Tíminn - 14.01.1960, Side 2

Tíminn - 14.01.1960, Side 2
T í MI N N, fimmtudaginn 14. janúar 1960. Evrópa skipi sjálf f járhagsmálum sínum Áður en ríkin gleypi vift stórfelldum áætlun- um Baadaríkjanna. Tillaga frá Sviss NTB—París, 13. jan Utan- líkisráðherra Sviss, Max Petit pierre, bar fram þá tillögu 1 dag á ráðherrafundi Efna- liagssamvinnustofnunar Evr- ópu í París að Evrópuríkin isjálf reynáu að finna skyn- samlegar leiðir til að skipa efnahagsmálum sínum, áður en þau hlvpu til og féllust á víðtæka endurskipulagningu V-Evrópu á fjármálasviðinu, sem Bandaríkjamenn háfa á prjónunum og Dillon aðstoðar ntanríkisráðherra hefur að nokkru leytx lagt fram. Petitpierre sagði, að leita yrði eftir því að koma á samvinnu markaðsbandalagsríkjanna sex og „ytri sjö“, og eftir þeim leiðum auka hjálpina til vanþróaðra landa og draga úr viðskiptahöml- um ríkjanna. 'Fulitrúi Breía lagði fram til- lögu um, ag skipuð skyldi 13 manna nefnd frá öltum aðildar- í ríkjunum til þess að leysa deiluna 1 milli viðskiptablokkanna tveggja. Þá bar Dillon aðstoðarutanríkis ráoherra Bandaríkjanna einnig Bíía aígeroanna Framhald af 1. síðu. mesi. Fyrir Al.þýðusamband Norð- turlands, Tryggvi Helgason Akur- eyri. Fyrir Alþýðusamband Aust- urlands og félögin við Breiðafjörð Snorri Jónsson, starfsmaður A-S-í. Ekki tímabært Samninganefndin felur ekki tímabært, eins og sakir standa nú, að semja um fastbundið fiskverð (skiptaverð) til ákveðins tíma tfyrir kflahlut sjómanna á vélbáta tflotanum, þar sem af hálfu stjórn arváldanna hefur verið' boðað, að von sé á meiriháttar aðgerðum í efnahagsmálum innan skamms tíma, en nefndinni hilns vegar ó- kunnugt um hverjar þær aðgerðir verða og hvaða áhrif þær myridu hafa á söluverð fiskaflans og al- mennt neyzluvöruverð þ.á.m. á verð þeirra rekstursvara bátaút- vegsins sem sjómenn taka þátt í að greiða af hlut sínum. Lögskráð á bátana Nefndin legg-ur því til við fé- lögin sem aðiid eiga að samning- um um 'kaup og kjör bátasjó- manna, ag þau heimili að lögskráð sé á bátana, samkvæmt grldandi' kjarasamningum félaganna, þótt ekki hafi verið igerður heildar- samningur um fiskverð o.tfl. eins og venja hefur verið til um hver áramót. Viðurkennt iágmarksverð Fyrst um sinn verði það fisk- verð sem gilti! fyrir áramótin, viðurkennt sem lágmarksverð fyrir alla bátasjómenn, þ.e. fram að þeim tíma að væntanlegar efna hagsmálaaðgerðir taka giidi og tfært verður að gera fasta samn- inga 'Um fiskverð o.fl. Takist ekki samningar þá við samtök útgerðar manna um ákveðið verg fyrir afla hlut bátasjómanna, skal gi'lda 6ama verð og útgerðarmenn fá greitt fyrir si'nn hlut aflans, þ.m. taldar uppbætur í hvaða mynd sem væri. Nefndin kölluð saman aftur Nefndin óskar þess að stjórn A.S.Í. kalli nefndina samam að nýju, þegar hinar boðuðu etfna- hagsaðgerðir verða kunnar og flmabært verður að taka upp viff- ræður við' Vélbátadeild L.