Tíminn - 15.09.1959, Síða 6

Tíminn - 15.09.1959, Síða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 15. scptember 195ft Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINR Ritstjóri og ábm.: Þórarinn ÞórarinwM. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargðts Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 1830« og 18 306 (skrifst., ritstjómln og blaSamen*). Augiýsingasimi 19 523. - AfgreiBslan 12 SSS Prentsm. Edda hf. Simi eftir U. 18: 13948 Samvinnustefnan ÞEIR tímar eru ekki langt aö baki, þegar samvinnuhug sjónin var ekki 'annað en draumur nokkurra fátækra og umkomulítilla bænda norður 1 landi. En þótt hinn veraldlegi. auöur væri þeim ekki þungur í vasa, áttu þeir annaö, sem bæöi reyndist þeim sjálfum og eftirkom- endum þeirra meira virði. Þeir áttu óbilandi trú á hug- sjón sína og þrek til aö íram kvæma hana þrát tfyrir hin- ar erfiðustu aöstæður. Þessir merkilegu frumherjar eru nú horfnir af sviöinu. Umbun þeirra er hin venjulegu laun fórnfúsra hugsjónamanna: að hafa viljað vel og unnið í samræmi viö það. En tærkin lifa mennina. Kaupfélagið, sem stofnað var norður við Skjálfanda- fíóa, xnitt í einum mesta harö indakafla næstliðinnar ald- ar hefur leitt af sér volduga félagsmálahreyfingu, sem sett hefur svipmót sitt á þró unar- og framfarasögu þessa lands í meira mæli en nokk- uð annað. Samvinnuhreyf- ingin barst úr einu héraðinu í annað, og er nú svo komið, að víðast hvar úti um land er verzlunin að miklu leyti í hennar höndum. En baráttan gegn sam- vinnuhreyfingunni er ná- kvæmlega jafn gömul og fyrsta kaupfélagið. Þegar Þórður Guðjohnsen reyndi að koma tvöfalda skattinum á Kaupfélag Þingeyinga og leitaðist viö að koma í veg fyrir að það fengi nokkurs staðar lóöarblett, þá taldi hann sig vera að berjast fyr- ir iífshagsmunum sínum. Og sú barátta, sem Guðjohnsen hóf fyrir þremur aldarfjórð- ungum, hefur staöið fram á þennan dag. Samvinnumenn unnu hina fyrstu orrustu. er tveggja heima Og þeir hafa borið hærri hlut í öllum meiri háttar átökum við andstæðinga sína fram til þessa. Mbl.-menn tala af mikilli vandlætingu og ótta- blandinni öfund um stórhýsi samvinnumanna. Þeir skilja það ekki og vilja ekki skilja, að samtök fólksins eru sterk ari en nokkur einstaklingur. Eins og alþýða þarf ekki lengur að líta upp til neinna „heldri manna" svo eru þeir tímar einnig úti að bygging- ar kaupmanna beri af um stærð og glæsileik. Menn geta harmað þessa horfnu tíma, en það er tilgangslaust, þeir koma ekki aftur. S AMVINNUHREYFIN GIN er alþjóðahreyfing með hundruð milljóna meðlima innan sinna vébanda. Um allan heim^ vinna þessir menn að því að skapa sann- virði vinnunnar og efla far- sæld, bróðurkærleik og frið meðal manna. Hér á landi grípur samvinnan inn á flesta þætti þjóðlífsins. Æ fleiri mönnum skilst, að eft- ir hennar leiðum er auðveld- ast og hagkvæmast að leysa hin margvíslegu félagslegu vandamál. En samvinnustefn an er ekki aðeins bundin viðfangsefnum hins áþreif- anlega veruleika. Hún mið- ar einnig að því, að þroska hina andlegu hæfileika ein- staklinganna. Þess vegna m. a. reka samvinnumenn skóla, sem eru viöurkenndir að vera meðal hinna beztu stofnana í hverju landi. Þannig mun hin hagkvæma lausn samvinnumanna á fé- lagslegum vandamálum, og andleg og menningarleg mannbótastefna þeirra fylgj ast að á vegferð þjóðarinnar inn í framtíðina. „01! þjóSin veit“ SJÁLFSÁLIT er án alls efa nytstamlegur eiginleiki, en þó mun bezt hæfa, að hann sér ekki verulega áber andi. Alþýðubl. hefur sjálf- sagt ráð á að berast allmjög á í þessum efnum, en þó þyk ir velunnurum þess ýmsum sem yí'irlætið mætti vera hóf samlegra. „Alþýðubl. segir“, stendur þar rétt eins og líta beri á orð þess sem einhverja sér- staka véfrétt eða Salomons- dóm, sem ekki þýði lengur um að þrátta. Það talar um Alþýðubl.