Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, sunnudaginn 13. september 1959. — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Eining og sóknarhugur Framsóknarflokksins — Framsóknarmenn langfyrstirað ákveða fram- boð sin—Endurvakið ófremdarástand í framkvæmd varnarmálanna - Skrif Tímans og almenn ingsálitið reka ríkisstjórnina til aðgerða—Efling Framsóknarflokksins tryggir ein sæmandi meðferð varnarmálanna — Útsvarsfríðindi forystumanna íhaldsins — Arásir auðmannastétt arinnar gegn hagsmunasamtökum almennings ’ -V|. t '4 Snemma í vikunni sem leið íil- kynnti Framsóknarflokkurinn síð- ustu framboð sín við kosningar þær, sem í hönd fara. Var gengið frá þessum framboðum í kjördæm unum um síðustu helgi. Framsókn arflokkurinn hefur orðið langsam- lega fyrstur allra flokka til þess að ljúka tilkynningum um fram- boð. Aðrir flokkar eru vart hálfn- aðir að tilkynna landslýðnum fram boð sín og sumir hafa aðeins sýnt fyrstu nöfnin eða engin. Eins og sést á því, hve fljótt og greiðlega Framsóknarflokknum tókst að birta framboð sín, ríkir imikill einhugur og sóknarvilji í röðum Framsóknarmanna. Flokk- urinn vann glæsilegan sigur i síð- ustu kosningum, og allt bendir til þess að sú sókn haldist. Raddir andstæðinganna um það, að Fram sóknarflokkurinn muni skreppa saman við kjördæmabyliinguna, mega heita þagnaðar. Sú von, sem raunar var aðalundirrót þeirrar ger ræðisbreytingar, hefur brugðizt, og það vita þeir flokkar, sem að breyt ingunni stóðu. Þess vegna er nú ánægjan íekin aö minnka í bylt- ingarherbúðum hinnar þríeinu fylkingar. En það verður ekki sagt um aðra flokka, að framboð þeirra hafi geng ið greiðlega, enda hafa þeir ekki lokið þeim til hálfs enn. Þó líður mú óðum að skiladegi í þeim efn- um. Víða hafa orðifj harðvítugar deilur og flokkadrættir um fram- boð hinna fiokkanna, ekki sízt í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- bandalaginu, og mun vart séð fyrir endann á þeim leik enn, eins og drátturinn á framboðunum ber með sér. Gerræ'ðið á Keflavíkurvelli Eitt mál öðrum fremur hefur að vonum verið umræðuéfni manna í vikunni sem leið —- ger- ræði bandarískra hermanna á Keflavíkurflugvelli gegn islenzk- um starfsmönnum þar og viðbrögð íslenzkra stjórnarvalda í því máli. Út frá því hafa svo að vonum spunnizt nokkrar umræður um varnarmálin almennt og dvöl hers ins hér á landi. : íslenzk stjórnarvöld hafa nú lát ið bera fram harðorð mótmæli .við ríkisstjórn Bandaríkjanna í Wás- hington, og samkvæmt fregnum þaðan hefur Bandaríkjastjórn fall izt á sjónarmið fslendinga og heit ið að gera þær ráðstafanir, sem fyrirbyggi með öllu að slíkir at- burðir endurtaki sig. Enn er þó eigi vitað, hverjar þær ráðatafanir eru. Það hefur verig augljóst allt þetta ár, að yfirgangur varnarliðs- manna hefur farið sívaxndi og al- varlegir árekstrar orðið hvað eftir annað og engu líkara cn hermcnn- irnir hafi sífellt verift að færa sig upp á skaftið. Er skenrmst að minn así framferðis þeirra á Þingvöll- um og víðar um landið, íiiraunum þeirra að veiða án leyfis í ám og vötnum og nú síðast tveggja mjög alvarlegra