Tíminn - 15.09.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1959, Blaðsíða 5
l’ÍMINN, þriðjudaginu 15. september 1959. 5 Varðmenn þekktu ekki búning íslenzkra fiugþjónustumanna Þriðjudaginn 8. þ. m. bárust emb œttinu í hendur boðsendar skýrslur írá utanríkisráðuneytinu, ásamt fyr jrmælum um dómsrannsókn út af því, að tveir af starfsmönnum flug inálastjórnar og tveir amerískir í’lugmenn á þýzkri vél, er þá var íiór stödd hefðu laust eftir mið- nætti laugardagsins 6. þ. m. verið ögrað af vopnuðum herlögreglu imönnum við hið svonefnda B-36 flugskýli á flugvellinum, er þeir voru að fara til hinnar þýzku flug vélar, er .staðsett var hjá skýli þessu. Annar starfsmaður flugmála- stjórnar var klæddur einkennisbún ingi flugþjónustumanna í einkenn isfrakka yztum fata og rneð ein kennishusfu, sem í er gyllt merki flugþjónustunnar. Var maður þessi fyrir fjórmenningunum og ók á mótorhjóli (vespu), er bar gulan iit, en hinir þrír fylgdu á eftir í þifreið (weapon carrier). Er að flugskýlinu kom ætlaði ís iendingurinn, er í einkennisbúning u m var að hafa samband við her vorð, er þar átti að vera staddur í varðskýli, en þar var þá enginn. vEtluðu þeir þá að halda för sinni áfram, en þá var hrópað til þeirra bö nema staðar, hvað þe'.r gerðu. Segja hinir íslenzku starfsmenn flugþjónustunnar, að þeim hafi ver ið skipað af hinum vopnaða verði, n"i istíga af ökutækjum sínum að raða sér upp fyrir framan bifreið ina (weapon carrier), en síðan var þeim gefin fyrirskipun um að leggjast á grúfu á jörðina og i’étta út hendur og sundurglenna fingur. ÖIIu þessu hlýddu mennirnir og biðu í stellingum þessum, þar til liðþjálfi kom frá herlögreglunni og ínnti þá eftir skilríkjum, en menn írnir kváðust aldrei hafa haft tæki færi til þess að greina vörðunum frá hverjir þeir væru og hvert væri erindi þeirra. Eftir að mennirnir höfðu gert gert grein fyrir sér og erindi sínu við liðþjálfann fóru þeir erinda sinna. Strax ogembættinu bárust skýrsl ur þessar hófst dómsrannsókn, en þá kom í Ijós, að hinir amerísku flugmenn, er höfðu verið með starfsmönnum flugmálastjórnar, yoru farnir af landi hrotf. Her iögreglumennirnir hafa greint svo frá fyrir dómi, að þeim hafi ver íð skipað á varðstöð við áðurnefnt flugskýli kl. rúmlega ellefu s. 1. laugardagskvöld. Voru þeir vopn aðirbyssum (carabine cal. 30 M-l). Þær voru óhlaðnar, en þeir með íaus skot með sér. Herlögreglu- mönnurn hafði verið greint svo frá a£ yfirmönnum sínum, að bannsvæði væri við flugskýlið og liöfðu þeir undanfarna mánuði af og til verið þar á verði. Um miiðnæUi s.l. laugardags- hvöld sáu verðirnir, hvar ók til í'Iugskýlisins mótorhjól og bifreið (weapgu carrier) fylgdi á eftir o stefndu ökutækin í átt að er- lendri ílugvél, er var við skýlið. Hervörðurinn kveðst ekki hafa vérið í skýli, en .er ökutækin óku fram hjá honum hrópaði ha'nn ts(;an? (halt) einum þrisvar sinn- um og námu ökutækin þá staðar. . Maður sá, er stýrði mótorhjólinu vár kiæddur einkennisbúningi, en ekki bar .vörðurinn kennsl á bún fng þennan. Vörðurinn gáf mönn unum skipan um að rétta upp bendur og etíga úr ökutækjunum og raða sér í ljósi bifreiðarinnar tweapon carrier). Mæiti hann: ,.Get out in front. of thc. yehichle íieadlights with your hands in the air.” Vörðurinn kvaðst hafa verið með byssuna mundaða (port arms) og óhlaðna. Kvaðst hann hafa sagt þeim að hér væri bannsvæði og spurðist fyrir um skilríki þeirra til þess að fara inn á slíkt svæði (restricted area badge), en þeir höfðu engin. í þessu bar að hinn herlögreglu manninn. Gaf þá herlögreglumaður sá, seni fyrr hafði stanzað fjór menningana þeim skipan um að leggjast' á grúfu á jörðina (ramp- Skýrsla Björns Ini>varssonar, lögreRÍustióra á Keflavíkurflugvelli um