Tíminn - 15.09.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1959, Blaðsíða 3
T í M IN N, þriðjudaginn 15. september 1959. 3 Aslákur leigði í kvistherberginu uppi og það er ekki orðum aukið að hann hafi átt heimsmetið í hrakföllum án atrennu. Hann var á síld í sumar og það var ekki nóg með að hann gleymdi að skrúfa fyrir útvarpið i herberginu sínu þegar hann fór norður í lok maí heldur gat hann ekki borgað húsaleiguna þegar hann kom aft- ur um daginn. Hann hafði lent á gömlum fúa- drumb, sem síldin virtist fælast eins og þar væri Faxaverksmiðj- an sjálf á ferðinni og þar við fcættist að nótabassinn var fullur allt sumarið og gat aldrei komið auga á síld nema í nótinni hjá bátunum í kring. Vélm í bátnum var með þeim ósköonm gerð að hún gekk ekki nema stutta stund! í einu og varð til þess að viðgerð-J armenn á Siglufirði og Raufarh.! höfðu óvnju gott upp úr sumrinu ! og voru að hugsa um að flagga þegar báturinn hélt suður að loknum veiðum eins og þeir gerðu á söltunarstöðinni þegar Víðir II. fór heim. Tvisvar eða þrisvar rifnaði nótin hjá þeim Láka, en það var ekki af því að svona mik- il síld væri í henni, heldur höfðu þeir fest ha/,a í botni. Og einu sinni sökk hjá þeim nótabátur- inn, það bar upp á sama daginn og kokkurinn setti salt í skyrið þeirra í staðinn fyrir sykur. Láki hafði farið no.’ður með þá von í brjósti að öngla saman fjár- munum fyrir bíl þegai kæmi suð- ur um haustið. Sú vrn dapraðist með hverjun, degi cg varð að engu þegar framtenr, rnar voru slegnar úr honum á ballinu fræga á Sigló þegar lögreglan sprautaði táragasinu vfir mannskapinn. Þetta litla sem hann fékk í hýru að endaðri vertíð hrÖkk rétt upp í viðgerðina á skoltinum. En Láki lætur se>- ekki allt fyrir brjósti brenna og er gjarnt að halda sínu striki þótt á móti blási. Þess vegna keypti hann líka bíl þegar hann kom suður um haustið. Það var einn af þessum bílum án útborgunai. Smíðaár bílsins va?- ekki fylli- lega öruggt írenuir er fæðingar- ár Jesú Krists og ör.nur merkis- ártöl í mannkynssögunni og þar að auki lék nokkur vafi á um gerð bílsins. Það rýrði ekki gildi bílsins að neinu levii. Það var meira að segja dálít.dl plús. Þá var fullt eins vel hægt að ímynda sér að þetta væxi aidurhniginn Cadillac eins og venjulegur Ford- ræfill. Aðalatriðið va. að bíllinn var á fjórum hjólum og þessi fjög- ur hjól snerust öll þc-gar bíllinn komst á hreyfingu (og það kom líka í ljós þegar loksins tókst að opna húddið' að það var vél í bílnum. Það heyrðist að vísu dá- lítið hátt í henni þegar hún komst í gang) en það var bara betra: það miunti mann á þá þægi- legu staðreynd að það var vél í bílnum. þeir áttu enga fasta siði og eng- ar venjur, engar tradisjónir og þar af leiðandi engan karakter. Þetta voru bara vélar. Láki sætti sig við bílinn þeim mun betur sem fleiri d.vntir komu í ljós. Þeir gerðu bílinn aðeins persónulegri i augum Láka og tengdu hann fastari bondum. eða Láki fór fáfarnar götur meðan I hann var að æfa sig á bílnum,! eftir að hann hafði skrifað upp á víxil fyrir kaupverðinu. Láki fékkst aldrei til að tegja hvað kaupverðið vur. — Ég geri aldrei nema góð kaup, sagði hann bara leyndar- dómsfullur á svip. Það gekk á ýmsu fyrstu dagana og það kostaði Láka talsverðan tíma og allmarga svitadropa að komast að því hvern g bezt væri Svo kom að því að Láki taldi sig og bílinn hæfa til siórræðanna, þeir voru orðnir samæfðir og héð- an af þóttist Láki ekki geta hugs- að sér neina nýja siíúasjón sem hægt væri að komast í með bíl- inn. Lauslega ágizkað voru þær