Tíminn - 02.02.1960, Blaðsíða 2
2
T í MIN N, þri'ðjudaginn 2. febrúar 1960.
Ávarp Eysteins Jónssonar, formanns blaðstjórnar Tímans:
Með ærnum kostnaði og fyrirhöfn hefur verið
aflað íullkomnari tækja til útgáfu blaðsins
Tíminn kemur nú út í
nýjum búningi og með
nýju sniði.
Með ærnum kostnaði og
fyrirhöfn hefur verið aflað
fullkomnari tækja til út-
gáfu blaðsins en áður hef-
ur veríð búið við.
Meðan á þessari breyt-
ingu stóð hefur blaðið
orðið að vera á hrakhólum,
og að sjálfsögðu goldið
þess mjög að öllu yfir-
bragði.
Eins ’ og gengur hefur
það tekið nokkuð lengri
tíma en í upphafi var von-
að, að íeysa þessi mál. En
nú er langþráðu marki náð
og gleymast þá erfiðleik-
arnir skjótt.
Framvegis verður mögu-
legt að gera blaðið betur
úr garði en nokkru sinni
fyrr.
Tíminn verður nú 16
síðu blað og er ætlunin að
hann verði fjölbreyttari að
efni en áður. Markmiðið
er að gera blaðið þannig
úr garði, að öllum finnist
þeir hafa þangað nokkuð
að sækja til skemmtunar
eða fróðleiks.
Nú um skeið hafa blöðin
orðið enn þýðingarmeiri
þáttur í þjóðlífinu en áður
var. Sennilega heldur þessi
þróun áfram.
Af þessu leiðir, að meiri
kröfur verður að gera til
blaðanna, ef vel á að fara.
Þeir, sem að útgáfu Tím-
ans standa, vilja gera allt,
sem í þeirra valdi stendur,
til þess að eiga þátt í eðli-
legum framförum í þessu
efni, og þess vegna er ráð-
izt í hinar víðtæku endur-
bætur, sem verða nú á
Tímanum.
Tíminn hefur átt því láni
að fagna frá upphafi að
eiga mikinn fjölda einhuga
vina og stuðningsmanna
um land allt. Ekkert er
jafn þýðingarmikið blaða-
útgáfu og slílcur vakandi
stuðningur áhugamanna.
Ég vil nota þetta tæki-
færi, til þess að þakka
þessum mönnum allt það,
sem þeir hafa fyrir blaðið
gert og ég læt í ljós þá
von, að þeim fari sífellt
fjölgandi, sem styðja blað-
ið með ráðum og dáð, t. d.
með því að stuðla að út-
breiðslu þess og láta það
njóta frétta og annars
efnis, sem þeir hafa fram
að leggja.
Það er von okkar, sem
að blaðinu stöndum, að
með þeim endurbótum, sem
nú verða á Tímanum, fær-
umst við nær því marki en
nokkru sinni áður að gera
blaðið þannig úr garði að
mönnum finnist þeir þurfa
að kaupa og lesa Tímann
til þess að fylgjast með
tímanum.
Eysteinn Jónsson
Sófinn olli
honum bana
Þriðja dauSsfalI af völdutn þessara sófa
Fréttir frá landsbyggðinni
í SvíþjóÖ
Nýlega fannst þekktur
finnskur stjórnmálamaður,
Eero Atikainen, látinn í svefn-
sófa á hóteli í Stokkhólmi.
Hann hafði komið til Stokk-
hólms til þess að vera þar á
þingi stéttasamtaka og bjó á
hóteli, sem er eign sænska
fyrirtækisins Reso, sem á
mörg hótel víðs vegar um
Svíþjóð.
Svefnsófatogund þessi er þannig
gjör, ag sé sófinn búinn sem rúm,
er bak hans lagt fram á setuna,
en fyrir aftan það er hólf, sem
rúmfötin falla inn í eftir að þau
hafa verið spennt niður. Ekki er
að fuTlu vitað hversu þetta ein-
staka slys bar að höndum, en uppi
eru tvær getgátur, að gesturinn
hafi legið á setunni og ba’kig fallið
yfr hann, eða þá að hann hafi í
svefn komið við útbúnaðinn, eem
skellir bakinu upp og rúmið hafi
hvolfzt með hann inn í skúffuna,
og hann hafi fcafnað af. Hann mun
verða krufinn tii þess að komast
frekar fyrir um dánarorsökina.
Þótt framkvæmdastjórnir þeirra
gistihúea, sem hafa slíka sófa í
sínum fórum, telji þá fullkomlega
örugga, er það eigi að síður stað
reynd, að nú þegar hafa orðið
þrjú dauðaslys af þeim í Svíþjóð
einni saman og minnst jafnmörg-
um siysum hefur verig afstýrt á
siðustu stundu.
