Tíminn - 18.12.1959, Qupperneq 2
Reykvísk börn flykktust á flugvöllinn til aS taka á móti brezku börnunum.
jö brezkir sendiherrar
Börn eru komin frá Brellandi til að finna sinn eðla vin á íslandi
- þann sem kemur um strompinn og fyllir sokkboli þeirra með
í gær kom fríður hópur
með Hrímfaxa frá London.
Það voru ensk skólabörn á
aldrinum 8—12 ára. Þau
eru komin til að hitta jóla-
sveininn og kynnast landi
og þjóð. Á flugvellinum í
gær voru saman komin
hundruð reykvískra barna
sem höfðu fengið veður af
gestakomunni og þustu út
á völl til að fagna ensku
börnunum og sjá jólasvein-
inn.
Brezku börnin eru hingað
komin á vegum stórblaðsins
News Chronicle og hins heims-
fræga fyrirtækis Nestles sem
framleiðir m.a. súkkulaði.
Julian Potter
—safnar frímerkjum
Ritgerðarsamkeppni
News Chronicle efndi tii rit-
gerðarsamkeppni fyrir skömmu
og áttu foreldrar að taka þátt
í henni. Skyldu þau svara spurn
ingunni hvers vegna einmitt
Íieirra barn ætti að veljast til
slandsferðar. Rúmlega 2000
svör bárust og úr þeim voru
sjö valin. Mörg brezk börn trúa
því að jólasveinninn búi á ís-
landi og því var engin furða
þótt förinni væri heitið til ís-
lands, sagði hr. Dowell, farar-
stjóri hópsins í viðtali við
fréttamann Tímans í gær.
Hann sagði að börnin kæmu úr
öllum landshlutum Bretlands
og væru flest af millisféttar-
fólki enda væru lesendur News
Chronicle, hálf önnur milljón
að tölu, aðallega úr millistétt.
Með í'förinni er hjúkrunar-
kona, sem fylgist með heilsu-
fari barnanna og Ijósmyndari
sem fylgir þeim hvert fótmál.
Þá er í förinni ungfrú Jóna
'Greenfield, túlkur, og er hún
gjöfum á jólanótt
af íslenzkum ættum. Ferða-
kostnaðurinn er greiddur af
Nestles.
Jólasveinninn söng
Það var uppi fótur og fit á
flugvellinum þegar Hrímfaxi
renndi sér upp að flugvallar-
húsi F.f. Hundruð reykvískra
barna þustu að vélinni og fögn-
uðu ensku börnunum ákaft.
Allt fór þó skipulega fram og
börnin komu fram af prúð-
mennsku og háttvísi. Síðan
skálmaði jólasveinninn fram
með pok&nn sinn á bakinu og
bauð börnin velkomin til lands-
ins. Upplýstu jólatré var komið
fyrir á vellinum og þar hóp-
uðust börnin saman og sungu.
En börnin sjö frá Bretlandi
voru þreytt eftir ferðina og
skömmu síðar var haldið niður
á Hótel Borg þar sem blaða-
manni Tímans gafst íæri á að
spjalla við tvö úr hópnum,
dreng og stúlku.
10 ára rithöfundur
Fyrst hittum við fyrir Eliza-
beth Moore, 10 ára að aldri,
frá Rickmansworth. Hún er
rauðhærð og hrokkinhærð,
freknótt og hraustleg og leysti
greiðlega úr öllum spurningum.
Hún sagði okkur að reikning-
ur væri sín eftirlætisnámsgrein
í skólanum. Pabbi hennar er
fulltrúi hjá olíufélagi og hún
á tvo bræður en enga systur.
Ekki kvaðst hún hafa vitað
neitt um ísland áður en hún
laigði upp í ferðina og ekki
læra neitt um ísland í skólan-
um. En gaman fannst henni að
vera komin ningað og sagðist
viss um að hún hefði frá nægu
að segja þegar heim kæmi.
Helzta áhugaimál sitt sagði
hún að væri vélritun.
Við spurðum hvað hún vél-
ritaði. _
— Ég vélrita upp sögur og
ýmislegt.
Og það kom fljótlega upp úr
kafinu að hún lét sér ekki
nægja að vélrita annarra sög-
ur, hún trúði okkur nefnilega
fyrir því, að hún skrifaði sög-
iu- sjálf. Og hún hafði einnig
gaman af að lesa, helzt vildi
hún lesa Jeynilögreglusögur og
ævintýri. Og það eru einmitt
þess konar sögur sem hún
skrifar. Við óskum henni góðs
gengis á rithöfundarbrautinni
og snúum okkur nú að prúð-
mannlegum dreng í hópnum.
