Tíminn - 26.11.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1959, Blaðsíða 6
U&Zí.. TÍMIN/N, finuntudagiun 26. nóvembér 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIHH Ritstjári og ábm.: Þórarinn Þórarinssoa. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöta Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasíml 19 523. - Afgreiðslan 12 S2S Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13 Mf Bandaríkin og landfielgisdeilan EINS OG skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, mættu þrír íslenzkir þing- menn nýlega á fundi þing- manna frá Atlandshafs- bandalagsrlk j unum, sem haldinn var í Washington. Á þessum fundi flutti Jóhann Hafstein stutta, en ákveðna ræðu um landhelgismálið, en hann var formaður ísl. nefndarinnar Vegna þess, hvernig fundarstörfum var háttað, var ekki hægt að fá þessa ræðu flutta fyrr en á lokafundinum seinasta dag- inn og gátu því ekki orðið neinar umræður um hana. Vafalaust er þó, að hún hafi oröið til þess að vekja athygli á málinu. Það mun annars stað- reynd, sem er meira en raunaieg, að íslendingar geta vart vænst meira en stuðnings þriggja banda- lagsríkja sinna í Atlantshafs bandalaginu við málstað sinn á hafréttarráðstefn- unni, sem kemur saman í marzmánuði næstk. Þessar þjóðir eru Kanadamenn, Norðmenn oa Danir, og eru þeir síðastnefndu þó hvergi nærri skeieggir i málinu. RAUNAR má segja, að þetta þurfi ekki að koma alveg á óvart um stefnu þess ara þjóða. Þær hafa verið allra þjóða afturhaídssam- astar í þessum málum og aldrei lýst fylgi sínu við und anþágulausa 12 mílna land- helgi. Þó hefði mátt vænta þess, að þær litu með skiln- ingi á hina algjöru sérstöðu íslands í þessum efnum. Um tóifta ríkið, Bandaríkin, gild ir hinsvegar allt öðru máli. Á hafréttarráðstefnunni, er haldin var i Genf í fyrravor, fluttu Bandar. tvívegis till., þar sem gert var ráð fyrir algerlega undanþágulausri tólf milna fiskveiðilandhelgi. Það var fyrst á lokastigi ráð stefnunnar, að Bandaríkin sneru frá þessari upphaflegu stefnu sinni, vegna þjónk- unar við Breta, og fluttu við hana þá breytingatil- lögu, að erlend fiskiskip skyidu halda áfram rétti til að stunda fiskveiðar inn- an tólf mílna fiskveiðiland- helgi annars ríkis, ef þau hefðu veitt áður á þeim slóð um visst árabil. Þessi breyt- ingatillaga Bandaríkjanna átti meginþátt í því að koma í veg fyrir það, að tólf mílna fiskveiðilandhelgi var samþykkt á hafréttarráð- stefnunni i fyrravor. ÞESS hefði átt að mega vænta, að Bandaríkin hefðu iært nokkuð af því, sem síð- an hefur gerzt, m.a vegna deilu íslendinga og Breta. Sú deila hefði átt að sann- færa forráðamenn þeirra um að hin upphaflega stefna þeirra, þ.e. undanþágulaus tólf mílna fiskveiðiland- helgi er rétt. Siiku virðist hins vegar ekki enn að heilsa. Annað verður ekki séð en Bandar. æt'li að skipa sér fast viö hlið Breta og berjast ásamt þeim fyrir tólf mílna fisk- veiöilandhelgi með undan- þágum, en í framkvæmd mundi það þýða, að tólf mílna fiskveiðilandhelgin yrði ekki nema nafnið eitt. Þeíta virðist m.a. mega ráða af því, að i seinustu viku tóku Bandaríkjamenn þátt í ráðstefnu, sem haldin var í London til undirbúnings hafréttarráðstefnunni næsta vor, ásamt fulltrúum þeirra ríkja, sem eru afturhalds- sömust í þessum efnum. Öll sólarmerki benda þann ig til þess, að Bretar ætli að beita Bandaríkjunum fyrir sig til þess að koma í veg fyrir, að undanþágulaus tólf mílna fiskveiðilandhelgi verði samþykkt á hafréttar- ráðstefnunni í vor. EF ÞESSI verður niður- staðan, getur það orðið tví- sýnt, hver niðurstaða