Tíminn - 26.11.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.11.1959, Blaðsíða 12
All hvass eða hvass norðaustan, skýjað. Otaði hníf í sbank- anum Það gerðist i fvrradag, að maður ruddist inn í Landsbankann og upp stigann að herbergjum baka- stjóranna. Þeim sem sáu til manns- ins þótti hátlerni hans undarlegt og kölluðu til hans. Maðurinn tók þá upp einhvern hlut og kvaðst mundu drepa fólkið og var all vígalegur. Húsvörður hringdi þá í lögregluna, en maðurinn hélt éfram að herbergium bankastjór- ínna. Þar ruddist hann fram fyrir þá sem biðu viðtals. en vörður tók hann og fór með hann út fyrir á götuna. Þegar lögregluþjónar komu á vettvang, var maðurinn horfinn. Orðrómur var um að mað- urinn hefði ætlað að koma við í Arnarhvoli og drepa nokkra ráð- herra en mun ekki hafa tekizt það. Rannsóknarlögreglan hafði uppi á manninum og tók hann til yfir- heyrslu í gær. Hann viðurkenndi tilburði sína í Landsbankanum og bar við ölvun sinni og „deleríum“ en' maðurinn er dálítið ,,blautur“. Hluturinn sem hann tók upp er hnífbredda, en bankastarfsmenn héldu jafnvel að það væri byssa, en maðurinn var þá ekki í nám- unda við þá. Maðurinn kvað sér hafa dottið í hug að slá út víxil, en vildi ekki fallast á að hann hefði ætlað að lífláta bankastjórana. Hann er nú í geymslu hjá lögreglunni. Ganga vopnaðar Mikill morða og ofbeldisfarald ur gengur nú i Þýzkalandi og beinist einkum að kvenfólki. Víla ódaeðismennirnir ekkert fyrir sér að ráðast á konur, þótt margar séu í Hóp saman og gera þeim alian miska, þann er þeir mega. Er þar til að nefna, er einn slík- ur réðst á þrjár _stúlkur, sem saman voru á ferð, sú yngsta 7 ára, en hin elzta innan við tví- tugt. Lék hann þær allar saman svo grátt, að þær liggja nú milli heims og helju í sjúkrahúsi, en versta útreið fékk þó litla stúlk- an sjö ára, og er hætt við að hún hafi beðið varanlegt tjón á sálu sinni, þótt hún verði ef til vili læknuð að öðru leyti. En það- Reykjavík 7 st., Akureyri 5 st., London 11 st., New York 8 st., Fimmtudagur 26. nóvember 1959. Bíium ekið á tvö gamalmenni I fyrradag var ekið á tvö gamalmenni hér í Reykjavík, konu sem var að fara yfir Snorrabraut og mann sem var að hreinsa götuna fram undan Fríkirkjuveg 11. Um klukkan 5 varð Þorbjörg Rrynjólfsdóttir, til heimills að Mánagötu 14, 75 ára gömul, fyri'r leigubifreið á Snorrabraut. Þor- björg var þá að fara yfir götuna. Bifreiðin kom að norðan og dróst Þorbjörg mefi henni nokkurn spöl ,en kastaðist síðan í götuna. Hún var þegar flutt á Slysavarð stofuna og síðan á Landakotsspít alann. Þorbjörg hafðl farið úr axlar- lið og særzt á höfði. Læknar ótt- uðust að nýru hennar hefðu skaddast. Bifreiðastjórinn segist ekki hafa séð konuna fyrr en slysið varð. Hann telur að hún hafi komið út á götuna fram und an bifreið sem stóð þar. Bifreiðin mun hafa runnið í hemlum eftir að Þorbjörg lenti á henni' og dróst hún þá með. Alveg um sama leyti var ekið á 84 ára gamlan mann, Markús Sæmundeson, Vífilsgötu 2, þar sem hann var að hreinsa götuna fram undan Fríkirkjuv. 11. Öku maðurinn sem var með sendiferða bíl, telur sig ekki hafa séð Markús fyrr en áreksturinn varð. Bíllinn lenti utan í Markúsi, og snerist siðan á götunni um leið og öku- maðurinin henílaðl Markús var fluttur á Slysavarðstofuna og síð an heim. Hann hafði brákast á olnboga. Sr. Eiríkur á Núpi ráðinn bjóð- garSsvörður Á fundi Þingvallanefndar 24. þ.m. var séra Eiríkur J. Eiríksson að Núpi í Dýrafirði, ráðinn Þjóð garðsvörður. Umsóknir um starf- Sr. Eiríkur J. Eiriksscn ið höfðu borizt frá 7 umsækjend- um, en þeir voru, auk séra Eiríks: Jón Leifs, tónskáld; Einar G. Skúlason, bókbindari; Þorsteinn Guðjónsson, Úlfstöðum, Hólasveit Borgarfirði; Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, Þingvallasveit; Ásmundur Jónsson, gullsmíða- meistarJ og Svavar F. Kjærne- sted, gerðyrkjumaður. (Frétt frá Þingvallanefnd). er víðar en á Islandi sem alþjóð bregst vei viS og