nokkuð á annað hundrað, auk alls konar afbrigða, sem Láki var bú- inn að reyna. Og Láki var búinn að ákveða hver skyldi hljóita þann heiður að verða hans fyrsti farþegi í Ferðin sem ald rei var farin ;að sljórna bílnum þannig að sem minnst liætta væri fyrir fólk- ið í landinu. Það sýnúi sig nefni- lega að bíllinn var tö.uvert sjálf- stæður og ákveðinn í skoðunum og var stundum á öðru máli en Láki hvar skvnsamlegast væri að begja fyrir liorn eða hvar væri hagkvæmast að stanza. Láki tók þessu öl’.u af stakri ró, hann vissi að elli og aldur hneigjast til aukins sjálfstæðis og bezta vörnin var þoiinmæði og Iagni. Alloft kom það fyrir að bílinn tók upp á því að snarbeygja þar sem engin beygja vai á götunni og þrjóskaðist þar að auki við að stanza þegar stigið var á heml- ana í slíkum tilfellum En það voru risin upp svo mörg ný bæjarhverfi síðustu áratugina og það var ekki von að bílgarm- urinn hefði fylgzt með skipulag- inu svo gerla. Það var eitthvað annað með þessa kviðsíðu króm- dreka sem nýkomnir voru frá Ameríku, með vængi aftan úr sér og virtust mestanpart smíðaðir úr gleri, þeim var nokk sama hve- nær þeir voru látnir beygja og hvenær stanza og fara af stað, fyrsta alvöru túrnum Hann var búinn að ákveða það áður en hann keypti bílinn. Raunar hafði hann ákveðið það á Sur en hann fór á síld til að vinna fyrir bíln- um. Það var hún Lísa í bakaríinu úti á horni. Hann hafði kannske einmitt verið að hugsa um iiana þegar hann gleymdi að skrúfa fyrir út- varpið í lok maí. Ef vel væri ról- að í neðstu sálarskúfí.unni í Láka hefði jafnvel verið hægt að finna einhverja pappíra sem bentu til þess að Láki hefði akveðið að fara á síld til þess að vinna fyrir bílnum til þess að geta boðið Lísu í bíltúr. Láki taldi öruggast að hringja í Lísu og bjóða henn: í bíltúrinn. Það gat verið skynsanilegra en aka til hennar Hann gat ekki var- izt þvj að vera dálítið upp með sór þegar har,n tók upp símtólið til að hringja í Lísu. Honum var .svipað innanbrjósts og Pjotr Ivano vitsj Krassosoff þegar liann hringdi í Krústjoff ,il að segja honum að nú væri Spútnik tilbú- inn. Ef það hefur þá verið Pjotr Ivanovitsj sem hringdi. — Lísa mín, sæl og blessuð. Láki hér. Datt bara í hug að spyrja hvort þú hefðir gaman af að skreppa með méi á Þingvöll eða eitthvað. — Hvernig þá? spurði Lísa. Hún var heldur stutt í spuna. — í bílnum mínum, auðvitað. — Nei, guð ertu búinn að kaupa bíl? Hvað ertu að segja, Láki minn. — Já, þú skilur, ég var á síld í sumar. — Nei, en spennandi, varstu á honum, þessum, hvað heitir hann aftur, þessi sem var alltaf mynd af í blöðunum? — Það var nú myr.d af svo mörgum bátum í blödunum, mað- ur var nú ekkert að fylgjast með því. — Þú segir ekki. Búinn að kaupa bíl. Hvenær eigum við að fara. Voða væri þetta gaman. — Til dæmis bara í kvöld. Það er svo fallegt á Þingvöllum í svona veðri. Það virtist allt ætla að ganga skaplega. Að vísu sá Lísa sér þann kost vænstan að fara í aðra kápu þegar hún sá bílinn. Og það var ekki sami hrnningarblær- inn í röddinni og hafði verið í símanum. Og eitthvað virtist hún eiga hálfbágt með að haldast bein . sætinu. Gormarnir í sætinu voru farnir að bila svo hún hallaðist um þó nokkrar gráður Verst þótti Láka að hún skyldi hallast í átt- ina frá bifreiðarstjóranum. — Þetta er traustur og góður bíll, sagði Láki, einn af þeim sem aldrei bila. Þeir voru svo vand- aðir fyrir stríð. Það er ekki allt undir útlitinu komið. Lísa lét sér það ve, líka en lét að því liggja ósköp hógvæ>-iega, hvort þau gætu ekki ekið kring- um miðbæinn eftir Hringbraut- inni, hvort þau þyrftu endilega að 'aka um miðbæinn út úr bæn- um.... Láki hélt nú að það væri ó- hætt að aka um miðbæinn. Vél- in gekk eins og klukka, hjólin snerust öll fjögur, þaö væri alveg óhætt að aka um miðbæinn. Lísa _ .. . filgf ' 'ýl.'