Í.U. i»m nýja saflwingagerð um ÉisfcverS". fram tillögu. Er þar gert ráð fyr- ir því, að verul.eg viðskiptasam- keppni haldi áfram milli rikj- anna 13, þar til ECCE hefur verið endurskipulögg og myndi ramma fyrir nýjan sameinaðan viðskipta heim vesturlanda, og yrðu Banda ríkin og ICanada með í þessari nýju, stóru samsteypu. Þórhallur og Þórhallur í blaðinu í gær misritaðist föðurnafn ein.s mannsins, sem kjörinn var í framkvæmdastjórn Þjóðvarnarfl.okksins. Stóð í blað- i;nu ag Þórhallur Vilmundarson hefði verið kjörinn í stjórnina, en átti að vera Þórhallur Hall- dórsson. Brátt mun brezkt tungl á loft NTB—LONDON, 12. janúar. — Duncan Sandys flugmálaráðherra Breta, sagði í dag, að með sam- byggingu nokkurra tegunda brezkra eldflauga væri unt að fram leiða nægjanlegt afl þess ag senda gerfitungl, sem væri eitt tonn á þyngd á braut umhverfis jörðina. Sandys sagði, að enn væri ekki tímabært að kveða á um það, hvort Brelar kæm>u á fót sér- stakri áætlun um geimrannsókn- ir. Bretar geta ekki sett á loft sitt eigið gerfiungl, nema með brezkum eldflaugum og sambygg ing nægilera öflugra eldflaugna stendur nú yfir. Jólin á Grund Sunnudaginn 1,0. janúar s.l. lauk jólastörfum á Grund með því, að haidið var barnabarnaskemmtun vistfólksins í Sjálfstæðishúsinu. Börnin voru um 350 en fullorðnir nálægt 200. — Árlega, um langt árabil, hefur forstjóri og stjórn Sjálfstæðishússins boðið til þessa jólafagnaðar. Ömmu og afa, öllu heldur lang- ömmu og la.'igafa, sem hjá okkur eru, þykir mjög vænt um að geta boðið litlu börnunum á þessa jólatrésskemmtun, og færi ég fyrir þeirra hönd og stofnunar- innar hugheilar þakkir öllum, sem að þessu stóðu, hljómsveit inni, jólasveminum og öllu starfs- fólkinu — og síðast en ekki sízt forstjóra og stjórn Sjálfstæðishúss- ins. Um jólin bárust vistfólkinu margar jóiakveðjur og gjafir. heimsóknir og heimboð. Ýmis fé- lög sendu að vanda margar gjafir. i Varnarliðið færði tvo hjólastóla, j sælgæti og spil að gjöf. Allar þessar gjafir, sem og ýmsar aðrar, er ljúft og skylt að þakka. Börn úr Tónlistarskólanum, undir stjórn frú Hermínu Sigur- geirsdóttur héldu jólatónleika fyrir heimilisfólkið. Lúcíurnar komu nú eins og svo oft áður. Skátarnir skemmtu, og ýmsa aðra góða gesti bar að garði. Færi ég þeim öllum innilegustu þakkir fyrir komuna, skemmtunina og hugulsemina að muna eftir okkur hér á Grund Á hverju ári gefur einn borgari bæjarins 50 vistmönnum veglega peningagjöf. Þessum ágæta vini vistfólksins þakka ég enn einu sinni fyrir jólagjöfina. — Gísli Sigurbjörnsson Sæmilegur afli í Þorlákshöfn Þorlákshöfn, 13. des. — Vertíðin er hafin. Fyrsti báturinn fór í róður s.l. laugardag, og nú eru þrír byrjaðir. Afli er sæmilegur, 5—8 lestir í róðri á bát. Átta bát ar verða gerðir út héðan í vetur, þar af einn aðkomubátur. Sjö þeirra verða komnir af stað upp úr næstu helgi, en verið er að fá menn á þann áttunda í stað Færeyinga, sem voru ráðnir á hann. AidútS (Framhald af 12. síðu). Sjálfur segist sendiherrann hafa fengið mörg hótunarbréf. Ferðalögum aflýst Hann segir ennfremur, að Þjóð verjum hafi verið >sýnd móðgun á götum úti i Bretlandi og' kastað að þei'm óvirðingarorðum. Þá eru sögusagnir í blöðunum um það, að ferð'askrifstofur hafi orðið að hætta við ráðgerðar hópferðir til Bretiands á næstunni vegna skorts á fyrirgreiðslu í Bretlandi'. Talsmenn Bonn-stjórnar sögðu í dag, að þessar fregnir allar væru yfirdrifnar og ýktar. Blöðin segja hins vegar, að stjórnin