-myndir eins og þær séu eitthvert einstakt og frábært fyrirbæri Ijós- myndatækninnar. Og s.l. laugardag segir blaðið: „Þetta skyldu menn hafa í huga í sambandi við Kefla- víkurmálið: í varnarmálun- um er Tíminn pólitísk skopp arakringla.“ Þarna vantaði ekkert annað til þess að full komna sköpunarverkið, en að yfir þessari speki stæði: Aiþýðublaðsráðlegging. Og í framhaldi af þessu segir blaðið: „Öll þjóðin veit nú að stefna Framsóknarfl. er þessi: Þeg- ar Framsókn er í stjórnar- andstöðu, þá er hún á móti vörnum íslands. Þegar Fram- sókn er í stjórn, þá er hún fylgjandi vörnum landsins. Þegar utanríkisráðherra er framsóknarmaður, þá getur enginn flokkur stjórnað her í landi með slíkum ágætum sem Framsókn.“ „ÖLL þjóðin veit“, að hér fer Alþbl. með tómt rugl, sem betra væri fyrir það sjálft að væri ósagt. Hver eru rök Alþbl. fyrir því, að Fram- sóknarfl. hafi verið -,,á móti vörnum íslands“ þá 8V2 mán uð, sem hann hefur verið í stjórnarandstöðu? Er það að vera „á móti vörnum ís- lands“ að gagnrýna yf- irtroðslur og ofbeldisverk erlendra hermanna gegn ís- lenzkum borgurum? Hvers konar þrælslundarhugarfar VÍÐSJÁ: iiiiuMmmmmmmmmmmmimiimmiimimimmiimiiimmmmimiiimmiimi miiitiiiiiiiiiiiiimmiiiiiMimiiimciiiiiiiii^ örlagadaiur SA-Asíu ] Ræíst framtíí SA Asíu í Sam Neua í Laos? | HINN KUNNI bandaríski i blaðamaður Joseph Alsop er nú | staddur í Laos. Alsop er mjög = vel kunnugur málefnum o,g | ástandi í Asíu. Alsop var í Indó- I kína er orrustan um Dien Bien i Phu vnr háð og nú er hann kom | inn í eldlínuna aftur, að þessu | sinni í smáríkinu Laos, sem i hefur verið vettvangur stórfrétt I anna að undanförnu, og frá Sam i Neua héraði í Laos skrifar Al- | sop eftirfarandi grein, sem birt- | ist í New York Herald Tribune | 7. sept. síðastliðinn. I ALLT í EINU hafa örlög og i framtíð Suðaustur-Asíu bundizt i þessum stað. Hvað er þessi Sam i Neua þá, þar sem harmleikur- jj inn um Dien Bien Phu er að | endurtaka sig í smækkaðri | mynd, en ef til vill með viðtæk- s ari áhrifum? Fyrir blaðamann, k sem kemur á umrótstímum til | Suðaustur-Asiu i annað sinn, er | Sam Neua margir óskildir hlut- | ir í senn. Það er til að byrja | með slórfenglega fallegt lands- I lag, sem hvergi getur að líta | nema í Suðaustur-Asíu. | Sam Neua liggur í þröngum i dal umkringdum snarbröttum | fjöllum o.g klettóttum hæðum. | Á þessari árstíð meðan regntím | inn stendur yfir svellur áin eft- | ir dalnum, brún og þykk af aur. I Hrisgrjónaekrurnar eru smar- | agðsgrænar. Hin stóru tré frum | skógarins blandast saman við | hávaxinn bambusreyrinn í fjalls | hlíðunum. Jafnvel landslagið cr | mikilvægt, því að Sam Neua er 1 mjög háð flugsamgöngum en I fjöllin rísa snarbrött við báða | enda flugbrautarinnar. Hið erf- | iða aðflug til Sam Neua gerir | flugsamgöngur ókleifar nema | með minni flugvélum. | Sam Neua hérað er mjög þétt | býlt. Prinsinn af Sam Neua átti | hér eitt sinn embættisbústað | sinn, en hin fyrrverandi höfuð- ! borg prinsins er aðeins smá- | þorp. Kofarnir, sem eru byggð- § ir af leir og með stráþökum, | byrjuðu við bjálkabrúna yfir | ána og lágu í óreglulegri, slitr- | óttri röð um hálfrar mílu vega- | lengd meðfram rykugum vegin- I um. Fyrir neðan brúna svamla | börnin í ánni, en fyrir . ofan ■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* “ er það, sem að baki slíkum 1 stað hæfingum byr? „Öll þjóð | in veit“, að þegar dr. Krist- 1 inn Guð'mundsson tók viö f varnarmálunum úr höndum | íhaldsins, þá voru þau í hinu s megnasta ólagi. Meðan hann var utanríkisráðherra gjör- breyttist ástandið til hins betra. Það hefur Bjarni Ben. aldrei getað fyrirgefið dr. Kristni. Hitt vissu menn ekki fyrr en nú, að svo virðist sem Alþbl. sé undir sömu sökina selt í þessum efnum og Bjarni. Hvað hefur breytzt í sam- bandi við’ yfirstjórn varn- armálanna frá íslendinga hálfu siðan Framsóknar- menn hættu aö fara með ut- j anríkísmáilin í ríkþsstjórn? Jú, það hefur komið nýr ut- anríkisráðherra. Jafnframt hafa yfirtroðslur herliðsins mjög aukizt. Sagt er að sömu reglur gildi og áður. Það má vel vera. En er framkvæmd þeirra þá fylgt eftir eins og fyrr? Um það efast margir. Alþfl. er þetta mál að vonum viðkvæmt vegna utanríkis- ráðherrans. Um sekt hens eða sakleysi skal hér ekkert fullyrt. En þegar blaðið reyn ir a'ð lauma ráðherranum á baki við undirmenn hans, þá er það bæði tortryggilegt og auk þess ræfildómur, sem erfitt er að afsaka. brúna er baðstaður hinna full- orðnu. Það má ætíð líta brons- lita búka busla i ánni, sem er eins og tóbakslögur að lit. Baðgestirnir, fólkið úr litlu sölubúðunum, konurnar af markaðstorginu, sem vilja selja þér ópíumskammta, sem eru pakkaðir inn í laufblöð, þetta fólk er allt óvenju rólegt og glaðlynt, sé það haft í hu.ga, að óvinahersveitirnar cru aðeins í um fimm mílna fjarlægð frá þorpinu. Þú sérð ekki bros á vörum flóttafólksins frá ná- grannahéruðunum, scm nú eru á valdi innrásarherja kommún- ista í Norður-Vietnam. Flótta- fólkið skiptir nú mörgum hundr uðum. Heilar varnarliðssveitir, sem hafa flúið með vopn sín, margar fjölskyldur, konur og börn frá þorpum við víglínuna. Samt sem áður verður maður meðal þessa fólks ekki var við hið dapurlega vonleysi, sem ein kennir flóttafólk í öðrum hlut um heims. Þetta fólk er mjög mikilvægt, þó að ekki væri nema fyrir það, að ef einhver, sem ber ennþá veikar vonir í brjósti um að innrásin frá Norður-Vietnam sé ekki hinn nakti raunveruleiki, yrði til þess að ræða við flótta- fólkið, þá gengi hann þess ekki lengur dulinn hvað raunveru- lega er á seyði. Það er auðvelt að segja „að beinar sannanir liggi ekki fyrir um innrásma“, þegar menn eru í 5.000 mílna fjarlægð frá atburðunum. En sá, sem talar við þetta einfalda, hrausta fólk, sem aldrei kvartar, konur o,g karla, sem hafa verið flæmd frá heimilum sínum af innrásarherjum kommúnista, hefur engin tök á'því lengur að efast um að hér sé um beina i-nnrás að ræða. SAM NEUA geymir langa sögu. Síðan fyrir meira en tveimur öldum hefur þessi hluti Suðaustur-Asíu verið himnaríki fyrir duglega innflytjendur, sem hafa hrökklazt frá Kina vegna hinnar gifurlegu útþenslu Kínverja. Þeir, sem síðast koma hafa ætíð hrakið þá fyrrkomnu lengra til fjalla. Árangurinn af þessu hefur orðið rjómaterta á hvolfi, allur rjóminn á botnin- um. Laosverjar og Thailendingar voru fyrst hraktir af Kínverjum frá hinu núkallaða Mið-Kína og einni öld síðar voru þeir að fullu Kennsla hafin í kvöldskóla KFUM Hinn fyrsta septe.mber hófst innritun nemenda í Kvöldskóla K.F.U.M., og fer hún fram í nýlenduvöruverzl- uninni Vísi, Laugavegi 1. Kvöldskoli K.F.U.M. er fyrst og iremst ætlaður piltum og stúlkum, er stunda vilja gagnlegt nám sam- hliða atvinnu sinni, og eru þess- ar námsgreinar kenndsr: íslenzka, danska, enska. kristin fræði, reikn ingur, bókfærsla og handavinna tstúlkna), en auk þess upplestur og íslenzk bókmenntasaga í fram- haldsdeild. Einskis inntökuprófs er krafizt, en skólavist geta þeir hlotið, er lokið hafa lögboðnu skyldunámi. Einnig er þeim nemendum, er lokið hafa námi 1. bekkjar gagn- fræðastfgsins, heimilt að sækja skólann. Að loknu burtfararprófi úr Kvöldskólanum hafa þcir full- nægt skyldunámi sínu Skólinn starfar aðeins í tveimur deildum, byrjenda- og framhalds- deild. Er fólki eindregið ráðlagt hraktir frá Suður-Kína. Það voru þeir, sem síðastir kornu hingað. Meosarnir og hinir svörtu Thailendingar og skyldir ættbálkar búa í miðjum fjalls- hlíðunum. Hinn fátæki og frum stæði Khas-ættbálkur, .sem upp haflega byggði þennan dal, berst nú erfiðri og þjáningar- fullri lífsbaráttu á fjallstoppum og hásléttum. ÞESSI SAGA er táknræn og einnig mjög þýðingármikrl. Sam Neua er nú í bráðri hættu vegna innrásar kommúnista óg það er vegna þess að kínversk útþensla hefur hafizt að nýju og það af tvíelfdu afli. Sam Neua er höfuð hald og Iraust stjórnarhersins í Laos og þar veitir hann innrásarliði kommúnista harðast viðnám. En það verður að játast, að sem hernaðarbækistöð er Sam Neua ekki mikilvæg eða stórvægifeg. í fyrstu er ekki hægt að sjá að dalurinn hafi nokkra hernað arlega þýðingu, nema ef vera kynni á flugveilinum, þar sem vopnum og vistum hefur verið landað. Stjórnarherinn hefur næstum engin farartæki og allt starfs lið Amkha hershöfðingja stjórn arhersins kemst fullvel fyrir á svölunum fyrir framan bústað hans á hæð fyrir ofan þorpið. Ef frá eru taldir verðirnir við flóttamannabúðirnar í þorpinu, þá er engan hermann að sjá á götum þorpsins. En líttu á toppa fjalla og hæða, sem umlykja þorpið, þar geturðu grillt í eitt eða tvö tjöld. Það eru nálægustu varð staðirnir. Hinum -sjö herfylkj- um, sem eiga að annast varnir Sam Neua er þannig dreift um frumskóga fjallanna og það eru erfiðar frumskógaferðir og stran.gar, þegar flytja þarf þeim vistir og vopn. ÞANNIG er Sam Neua, falleg ur Jítill dalur, afskekktur og áður fyrr einkar friðsæll, en hefur nú með skyndilegum hætti komizt í brennipunkt heimsfréttanna og á kannski eft ir að verða vettvangur árhifa- ríkra atburða. Það er c-rfitt að trúa því, að örlög Suðaustur- Asíu séu háð framvindu mála í Sam Neua. samt .sem áður get ur svo farið, — já það getur vel farið svo. að trvggja sér skólavist sem allra fyrst, en umsækjendur eru teknir í þeirri röð, sem þeir sækja um, þar til bekkirnir eru fullskipaðir. — Skólasetning fer fram fimmtu- daginn 1. október kl. 7,30 síðdeg- is í húsi K.F.U.M. og K. við Amt- mannsstíg, og er mjög áríðandi, að allir umsækjendur séu við- staddir eða sendi einhvern fyrir sig. Annars kann að tara svo, að þeir missi af skólavjst, en fólk af biðlista verði tekið í þeirra stað. Yerstu flóð í 40 ár NTB—Peking, 11. sept. — Verstu flóð, sem komið hafa í 40 ár, herja nú í héraðinu Fukien í Kína. Tilkynnti Pekingútvarpið þetta í dag og kvað þúsundir iuanns- lífa í hættu á fióðasvæðinu. Eigna tjónið væri begar gífurlegt. Sein- ustu daga hefur rignt mjög mikið — hvað eftir annað orðið ský- fall og því feiknavöxtur hlaupið í árnar. Sums staðar hefur verið byrjað að flytja brott fólk í stór- um stíl. Varnargarðar með ánum hafa víða brostið og vinna 30 þús. opinberir starfsmenn og hermenn að því að reyna að fylla I skörð- in. immilimiiiiiimiiiiimi mmmmmmmmmmmmmmmimmmmiimmmmimmmmmnmiimmmmiiiimi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.