Fjórða utanlandsferðin
Hann segist heita Julian
Potter og aðspurður kvaðst
hann vanta einn fjórðung í 10
ár. Hann er frá hafnarbænum
Plymouth í Suður-Engiandi og
á tvö systkini. Pabbi hans er
kennari, kennir stærðfræði en
Elisabeth Moore
— skrifar sögur
frétti að hann ætti að fara til
Islands, þótt hann vissi raun-
ar ekkert um landið fyrr.
Til Sauðirkróks og
Bessastaða
Brezku börnin dvelja hér
fram á mánudagsmorgun og
hafa nóg fyrir stafni meðan
þau staldra hér við. í dag
skemmta þau sér í Laugarnes-
skólanum en þar eru einmitt
haldin „I.itlu jól“ hjá börnun-
um. Síðan verður farið að Ár-
bæ og þar verður jólasveinn-
inn með í förinni. Þá munu
þau heimsækja Æfingarstöð
fatlaðra og lamaðra og hafa
meðferðis gjafir handa börnun-
um þar. Þau munu koma að
Bessastöðum og heilsa ppp á
forseta íslands. Þá munu þau
skreppa til Sauðárkróks og
vera að jólafagnaði með skag-
firzkum börnum. Loks verða
þau kvödd á jólaskemmtun í
Sjálfstæðishúsinu.
T í MIN N, föstudaginn 18- desember 1933,
veifar aust-
Slíkt svertí og ófiornu'ð mynd eftir Kjarval
á listmunauppbo'ði Sigurðar
sjálfur segist Julian hafa mest-
an áhuga á ýmiss konar handa
vinnu .í skólanum. Enda ætlar
hann að verða vélfræðingur
þegar hann verður stór.
Julian safnar frímerkjum í
tómstundum sínum og einnig
úrklippum sem hann límir inn
í þar til gerðar bækur. Þetta
er ekki i fyrsta sinn sem hann
kemur til útlanda. Hann er
víðreistur þrátt fyrir ungan
aldur og hefur ferðazt með for
eldrum sínum um Frakkland
og Sviss. Þetta er fjórða utan-
ferðin hans. Hann sagði okk-
ur að sumarfrí í enskum barna
skólum væri 3 vikur og að
auki er 3ja vikna jóla- og
páskafrí.
Hann sagðist hafa orðið ó-
hemju glaður þegar hann
Seinni partinn í dag heldur
Sigurður Benediktsson list-
munauppboð í Sjálfstæðishús-
inu. Er þar margt góðra gripa
að vanda, bæði málverka,
teikninga og annarra muna.
Mest ber þar á stóni, nýju
I málverki1 eftir Kjarval. Það er
svo nýtt, að undir kvöld í gær
; var það enn blautt. Mótívig er
I Heiðmörk. Þar eru einnig þrjár
| aðrar myndir eftir Kjarval, þar
; á meðal ein af elstu myndum
i hans, Öxarárfoss, sem máluð var
1907—1908.
Blóm Blöndals.
Þarna á Gunnlaugur Blöndal
máiverk, sem þykir heldur ólíkt
honum, en það er blómamynd,
máluð með olíulitum á léreft. Þá
eru þarna 7 smámyndir eftir Emil
Thoroddsen, en hann var öllu
frægari fyrir tónsmíð en mynda-
gerð. Þó eru nokkrar smámyndir
til eftiir hann, en eru fremur
sjaldgæfar og fara yfirleitt á háu
verði miðað við flatarmál, því
marga fýsir að eiga sýnilshorn af
þessari list hans. Einnig eru
þarna myndir eftir Lúðvíg Ei'nars
son málarameistara, einnig held
ur torfengnar en eftirsóttar.
f /m
m r
’jF
■ f'-i'yr*r:f ~
Bungaló nefnist
nýtt spil
Út er komið mjög nýstárlegt
spil fyrir börn sem fullorðna og
nefnist það „Bungaló“. Hugmynd
in að spili þessu, er tekin beint
úr athafnalífi allra þjóða. Það er
að byggja hús og aðrar fram-
t kvæmdir er því tilheyra. Þátttak
; endur geta orðið fjórir þegar flest
j er og kappið er um hver sé fyrst
Jur „að byggja sitt hús“. Lí'tið fer
: fyrir þessu spili og er frágangur
jmjög sæmiiegur. Þegar hafa
j verið gerðir samningar um að
gefa „Bungaló“ út erlendis á
næsta ári;.
Kvi$pokasei&i
Framhald af 1. síðu.
og ráðagerðir eru um að reisa nýja
á nokkrum stöðum.
Tveir laxar i sjó
Á síðastliðnuu vori veiddust
tveir laxar í sjó. Annan laxinn
veiddi Hallvarður Einarsson, vél
stjóri á vélbátnum Ásbirni frá
Akranesi, fékk hann laxinn á öng-
ul á 48 faðma dýpi 5 mílur suður
af Lóndröngum við Snæfellsnes.