árekstra á Iíeflavikur- flugvelli. Hinn fyrri þessara atburða varð snemma í ágúst, er, herlögregla hindraði með vopnavaldi íslenzka löggæzlumenn í því að gegna skyldu sinni við að framfylgja ís- lenzkum umferðalögum. Það sann- aðist, að skipun um þessa vald- beitingu hafði verið gefin af yfir- mánni. Ríkisstjórnin tók nokkuð linlega á því málj. Eftir nokkurt þóf fékkst þó eins konar afsök- Eina tryggingin Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn í Bjarkarlundi í s.l. viku. Fundurinn mótmælti harðlega því misrétti, sem bændur voru beittir s.l. vetur, móts við aðrar stéttir, í efnahagsráðstöfunum núverandi ríkis- stjórnar og krafðist fullkomins réttlætis og grundvallarverðs við verðlagningu í haust, — Myndin sýnir full- trúa og gesti fundarins, þó vantar nokkra á myndina unarbeiðni Bandaríkjamanna og góð orð um að reynt yrði að koma í veg fyrir, að slíkur árekstur endurtæki sig. Jafnframt var til- kynnt, að yfirmaður sá, sem á- byrgð bæri á fyrirskipuninni væri farinn af landi burt. Hins vegar upplýstist ekkert um það, hvort 1-inir seku myndu verða látniir iyæilja ábyrgð, dómi og refsingu ramkvæmt íslenzkum lögum og raunar óbeint viðurkennt, að svo væri ekki. Hér var að sjálfsögðu alltof vægt tekið á málum, og var eðli- lega á það bent, að slíkt gæti dregið dilk á eftir sér. Ef varn- arliðsmenn væru látnir sleppa svo mjúklega við ábyrgð, væri þess varla að vænta, að íslenzk lögreglu yfirvöld gætu haldið uppi reglu og látið hina erlendu menn hlýða íslenzkum lögum eins og varnar- samningurinn gerir rál fyrir. Hörí mótmæli Sá dilkur lét heldu • ekki lengi bíða eftir sér, þar smn var ger- ræði það, sem hinir erlendu her- menn höfðu í frammi um síðustu helgi, og alkunnugt er. Af gangi málsins síðan er það auðsætt, að ríkisstjórnin hefur ekki séð scr annað fært, ekki sízt vegna skrifa Tímans um málið og aimennings- álitsins, en taka nú fastar á mál- um, og er það fagnaðarefni. Hef- ur utanríkisráðherra nú látið bera fram hörð, opinber mótmæli í Washington, og málið hefur þeg- ar vakið mikla athygli erlendis. Fréttir herma, að Bandaríkja- stjórn hafi í einu og öllu fallizt á aðfinnslur íslendinga og heitið ráðstöfunum, sem fyrifbyggt geti slíkt gerræði varnarliðsmanna. En iafnframt er vert að minna á það, að siíkar yfirlýsingar og lof- orð um betrun er ekki nóg. Allt veltur á framkvæmd varnarmál- anna hér heima og einbeittri og skynsam|legri framkomu æðstu manna, og þá einkum utanríkis- ráðherra og ríkissr.jórnarinnar. Það er sá hiti í haldi, sem einn getur tryggt að varrarliðsmenn varist s’íka árekstra. Sá mjúkleiki, sem fram kom hiá rír’sstjórninni við fyrri atburðinn, verður þeim síður en svo til varnaðar. Ófremdarástandl, sem verlSur a<S fyrirbyggia Utanríkisráðuneytið tilkynnir, að viðræður milli ríkisstjórna ís- lands og Bandaríkianr.a um þessi mál standi nú vfir, og verði nið- urstöður beirra kunnar eftir fáa daga. Þess verður að vænta, að þær verði grundvöllur bættra sam skipta og bað ófremdarástand, sem Anna'Ö Bjarna-tímabil ríkt hefur síðasla misserið verði kennt af öllum, og menn fundu, að