Tíminn - 05.01.1960, Síða 9

Tíminn - 05.01.1960, Síða 9
TÍMINN, þriSjudaginn 5. janúar 196». | Jto Charles Garvice: ÖLL ÉL BIRTIR UPP UM SÍÐIR 1 FYRRI ÞÁTTUR I. ( f Marteinn Dungal stóð við gluggann á bókastofunni og liorfði' á stóra græna gras- blettinn, sm afi hans hafði xæktað og náði alla leið ofan að furutrjánum. Dungal gamli, faðir hans, sat við skrifborð sitt, er var forn- tízkulegt og mesti dýrgripur. Hann var sannarlega ímynd ensks óðalshöfðingj a, göfug- fnannlegur á svip og fríður í andliti þó að ákaflyndi' ogó- hifanleg staðfesta hefðu sett anark sitt á andlitsdrættina. Sat hann við skriftir og skrif aði hægt og sett, en sneri sér mú við og horfði á breiðar og karlmanniegar herðarnar á syni sínum. Sagði hann siðan ineð alvöru mikilli: „Jæja hvaö ætlaröu að ráða iaf?“ Marteinn fór að ganga um gólf, en gekk því næst að Bkrifborðinu og sagði ein- heittlega: „Eg verð að halda fast við fyrirætlun mína“. Gamli maðurinn beit á vör ina. „Hvenær ætlarðu að leggja upp?“ spurði hann stuttlega. „Sem allra fyrst, eða innan fárra daga“. Öldungurinn ypti öxlum og hélt áfram með bréf sitt. „Þú veizt, að ég er fyrirætl un þinni algeriega mótfall- inn“, sagði’ hann um leið og hann skrifaði'. „Allt frá því þú fæddist hef ég gert mér vonir um, að þú myndir halda hér kyrru fyrir og gæta jarð- eigna. þinna eins og ég hef gert og ert þú hinn fyrsti í ættinni, sem ég veit til að hliðri sér hjá þeirri skyldu. Ti’eður þú þannig ættarvenj una undir fótum og það er eng in hégómavenja, því að ekki þekki ég aðra stöðu göfugri og gagnlegri, en að vera ensk ur óðalshöfðingi og stoð og stytta lands síns“. „Eg er á sama máli um þaö“, svaraði Marteinn, „og þú mátt ekki ætla, að ég sé að gera lítið úr ættarvenj- unni eða stöðu þeirri', sem þú ætlaðir mér, en ég veit, að ég er enginn maður til þess, að standa sómasamlega í þeirri stöðu. Það eru ekki allir ei'ns gerðir, og sonurihn getur ekki fetað í fótspor föður síns, þó að hann feginn vildi, ef hug- ur. hans hneigist í allt aöra átt. Eg hef enga löngún ti‘l þess, áð verja æfi minni til sömu starfa og þú og forfeður mínir.hversu mjög sem cg virði þau. Listin — “. Gamli maöurinn ypti öxl- Hm, en Marteinn roðnaði vi'ð, beit á vörina og hélt svo áfram rólega og stillilega. „Listin er mér það sem ætt arvenjan, ættjarðarástin og ræktun jarðarinnar er þér. Hún er mín köllun og mér er Jjóst, að ég fæ eigi staðið á inóti henni, þó að mér aúðn- ist ef til vill ekki að geta mér auð og orðstír með því að gegna henni. Það er skylda manns að gegna köllun sinni og því verki sem hann finn- ur sig færastan til, en ég er t hræddur um að þú misskiljir mig —“. j Faðir hans hristi höfuðið óþolinmóður. „— eða ef þú skilur mig, að þú viljir þá eigi kannast við afl það, sem knýr mig inn á þessa braut. Líttu á ,faðir minn! Eg er viss um, að ekk- ert yrði úr mér, ef ég léti að óskum þínum, og yrði hér kyr til þess að gegna skyidum þeim sem þú segir, að á mér hvíli, — ég mundi sí og æ þrá listamannslífið. Þú brosir nú að þessu, en ég segi' þér nú satt, að ég fæ enga eirð fyrr en ég get gefið mig að því, sem sannfæring mín segir mér, að sé mitt rétta hlut- skifti“. | „Þú ruglar saman löngun þinni og skyldum þinum“,1 svaraði faðir hans þurrlega. — „Það er sitt hvað, að hlynna sem bezt að tilhneig- ingum sínum eða láta þær rýma skyldum þeim, sem menn hafa gagnvart ðrum, j úr sessi. Móðir þin var góð kona, en hún innrætti þér allsendis rangan skilning á lífinu". „Þú misskilur þetta“, sagði! Marteinn og átti nóg með að stilla sig. „Þú veizt ekki hvað það er, að finna til óseðjandi löngunar eftir dásemdum list arinnar og vera sér þess með vitandi, að með því að leggja alla. stund á —“. „Hér eru nægar dásemdir allt í kringum þig“, sagði fað ir hans. „Hvers vegna þarftu að fara ti'i Ítalíu til að leita að því, sem þú hefur hér í ríku- legum mæli? Guðs græn jörð in er ahsstaðar jafn unaös- leg hvar sem farið er, nema þar sem syndir og saurgun mannanna hafa óprýtt hana“. „Já, en gættu nú að, faðir minn“, sagði sonur hans hæg látlega, „sá sem ætlar sér að verða listamaður, hann verð ur að kynnast því landi, þar ! sem listin er mest í heiðri höfð. Ætli sér einhver að nema bakara-iön, þá snýr hann sér ekki til skraddara til þess að lei'ta tilsagnar“. j „Hér er hvorki' staður né stund til að gera að gamni sínu, Marteinn", sagði fað'ir hans alvarlega, „og þú ert kominn langt