Tíminn - 02.02.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 2. febrúar 1960. 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjótri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu viS Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. • AfgreiSslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Tvær stefnur í efnahagsmálum er oftast um tvær aðalstefnur að velja, uppbyggingarstefnuna eða samdráttar- og kyrr- stöðustefnuna. Ríkisstjórnin hefur valið samdráttar- og kyrrstöðu- stefnuna. Um það vitna þær ráðstafanir, sem hún hefur boðað. Uppbyggingarstefnan beinist að því að veita sem mestu fjármagni til uppbyggingar og framfara, efla þannig framleiðsluna og bæta lífskjörin. Ef nauðsyn ber til að draga eitthvað saman seglin, lætur hún það bitna á þeim framkvæmdum, er hafa minnsta almenna þýð- ingu, t.d. lúxusbyggingum, og svo þeirri eyðslu, sem óþörfust er talin. Samdráttar- og kyrrstöðustefnan er fólgin í því að draga sem mest úr almennum framkvæmdum og al- mennri neyzlu, án þess að skerða nokkuð sérstaklega þá eyðslu eða framkvæmdir, sem hafa minnsta almenna þýðingu. Þegar samdráttarstefnunni er fylgt til hlítar, * eins og t. d. hefur verið gert í Bandaríkjunum undanfarið, leiðir hún til atvinnuleysis. Það er þessi stefna, sem ríkisstjórnin hefur valið. Hún eykur stórlega dýrtíðina í þeim tilgangi að minnka framkvæmdirnar og atvmnuna í landinu. Þetta mun hafa þær afleiðingar. að framkvæmdir h munu dragast saman, ekki sízt úti á landi. Efnaminni fyrirtæki og efnaminni einstaklingar verða að draga saman seglin. Þeir, sem hafa breiðust bökin, munu hins vegar geta farið sínu fram og ráðist í framkvæmdir, sem oft hafa litla fjárhagslega þýðmgu, t.d. lúxusbygg- ingar. Ríkisstjórnin hefur valið samdráttar- og kyrrstöðu- stefnuna vegna þess, að hún er hentugri fyrir þá ríku. Hagsmunir þeirra ráða nú mestu um stefnu þeirra flokks- foringja, er ráða stjórnarstefnunni. Uppbyggingarstefnan er hins vegar miklu hagkvæm- ari öllum almenningi. Hagsmunir hans eru fyrir borð bornir með þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hyggst að gera. Almenningur sýpur hér seyðið af því. að of margir kjósendur létu blekkjast af fagurgala stjórnarflokkanna á síðastl. hausti. Þess vegna blasir nú framundan stór- aukin dýrtíð og minnkandi framkvæmdir. Stækkun Tímans Tíminn stækkar í dag úr 12 síðum í 16 síður. Jafn- framt verður keppt að því að búa hann betur úr garði en áður, bæði hvað snertir efni og prentun. Það er nú Iiðið nokkuð á annan áratug síðan Tím- inn varð dagblað. Þegar sú breyting var gerð, var hann langsamlega útbreiddasta blað í sveitum landsins. Þeirri stöðu heldur hann enn En jafnframt hefur hann unnið á í þéttbýlinu, svo að hann er nú gefinn út í helmingi stærra upplagi en fyrir áratug síðan. Það er von aðstandenda Tímans, að það átak, sem nú er gert til að bæta blaðið, muni enn auka vinsældir hans og útbreiðslu. Þótt Tíminn verði nú aukinn að fjölbreytni, mun því samt ekki gleymt, hvert er aðalverkefni hans. Það er að halda uppi merki framsóknarstefnunnar og ís- lenzks málstaðar Ef til vill hetur þess aldrei verið meiri þörf en nú síðan Tíminn hóf göngu sína, að þar verði vakað á verðinum. t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ERLENT YFIRLIT Maöur 21. og 18. aldar? De Gaulle hefur aldrei veriti dáSari sem Jijó'ðarlei'ðtogi en nú Mynd þessi var tekín af de Gauile, er hann flutti hiS fræga ávarp sltt síðast). föstudag. FYRIR tæpum tuttugu árum eða 18. júní 1940 flutti fransk- ur hershöfðingi ávarp í brezka útvarpið til landa sinna, þar sem hann lýsti yfir því, að bar- áttan fyrir frelsi Frakka héldi áfram, þótt þing og ríkisstjórn hefðu gefizt upp. Jafnhliða til- kynnti hann, að hann hefði sjálfur tekið að sér forustu frjálsra Frakka og hefði í þeim tilgangi myndað franska út- lagastjórn. Hann hvatti alla frjálshuga Frakka til að fylkja sér undir merki hennar. Hershöfðinginn, sem þetta ávarp fhitti, var þá tiltölulega óþekktur, bæði í heimalandi sínu og utan þess. Ávarp hans þótti hins vegar svo snjallt, að eftir þetta varð hann þekktur um heim allan. Frakkar fylktu sér í vaxandi mæli um merki hans og hylltu hann í striðslok in sem hina mestu þjóðhetju, er þeir hafa eignast á þessari öld. í annað sinn hefur nú de Gaulle, því að hér er rætt um hann, flutt útvarpsræðu, sem um margt svipar til ræðu hans 18. júní 1940, hvað einbeitni og áhrif snertir. Með henni virðist hann hafa bælt niður uppreisn franskra landnema í Alsír og hugsanlega uppreisn hersins. í dag er hann meiri þjóðhetja Frakka en nokkru sinni fyrr. í ÞEIRRI baráttu, a .1 hann heyir nú, er hann ekki að berj- ast fyrir frelsi þjóðar