Tíminn - 23.09.1959, Side 1

Tíminn - 23.09.1959, Side 1
J. E s' [ ö U M ] fiskveiSiiögsögu íslands, bls. 6 13. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginn 23. september 1959. Rigndi olíu af himnum, bls. 3 íþróttir, bls 10 204. blað. YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRA: Sjálfstæðisfl. endurnýjaði stuðning sinn við ríkisstjórn na til þess að gera henni færa útgáfu bráðabirgðalaganna SJálbfæðijflokk- yflen sfrðnr eir sem áðvr rfkissfjérnfna Exnii Jónsson skýrði frá því í ræðu sinni á Iðnó- fundinum í gær, a0 ríkis- sfjómin hefði kannað af- stöðu Sjálfstæðisflokksins tíi útgáfu bráðabirgðaiag- anna um landbúnaðarverð ið, þar sem Sjólfstæðis- fickkurinn veitir henni stuCning til að verjast van trausti alþingis. Var Sjálf- stæóismönnum gert Ijóst, að yrðu ©kkí möguleikar á að koma þessu máli fram, mundi stjórnin segja af sér þegar í stað, enda «kki eðlilegt að hún sæti, ef hún nyti ekki þingmeiri- hluta. Sjálfstæðisfiokkur- inn svaraði þvr, að þrátt fyrir öndverða skoðun á bráðab i rgðalögunum, mundi flokkurinn veita stjóminni sama stuðníng og hingað til. Niðurstaða: Stjómín gaf út bráðabirgðálogin og sitar áfram. Réttað í gær í gær var réttað í Hafravatns- rétt, og var þar margt fjár, fjöldi manns og ógrynni bila.Taldi rétta stjórinn, Kristinn Guðmundsson á Mo'ftlli, að um 10 þúsund fjár hefði komið í réttina. Smala- mermskur fóru fram deginum áð- ur og var safnið geymt í gerði í hlíðinni norðan réttarinnar í fyrri- nótt. Réttagestir skiptu hundruð- um, og voru úr Mosfellssveit og öllum nágrannabyggðum. Dráttur- inn gekk vel, og var féð mjög vel á stg komið eftir sumardvöl á heiðinni. Ólafur Thórs — með og móti Emil Jónsson hef fullan stuðning Fyrir liggur nú ótvíræð yfirlýsing Emils Jónssonar for- sætisráðherra um það,; að Sjálfstæðisflokkurinn veitti ríkis- stjórninni skýlausa traustsjúirlýsingu og fulltingi til útgáfu bráðabirgðalaganna um réttarskerðingu bænda. Þessi yfir- lýsing birtist í Alþýðublaðinu í gær, og birtist hér á síðunni mynd af henni. til bænda fyrir réttarmissinn. í þessu fólst mesta svívirðing, sem stétt hefur verið gerð. I fyrstu yfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins um málið kom heldur hvergi fram, að hann væri á móti bráðabirgðalögunum, heldur gerði hann bændum það svívirðingalr- boð fyrir réttarskerðinguna, að „Sjólfstæðisflokkurinn muni á Al- þingi leggja til, að bændum verði bætt það tjón, sem þeir af þess- um sökum verða fyrir“, eins og segir í fyrstu yfirlýsingunni. Þetta varð ekki skilið á annan veg en þann, að Sjálfstæðisfl. myndi styðja bráðabirgðalögin, en byði hins vegar að styðja fébætur Framsóknarfl. krefst aukaþings Nauðsynlegt, að þannig verði leitt í ljós, hvort bráðabirgðalögin styðjast við þing- meirihluta eða ekki Af fyrstu yfirlýsingunni, sem Sjálfstæðisflokkurinn birti varð- andi bráðabirgðalögiu um afurða vcrðið, varð ekki airnað séð en að liann myndi veita þeim stuðn ing á Alþiugi, þótt liann lofaði bænduin jafnframt uppbótum vegna þess tjóns, sem af þeim leiddi. Þetta þýddi, að flokkur- inn var lögbindingunni fylgj- andi, þótt hann létist vilja bæta bændum það upp síðar. í yfirlýsingu, seni Sjálfstæðis- flokkurinn lét