vopnamálit) inn) hverju þeir hlýddu. Orðrétt á ensku: „Lie flat on the ramp and your arms and legs extended to their fullest extend”. i Lágu mennirnir þannig í fimm -— fimmtán mínútur eða á meðau að annar herlögreglumannanna hringdi til aðalstöðvar herlögreglu unnar að tilkynna atburð þennan, en á meðan gætti hinn herlögreglu maðurinn fjórmenninganna með mundaða byssu. Liðþjálfi kom síð an frá herlögreglunni á vettvang og átti tal við hinn einkennis- klædda íslending og er hann gerði grein fyrir sér og fylgdarmönnum sínum var þeim íeyít að fara leið ar sinnar. Herlögreglumennirnir hafa bor ið, að þeir þekki eigi einkennis- búning íslenzkra flugþjónustu- manna og að þeim hafi aldrei verið greint frá búningi þessum af ýfir boðurum sínum. Varðandi bannsvæði herstjórnar innar á flugvellinum skal tekið fram, að þau eru auglýst með skilt um á staðnum og hefur svo verið frá því að her kom hér. Fjögur skilti eru við vegi að nefndu flug skýli og segir þar á íslenzku og ensku: Aðvörun Þetta er samningssvæði Norður Atlantshafsbandalagsins NATO. — Þess er gætt af vopnuðum vörðitm — Óviðkontandi stranglega bannað ur aðgangur. Warning This is a NATO installation sec ured by armed guards of limits to unauthorized persons. Þessi heimild herstjórnar bygg ist á 5. grein viðbætis um réttar stöðu iiðs Bandaríkjanna og eignir þeirra, fylgiskjal með varnarsamn- ingnuni lög nr. 110/1951 sbr. og lög nr. 60 frá 29. apríl 1943 um refsingu fyrir óheimilaða för inn á bannsvæði herstjórnar og óheimila dvöl þar. Það skal tekið frarn, að þar sem alvik þetta gerðist við flug skýlið er nokkuð langt frá aug lýsingu um bannsvæði. Ástæðan fyrir því, að lögreglu- rannsókn hófst ekki í málinu fyrr en síðastl. þriðjudag er sú, að málið var ekki kært til lögreglunn ar eða utanríkisráðuneytisins fyrr. Starfsmenn flugmálastjórnarinnar er hér áttu hlut að máli munu þó þegar hafa greint yfirmönnum sínum og þeir síðan flugmálastjóra frá málavöxtum sunnudaginn 6. þ. m. Flugmálastjóri mun hafa rætt við yfirmann flugliðsins um at- vik þetta, en embættið og utanrík isráðuneytið fengu ekkert um mál ið að vita fyrr en utanríkisráðherra las um það í blöðum á þriðjudags morgun. Varnarmálanefnd var þá að hefja fund á Keflavíkurflug- velli. Lagði ráðherra fyrir íslenzku nefndarmennina að hverfa af fundi og afla þegar í stað skýrslu flugmálastjórnar um atvikið og af henda málið embættinu til ra-nn sóknar og hófst rannsókn þá þegar í málinu, sem fyrr greinir. Mál þetta hefur nú verið sent utanríkisráðuneytinu til þóknan- legrar fyrirsagnar. Keflavíkurflugvelli 12. sept. 1959. Björn Ingvarsson. W.V.V.V.W.V, I ■ H TÍMANN vantar ungling til blaðburSar um Kársnes. Dagblaðið TÍMINN. V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.VAV.V.W.V.V.V.VWWAW.W Iðnskólinn í Reykjavík Námskeið í uppsetningu og meðferð olíukyndiní artækja hefst mánudaginn 5. október n. k. — kl. 8 síðdegis. Innritun fer fram frá 21. september til 25. septenv ber þ. m. í skrifstofu skólans á venjulegum skri:- stofutíma. Námskeiðsgjöld kr. 200.00 greiðist við innritux Skólastjóri. !■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■ Fimmtugur: Jón Hjörtur Finnbjarnarson, prentari Fimmtugur er í dag Jón Hjörtur Finnbjarnarson, vélsetjari í Eddu- prentsmiðju, til heimilis að Bald- ursgötu 3. Hann byrjar afmælis- daginn með því að taka sér far með áætlunarbíl vestur til ísa- fjarðardjúps og þaðan með bát til ísafjarðar, — fæðingarbæjar síns. Jóni Hirti kynntist ég fyrst í hinni svonefndu Hólaför, er Prent arafélagið gekkst fyrir árið 1940, af tilefni 500 ára afmælis prentlist arinnar í heiminum. Jón bættist í hópinn, ásamt öðrum Vestfjarðar prenturum, á norðurleið. Jókst þá til rnuna söngkraftur í bílnum sem ég var í og hélzt