sinnar, heldur sjálfsákvörðunarrétti undirokaðrar nýlenduþjóðar. Hann vill veita Alsírbúum sjálfsákvörðunarrétt, eins og hann hefur þegar veitt mörgum nýlenduþjóðum Afríku. Hann telur slíkt samrímast bezt bæði áliti og hagsmunum Frakka Hér er við ramman reip að draga, þar sem mörgum finnst. að de Gaulle sé hér að leysa upp franska heimsveldið. Einkum er þetta þó erfitt í Alsír, þar sem franskir landnemar eru nokkuð á aðra millj. og óttast mjög, að þeir verði beittir ofríki undir stjórn Araba. Það hefur verið sagt um de Gaulle, að hann væri maður 21. aldarinnar í málum Afríku, en hins vegar maður 18. aldarinnar I stjórnskipunarmálum Frakk- lands- Með þessu er gefið til kynna, að hann vilji helzt hafa einveldi í Frakklandi, líkt og á dögum Lúðvíks 14. Þetta er þó áreiðanlega ekki nema hálfur sannleikur. ÞAÐ ER rétt, að de Gaulle vill hafa ríkisvaldið sterkt og afskipti ríkisins veruleg. Þannig voru fölmargar atvinnugreinar þjóðnýttar á stjórnarárum hans eftir styrjöldina, og hann vill nú halda lengra á þessari braut, t. d. þjóðnýta olíuvinnsluna í Sahara- Þá vill hann hafa traust eftirlit hins opinbera með at- vinnuvegunum. Vald ríkisins vi-11 de Gaulle svo hafa sem mest í höndum forsetai. , en ekki þingsins. De Gaulle segir, að flokkabaráttan í þinginu sé kotnin út í öfgar, og þess vegna sé fjarstæða að láta það fara í reynd bæði með löggjafarvald og framkvæmdavald. Flokk- arnir hafi upphaflega verið stofnaðir sem hugsjónaflokkar og þvf oft gert mikið gagn, en nú séu þeir meira og minna orðnir klíkuflokkar og stétta- flokkar og því megi ekki ætla þeim ofmikil ráð. Þess vegna sé nauðsynlegt að takmarka bæði flokkavaldið og þingvaldið, en auka forsetavaldið. Forsetinn eigi hins vegar að vera kjörinn af þjóðinni og fá vald sitt frá henni. Þannig sé lýðræðið tryggt. í því felst hinn stóri munur á de Gaulle og Lúð vík 14. Enginn efar, að de Gaulle sé ekki trúr þessum skoðunum sínum. Vafalaust myndi hann leggja niður völd, ef hann teldi meiri hluta þjóðarinnar á móti sér. En er hægt að bera hið sama traust til þeirra, sem taka við af honum? Skoðanabræður hans benda á, að sterkt forseta- vald hafi blessast í Bandaríkj- unum. DE GAULLE verður sjötugur á þessu ári, en aldurinn virðist enn ekki vera orðinn honum neitt að meini. Hann ákvað ung- ur að gera herþjónustu að æv starfi sínu, lauk herskólanámi með beztu einkunn og hlaut lof fyrir framgöngu sína í fyrri heimsstyrjöldinni. Á milli styrjaldanna vakti hann sér staka athygli á sér fyrir að ger ast talsmaður vélahernaðar, en fékk litlar undirtektir. Þetta varð þó til þess, að Paul Reyn aud gerði de Gaulle að her- málaráðherra í stjórn sinni i júní 1940, en þá var það orðið um seinan að fara eftir kenn ingum hans. Vélahersveitir Þjóðverja brutu allar varnir Frakka niður. De Gaulle komst úr landi og gerðist foringi út lagastjórnar Frakka. Eftir heim komuna, þótti hann sjálfsagður til stjórnarforustu, en dró sig í hlé eftir nokkur misseri. þegar hann fékk ekki ráðið vegna sundurlyndis flokkanna. Aftur var svo leitað til hans vorið 1958, þegar ekki var um annað að ræða en stjórn hans eða ein- ræðisstjórn hersins. Yfirgnæf- andi meiri hluti þjóðarinnar kaus stjórn hans, eins og sýndi sig við kosningar siðar á árinu. DE GAULLE hefur sýnt það jafnan, að hann er einbeittur og ráðríkur, en aldrei hefur þó verið borið á hann, að hann stjórnaðist af eigingjörnum hvötum. Heiður Fr-kklands er honum fyrir öllu. Churchill og Roosevelt kvörtuðu undan því, að hann væri manna erfiðastur í samningum, og Stalin slapp ekki heldur. Árið 1944 fór de Gaulle til Moskvu til að ganga frá samningi, er skipti miklu fyrir útlagastjórn hans- Stalín hélt honum mikla veizlu og átti að undirrita samninginn áður en henni lyki. Undir borðum skaut Stalin því að de Gaulte að setja yrði inn í samninginn nýtt ákvæði urn, að Frakkar viður- kenndu leppstjórn pólskra kommúnista í Lublin. De Gaulle sagði ekki neitt, en eftir að bú- ið var að sýna stutta kvikmynd, reis hann á fætur, kvaddi Stalín og lézt ekki taka eftir því, er Molotoff reyndi að stöðva hann. Klukkan fjögur um nóttina var de Gaulle svo vakinn af sendi- boðum Stalíns til þess að undir- rita samninginn, án þess að þar væri nokkuð minnzt á stjórn- ina í Lublin. Margir fleiri en Stalín hafa þannig orðið fyrir barðinu á de Gaulle, og ekki sízt kvarta Bret- ar og Bandaríkjamenn undan honum nú. Um það má vitanlega oft deila, hvort de Gaulle hafi rétt fyrir sér, en óumdeilanlega er hann einn mesti persónuleik- inn, er komið hefur fram á þessari öld Þ. Þ. r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) < ( r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.