Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 3
TÍMINN, fimmtuclaginn 1. október 1959. a Chevrolet Corvair 1960 Um mánaðamótin koma á markaðinn fyrstu Chevrolet- bílarnir af árgerðinni 1960. Að öllum líkindum mun Cor- vair-gerðin vekja mesta at- hygli og ná almennustum vin- sældum og liggja tii þess ýms- ar ástæður. Bíllinn er minni og meðfærilegri en stóru vagn arnir sem hingað til hafa ver- ið í tízku. Hann er sparneytn- ari og þægilegri á allan hátt. Verð um 160 þús. krónur Hægt er a3 stinga farangri bak viS aftursætið, farþegum til mikils hag- ræði. (Mynd til vinstri Gólfið er rennislétt. (Mynd til hægri). Corvair er einfaldur og látlaus í sniði, laus við allt óþarfa skraut og ofhlæði og einkar snotur ásýnd- um. Að dómi sérfræðinga hefur ekki komið fram önnur eins nýjung og Corvair í 25 ár á bílamarkaðinum. Auk .Corvair-bílsins munu Chevr- olet-verksmiðjurnar framleiða ann an stærri farþegavagn, sem ber keim af þeim gerðum, sem áður hafa verið framleiddar og er bein þróun frá þeim. f 9 ár hafa verkfræðingar unnið að því, að fullgera Corvair-bílinn og hefur ekkert verið til sparað. Og árangurinn er sá, að almenn- ingi gefst kostur á að eignast til- tölulega ódýran, sparneytinn, fal- legan og öflugan bíl. Bllinn tekur 6 farþega og er sér- lega rúmgóður og þægilegur. Afl véiln er höfð aftur í bílnum og er hún loftkæld. Vélin er 6 strokka pönnukökumótor. Hvert hjól er sér staklega fjaðrað. Gólfið er alveg slétt. Farangursgeymsla er framan í bílnum en einnig er hægt að •koma fyrir töskum bak við aftur- sætið og ná til þeirra innan úr bílnum eins og á myndinni sést. Þyngdarpunkturinn er neðarlega. Miðstöðin í bilnum er afar fljót að taka við sér. Meðal hinna mörgu kosta Cor- vair-bílsins má nefa þessa: 1) Með því að hafa vélina aftur í bílnum, skapast jafnvægi meira en í öðrum bílum, og hann verður léttari í akstri, betri í stýri og bremsurnar verða öruggari. 2) Aluminium er blandað saman við málminn í vélarsamstæðunni, og gerir það bílinn mun lét-tari og sparar því eldsneyti. Vélin er 40% léttari en aðrar vélar með sömu hestaflatölu nær upp undir 40% hærri mílnatölu fyrir sama magn af eldsneyti en aðrar 6 strokka vélar. i 3) Vatnskerfi og vatnskassi er enginn í bílnum og léttir hann því enn til muna. (Og frostlög þarf engan). 4) Sérstakur fjaðraútbúnaður á bílnum að aftan þar sem þunginn: er mestur. 5) Bíllinn er sjálfskiptur, og þar að auki búinn öllum hugsanlegum þægindum. Bil milli fram- og aflurhjóla er 2,15 em, öll lengd bílsins er 4,57 cm. Breidd 1,70 cm. I-Iæð bílsins frá jörðu er 1,31 cm., og er þá mið- að við að bíllinn só hlaðinn. Hljómplötukynning * Islenzkra tðna Hér sézt greiniiega munurinn á Corvair og stærri tegundinni af Chevrolet 1960. F. í. H. heldur hljómleika í kvöld í kvöld mun Félag íslenzkra hljómíistarmanna efna til hinna árlegu hljómleika sinna. Eru þeir í Austurbæjarbíói, eins og undanfarin ár, og hefjast kl. 23,30. Að þessu sinni, koma fram þarna okk- ar beztu hljómsveitir á sviði jazz og dægurlaga Meðal hljómsveita, sem þarna koma fram, má m. a. .nefna hljóm- sveit Björns R. Einarssonar, söngv- ari með henni er Ragnar Bjarna- son. K. K.