Tíminn - 30.09.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.09.1959, Blaðsíða 8
T í M I N N, miðvikudaginn 30. september 1959. 3. síðan Dyravörður skrifar „Þegar Mary Pickford og Dou- glas Fairbanks komu til London á sinni frægu Evrópuför, var múgur- inn 'Svo æstur, að fá að sjá þau, að það var bókstaflega gerð um- sátur uin hótelið. Þó keyrði um þverbak þegar Charlie Chaplin lcom í fyrstu heimsókn í föðurland sitt eftir að hafa öðlazt heimsfrægð — og bjó á Ritz. Lögreglan kallaði út varaliðsstyrk til að halda uppi röð og reglu utan við hótelið dag og nótt. Dag hvern voru sendir tveir leigubílar á pósthúsið til að sækja bréfin, sem honum bárust £rá aðdáendum. Eftir þá heimsókn sagði Bonvin forstjóri: „Við viljum ekki sjá fleiri film- stjörnur á hótelið.“ Og Georg kvaðst geta talið á fingrum annarrar handar þá kvik- tnyndaleikara, sem síðan hafa gist á hótelinu. Hótelið hefur síður en svo tapað á þeirri ráðstöfun, því almennir gestir fá móg af því, að Jþurfa að bolast gegnum þröng að- dáendanna og blaðamannanna og unglinganna og Ijósmyndaranna og rithadarsafaranna. Þó var John Barrymore einn þeirra, sem jafnan fékk inni á Ritz. Hann var einkar viðskotaillur og erfiður viðfangs þegar önnur kona hans hótaði skilnaði. Hann æpti og öskraði: „Ég svipti mig lífi ef hún fer frá mér. Ég elska hana. Þetta er voða- legt.‘ Hann hlífði scr þó við sjálfsmorði, en huggaði sig þess í stað við áfenga drykki og varð oft ölóður. Georg félck það hlutverk að passa upp á hann þegar hann var í þeim ham. Auðvitað gerði hann dyravörðinn að trúnaðarvini: — Þegar maður er ógæfusamur, þá drekkur maður. Þegar maður drekkur verður maður enn ógæfu- samari, sagði hann um leið og hann rétti glasið fram til að fá það fullt á ný, — svo starði hann ofan í glasið meðan hann þrumaði fullum rómi, eins og hann væri að leika hlutverk í harmleik: — Konur og vín, Georg. Því meira sem þú færð af því — því meira viltu. Hinn leyndardómsfulli og ein mana sir Basil Zaharoff, landi Ge- VEX ts 4r V ? m T m »*r n «r 'm f r Jörð tíl sölu Jörðin Þóroddsstaðir í Ólafsfirði er til sölu og laus til ábúðar nú í haust, ef um semst, eða • næsta vor. Á jörðinni er steinhús með íbúðum fyrir tvær litlar fjölskyldur. Fjós fyrir 24 gripi, ásamt þurrheyshlöðu er rúm- ar um 800 hesta, tveimur votheysgryfjum inn- byggðum 1 hlöðuna, mjólkurhúsi, súgþurrkunar- kerfi, liaughúsi og þvagþró. Fjárhús fyrir 100 kindur, ásamt hlöðu. Véltækt tún og flæðiengjar. — Aðstaða til mjólkursölu góð. Fylgt getur 1 kaupunum eyðibýlið Hrúthóll, sem liggur að Þóroddsstöðum. Á jörðinni er eigin rafstöð 5 KW., sími, og þjóð- vegurinn við hlaðið. Silungsveiði er í ánni (eftirsóít stangarveiði). Áhöfn, ásamt búvélum getur fylgt í -kaupunum, ef óskað er. Tækifærisverð, og hagkvæmir greiðsluskilmálar. Semja her við Ármann Þórðarson, Þóroddsstöðum eða Sigurjón Steinsson, Lundi, Akureyri. orgs, tók .sérstöku ástfóstri við hann. Eitt sinn bauð hann honum að dvelja með sér á Hotel de Paris í Monte Carlo — reyndar átti hann hótelið. — Hann stakk upp á því, að við skyldum alltaf halda saman, en ég minnti hann á, að ég ætti konu og inndæl börn í London, sem ég gæti ekki yfirgefið. — En mig lan.gar þó ekki aftur til Ritz, játaði Georg. — Hvers vegna ekki? spurði sir Basil steinhissa. — Af því ég get ekki þolað að lifa af ölmusu, sagði ég, því mér finnst ég vera hálfgildings betlari þegar ég lifi á drykkjupeningum — ég hata betl. — En ungi vinur, sagði sir Basil, þér eruð enginn betlari, þegar fólk gefur yður þjórfé, þá er það af því, að því fellur þjónusta yðar vel og kann vel að meta það, sem fyrir það er gert. Það þarf enginn að skammast sín fyrir það. Svo miklir vinir voru þeir, dyra- vörðurinn og vopnasalinn, að allir bjuggust við því að sir Basil mundi arfleiða Georg að stórum summ- um þegar hann félli frá. Úr því varð þó ekki — en erfingjarnir buðu honum 5000 £ fyrir von- brigðin. Aga Khan gleymdi honum líka í erfðaskránni — en margir höfðu vænzt þess að hann hlyti arf aftir ríkasta mann veraldar. Þeir voru miklir vinir og áttu sameiginleg áhugamál — hesta og börn. En það er langt í frá, að Georg sé beiskur í .skapi. Hann minnist hinna riku vina sinna með virðingu og vin- semi. Hann skýrir frá samtali sem hann átti við fyrri konu Anthony Edens. Hún kom heim eftir langa dvöl í Ameríku. Hann sagði henni að orðrómur gengi um að