geri sér al.ls ekki' ljóst, hversu alvarleg þessi andúð Breta er og hver.su hættuleg húp geti reynzt Þjóð- verjum. Uranus Framna.a af 1. síðu í auisturátt ,áður en þau breyttu um stefnu til norðausturs til að forðast rekís og ísingu. Klukkan tíu á sunnudagskvöldið hafði Þor •móður igoði svo samband við Úranus. Varla munu þá hafa verið meira en tuttugu sjómílur á milli skipanna. Síðan heyrðist ekkert til Úranusar, en Þormóður goði hélt ferð sinni áfram til Reykjavíkur og er væntanlegur hingað í kvöld milli klukkan 10 og 12. Úranús er væntanlegur um miðjan dag á morgun. Afburíagott sjóskip Úranus er talinn afburða gott sjóskip. Hefur togarinn einu sinni orðið fyrir svo öflugum sjóhnút, ag hann lagðist á hliðina, svo brú- in fór í kaf. En skipið rétti sig strax við af slíkum krafti, að björgunarbátur á bátadekki, full ur af sjó, slitnaði úr gálgum og týndist. Nýtt skip (Framhald af 12. síðu). GóSar móttökur B. Indælt veður var þegar skipið lagðist að bryggju en þar var samankominn Karlakór Ólafsfjarð ar og fagnaði skipinu með söng. Guðm. Kr. Jónasson stjórnaði söngnum. Þá flutti Ásgrímur Hart mannsson bæjarstjóri ræðu og bauð skinið velkomið, en sr. Krist jén Búason sóknarprestur flutti bæn og bað fyrir skipi og skip- verjum. Magnús Gamalíelsson þakkaði móttökur af skipsfjöl, en hann er annar aðalelgandi skipsins. Bauð hann bæjarbúum að skoða skipið. Fullkomin tæki j Guðbjörg er byggð í Sunde í Noregi, í Grafdals Skibsbyggeri, sem er elzta skipasmíðastöð Nor- egs. Hún er smíðuð úr stáli, 100 smálestir að stærð, knúin 400 ha Mannheim-vél og 38 ha hjálpar- véi. Ganghraði á reynsluferð var 11 mílur en hraðinn á heimleið var að jafnaði 10 mílur. Skipið er allt hið vandaðasta og hefur öil fullkomnustu hjálpartæki. Þar n>.á nefna Elac-fiskileitartæki, dýptarmæli, Decca-ratsjá, miðun- arstöð, talstöð o. fl. Skipið er búið sjálfstýriútbún- aði, rafmagnsupphitun, rafsuðu- tækjum og heitt vatn er í öllum hönum. Pinay (Framhald af 12. síðu). hnfi verið sambúðin við Þjóðverja. Hafi Pinay verið andvígur þeirri nanu samvinnu, sem tekzt hefur núlli ríkjanna upp á síðkastið og talið að Frakkiandi stafaði af henni hætta. Óbreytt stefna Baumgartner, sem nú verðrn* fjármálaráðiierra, er 57 ára að aidri. Hann kvaðst hafa fallizt á að taka að sér embætti fjármála- íáðherra vegna þess að hann teldi það skyldu sína. Fór hann lofs- orðum um stefnu fyrirrennara sins og kvaðst myndi fylgja henni í öllum atriðum. Bendir þetta ó- neitanlega tii þess að ágreiningur- inn við Pinay hafi stafað af öðr- wn ástæðum en stefnunni í fjár- málum. Samkeppni Skipuleg leit I fyrradag var farið að' undir- búa skipulega leit að Úranusi, en veður á þessum slóðum var ekki hagstætt til leitar fyrr en í gær. Slysavarnafélag íslands sendi út l beiðnir um aðstoð og stjórnaði 1 Henry Hálfdánarson, skrifstofu- ' stjóri aðgerðum félagsins varð- andi leitina. Samkvæmt fréttum frá Halifax hófu tvær bandarísk- ar flu'gvélar, ein kanadísk vél og einn strandgæzlubátur 'leit að tog aranum í morgun, aúk þeirra skipa, sem fyrir voru. Flugvélar þessar höfðu bækistöð í flotahöfn inni Argenta á Nýfundnalandi. Forráðamenn Loftleiða buðu mili.ilandavél