Tíminn - 08.11.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.11.1959, Blaðsíða 9
TÍIHIín N, smmudaginn 8. nóvember 1959. 9 ESTHER WINUHAM: Kennslu- konan BiiiimiMiiiiiuiMiiiiiiiiiiiHuiiHMmiiiiiiiiiniiiiHiiiiuininiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiinnnmnnny,,,,,,,,,,,,,,,!!,,,,,, — Allt í lagi, ef þú getur út vegað einn herra i viðbót. —'Hvern þremiiinn eigum við að gera með hann? — Ég hef alls ekkert á móti því að vera með tveimur döm- um í einu, en mér hefur skil- izt, að þér geðjist ekki að slík um þríhyrningi. Ég veit ekki hvort xmgfrú Lovett.... — Hafið engar áhyggjur af mér, flýtti Júlía sér að segja. — í sannleika sagt, þá lang- ar mig ekki til að fara. — Það get ég vel skilið, sam- þykkti frú Dixon. — Þú ert örugglega þreytt og vilt því fara snemma i bólið. — Eruð þér þreyttar? spurði Hróðrekur. — Já, dálítið. — Þá vona ég, að þér verð- ið orðin vel afþreytt á morg- un, því þá hafði ég hugsað mér að bjóða ykkur til há- degisverðar til Merryweather. — Við þökkum hjartanlega, svaraði frú Dixon. — En hvað um Quay Club? spurði Valería óþolinmóð. — Ungfrú Lovett er þreytt, svaraði Hróðrekur. — Ég verð kyrr, en þið getið vel farið fyrir því, sagði Júlía. — Ég þakka, en við þörfn- umst einskis leyfis frá þér, hreytti Valerla út úr sér. Við Hróðrekur vorum farin að skemmta okkur saman löngu áður en þú varst sloppin gegn um skólann. . Júlía kenndi í brjósti um sjálfa sig, því að hún skildi ekki, hví Valería veitti henni slík svör. j — Við förum ekki fet án ung frú Lovett, sagði Hróðrekur á- kveðinn, — og þar með er það mál útrætt. ) Herra Leslie stakk upp á ' bridge til að forða þeim frá frekari ógnum, og þar sem Júlía spiiaði ekki, sat hún hjá og horfði á. Júlía var í þann veginn að stíga upp í rúmið, er barið var að dyrum og Valería kom inn með vindling í hendinni. — Guð, hvað þú ert fljót að gera þig klára, sagði hún. — Ég kom bara til að vita, hvort þig vantaði nokkuð. . — Jæja, þakk fyrir. — Og svo langar mig til að útskýra fyrir þér, hvers vegna ég var svo fúl i kvöld. Ég meinti ekkert illt með því. Ég vona aðeins, að þú kunnir vel við þig hérna og að við verðum góðir vinir. — Það vona ég líka. — Eg var ekkert vond út í þig, skilurðu. Eg var vond út í Hróðrek, því að hann á það til að vera alveg ómögulegur. — Á hvern hátt? — Ef til vill er bezt að ég segi þér alla söguna. Hann er nefnilega bandóður af ást til mín, og í kvöld reyndi hann allt hvað hann gat til að gera mig afbrýðissama með því að sýna þér sérstaka athygli. Það var mjög illa gert að mínum dómi, því að hann er mjög heillandi karlmaður, og mér þætti mjög leitt, ef svo skyldi fara að þú tækir hann alvar- lega og sýktist af hjartasorg að nauðsynjalausu sökum duttlunga hans. i — En hvers vegna vill hann gera þig afbrýðissama, Valer- ía? Eftir því, sem ég gat bezt séð, ertu hrifin af honum. — Já, að vissu leyti er ég það, en ég hef enn ekki á- kveðið, hvort ég á að giftast honum. Það er ekki neitt sældarbrauð að giftast ekkju- manni með tveimur börnum — sérstaklega þegar maður hefur andstyggð á krökkum. — En það er þó langt síðan hann heimsótti þig seinast? — Já, hann neytir allra bragða til að vinna mig, skil- urðu. Deilunni í kvöld