Tíminn - 22.10.1959, Síða 10

Tíminn - 22.10.1959, Síða 10
T í M I N N , fimintudaginn 22. október 1959. 10 Stei'íigrímur Benediktsson, formaftur Kaupfélags Vestmannaeyja Úlfaþyturinn um útsvarsmál S. L S. Skammaðist Morgunblaðið sín Mikill úlfaþytur hefur orS- íð í blöðum og á mannfundum vegna þeirra stórtíðinda að SÍS greiðir ekki útsvar á þessu ári. 1 þessum hávaða kveður ein- att við þann tón, að samvinnu- hreyfingin er lofuð, en Fram- sóknarflökkurinn lastaðar og sakaður um að nota samvinnu- hreyfinguna til þjóðhættulegr- ar skemmdarstarfsemi. Mér skilst að þessi gauragangur beri lítil einkenni um viðleitnij til að fi-æða fólk um þessi mál,! heldur sé hér verið að þyrla ryki í augu almennings í þeim tilgangi einum að afla kjör- fylgis með blekkingum og hrópyrðum. sem ólíklegt er að reynist haklgott þegar tímar iíða. Ef Framsóknarflokkur- inn hefur komið á og viðhald- ið skatta- og útsvarslöggjöf, sem engum gagnar nema SÍS, hvers vegna hafa þá ekki allir hinir flokkarnir leiðrétt þetta ,,ranglæti“. Það veldur sjaldan einn, þegar tveir deila og þannig mun vera um það, sem miður ! fei- í þessari löggjöf, sem ann- arri, að pólitísku flokkunum ferst naumast að auglýsa sak- leysi sitt og lýsa öllum sökum á andstæðinginn. Vafalaust er, að Framsöknarflokkurinn hef- ur unnið samvinuhreyfingunni gagn með því að beita sér fyr- ir löggjöf, sem veitir henni eðlileg kjör og starfsskilyrði, en með því hefur hann auð- vitað ekki öðlast neinn eignar- rétt á samvinnuhreyfingunni 'J* Steingrímur Benediktsson og það getur heldur enginn annar pólitiskur flokkur eign- ast. o íslenzkt samvinnustarf heit- ir bók, sem út kom á þessu ári og er rituð af alþýðu- flokksmanninum Benedikt Gröndal. Þar á meðal er rætt um deilumál þau, sem nú eru ofarlega á baugi varðandi SÍS og starfsemi þess. Ég sé ekki betur en að þessi bók sé rituð af þekkingu og sanngirni. Ekki hef ég rekizt á nein rök gegn því sem þar er haldið fram, í öllu moldviðrinu um „auð- hringinn og skattfríðindi" og væri það ólíkt drengilegri bar- dagaaðferð og gagnlegri fyrir þá, sem stjórnamálamennirnir eiga að fræða um málin. Hér í eyjum hefur um lang- an aldur verið mikið sam- vinnustarf og ágætir sam- vinnumenn af öllum flokkum. Mörg kaupfélög hafa verið stofnuð og hafa þau einatt dregið hvert úr annars mætti með óeðlilegri samkeppni. Allir stjórnmáílaflokkarnir hafa reynt að tryggja sér yfir- ráðarétt í þessum félögum og hefur það einatt orðið til hins mesta cjóns. Nú er Kaupfélag Vest- mannaeyja eina kaupfélagið hér og þori ég að fullyrða að meðlimir þess eru úr öllum flokkum án þess að unnt sé að greina þá í sundur eftir lit- arháttum, enda engin tilraun til þess gerð. Eins og önnur kaupfélög, sem enga afurða- sölu annast. hefur KFV átt við mjög mikla fjárhagsörðug- leika að etja og þess vegna mikið til SÍS þurft að leita. Þau samskipti hafa áreiðan- lega ekki auðgað SÍS, enda hafa ráðamenn þess aldrei seilzt til valda, fjár eða áhrifa á rekstur félagsins umfram það sem stjórn félagsins hef- ur óskað eftir. Á þetta jafnt við hina efnahagslegu hlið fé- lagsstarfseminnar, sem um mannaráðningar og annað, sem félagið