smánartími sá, sem jafnan verður kenndur við Bjarna Bene diktsson og Sjálfstæðisflokkinn, var liðinn. í tíð vinstri stjórnar- innar var fyrri skipan u;n fram- kvæmd varnarmálanna fram hald- ið og gafst enn vel, enda fyrri ár- vekni haldið eins og unnt var. ur sogunni. Þegar bessir atburðir eru hug- leiddir, hlýtur sú spurning að verða efst í huga manna, hvernig á því standi, að þessi breyting iiefur orðið á framkomu varnar- Jiiðsins til hins varra og fram- kvæmd varnarmálanna í heild orðið allt önnur og verri en var. Mönnum er í ferskv. minni það smánarástand sem ríkii í þessum málum á árunum 1951—53, þegar Bjarni Benedkitsson var utanríkis- ráðherra og fór með þessi mál. Þá voru árekstrar daglegt brauð. Þá óðu hermenn frjálsir ferða um allt land, sóttu hvaða sam- komustað, sem þeir óskuðu, lögðu undir sig götur og tor.g, og árekstr- ar milii íslendinga og hermanna á samkomum urðu hvað eftir ann- að, svo að stórmeiðsli urðu og lá við fiörtióni. Þá var lögreglueflir- lit á vellinum rniög siælegt, svo og tolleftirlit, enginr sérstakur lögreglustjóri þar. Umskipíin 1953 i Þegar dr. Kristinn GuðmundS- son varð utanríkisráðhorra og tók við stjórn varnarmáknna í um- boði Famsóknarflokks.ns, varð á þessu gerbreyting. Þá var komið á alveg nýrri og fastari skipan þessara mála, og var svo vel fram íylgt, að algerlega nýr bragur komst á í samskiptum íslendinga og varnarliðsins. Störf og stjórn á Keflavíkurvelli komust að miklu meira leyti í hendur íslendinga. Föst skipan lögreglumáia og eftir- lits þar komst á. Umráðasvæði hersins voru einangruð og ferðir hermanna mjög taknu'rkaðar um iandið. Þessu var fram haldið með strangri árvekni. Árangurinn kom þegar í ljós. Sambúðin varð stórárekstralaus mlosirum saman. Þetta var viður- I 'tíð núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, hefu,. skipan varnar- málanna veriö haldið í orði orði kveðnu, en þó mun sú breyt- ing hafa orðið á, að meiri beinni skipti hafa orðið milli utanríkis- ráðherra og yfirstjórnar hersins en áöur var 'og meira gengið ,fram hjá varnarmálanefnd. Þó mun þetta ef -til vil'l ekki höfuðorsök þeirra illu breytinga, sem orðið hafa. Aðalorsökin mun vera sú, að stjórnendur varnarliðsins muna veldistíma Bjarna Bene- diktssonar í varnarmálum og það hömluleysi sem þá gilti, og nú, þegar aftur er komin ríkisstjórn með honum og Sjálfstæðisflokkn- um sem hæstráðanda, þá hyggur varnariiðið að unnt sé a?j taka upp fyrri hætti í samskiptum við íslendlnga, og af þeirri rót eru þc'ir atburtt r, dem síðan hafa orðið. Það er hinn almenni slapp- leiki, sem orðið hefur vart í æðstu stjórn varnarmálanna af hálfu ís- lendinga, sem býður þessu heim. Og linleg tök í sambandi við þá árekstra, sem orðiö hafa, hafa borið öðrum og meiri yfirgangi heim. Hcr var því sagan frá Bjarna- tímabilinu fyrir 1953 að endur- taka sig. Nú ríður á, aö íslenzk stjórnarvöld geri það ljóst, að hert verður á að nýju og varnarsamn- ingnum framfylgt, ekki aðeins í snotru orði loforða, heldur á boröi haldgóðra framkvæmda. Þjóðin ætlasí til þess, og þar sem kosningar standa fyrir dyrurn, má