Tíminn - 30.09.1959, Blaðsíða 1
fX E51D U M j
Sf jómmálaviðhorfiS —
Ræða Eysteins Jónssonar
bls. 6—7
13. árgangur.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. september 1959.
Hann fann líka Ameríku, bis. 3.
íþróttir, bls. 10.
210. blað.
Fjölmennið í Framsóknarhúsið
á fyrsta kjósendafundinn í kvöld
♦
í kvöld kl. 8,30 halda stuðningsmenn B-listans í Reykjavík fyrsta kjósendafund sinn fyrir þessar kosningar í Fram-
sóknarhúsinu. Allir eru velkomnir á fundinn og stuðningsmenn B-listans eru beðnir að fjölmenna og hefja kosninga-
baráttuna með glæsilegum fundi. Þar flytja átta menn stuttar ræður, og eru þeir þessir:
Þórarinn Þórarinsson
Frú Unnur Kolbeinsdóttir
Kristján Friðriksson
Séra Björn H. Jónsson
Einar Ágústsson
Kristján Thorlacius
Einar Birnir
Hermann Jónasson
Þórarinn Þórarinsson
Kristján Friðriksson
Unnur Kolbeinsdóttir
Einar Birnir
Hermann Jónasson
Björn H. Jónsson
Einar Ágústsson
Kristján Thorlacius
Gat opnaðist
i Fnjoskarbru
Akureyri í gær. — í gær
bar svo við að gat opnaðist
skyndilega á brúna yfir
Fnjóská. Gatið er stórt, um
það bil fermetri að stærð, og
hefur verið lagður hleri yfir
það til bráðabirgða svo að
umferð geti haldizt um brúna.
Gat þetta er á brúnni austan-
verðri, og er ekki vitaS með hvaða
hætti það kom til. Hins vegar var
vitað um sprungu í brúna þarna,
og hefur trúlega molnað og hrun-
ið út frá henni. erkfræðingur mun
vera væntanlegur á næstunni til
að athuga skemmdirnar og allt
ástand brúarinnar um leið. —
Fnjóskárbrú er nú orðin 50 ára
gömul, en hún var á sínum tíma
stærsta steinbogabrú í Evrópu, og
er trúlega enn stærsta bogabrú
landsins. E.D.
Kommar tapa
HfcL.
í Noregi
Bæjar- og' sveitastjórnarkosn-
ingar voru háðar í Noregi í gær.
Fréttir liöfðu ekki borizt um loka
niðurstöður í kosningunum, en
búið var að telja í öllum bæjum
og flestum sveitum, er blaðið
hafði síðast fregnir af atkvæða-
talningu seint í gærkveldi. Frá-
vik frá fyrri kosningum virðast
lítil og styrkleikahlutföll flokk-
anna svipuð og við síðustu bæjar-
og sveitastjórnarkosningar.
Kommúnistar töpuðu þó verulcgu
fylgi — og var fylgishrun þeirra
allt að hehning í mörgum bæjum.
Meira olnboganím
fyrir hina ríku
en minni siuðningur vio efnalífið fólk er kjarni
þeirrar sfefnu um samdráff o^inberrar fjárfesf-
ingar, sem þríflokkarnir boóa i kjölfar kjör-
dæmabyltingarinnar
Eldhafið stóð
upp úr heyinu
Eldur í hlööu í Reykjahverfi
„Það er glöggt að hverju
stefnt er. Þau öfl, sem stóðu
að kjördæmabyltingunni vilja
draga úr fjárfestingu hins op-
inbera og þar með stuðningi
hins opinbera við hina efna-
minni 1 þjóðfélaginu, en hinir
ríku eiga að hafa nægilegt
olnbogarúm. Nú er hins vegar
eftir að vita, hvort þjóðin vill
styðja þessa nýju stefnu. Það
er augljóst, að fái kjördæma-
flokkarnir nú sæmilega út-
komu í kosningunum, verður
ótrautt haldið áfram. Eflist
Framsóknarflokkurinn hins
vegar enn, mun það afstýra
miklu, því að þessir flokkar
munu þá hugsa ráð sitt betur
og' hika“; sagði Eysteinn Jóns-
son, fyrrverandi ráðherra m.
a. í ýtarlegri ræðu um stjórn-
málaviðhorfið á mjög fjöl-
mennum fundi Framsóknar-
manna í Keflavík í fyrrakvöld.