Hallvarður notaði 5 króka nylon-
færi, og komu upp samtímis á fær-
inu tveir þorskar auk laxins. Lax-
inn var 73 cm. að lengd og 8 pund
á þyngd, og var þetta hængur 6
vetra gamall. Hafði hann verið 4
vetur í fersku vatni og rúmlega
eitt ár í sjó, og gengið síðan sum-
arið 1958 upp í á til að hrygna. f
fyrravetur eða íyrravor hefur
hann gengið aftur til sjávar og
vaxið þar töluveit áður en hann
var veiddur suður af Lóndröngum
28. júní. Hinn laxinn veiddist í
þorskanet hinn 17. apríl s.l. 23 sjó-
mílur í vestri að norðri frá Garðs-
skaga á 76 faðma dýpi af mótor
bátnum Víði er Halldór Halldórs-
son í Keflavfk. Laxinn, sem var
hængur, vóg 34Vfe pund, og var
hann í góðum holdum. Er þetta
með stærstu löxum, sem veiðst
hafa ó 'íslandi og næst stærsti lax,
sesmt Meiðst hefttr I sjó við ísland,
svo kunmugt sé. Stærsti lax, eem
veiðst hefur 1 sjó við ísland er
Grfznseyjarlaxinn svokallaði, sem
vða 4fi pvmá, Móðgaður. Haan
Austurlenzkt sverð
Of langt mál yrði upp að telja
öll þau listaverk, sem Sigurður
hefur á boðstólum að þessu sinni,
og verður framanskráð að nægja
um myndír og málverk, þótt á
'fát't hafi verifj minnzt. En einni’g
eru þarna góðir gripir, sem vel
geta hafa verið í ei'gu soldána og
keisara, svo sem austurlenzkt
sverð með fagurlega útskornu
skafti, frönsk borðklukka með
miklu flúri og matarstell úr Frijes
enborgarpostulíni, alls 108 hlutir.
Er ekki að efa það, iað mikið
fé skiftir tim eigendur í Sjálf-
stæðishúsinu í dag, en ekki er
víst hvor betur græðir, sá sem
lætur féð af hendi eða tekur við-
því.
Jólabla'ðið
Framhald af 1. síðu.
stríði þeirra, og er stuðzt við dag-
bækur Scotts. Gunnar Lestikow
skrifar ágæta grein um jólin í
Ameríku, einnig skemmtileg grein,
•sem nefnist: Niður Du'larána, og
er þar sagt frá rannsóknarleið-
angri Theódórs Roosevelts um
óbyggðir Brazilíu, en Roosevelt var
kunnur vísindamaður áður en
‘hann varð forseti Bandarikjanna.
Ýmislegt fleira efni er í blaðinu,
sem hér yrði of langt upp að telja.
Á forsíðu er mynd af sjólasveini.
Útsvörin
Framhald af 1. síðu.
sóknarflokksins hafði ekki flutt
ræðu isína, er blaðið fór í prent-
un, en frá henni verður sagt hér
í hlaðinu á morgun. Ber hann
fram breytingartillögur vig hana
all margar, svo og ályktunartillög
ur um ákveðin mál, og verða þær
tillögur bir.tar hér í blaðinu á
morgun.
„Tók fram veskitJ —
og borgatJi”
Mér þykir Alþýðublaðið segja stór-
frétt á forsíðunni í gær. Fyirirsögnb'í
er svona: „Emll keypti í gær". Og
svo segir neðar í firéttinni: „Emil
Jónsson sjávanitvegsmálarráðherra,
keypti fimm miða í Alþýðublaðshapp
drættinu (HAB) í gær. Við tókum
myndina á iþví augnabliki, sem okk-
ur Alþýðublaðsmönnum var kær-
ast: Þegar Emil tók fram veskið sltt
og borgaði".
Ég er alveg sammála um að það
*ru auðvitað stórtíðindi, að Emil
skuli vera farinn að kaupa — þótt
það séu aðeins 5 miðar í Alþýðu-
blaðshappdrættinu. Mjór er mikils
visir, oig þetta getur leitt til þesis aö
lumn fari að kaupa eitthvað fleira.
Hitt er þó enn meiri tíðindi, að
Emil tók fram vesklð sltt og borg-
aðl'*. Ég éska AlþýðuMaðinu til ham-
ingju með þennan stórsigur, og get
vel teklð imdir það með blaðinu, að
„sala happdrættlsmiðanna gekk ó-
gætlega í gær".
Mér finnst þetta sem sagt hér um
bll oins tnikll frétt og frásögnin ’á
öftustu síðu Alþýðublaðslns í gær
um marsvínið, som skreið inn i saxó>
féninn, hvað sem Færeyingar negjk
rrm þann ícerdöm, og raunar eýa»
þetta nilt eðWiw, að unnt mtsa éO •
látá úifaldu afcritta gegnum nófer- '
M«&, - Ý’, •'% ■>. , :.