búast við, að Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýöuflokkurinn sýni ein- hvern lit á því af ótta við kjósend- ur, en'hiít mun jafnljóst, að fái þeir traust kjósenda fyrir frammi stöðuna undan farið, verða þeir fljótir að slaka á eftir kosningar, fari þeir með völd í þessum mál- um. Framsóknarflokkuí'ihn éinn hef ur sýnt, að hann hefur bíéði hug og dug til að taka á þessúm mál- um eins og þarf, án þéss að þar ráði nokkur erlend ,ögí annarleg sjónarmið, og því getur efling hans ein orðið til þess að koma málunum aftur í viðunandi horf, og hann mun aldrei kaupa þessar varnir því verði, að þjóðinni staíi yfirþyrmandi hætta af dvöl hers- ins. Slík ætti afstaða allra þjóö- hollra manna að vera, ogislenzkrs ríkisstjórn ber á hverjum tíma að -gera stjórn varnarliðsins það fullljóst. UtsvarsfrííSindi íhaldsforkólfa í vikunni sem leið, hefur að sjálfsögðu verið mikið. ræít um útsvarsmál, þar sem úrsvarsskrá er nýlega fram komin. Ménn hafa hent gaman að hinu furðúíega til- tæki íhaldsins ag lá£a' -SÍ S vera útsvarsfrjálst til þess iið • reyna með þeim hætti að skjóta fótujn undir skröksögur sínar um- ,,skatt- frelsi" samvinnufélaga.. Átti þetia að véra fyrsta kosningabomban, en hefur nú sprungið i máttleysi eins og hver önnur rej’kbomba, og eru útsvarsgreiðendur ;í Reykja- vík allt annað en ánægðir með að borga slíkan brúsa fyrir íhald'ð í kosningaherferð þess. Annað atriði við útsvarsáiagn- ingu í Reykjavík hefur þó vakið meiri athygli síðustu daga, -en bað er hið kynlega útsvarsfrelsi nokk- •urra helztu leiðfoga Sjálfstoð'is- flokksins, og hafa verið nefnd un það nokkur táknræn dæmi i Tim- anum, Útsýn og Frjálsri þjöi AI- þýðubiaðið hefur hins vége'v ■ ag- að alveg um málið, enda k'emur i ljós við athugun á útsvarssicrá, að nokkrir hinna þægustu Krata-ieið ■toga hafa fengið nokkra ht. < ild. í útsvarsfrelsinu. mig <ýr- íngi neð ars- iifiE agn » iiar- ials- Morgunblaðið hefur þagað og enga viðhlítamfi. ; ingu kunnað að gefa almtr;>n á þessu. Hennar er þó beðih óþreyju af reykvískum ’iisv gjaldendum. Þá einu 'áfsökiin ur Mbl. borið fram, áð þ'ésS’ ing hafi verið samþykkt áf ! únistum líka í niðui'jö'’ nefnd, og skilja fáir þýa,ðt' bót það er. Útsvör Ólafs, Bjarna og Gunnars Samkvæmt reglum un> -dur- jöfnun, hlýtur útsvar jafaan að vera hærra — ekkj .ýzt; á • tn tekjum — en tekjuskattuiy ; :ma sérstakar ástæður séu 111. Pað kemur hins vcgar í íjos, áð Á d- Ólafur Thors greiðir t. d. 9776 kr. í tekjuskatt, og æ£tí ^amkvæmt því, að hafa 16500 krj "utáýár, en á hann eru aðeins lagðar 9300 lcr. Fríðindi hans eru því 72Ö0 kr. Bjarni BenediktSSon iðii’ 38600 kr. í tekjuskatf, og ætti að greiða 41900 kr. í útsvar én . i np- ur meg 29900 kr. Vaníar pav 12 þús. kr. upp á. Gunnar Thoroddsen, íorgar- stjóri, þykist þó eiga rétt á -nc-stu útsvarsfrelsi. Hann á a'o r.ida 52.065 kr. í tekjuskatt,- og ‘ti samkvæmt því, að hafa 51,H i .r. útsvar. Hann fær þó aðeins ::: 00 kr. í útsvar og sleppur vi.ð . 00 krónur. Þetfa eru aðeins þrjú />. .a (Framhald á 'é.'/' i)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.