óslitinn til Hóla staðar. Að þeirri för lokinni' hóf- ust bréfaskipti með okkur Jóni, sem enduðu með því, að mér tókst að draga hann frá fæðingarbæ sín um til prentstarfa I Edduprent- smiðju frá því í apríl 1946. Þar höfum við unnið saman í full 13 ár og oftast á sömu setjaravél. Ég get mætavel skilið, að fsfirðingum hafi verið eftirsjá að Jóni, því við brotthvarf hans þaðan misstu söng kórarnir þar sinn helzta sólósöngv ara. Jafnhliða prentstörfum hér syðra hefur Jón nokkuð verið við- riðinn söng og söngkóra, og á margá aðdáendur á því sviði. Jón Hjörtur kvæntist 31. marz 1934 Jensínu Sveinsdóttur bónda að Gillastöðum í Heykhólasveit. Börn þeirra, fjórir synir og þrjár dæíur, eru nú öll uppkomin, en einn son misstu þau ungan. | Mér hefur líkað prýðilega við flesta félaga mína, sem ég' he'fi' unnið með á lífsleiðinni, en að öðrum ólöstuöum hefur mér fall ið einna bezt við Jón Hjört. Hann hefur verið með afbrigðum sam- vinnuþýður maður, geðgóður og prúðmenni hið mesta. j Á þessum merku tímamótum í ævi hans flyt ég honum beztu árn aðaróskir frá vinnufélögum hans í prentsmiðjunni og vænti þess, að , við munum eiga eftir að st-árfa enn ' saman um nokkurt skeið. Persónulega óska ég honum til hamingju með að hafa náð þessum áfánga á lífsleiðinni. Konu hans og börnum flyt ég einnig' beztu hamingjuóskir af til efni dagsins. Jón Þórðarson. Öxlar með hjólum fyrir aftanívagn og kerrur, bæSi vörubíla- og fólksbfla- hjól á öxlum. Einnig beizl fyrir heygrind og kassa. Til sölu hjá Kristjáni Júlíus- syni, Vesturgötu 22, Reykja vík, e. u. Sími 22724. Póstkröfusendi. Orðsending frá Húsmæðraskófanum á Löngumýri í Skagafirði„ Kennsla hefst í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði 1. okt. n. k. Hægt er að bæta við nokkrum nemendum vegna forfalla. Meðal náms- og dvalarkostnaður á nemanda varð s. 1. vetur kr. 5.400 00. Æskilegt er að fyrrverandi nemencl- ur og aðrir, sem ætía að stunda þar verknám í vet- ur, mæti 15. okt. vegna hagnýtra og skemmtilegra námskeiða, sem verða í skólanum fyrir áramó'. Bóklegt og verklegt nám fyrir unglingsstúikv.r hefst að Löngumýri 15. okt. Umsóknum fylgi afrit af fullnaðarprófsvottorðum. Skólastjóri. .’.V.W.V.V.W.W.V.V.W.W.W.V.V.V.V.’.V; Framboöslistar við Alþingiskosningarnar í Reykjaneskjördænú sem fram eiga að fara 25. og 26. október næst komandi, skulu afhentir oddvita yfirkjörstjórnai, Guðjóni Steingrímssyni héraðsdómslögmanni, Hafnarfirði, eigi síðar en miðvikudaginn 23. september 1959. Aðsetur yfirkiörstjórnar veiöi í Hafnarfirði. í yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis: Guðjón Steingrímsson, Árni Halidórsson, Ásgeir Einarsson, '\ Björn Ingvarsson, Þórarinn Ólafsson. WWAVAVW.V.’.WAWAVA’.WAV.VWW.WAWJ Framboðsiistar við alþingiskosningar í Suðurlandskjördæmi, sera hefjast eiga 25. okt. 1959. skuln afhentir í skrif- stofu bæjarfógetans í Vestmannaeyjum eða í skrif stofu sýslumannsins í Árnessýsiu í síðasta lagí miðvikudaginn 23. sept. 1959. Yfirkjörstjórnin í Suðurlandskiördæmi, 14. sept. 1959. Torfi Jóhannsson, 1 Páll Hallgrímsson, Guðmundur Daníelsson, Gunnar Benediktsson, r ísak Eiríksson. WW.W.’A^W.V.W.V.VAVAVAW.VAV.VAWA'AU Þökkur innilega auðsýnda samúö við andlát og jarðarför, Ólafs Ólafssonar, Ólafsvöllum, V-Landeyjum. Þorgerður Guömundsdóttir, Signý Ólafsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson. Maðurinn minn, Stefán Ó. Stephensen, andaðist aöfaranótt 13. þ. m. að heimili okkar. Sigríður Arnósdóftir. !*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦««■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦**♦-*( ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦**♦*««♦**♦«♦♦♦♦♦♦«*♦♦♦♦♦♦♦♦**«♦'• J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.