frá aðalumtals efninu". Marteinn gat ekki að sór gert að brosa, þó að hér væri um næsta mikilsvert mál að ræða fyrir hann. Það var ! alveg eftir föður hans að mis skilja hann, og mundi hann í raun réttri ekki til annars, en að svo hefði alltaf farið milii þeirra. Hann vissi, að föður hans var einstaklega ósýnt um að taka spaugi eða aö láta leiðast af röksemdum annarra, og hann var sann- færður um, að engin^tskýrj ‘ ing, hvernig sem henni væri hagað, mundi geta komið gamla mannihum til þess að líta á þetta málefni frá al- mennu sjónarmiði. j „Faðir minn góður“, sagði' hann eftir nokkra þögn. j „Viltu nú ekki reyna að leggja réttan skilning í þetta? Get- i urðu ómögulega trúað því, að löngun min til þess að fara til Ítalíu og ‘nema þar, eru engir augnabliks duttlungai-, heldur margra ára innileg þrá, sem sprottin er af þeirri sannfæringu, að ég sé efni 1 iistamann? Hver veit nema ég geti, þegar fram líða stundir, jafnast á við Michael Angelo eða Rossetti“, bætti hann við. „Það er erfiðara en þú hygg ur, sonur minn, að ganga þessa braut og láta sér verða ' eitthvað ágengt“, sagði' öld- ungurinn og fann að nú var tækifæri til að komast að með nokkur alvöruorð, sem hann langaði til að segja. „Eg hygg að ég verði búinn að hvila nokkur ár í gröfinni áöur en þú verður orði'nn frægur maður. Þú getur ekki gert þér Ijóst, hve afar erfitt það hlut verk er, sem þú hefur færst í fang, og að blóm þau, sem gróa á leið þinni, munu virð- ast þér fögur og girnileg í fyrstu, en fölna og skrælna og verða einskis nýt í höndum þér, jafnskjótt sem þú hefur lesið þau. Þessu líkt er með sum áhugamál okkar. Vi'ð fá- um þeim framgengt á einn eða annan hátt og finnst þau þá vera hégóminn einber, þeg ar öllu er á botninn hvolft, en angur og iðran hreyfir sér í brjóstum okkar fyrir að hafa unnið fyrir gýg“. Gamli' maðurinn tók sér málhvíld og bjóst því næst til að halda áfram ræðu sinni, en þá greip sonur hans fram í og sagði: „Eg hygg að þessi skoðun þín sé ekki rétt, faðir minn. Angur og iðran koma ekki til greina, þ egax maðurinn er þess fullviss, að hann hefur lagt sig allan fram til þess að vanda verk sitt“. „Fyrst þú ert þeirrar skoð- unar, Marteinn", svaraði fað ir hans, „þá er það ekki til annars, en að eyða tímanum, að vera að ræða þetta óheilla mál frekar. Eg sé það á þér, i að þér er óljúft að hlusta á hollar og skynsamlegar bend ingar mínar, og sízt af öllu vil ég halda þér hcr þvert á móti vilja þínum. Þú átt móð n i ’'vrtan, enda þarftu ekki að vonast eftir cðr ■ • r''~?ramlögum af minni hendi“. Marteinn hneigði sig til samþykkis og reis því næst upp úr sæti sínu og gekk til föður síns. „Faðir minn“, sagði hann innilega. „Ætlarðu ekki að óska mér til hamingju á þess ari nýju braut minni? Ætl- arðu ekki að taka í hönd mér oð biðja guð að blessa mig, eins og þú gerðir, þegar ég fór til háskólans?“ „Þá var góð og gild ástæða til þess“, svaraði faðir hans þurrlega, „en nú er það því miður ekki, og ég get ekki í .... ípaxiö yöur hlaup a rallh margra. verzlana! íbúðir í bæjarbyggingum Bæjarráð hefur ákveðið að auglýsa eftir umsókn- um beirra, er óska eftir að koma til greina, þegar seldar eru íbúðir í bæiarbyggingum, er bæjarsjóð- ur kaupir, skv. forkaupsrétti sinum. Hér er fyrst og fremst um að ræða íbúðir í Bústaðahverfi. Umsóknareyðublöð eru afhent í skrifstofu hús- næðisfulltrúa, Hafnarstræti 20, sem gefur nánari upplýsingar, og skal umsóknum skilað fyrir 10. janúar n. k. Umsókn þessi gildir til 31. des. 1960. Eldri um- sóknir eru úr gildi fallnar. Revkjavík, 29. des. 1959. Borgarsíjóraskrifsfofan. UÖMöl í ÖttUM tífWH! -Ausburstræti Auglýsing um kærufrest fil Ríkisskaftanefndar. Frestur til að kæra til Ríkisskattanefndar skatt á stóreignir af hlutafjáreign, sbr. lög nr. 44/1957, hefur verið framlengdur til.og með 1. marz næst- komandi. Fjármálaráð.uneytið, 30. desember 1959. F. h. r. Sigtryggur Kiemenzson. Jón Skaffason - ' . . *•« fr< Þakkarávarp Öllum þeim félögum og einstakiíngum, sem á liðnu ári hafa sýnt okkur vinsemd, sótt okkur heim og veitt ánægju og tilbreytingu með mvndasýningum, tali og tónum, eða boðið til skemmtunar utan hæl- is — svo og forráðamönnum kvikmyndahúsanna á Akureyri, sem hafa lánað okkur myndir til sýn- ingar — flytjum við alúðarþakkir og árnum þeim heilla á komandi dögum. Sjúklingar á Kristneshæli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.