haf- réttarráðstefnunnar verður. Bandaríkin hafa mikil áhrif á alþjóðlegum vettvangi, ef þau beita sér af kappi. Þrátt fyrjr það, er það engan veg- inn vonlaust, að tólf mílna fiskveiðilandhelgi fáist sam- þykkt þar. Síðan í fyrra hef- ur fjölgað þeim ríkjum, sem styðja hana. Ef Bandaríkin styddu þá stefnu eða væru hlutlaus, myndi hún óefað ná fram að ganga. Ef til viil telja Banda- ríkjamenn sig vinfengi ís- lendinga litlu skipta. En það mega þeir vel gera sér ljóst, að vinum þeirra mun fækka hér á landi, ef þeir standa við hlið Breta á hafréttarráð stefnunni á komandi ári. EINSTAKA erlendir aðil ar hafa látið á sér skilja, að stjórnarskiptin sem hér hafa nýlega orðið, muni verða til í>ess, að Bretar og Banda ríkjamenn muiii færa sig upp á skaftið í landhelgis- málinu meira en áður. Þeir telji stjórnina vinveitta sér og því geti þeir ætlast til meira af henni en ella. í tilefni af þessu, þykir rétt að benda hér á það, að ríkis stjórnin hefur lýst yfir al- geru fylgi sínu við ályktun Alþingis frá síðastl. vori, þar sem undanþágulaus tólf mílna fiskveiðilandhelgi er sett fram sem lágmarks- krafa. Það er á þessu stigi ekki ástæða til að halda ann að en stjórnin muni standa við þessa yfirlýsingu. Þar hefur stjórnin lika alla þjóö ina að baki sér; hvað, sem kann að liða ágreiningi um önnur mál. Ef íslendingar standa vel og fast saman i landhelgis- málinu, þá er ótvírætt, að sigur mun vinnast fyrr eða seinna, því að ofbeldi Breta mætir sífellt meiri gagnrýni almennings um allan heim. íslendingar þurfa ekki ann- að en seiglu og úthald til að sigra. 1 í I ie, I I Fer Jafnt yflr vatn mm vegiaast land I 1 I 1 I S I i a GÆTUÐ ÞÉR hugsað yður að svífa áfram á fullri ferð í hnéhæð frá jörðu? Ekki í Þyrlu, nei, í bífreið? Ég hef nýlega reynt þetta1. Það var stórkostlsgt ævin- týri. Það var líkast þvi að sigla, að líða áfram á lygnum vatnsfie-ti, sigla fyrir blíðum byr, 'en sem sagt í bifreið! Bíllinn hafði hina blíðu og jöfnu ferð seglbátsins og það var alveg sama hvort ,,siglt“ var á malbikúðum vegi, gras- engi, eða vatni'. þar sem vatns- strókarnir stóðu brúsandi til síjórna loftvagni, en bifreið. í nýjuotu geiðum loftvagnsins, sem Curtis Wright framle.ðir nú í fjöldaframleiðslu, þarf ökumaðurinn aðeins að gæta. einnar stangar eða handfangs. Það eru engir gírar, engir pedalar eða fóthemlar. Sé stönginni ýtt fram á við, fer vagninn áfram, dragi maður hana að sér, íer hann aftur á .bak. Þegar maður vill hemla, dregur maður stöngina að sér. Loffslraumurinn fram með vagninum stöðvar hann mun skjótar, en nokkur fótur gæti Loftvagninn gæti orðið mjög þægilegur til farþegafiutninga. i 1 u i i beggja hliða eins og frá gos- brunnum. Við svifum áfram líkt og í draumi, án hristings án dyns með jaínri ferð, um 50 km. á klst. MANNI FANNST maður vera kominn í hei'm ímynd- unaraflsins, því ao hér sátum við í farartæki, >sem hvorki hafði h.iól, e ns og aðrir bílar, eða vængi, eins og flugvélar. í staðinn hafði þessi „loft- reið“ fvær sverar láréttar vift- ur. Eina að aftan og aðra að framan. Þegar vagninn var ræ(stur, drógu þessar viftur til öín loftið af íeiknaafli,. en vifturnar eru knúnar tveimur fiugvélahreyfium. Við það lyftist „flugvagninn“ upp um 30 em. frá jörðu mjög blíðiega og sveif síðan áfram á þessari loftsessu, sem vindurnar höfðu myndað. gert með fóthemli'. Hugsið yður bíl án hemils, þar sem þér stöðvið ferðina einungis með því að setja í afur á bak gír. En þér verðið líka að gæta þess að setja í frígír, strax og vagninn hefur stöðvast, því annars fer hann aftur á bak. Ef