-sextettinn, sem búinn er að ráða til sín hinn vinsæla söngvara frá Akureyri, Óðinn Valdi anarsson, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann ikemur fram með þeim. Einnig koma þarna fram tvær hljómsveitir utan af landi, •en það er rokk-hljómsveit Guð- mundar Ingólfssonar frá Keflavík, og söngvari með henni er Engil- bert. F-rá Vestmannaeyjiun kemur -svo hljómsveit Guðjóns Pálssonar, söngvari Erling Ágústsson. Þá kemur hin vinsæla hljómsveit „Fi-mm í fullu fjöri“' þarna fram, en hún hefur hlotið fádæma vin- sældir meðal „táninganna“ hér í bæ. Söngvarar m-eð „Fimm í fullu fjöri“ eru Diana Magnúsdóttir og Sigurður Johnny, en þau ku iíka vera í „fullu fjöri“. Þá mun NEO- kvartettinn og tríó Jóns Páls láta til sin heyra, og að lokum má nefna dixilandhljómsveitina „Dixie —59“. Og -allt þetta mun svo Bald- ur Georgs kynna. Hljómleikar þessir eru haldnir árlega, og hafa þeir átt slílcum vin- sældum að fagna, að miðar hafa selzt upp á svipstundu. Þrá-tt fyrir góða -aðsókn, -er það regla hjá félaginu, að halda aðeins eina hljómlei-ka árlega, og mun það einnig verða í ár. Miðar eru seldir í Hljóðfærahúsinu í Banka- stræti. íslenzkir tónar efna til hljómplötukynningar í Austur bæjarbíói sunnudagskvöld kl. 11,15 og munu þar fremstu dægurlagasöngvarar okkar kynna lög þau er líklegust eru til vinsælda á vetri komanda og verða kynnt um 30 ný lög, íslenzk og erlend og verða flest erlendu laganna sungin með ísfenzkum textum. Á hljómleikunum gefst tæki- fær.i til að heyra m.a. í Helenu Eyj ólfsdóttur, sem nú er óumdeilan- lega vinsælasta dægurlagasöng- -kona okkar, og hafa hljómplötur hennar notið geysivinsælda, Óð- linn Valdimarsson, en Útlagi-nn hans hefur verið ein af metsölu- plötum s-umarsins, litlu stúlk-urn- ar Soffía og Anna Sigga, sem munu syngja tvö ný íslenzk lög og e.t.v. Órabelg, og S.A.S. tríóið sem mun syngja vinsæl dægur- lög. Tvær hljómsveitir munu koma fram, Atlantic-kvartettinn frá Ak- ureyri, en þar hefur hann leikið v-ið geysivinsældir undanfarin sumur, og hljómsveit Árna ís- leifs. Jóhann- Konráðsson söngvari frá Akureyri, mun syngja nokk-ur lög en hann nýtur mikillar hylli, VENNAGULLIÐ KALLI •ber ungu stúlkuna styrk- um örmum upp á bað- ströndina. Ilann hafði bjargað henni frá drukknun. Hún opn-ar gullfalleg augu sín og hvíslar að lionum: — Ég þakka þér af öllu hjarta, þú hefur bjargað lífi mínu. Það er sannkölluð hetjudáð. — Það má með sanni segja, svar aði Kalli, því ég varð áður að rota fjóra stráka, sem allir ætluðu að bjarga þér. bæði hér og fyrir norðan fyrir söng sinn. Kynnir verður hinn góðkunni leikari Karl Sigurðsson. Það verða aðeins þessir einu hljómleikar og er öllum ráðlagt að tryggja sér miða tímanlega. Helena S.A.S.-tríóið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.