sína fram til leitar, en hún var þá á leig heim frá New York. Rússneska sendiráðið' í Reykjavík hafði einnilg verið | beðið að koma þeim skilaboðum I til sovéskra togara á Nýfundna- Gerð út frá Keflavík Enn fremur er skipið búið tog- úlbúnaði og kraftblökk sem er ný- lunda í íslenzkum fiskibátum. Þá er á skipinu lítill vélbátur sem notaður er við síldveiðar til að halda nótinni frá skipinu. Innrétt- ingar allar eru úr harðviði en lestin þiljuð innan með alúmíni. Eigendur eru Magnús Gamalíels- son og kona hans Guðfinna Páls- dóttir. Skipstjóri á bátnum er Ól- aí'ur Jóakimsson en 1. vélstjóri Aðalbjörn Sigurlaugsson. Guðbjörg verður gerð út frá Keflavík í vet- ur og fer suður eftir nokkra daga. (Framhald al 12. síðu>. Þessi samgöngumál eru á undir búningsstígi svo ekkert verður sagt um endanlegar ákvarðanir, en á undangengnum mánuðum hefur þag orðið æ ljósara, hve mikið fjármagn þarf til að' Ieysa það. Grænlandsflugið verður að reka með ríkisstyrk eða ríkisábyrgð og með samstarfi vig Grænlandsverzl unina, segir blaðið, og þarf engai* smásummur til. — Aðils' Krustjofí kemur við í Burma NTB—MOSKVA, 12. janúar. — Nikita Krustjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna, itilkynnti sendiráði Burma í Moskvu í dag, að honum myndi væntanlega kleift að heim sækja Burma á ferð sinni til Indónesíu í febrúarmánuði'. ' Sendiherra Burma í Moskvu af henti fyrir skömmu boð stjórnar innar í Burma til Krustjofs um að koma í opinbera heim>sókn til landsins. Jörð á Snæfellsnesi Til leigu er jörð á sunnanverðu Snæfellsnesi. Vel byggt. Rafstöð. í þjóðbraut. Upplýsingar í síma 18285. m ,'X*X*X*WV'V»V Auaísœ i TIMANUM landsmiðum að svipast um eftir Úranusi, en fátt var um skip anm arra þjóða þar um slóð’ir. Þá lagði veðurathugunarskipið Charles af stað að leita 'togarans. Skipið var | þá fjögur hundruð mílur frá þeim stað, þar sem síðast hafði heyrzt frá Uranusi. En leitinni lauk skyndilega þeg ar þeir í leitarflugvélinni frá Keflavíkurflugvelii komu auga á Úranús, hvar hann sigldi heim, ag vísu sambandslaus við um- heiminn vegna bilaðra loftskeyta tækja, eai óbugaður af Ægisdætr- um, sem svo oft hafa orðið ís- lendingum þungar í skaiítá. Hjartans þakkir öllum þeim, er glöddu mig sex- tuga, og hugsuðu hlýtt til mín Lifið heil. Ingibjörg Gísladóttir Skúfslæk. Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim mörgit vinum og vandamönnum, sem heimsóttu mig og fluttu mér gjafir og sendu mér skeyti á 60 ára af- mæli mínu. Einnig kvenfélögum innan breiðfirzka sambandsins og í Skagafirði, sem ég geymi ógleym- anlegar 'minningar frá gegnum liðið samstarf. Guð blessi ykkur öll á ófarinni ævibraut. Hjartans kveðja. Theodóra Guðlaugsdóttir. mm Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem á einn eða annan hátt vottuðu samúð sína og vináttu við andlát og jarðarför Sigurðar Bjarnasonar Hraunsási. Vandamenn. Hiartkær eiginkona mín, móðir okkar og mágkona, Sveinbjörg G. Jónsdóttir, frá Svínafelli í Öræfum, Ásvallagötu 17, andaðist að 9t. Jösefsspitala þann 12. þessa mánaðar. Þórhallur Jónsson, Ftegnar Þórhalisson, Jón Þórhallsson, Jón Bjarnason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.