Ilann ræddi þar um a'ðfarir og
klæki þríflokkanna við að koma
kjördæmabyltingunni á og það
sem mun á eftir fylgja í næstu
áföngum, fái kjördæmaflokk-
arnir bolmagn til að loknum
næstu kosningum. Hann ræddi
um samdráttinn, sem IjDðaður
er í fjárfestingunni og blekk-
ingaskrum stjórnarflokkanna um
„stöðvun verðbólgunnar“ og
„ráðstafanir“ í efnahagsmálum.
Ilann ræddi einnig um gerræðis-
ráðstafanir hinna nýsettu bráða-
birgðalaga, og' síðast en ekki sízt
um það stóraukna fylgi, sem
Framsóknarflokkurinn á nú að
fagna með þjóðinni, þar sem
æ fleiri umbótasinnaðir menn
skilja, að hann er liöfuðandstæð-
ingur íhaldsaflanna í þjóðfélag-
inu og honum einuni er trúandi
til þeirrar andstöðu og' baráttu
fyrir alliliða, frjálslyndri um-
bótastefnu.
Nánari útdráttur úr ræðu Ey-
steins Jónssonar er á sjöttu og'
sjöundu síðu blaösins í dag.
- Sjá bls, 6 og 7*
Valdimar Björns-
son á Akureyri
Valdimar Björnsson fjármálaráð
herra í Minnesota er væntanleg-
ur til Akureyrar á föstudag. Mun
hann þá um kvöldið flytja fyrir
lestur að Hótel KEA á vegum fs-
lenzk-ameríska félagsins og Sfúd-
entafélags Akuréyrar.
í fyrrinótt kom upp eldur í
hlöðu að Skógum í Reykja-
hverfi, og var eldurinn orð-
inn allmagnaður er hans varð
vart. Fyrir rösklega fram-
göngu heimafólks og slökkvi-
liðs tókst að ráða niðurlögum
hans, en talsverðar skemmdir
munu hafa orðið á heyi.
Tvíbýli er að Skógum, og búa
þar Gunnlaugur Sveinbjarnarson
og Helgi Pálsson. Kom eldurinn
upp í hlöðu Gunnlaugs, en það var
sambýlismaður hans sem fyrstur
varg eldsins var kl. 2,30 um nótt-
ina. Slóö eldhaf upp úr heyinu
þegar að var komið, en 400—500
hestar voru í hlöðunni.
Rauk enn í gær
Þegar var sent eftir slökkvilið
inu á Húsavík, en heimafólk bar
vatn á eldinn og tókst að halda
honum niðri tfnz aðstoð barst.
Slökkviliðið kom á vettvang klukk
an 6,30 um morguninn, og klukk
an 10 hafði eldurinn verið kæfð-
ur að mestu. Var þá hafizt handa
um ag rífa upp heyið, en því
starfi var ekki lokið síðdegis í
gær, og rauk þá enn úr heyinu.
Talsvert tjón mun hafa orðið á
heyinu bæði af eldi og vatni, en
ekki var vitað í gær hversu mikið.
Aftur á móti er hlaðan >sjálf furðu
lítið skennnd. Sjálfíkviknun mun
hafa orðið í heyinu, en mikill hiti
var í hlöðúnni. Þ.J.
ók brott í skyndi
Um kl. 17,20 í gær, ók bifreiðin
Ö-478 utan í R-9895, sem stóð fyrir
utan Brautarholt 20, en skeytti
því engu og ók þegar hrott. —
Hafði Ö-478 ekki náðst, þegar blað
ið fréfcti síðast til í gærkveldi. —
Nokkrar skðmmdir urðu á R-9895
vig áreksturinn.