þér haldtð viftunum enn í gangi, situr vagninn kyrr á laftsessunni. Ef þér drepig á hreyflunum. sígur vagriinn mjúklega til jarðar. ÞEGAR MAÐUR ekur eða róitara sagt svífur yfir veg- lanst en ekki um of mi'shæðótt land. heí'ur maður þaö óneit- anlega á tilfinnirigunni að mað ur sé að upplifa og taka þátt í byltirigu á sviði samgöngutækn innar. Þannig hefur fyrstu bif- reiðastjórunum áreiðanlega verið mnanbrjóst.3 þegar þeir óku í fyrsta sinn í vagn, sem brunaði áfram án þess að hest- ar hlypu fyrir. Það er heldur enginn vafi á því að hér er að gerast bylting á sviði samgangna. Þessi bíll leysir hjólið, mestu uppfinningu mannsin'S af hólmi að vissu marki. Bílhjól mega líka missa sig- Þau hafa oft valdið erfiðleikum og það er ekki unnt að treysta á þau. Ilugsið yður að þurfa aidrei að sk.'fta um hjólbarða, það spring ur aldrei, barðaslit ekki til. í sfað þess að aka á hjólbörðum ökum við bara á loftinu og í lof-tinu. Það vegur heldur ekki svo lítið á Gkálum nytsemdar- innar, að hinn óhemju kostn- aður við vegarlagníngu, sem þjóðfélagið verður að leggja í yrði hverfandi litill, ef sam- göngutæki þetta yrði almennt í notkun.- Síðasta dæmið um óhemju kostnað við vegalagn- ingu er New York Thruway, sem kostar um það bil eina millj. dollara á mílu (1,6 km). Loftvögnum nægja vegir, þar sem ýtur hafa rutt istærstu hindrunum úr vegi. Þetta myndi iækka kosnað við vega- lagni'ngu niður í ca. 500 doliara á mílu og viðhald yrði hverf- andi lítið. (Framhald á 0. síðrv a % I 1 ♦ i I 1 I i i v // § f I i „Hiauptu nú Þórdís, nu rið eg hart I n 1 B i i i i LOFTVAG'NINN er búinn hreyfanlegum málmspjöldum á hliðum og að afían. Hliðar- spjöldin er unnt að slilla þann ig, að loftstraumurinn frá vift- unum fer beint út til hliðar (90° horn), fram með vagnin- um eða aítur með vagninum. Annan útbúnað þarf ekki' til að stjórna loftvagni, knýja hann áfram, aftur q bak eða til hliða — eða hemla. Sé loftstraumn- S um beint aftur með vagninum " og aftur af honum svífur hann áfram. Sé spjöldunum á ann- arri hliðinni lokað, svei'gir hann til hinnar hliðarinnar. Sé afturspjöldunum lokað og loftstraumnum beint fram með vagni'num gegnum hliðarspjöld in, þá fer vagninn'aftur á bak. 1 y I I fi I i | 1 i í Bekislaus * •k. SVONA einfalt er það nú. Það er mun auðveldara að •! I W/, I Þegar stjórnin var ,.sett á koppinn11 þurfti ekkert belti. Ráðherrum fjötgaði úr 4 i 7, e'ða um 75%. Ráðlierrastól v.irð að snúða á tveim sóla- hringum með vaktaskiftuni, voru aðeins til sex. Auka þurfti v !5 þrem. ráðherrabílum og að sjálfsögðu þrem ráí5- herra bílstjórum. Öllu er byllt um í Arnarhvoli til að geta búið út InefMegt „rc>:idéns“ fyrir þann sjöunda. Toilstjóra skrifstofuna er talað um að reka út úr húsinu og kaupa gamalt hússkrífli fyrir 5 millj., og kostar aðrar 5 millj. að gera það nothæft;. Þar að auki verður aukakostnaður við eitt nýtt i-áðhermembætti með öU« tilheyrandi ekki undir kr 500 þús. á á,-! Yfirstjórn bæjarins aukiu samtímis, um 100% Spennum beitið Fyrsti boðskanur Ólafs Th. var þessi: „Við lifum um efni fram“ Leggja þarf á kr. 250, 000,000,00 tvöhundruð og fimm tíu miljónir í nýjum sköttum til að skútxn fljóti. Og svo heldur fagnaðarerindið áfram, — Afnám skatta. — Gengisfall. Laglega riðið úr hlaði. Hæst- virtur ráðherra liuigsar víst að hann geti meðliöndlað þjóð sína líkt og karlinn sem var áð fara tii kk'kju. Hann sett- ist sjálfur á einu merir. i sem til var í kotinu, og sagJi viö' kellu sína: „Illanptu nú Þór- ilís, nú rið ég hart“. A.B.C.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.