varðar. Starfs- menn SÍS hafa þannig reynst KFV hver öðrum betur frá upphafi starsfemi þess. í Morgunblaðinu er endurprent uð smágrein, sem ég ritaði í Tím- ann í tilefni af 25 ára starfsaf- mæli Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Ekki veit ég hver hefur það gert, og eigna það því Morgunblaðinu sjálfu. Þegar ég ritaði þetta greinarkorn, höfðu, ég held, öll dagblöðin í bænum, minnzt afmælisins og bent rétti- lega á hve mikla þýðingu starf- semi Ranr.sóknarstofunna,. hefði haft fyrir læknanemana, heilsu manna almennt og rannsóknir á sjúkdóm-um og sjúkdómagreining- um. En öll gleymdu þau því, sem gert hafði verið til rannsóknar á búfjársjúkdómum og hverja þýð- ingu þa^ hefur haft fyrir bænda- stét-t landsins og þó raunar þjóð- ina aha. Vegna þessa ritaði ég mína grein. En við að lesa hana vaknar Morgunblaðið. Það minnist þess, að það á að skrifa fyrir flokk, sem telwr sig allra stéíta. Það finnur, afj það hefur vant- I að alveg skilning á þeim hluta starfsins, er Rannsóknarstofan framkvæmdi og sneri sérstaklega | að bændum, og hefur ef tii vill | skammazt sín fyrir, og prentar því upp greinina. | Áratuga reynsla ætti að hafa sýnt bændum þetta sama, að Morg \ unblaðið gleymir þeim og þeim málum, sem þeirn kemur við, nema um Alþingiskosningar. Þá blossar upp eldlegur áhugi á þeirra málum. Þess á milli eru bændamálefnin lokuð í kistu- handraðanum og þeirra mál gleymd eins og í afmælisgrein- inni um Rannsóknarstofuna. Úr því að Morgunblaðið fann ástæðu til að minna á þessa gleymsku sína, þá er rétt að minna Morgunblaðið á, beint eða óbeint, ef þeir eiga að muna eftir að til séu bændur — og þó, það er undantekning nokkur um kosn ingar, þá er minnið betra. Páll Zóphóníasson Kosningakæran í A-Hún Morgunblaðið birti þann 17. •sept s. 1. grein eftir Guðmund Klemenzson, sem hann nefnir „Með lögum skal land byggja“. Grein þessi á að vera svar við grein Sigurgeirs Hannessonar, er Tíminn birti 15. ágúst s. 1. „Kunna þessir menn að tapa“, og sem fjall aði um kosningakærumál þeirra Sjálfstæðismanna í A-Ilún. á s. 1. vori. Ég hafði hugsað mér að láta það nart í minn garð afskiptalaust en í þessari grein G. Kl. koma fram atriði, sem ég get ekki orðá bundizt um. Sigurgeir ritaði um kæruna og málsmeðferðina í léttum tón; Þetta hneykslar G. Kl. og einkum vegna þess að Sigurgeir er oft lög- gæzlumaður í Húnaveri, og í grein inni stendur orðrétt: „Það þarf ekki fleiri orð til að sýna „moral- inn“ hjá Sigurgeir í Stóradal. Það er tilbreyting og ánægja fyrir hann að vera eltur uppi eins og strokufangi frá Litla-Hrauni, Jón Bjarnason, Selfossi Bráðabirgðalögin voru sett Ingólfi á Hellu og Sjálfstæðisflokknum að „meinalausu“ Rabb um stjórnmálafund á Selfossi og sendil Skeljungs h.f. anstan fjalls Sennilega komast fáir hjá því í kosningahrífj þeirri, sem nú nálgast hámark síðari lotunnar á þessu ári, að sjá hvað félagssam- •tök bænda og annarra hér á Suð- urlandi, Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga, hafa skip að veylegt rúm í dálkum Morgun biaðsins undanfarið. Einnig mun Ingólfur á Hellu hafa fengifj þessi fyririæki svo á heilann, að eftir framkomu hans