kom hann af stað í því augnamiði, og það gramdlst mér, því að mér virtist það illa gert gagn- vart þér. Við megum ekki hætta á að þú verðir ástfang- in af honum. — Það er engin hætta á því, Valería. — Vertu ekki örugg urn of. Hann er háskalega töfrandi. — Ekki í minum augum. — Þú getur ekki verið ör- ugg um það, nema um ein- hvern annan sé að ræða. Júlia ljóstraði upp leyndar- máli sinu með því að roðna. — Svo að það er einhver annar til, Júlia. — Já. ] — Hver? — Þú þekkir hann ekki. i Svo fór, að Júlía sagði allt ' af létta, og mælti að lokum: — Þú ert áreiðanlega lífs- reyndari en ég. Geturðu greint mér frá ástæðunni fyrir því, að hann hringdi ekki? — Ef til vill hefur hann gert sér ljóst, að hann var orðinn ástfanginn af þér gagnstætt vilja sínum. Karl- mönnum er venjulega mjög annt um frelsi sitt. — En hvað heldur þú að ég ætti að gera? | — Átti hann ekki að gegna íherþjónustu hér í nágrenn- inu? — Jú, í Linwood. Sá stað- I ur er sennilega ekki langt héðan? — Nei, þangað eru aðeins fimmtán eða sextán kilómetr ar. Ég ráðlegg þér að bjóða honum hingað, og þegar hana. sér þig aftur, kemst hann á- reiðanlega að þeirri niður- stöðu, að það sé fíflskapur .... iptparið yður iuaup ft xailii maxgra verakna'- «ÖL Á ÖLIUM fflttöM! -Austurstrseti Jóhann Briem Málverkasýning í Þjóðminjasafninu (Bogasalnum). Opin kl. 13—22. Síðasti dagur. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS: Tónleikar í Þjóðleikhúsinu n. k. þriðjudagskvöld 10. þ. m. kl. 8,30. Stjómandi: dr. Róbert A. Ottósson. Einleikari: Rögnvaldur Sigurjónsson. EFNISSKRÁ: Mozart: Forlekiur að óp. „Töfraflaut- an“. Beethoven: Píanókonsert nr. 1 í c-dúr. Bizet: Sinfónía í c-dúr og Dvorák: 4 dansar, op. 72. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. Af sérstökum ástæðum er J Volkswagen ÁRGERÐ 1958 til sclu. Lítið keyrður og mjög vel með farinn. Hefur margt fram yfir nýjan vagn. Sanngjarnt verS Til sýnir í Hellusundi 3 miili ki. 4 og 7 í dg. Iðnaöariiúsnæði um 200 fermetrar óskast til ieigu. Upplýsingar ð Útflutningsdeild Sambands islenzkra sam- j vinnufélaga. Sími 17080. Soluborn óskast til að selja merki Blindrafélagsins S dag. — Merkjaafgreiðslur eru í Melaskóla,, Drafnarborg, Austurbæjarskólanum, Rauðarár- stíg 3 (uppi), Laugarnesskóla, Holtsapóteki, Rétt- arholti við Sogaveg, Eskihliðarskóla og á Grund- arstíg 11. i Komið sem flest. — Góð sölulaun. Afgreiðslustaðir opnaðir kl. 10. j Blindrafélagið • Auglýsing frá Bandskjörsfiórn Með skírskotun til 118. gr. laga nr. 52 14. ágúst 1959 um kosningar til Alþingis tilkynnist hér með, að Landskjörstjórn mun koma saman í Al- þingishúsinu mánudaginn 9. nóvember n. k. kl. 5 síðdegis til þess að úthluta 11 bingsætum til jöfn- unar milli þingflokka svo sem rynr er mælt í XIV. kafla fyrrnefndra laga. Hver stjórnmálaflokkur, sem þátt tók í Alþingis- kosningunum 25. og 26. október s.l. á rétt á að hafa tvo umboðsmenn viðstadda, er úthlutun upp- bótarþingsæta fer fram. Reykjavík, 7. nóvember 1959 Sigtr. Klemsnzson, Einar B. GuSmundsson, ' Björgvin Sigurðsson, Ragnar Ólafsson, Vilhjálmur Jónsson. Blaðburður Ungling vantar til blaoburðar í HATEIGSVEG Afgreiðsla TÍMANNS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.