þau hjónin væru að skilja. — En það hijóta að vera gróu- sögur, bætti hann við. Hún hristi höfuðið. — Nei, Geoyg, sagði hún, það er sannleikur. Ég er nú hrædd um það. Skiljið þér að þó að ég elski Anthony og vilji allt fyrir hann gera — þá er ég alls ekki rétta manneskjan fyrir hann. Ég hef engan áhuga á hreppapólitik og vil lifa mínu sjálfstæða lífi. Þess vegna get ég aldrei orðið góð kona manns, sem ef til vill á eftir að verða forsætisráðherra Breta. Skemmtileg er sagan um Georg og Grikkjakonung, sem reyndar heitir Georg líka. Hann var fædd- ur í Danmörku, og var spurður hvernig honum tækist að ríkja yfir svo geðmiklu fólki sem Grikkjum. — Enginn vandi, sagði hann, ég skrifa bara undir alla pappíra, sem eru lagðir fyrir mig. l Sexfugur: Söluskálinn Klapparstíg 11 hefur ávallt alls konar notuð hús- gögn, vel með farin og margt fleira við mjög sanngjörnu verði. Sími 12926. Öskjugerð ■ Prentstofa Hverfisgötu 78. Sími 16230. ■M«nH»»nttttffltm»:!tmmtmmnffitnntttn«»mtmmmmmtmt:im» nt::::::::n::m:::::m:tttttm (Framhald af 5. síðu) Auk tveggja barna Guðlaugar eignaðist Hjörtur og ól upp mcð henni fimm börn, sem nú eru öll uppkomin. Má með sanni scgja, að sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni, því að öll eru börnin hið mesta myndarfólk. Dugleg, reglu- söm og sérmenntuð og því vel hæf i til þjóðfélagsstarfa. Skipti þar engu' um hvort hans eigin börn éða stjúp börn var um að ræða. Getur Hjört-j ur því litið.glaður og ánægður yfir farinn veg. i Ég, .sem -þessar línur rita, leigði hjá þeim hjónum um tíma og lókst með okkur. alldjúp vinátta og kom þar margt til og ekki hvað sízt alúð og trygglyndi þeirra hjóna, sem í hvívetna tóku mér sem einum af fjölskyldunni. Að lokum vil ég ljúka þessum orðurn minum með hugheilum árnaðaróskum til þín, Hjörtur, á afmælisdaginr, og óska ég þér og þinni fjölskyldu gæíil og gengis um ókomin ár. Lifðu heill! O. G. 3. síðan Fann tíka Ameríku ráðið í Danmörku að senda Ove Giedde með leiðangur til Indlands,’ og vitaskuld átti Jens Munk að verða samferða. Eftir að skipin voru sjóbúin, samdi Jens Munk sína eigin áætlun um að sigla norður fyrir Ameríku og finna sjó- leið til Indlands á þann veg. Kon- ungurinn lét honum í té góðfús- lega tvö skip. AW.VW.W.V.V.V.V.V V.'.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.-.'J Tilkynning frá tóniistarskóla Rangæinga Væntanlegir nemendur í Tónlistarskóla Rangæ- inga eru beðnir að tilkynna um þátttöku I sýslu- skrifstofuna Hvolsvelli fyrir 10. okt. n. k. W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.VAV^ Áætlun um fer'ðir Sameinaða okt./de. 1959. Frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur m/s Dr. Alexandrine 9. okt. Vöruflutningaskip 23. okt. m/s Dr. Alexandrine 6. nov. Vöruflutningaskip 24. nov. m/s Dr. Alexandrinc 4. des. á Reykjavík til Kaupmannahafnar m/s Henrik Danica 5. okt. m/s Dr. Alexandrine 17. okt. via Vöruflutningaskip 2. nov. m/s Dr. Alexandrine 14. nov. via Vöruflutningaskip 4. des. m/s Dr. Alexandrine 12. des. Skipaafgrciðsla Jes Zitasen. WAV.WVW.V.V.V.V.V,VV.%W.V.V.VAVr^.W.V.Vj Frá gagnfræðaskólum Reykjavíkur Kennarafundur verðui' í öllum skólunum fimmtudaginn 1. okt. kl. 15.00. Nemendur komi 1 skólana, sem hér segir: Gagnfræðaskólinn við Vonarstræíi: Skólasetning 1 Iðnó fimmtudaginn 1. okt. kl. 14.00. Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning föstudginn 2. okt. kl. 14.00. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar: Skólasetning í Iðnó föstu- daginn 2. okt. kl. 16.00. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning 1 Iðnó föstu- daginn 2. okt. kl. 14.00. Vogaskóli, gagnfræðadeild: Skólasetning föstudaginn 2. okt. kl. 16.00. Hagaskóli, Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, gagn- fræðadeild Laugarnesskóla, Gagnfræðadeild Miðbæjar- skóla og Réttarholtsskóli: 2. bekkir komi föstudaginn 2. okt. kl. 9 f. h., 1. bekkir kl. 10.30 f. h. föstudaginn 2. okt. Þriðji og fjórði bekkur í Hagaskóla og þriðji bekkur Gagnfræðaskólans við Lindargötu komi föstudaginn 2. okt. kl. 14.00. Áríðandi er, að nemendur komi á auglýstum tíma eða einhver í þeirra stað, annars á nemandi á hættu að missa af skólavist í sínu skólahveríi. Um skiptingu skólahverfa vísast til fréttatilkynninga í dagblöðum. Námsstjóri. W^WAV.V.V.V.V.*.V.W.W.V.V.".V.W.V.«.VWM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.