á framboðsfund- •um í héraðinu, virðist hans mesta áhup.n vera að ganga af þess- um fyrirtækjum dauðum og telji öll me'bul leyfileg til að þoka þeim ásetrurigi sínum í höfn. Kunnugir telja i,;. einu skýringu sennilega á þess m umbrotum mannsins að hanr s>r haldinn djúpstæðri minni máttaVkennd og öfund til þeirra forysÞ manna er þessum fyrirtækj um stjórna og sjái ékki fram á að hreiði ið hans á Hellu nálgist þar nokkúrn tíma hinn minnsta sam- anbiu.b. En öfundsýki og taumlaus valdagræðgi eru þær eigindir sem hesti-in gengur illa að hemja, og vegi; iram.girninnar og ofstopans hljóta að vera erfiðir þeim, sem um þá aka í andlegum einkavögn- um sínum. Rökfimi Ingólfs Á Selfossfundinum i gærkvöldi fræddi þessi sami Ingólfur Jóns- son okkur á því að setning bráða- birgðalaganna um óbreytt verð- lag á landbúnaðarvörum á þessu hausti, hefði verið gerð sér og Sjálfstæðisflokknum að „meina- lausu“. Skellihló þá þorri fundar- manna, sem ekki var að undra, en þá fóru skapsmunir ræðumanns svo úr skorðum að hann slöngv- aði ókvæðis og illyrðum yfir fund- argesti. Eftir þetta fór málflutn- ingur Ingólfs enn meira úr skorð um og þá bættist við önnúr álika gáfuleg niðurstaða. Hann hóf nú að skýra frá afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til vinstri stjórnar Her- manns Jónassonar frá 1956—58 og þá reyndist ein höfuðástæðan til andstöðunnar vera sú að þessi sama stjórn hefði gengið lengra í því en nokkur önnur ríkisstjórn að gera þá ríku ríkari. Guðlaugur úr Eyjum reyndi svo einnig að greina frá hvernig þetta mátti ske. Hvað skyldi nú Sigurður Á. Ólafsson segja vift svona mál- flutningi eftir að hafa nokkru áð- ur verið búinn að lenda i ‘Skamma krók fyrir áð tala af sér í Vík. Það er stundum erfitt að mynda góðan kór með ólagvissum mönn- um. Ein greindar kona sagði við mig eftir að hafa hlustað á Ing- ólf: „Aldrei hef ég heyrt hér tala jafn „ómyrkfælinn“ lygalaup sem Xngólf á Hellu.” Það hefði verið gaman að rekja nánar gang þessa fundar og sýna fram á hinar undraverðu mót- sagnir sumra andstæðinga Fram- sóknarmanna á fundinum en því verður að fresta um sinn. En yfir burðir Framsóknarmanna voru .svo afgerandi að jafnvel klapplið Ing- ólfs frá Hellu fékk þar enga rönd við reist, enda þótt trúbræður þeirra hér á staðnum gengju eins nærri sér í hávaðanum og þeim frekast var unnt. Sendibodinn frá Skeljmu/i h.f. Þaft eru fleiri en Ingólfur á Hellu, sem telja sig þurfa að bera „velferð* Selfossbyggðar fyrir brjósti. í Morgunblaðinu 15. okt. s.l. getur að líta grein með yfirskriftinni „Kaupfélögin þurfa að losna vig Framsókn“. Höfund- ur greinar þessarar er Magnús L. Sveinsson, skrifstofumaður hjá „Skeljungi” h.f. í Reykjavík. Einu sinni áður hefur þessi sami Magnús sent Selfossbúum kveðju .sína og virtist hún ekk- ert síður undarleg en hin síðari, einkum þegar á það er litið áð þessi piltungur hafði fyrir alllöngu | meðan hann enn hjó á Selfossi, hælt sér af því í þætti Sveins Ás- •geirssonar, uppteknum í Selfoss- bíói að hann kynni mannasiði heldur í betra lagi. Hvort Sveini hefur fundizt hið sama skal ósagt látið, en hitt er víst aft hafi Magnús L. Sveinsson ætlað