drengilega, ef einhver á bágt, því að herbergi iitlu stúlkunnar er orðið yfirfullt af gjöfum, sem landsmenn senda henni í þeirri von að hún nái fullum bata og auðnist að gleyma ódæöinu. Svo rammt kveður að þessum ofbeldisverkum, að fjöldi kvenna í Hamborg þorir ekki að hreyfa sig úti viö, án þess að vopnast hnúajárnum, eins og meðfylgj- andi mynd sýnir. Reyna enn eitt tungl- skot í guðsþakkaskyni NTB—Cape Canaveral, 25. nóv. Reynt verður á morgun, að senda gervihnött frá Cape Canaveral tilraunastöðinni á Vilja ekki borga áburSinn fyrir- fram „Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands, haldinn að Selfossi, 19. nóv. 1959, mótmælir eindregið framkominni hugmynd Áburðar- sölu rikisins, að innheimta fyrir- tfram hluta áburðarverðs. Einkum með tillitii til þess að bændur íá ekki greitt að fullu fyrir af- íirðir sínar fyrr en löngu eftir að J>ær eru afhentar til sölu. Skorar fundurinn á stjórn Stéttarsambands bænda að fylgj ast vel með þessu máli.“ sporbraut kringum tunglið. Er tilraunin meðal annars gerð til þess að halda upp á guðs- þakkadag Bandaríkjanna, en hann er mikill hátiðisdagur vestra. Það kemur og til, að afstaða' tungls t.il jarðar er mjög hagstæð þessa dagana og því hafa sérfræð- ingarnir ákveðið að freista gæfunn ar enn einu sinni og reyna send- ingu til máhans. Notuð verður eldflaug af gerð- inni Atlas og stendur hún tilbúin á uppskotspallinum. Er eldflaugin 30 m. ‘löng en gervihnötturinn, sem hún flytur vegur 170 kg. Tak ist tilraun þessi verður það í fyrsta sinn, sem gervihnöttur kemst á braut umhverfis 'tunglið. Annar gervihnöttur Rússa fór, seim kunn ugt er fram hjá tunglinu, en hinn gengur á stórum sporbaug itm- hverfis bæ8i jörð og mána. H0RM0NLYF VIÐ KRABBAMEINII BRJÓSTI Hefur engar kynfylgjur — Konur þurfa ekki íengur að éttasi skeggvöxt og strigabassa Nýlega hefur fundizt nýtt lyf gegn krabbameini í brjósti, sem miklar vonir eru bundnar við. Þetta er hormónalyf, sem telst til flokks kynhormóna, en er framleitt á efnafræðileg- an hátt. Annað hormónalyf (testosterone) hefur verið notað gegn 'krabba- meini í brjóstum kvenna, en sá böggull ihafur fylgt sk.ammrifi, að lyfið hefur sterkar kynverkanir. Testosterone er unnið úr kynhor- mónum karla og þegar því er beitt gegn krabba í brjóstum kvenna dregur að vísu úr krabbanum, er. konurnar fá í staðinn skegg og strigabassa. Kvenlegur yndisþokki framar heilsu Dr. Selagoff, sem kynnti lyfið. sagði, að fjöldi kvenna tæki kven- legan þokka og kvenleg kynein- kenni fram yfir heilsuna og þætti óbærilegt að lifa við skerðing þessara eiginleika sinna og hafna inntöku testosterons. Framhald á 2. síðu. Hann kailaði á þær Kvikmyndaleikarinn James Dean virðist enn lifa góðu lífi, þótf hann létist ,í bílslysl fyrir nokkrum árum. Einkum ber á þvi að ungar stúlkur dýrki ímynd hans svo, að hann standi þeim haria lifandi fyrir hugskotssjón um. Biðu tvær ungar þýzkar stúlk ur bana af þessum sökum nú fyrir skömmu. Stúlkur þessar, sem voru seytján og tuttugu og cins árs, höfðu lagt ofurást á myndír af kvikmyndaieikaranum og svo mikit var ástin, að hann fcvar þeim alls staðar nátægur og hinn rauði þráður i gerðum þeirra. Kvöld nokkurt voru þær staddar uppi á tóiffu hæð í húsi nokkru í Hamborg, er þær hróp uöu skyndilega upp yfir sig báðar í senn, að elskan hann Jimmy væri að kalla á þær. Og áður en nokkur fengl vörnum við komið, þutu þær út um gluggann og söfnuðust til James Dean. Þessi Dean-faraldur hefur eink um geisað i Bandarikjunum, en á þessu sést, að hann virðist ekki siður skæður oröinn i Evrópu, að minnsta kostl í Þýzkalandi. Það James Dean má segja, að kvikmyndaver það, sem Dean starfaðí hjá, hafi vakið hann upp frá dauðum í mynd gífurlegs áróðurs og andatrúar- þrugls og sýnilega mun erfiðara að kveða „drauginn" niður, enda kunna þeir, sem uppvöktu ekkl það gamla isienzka húsráð að höggva af haus og setja viS þjó 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.