Málið er í rannsókn.
&gæt aíIabrögÖ
Djúpavogi, 26. jan. — Héðan róa
nú tveir bátar með línu og net
og eru þeir gerðir út af kaupfé-
laginu. Róðrarveður hefur verið
óvenju hagstætt í janúarmánuði,
enda hafa bátarnir faiið í 14—15
róðra. Aflinn er um 100 tonn til
jafnaðar á bát og þykir ágætt hér
um slóðir. Fiskurinn er frystur,
og atvinnuástand gott enda hefur
fátt manna leitað burtu í vetur.
— Veðurfar er hér með ágætum
og sumarfæri víðast á vegum. —
Komast bílar með góðu móti til
Hornafjarðar. Fiskúrgangi (bein-
um), er ekið hingað til vinnslu
frá Breiðdalsvík, 84 km. leik.
Heilsufar er gott hér í þorp-
inu. Þ.S.
Margfalt meiri afli
Hornafirði í gær. — Bátarnir
byrjuðu ag róa fyrstu daga í jan
úar og hafa aflað ágætlega, Gæft-
inn hér á land meiri fiskur en
ir hafa verið miklar og er kom
allan janúar o£ febrúar saman
lagt í fyrra. Aflahæstu bátarnir
em með 200—250 skippund. AA
Hingað kom hann
Herjólfur
Hornafirði í gær. — Strandferða-
skipið Herjólfur kom hingað í
fyrsta sinn í gær og var vel fagn
að. Skoðaði margt manna skipið
og þótti það hið friðasta. Binda
Hornfirðingar miklar vonir við
það, að ferðr Herjólfs hingag bæti
mjög samgöngur þeirra.
Öll mjólk á einn bíl
HvolsveUi, 23. jan. — Einmuna
veðurblíða hefur verið hér frá
áramótum og vegir ágætir yfir-
ferðar í allar áttir, jafnvel betri
en um hásumarið. Um síðustu
helgi snjóaði þó nokkuð hér um
slóðir en ekki olli það neinum
truflunum. Mjólkurílutningar
hafa því gengið með eðlilegum
hætti í vetur, en mjólk minni en
undanfarið vegna hinna lélegu
heyja. Telji margir, að mjólkin
sé þriðjungi minni en í fyrra, t.d.
mun það ekki hafa hent fyrr, að
masmmmí
mjólk úr al'lri Fljótshlíðinni kæm
ist á einu bíl. PE
Nýjar raflínur
Hvolsvelli, 23. jan. — Dilkar voru
rýrari í haust en í fyrra og mun
aði einu til tveimur kílóum miðað
við meðal kroppþunga. — Verið
er að mæla fvrir nýrri raflínu
frá Hvolsvelii austur að Selja-
landi undir Eyjafjöllum. Raflín-
urnar til Vestmannaeyja og Selja
lands eiga að liggja samsíða frá
Hvolsvelli austur fyrir Affall, en
skiftast þar. Þegar Seljalandslln-
an kemst upp fá 12 býli í Vestur-
Eyjafjallahreppi Sogsrafmagn, en
á nokkrum þessum býlum eru
vaitnsaflstöðvar fyrir. Nú er verið
að aka hingað staurum í þessar
nýju línur, og vona Eyfellingar
fastlega að ekki dragist lengi línu
lögn verði svo fram haldig frá
Seljalandi og áfram austur. PE
Svífur yfir
Esjunni
„Svífur yfir Esjunni sólroðið
ský,“ segir I kvæði, sem oft er
sungið þar sem menn eru i kát-
um og glöðum hóp. Skýin, sem
svifa yfir Esjunni á þessari
mynd, eru þó ekki sólroðin,
enda fær sólin sjaldnast miklu
ráðið á þorranum. Önnur veður
og vájyndari en sólskin mega
sín þá meira, og þótt ekki sé
mikill snjór á jörðu ennþá, er
stundmn æði kuldalegt um að
litast. Hún er Iíka kuldaleg,
þessi mynd, og táknræn fyrir
þorraveðurstemmningu. Hún er
einmitt ennþá harðneskjulegri
fyrir það, að snjó sér ekki nema
í giljum og drö^um, því sam-
felld, mjallahvít snjóbreiða get
ur oft verið hlýlegri til að sjá
en harðfrosin jörð, skreytt
hvítum fannaborðum hér og
þar- — Ljósm.: Ólafur Sigur-
jónsson.