Eining 50—60 súkkulaðistaurum og 5—6 kg af karamellum. Rannsóknarlögreglan biður menn að veita þessum sælgætis- birgðum athygli, ef pær yrðu á boðstólum. Varnarmáladeild gert aðvart á þriðjud.morgun ■ Vegna viðtals, sem flugmála- stjóri átti við Tímann í fyrradag, vill varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins taka fram, að enda þótt flugmálastjói'a hafi verið kunnugt um áreksturinn milli starfsmanna flugþjónustunnar á Feflavíkurflugvelli við varnarliðs- menn s.l. sunnudagsnóít, þegar á sunnudagsmorguninn þá var varn armáladeildinni ekki ?ert aðvart ’.un atburð þennan f.vrr en á þnðjudagsmorguninn. Fór flug- málastjóri til útlanda á þriðjudags morgun án þess að hafa samband við varnarmáladeildina um málið. (Frá varnarmáladeild, 10. sepí.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.