íKS* - ^ />! . „...x 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111), = í dag byrjum viS aS segia frá | E fólkinu í húsinu. ViS byrjum á = | Láka, leigjandanum í kvistheri 5 I berginu. Seinna munum viS segja = | frá heimilisföSurnum, sem aldrei | i komst á rétta hillu í lífinu og var E i alltaf misskilinn af yfirboSurum E i sínum, húsfreyjunni sem átti | = mannvænlegustu börn í heimi, | = soninn sem aldrei fékk réttlátar | = einkunnir i skólanum og dótturina f | sem var ætlaS merkilegasta giaf = i orS á landinu. ViS munum elnn E i ig segja frá frændanum sem E i alls staSar hafSi veriS, alit vissi, | E kunni ráS viS öllu og ekkert kom | | á óvart. Og ekki má gleyma af-1 | anum sem hafSI veriS á skútu og 1 | lent í öllum mannraunum ís- = É lands, vinnukonunni sem var um = i setin biSlum og mátti aldrei um = i frjálst höfuS strjúka fyrir ást- S i leitnum riddurum. ÞaS verSur E | jafnvel sagt frá manninum í | E næsta húsi, sem gat gert viS allt, i 1 bíla, vekjaraklukkur og vatns- S | hana og mátti aldrei um frjálst E i höfuð strjúka íyrir nágrönnun-S i um. S ÍllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllDIIIIIIUIIIIIIIIHIIIIIWIM hreyfði engum mótmælum en starði þögul fram fyrir sig og þreifaði eftir einhverju til að halda sér. Láki gat ’ialdið sér í stýrið, hann þurfti er.gar áhyggj- ur að hafa. Stundum varð hún að grípa utan um handlegginn á Láka. Það þótti Láka ánægjulegt. Það var langt síðan hann þóttist verða þess áskynja að Lísa horfði til hans öðruvísi en aðrar stúlk- ur.'... Þetta gekk allt grciðlega eftir Hafnarstræti, svo var beygt með mikilli viðhöfn inn á Lækjar- torg og ætlunm var að renna far- kostinum með elegansa út á Lækj argötu og svo beina -leið á Þing- völl, þar sem fegurðir. beið þeirra í angandi birkikjarri og fjöllin spegluðust í tæru vatninu og fuglarnir sur.gu og blómin ilm- uðu.... Rautt ljós á síðusíu stundu! Láki snarhemlaði en gat þó ekki varizt því að bifreiðin rann góð- an spöl út á gangbrautina. Hann fékk óþvegið orð í eyra hjá veg- farendum en lét ekkert á sig fá, lét bílinn Irenna tignarlega aft- ur á bak og beið þar rólegur eftir grænu. Hann flautaði meira að segja lagstúf á meöan, hamraði léttilega með fingrunum á stýris- hjólið og horfði á Stjórnarráðs- húsið uppi í brekkunni. Lísa grúfð> sig niðt.r og púðr- aði á sér nefið í gríð. og ergi. Svo kom grænt ljós! Láki steig á benzínið og gaf upp kúplinguna. Bíllinn rykktist áfram, það hvein í gírnum, svo heyrðist dularfullur og óskiljan- legur hvellur og bíllinn stóö kyrr. Lálci hamaðist á startaranum, en allt kom fyrir ekki, það heyrðist bara ámátlegt væl en vélin fór ekki í gang. Láki vissi fuflvel, að í svona til- fellum átti maður að stiga virðu- lega út úr bílnum, ganga hægum skrefum fram fyrir hann, opna húddið rólegur í fasi og horfa spek ingslega ofan í vélaikramið. Og það var einmitt það, rem Láki ætl aði að gera. Hann fékk bara aldrei tækifæri til þess. — Þegar hann steig út á götuna, var engu líkara en loft- árós hefði verið gerð á miðbæinn. Það hvein í tugum bílflauta, þær voru í öllum tóntegundum, súmar skrækar, háværar, taugaveiklaðar, aðrar dimmar og ógnandi sumir píptu með því að berja hvert högg (Framhald á 11. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.