að kenna Selfossbúum almenna kurt- eisi með þessum greinarstúfum sínum hefur hann skotið alllangt frá markinu. Þag má kannske segja að al- mennar andlegar umgengisvenjur fari ekki saman við daglegt strit fyrir eigin brauði, enda væri erf- itt að samræma þetta tvennt, ef fara ætti efir niðursöðum M.L.S. í 'greinarkornum hajis. Athugun hans á pólitík og hagsmunum í sambandi við 'samvinnufélögin er líka eitthvað óljós, enda ékki und- arlegt, þegar betur er ag gáð. Sennilega hefur M.L.S. lesið eitt hvað úr sögu samvinnuhreyfing- | arinnar á íslandi, eða svo mikið i að hann ætti áð geta áttað sig (Framhald á 8. *Iðu) • dæmdur og auglýstur sem saka- maður í blöðum og útvarpi“. Það er þess vert að athuga þessa klausu dálítið nánar. Ég hafði áður haldið að kæran væri fram borin af fljótfærni og al- kunnum skapofsa þeirra þremenn inganna, sem að kærunni stóðu, en nú er ijóst, að alveg einstök illkvittni og óskammfeilni liggur á bak við, a. m. k. hjá greinar- höfundi. Rifjum nú upp kæruna og máls- meðferðina. Við Sigurgeir í Stóra- dal, ásamt þriðja manni í kjör- •stjórn Svínavatnshrepps, Gísla Jónssyni á Búrfelli, sem er yfir- lýstur og vel metinn Sjálfstæðis- maður, erum kærðir fyrir þrennt: 'I ‘fyrsta lagi að óg, sem er for- maður kjörstjórnarinnar, hafi vik- ið _aí fundi um tíma. 'í öðru lagi að kjörklefi hafi verið ólöglegur og í þriðja lagi að dyravörzlu hafi verið áfátt. Sýslumaður Húnvetninga baðst undan afskiptum af málinu og full trúi úr dómsmálaráðuneytjnu. var sendur til að rannsaka málið. Hann kom með fylgdarliði, mæl- ingamanni og ljósmyndara, og rannsakaði .sakarefni. Niðurstaðan varð eins og ýmsir • útvarpshlust- endur niiinu muna, að sýslumanni var fá’lið að veita okkur áminn- ingu fýrir að hafa ekki fastráðinn dyravörð: Enginn kærendanna hafði kom- ið á kjörstaðinn og þeir því farið eftir éíhhverjum sögusögnum, enda reyndist kæran byggð á veik- um grúnni. Kjörklefinn reyndist fullkomlega löglegur. Varamaður sat í minn stað á meðan ég var fjarverandi og þarf litla félags- málaþekkingu til að vita, ’að það er löglegt, En dyravörð höfðum við ekki fastráðinn, heldur kölluð um einhvéru nærstaddan til að gegna dyravörzlu, þegar hópar fólks komu að, en væri aðeins um tvo eða þrjá að ræða, kom það fyrir að við létum þá bíða fremst í allstórum samkomusal, sem við höfðum aðsetur í á meðan einn fór inn í kjörklefann, sem var afþiljaðúr klefi til hliðar við leik- svið í hinum enda salarins. Fyrir þetta eigúm við að fá áminningu. 'Málinú vár sem sagt vísað frá að mestu. En nú kemur Guðmund ur Klemenzson og segir, að við höfurn verið d/emdir og auglýstir sem sakamenn í blöðum og út- varpi. Það er augljóst, að þetta er ætlað 'þeim sem fylgdust með fregnumim um kæruna, en ekki málsniðurstoðunni. Satt er það, að hún var auglýst vel, enda getur tilgangurinn aldrei hafa verið ann ar en sá að ófrægja nokkra menn. Enginn kÉerendanna mun vera svo skyni skroppinn, að hann hafi bú- izt við að hún mundi hafa áhrif á gildistöku kjörbréfs Björns Páls sonar. En nú víl ég spyrja G. Kl. tveggja spurninga: ' (Framhald á 9. síðu) 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.