birta í útvarpinu í fyrrakvöld í tilefni af ályktun miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, lýsti liann því liins vegar yfir, að „hann myndi ekki styðja lögin á Alþingi“, og virðist þannig liggja fyrir, að lögin liafi nú ekki þann stuðning þing meirihlutans, sem stjórnin telur sig hafa liaft í upphafi. Þegar svo var komið, taldi Framsóknarflokkurinn rétt að igcra tilraun til að ganga til fulls úr skugga um það, livort lögin liafa lengux nauðsynlegan þingstyrk, en það er fjarri öll- um þingræðisvenjum að bráða- birgðalög gildi, sem yfirgnæf- andi þingmeirihluti er andvígur. f tilefni af því skrifaði Fram- sóknarfiokkurinn forsætisráð- herra eftirfarandi bréf í gær: ,,Reykjavík, 22. sept. 1959. Hér með levfum við okkur að óska þess, að þér, herra forsætisráðherra, leggið til við forseta íslands, að Alþingi verði kvatt saman til aukafunda nú þegar, til þess að taka afstöðu til bráðabirgðalaga um verð- lagningu landbúnaðarafurða, þar sem nýjustu yfirlýs- ingar Sjálfstæðisflokksins gefa ástæðu til að efast um, að lögin hafi nú lengur meirihlutafylgi á Alþingi. F h. Framsóknarflokksins Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson Telja vevður sjálfsagt, að for- sætisráðherra fallist á að kalla saman þingið, ef liann álílur lög- in ekki siyðjast við þingmeiri- lilula lcngui. Þingið lilýtur því að verða kvatt saman, svo fram- arlega sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur við þá yfirlýsingu, að hann sé aiulvígur lögunum. Klórað í bakkann En brátt munu forkólfar íhalds- ins hafa séð, að slík mútuboð fyrir réttarmissi mundu ekki falla íslenzkum bændum vel í geð, og þá var reynt að klóra í bakkann með því að gefa út nýja yfirlýs- ingu, þar sem sagt var, að með orðalaginu um að „bæta tjónið“ fælist einnig það, að flokkurinn væri á móti lögunum og myndi berjast gegn þeim. Þessi yfirlýs- ing birtist í Morgunblaðinu í gær. Grikkur forsætisráðherra En einmitt sama daginn ger- ir forsætisráðherra Sjálfstæðis- flokknum þann grikk, að birta í Alþýðublaðiiiu skýlausa yfirlýs- ingu um, að málið hafi verið bor- ið undir Sjálfstæðisflokkinn og að stjórnin mundi ekki gefa út bráðabirgðalögin, heldur segja af sér, ef flokkurinn neitaði stjórn- inni uni áframhaldandi stuðning eftir útgáfu bráðabirgðalaganna. Þá lýsti Sjálfstæðisflokkurinn því yfir, að hann mundi áfram styðja stjórnina þrátt fyrir bráðabirgða- lögin, og gerði henni þannig fært að gefa þau út. Þetta er. skýlaus yfirlýsing forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn réð því úr- slitum um útgáfu laganna og ber höfuðábyrgð á þesu gerræði gegn bændum og almennu stéttarlegu réttaröryggi í landinu. Og þótt for- sætisráðherra eigni sér frumkvæð- ið til þessa verks, er ekkert sem bendir til þess, að húsbóndavaldið í stjórnarsamvinnunni hafi flutzt til. Að minnsta kosti er sannað, að Sjálfstæðisflokkurinn gat stöðv að gerræðið en vildi það ekki, held- ur gaf stjórninni nýja traustyfir- lýsingu við þetta gefna tækifæri. Sé það hins vegar svo, að Sjálf- -stæðisflokkurinn hafi síðan snúizt. í málinu, eins og hann gefur nú í skyn, hefur stjórnin ekki þing- (Framhald á 2. sfðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.