Tíminn - 02.02.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.02.1960, Blaðsíða 12
12 T í MI N N, þriðjudaginn 2. febrúar 1960. Ölympíuleikarnir burður hingað til í Róm verða mesti íþróttavið- Allir þeir mörgu, sem hafa ánægju af íþróttum, geta hlakkað til þessa árs, því hver íþróttaviðburðurinn öðrum meiri mun eiga sér stað, fyrst Vetrar-Ólympíuleikarnir í Squaw Valley í Bandaríkjun- um, og síðan sumarleikarnir í Róm á Ítalíu. Sumarleikarnir, þar sem hinir beztu munu etja kappi við þá beztu, verða háðir á timabilinu 25. ágúst fil 11. september. Við hér heima munum ef til vill tala um síðsumar eða haust í sam- bandi við þann árstíma, en á Hið opinbera tákn hinna 17. ólynv plsku lelka. Hln rómverska úlfynja með Romulus og Remus, 1960 er með rómverskum tölum og neðst eru ólympluhrlngirnir. ftalíu er það hlýjasti árstím- inn, og um hitann munu ís- tenzku þátttakendurnir áreið- anlega tala, þegar þeir koma heim aftur frá leikjunum. Þegar maður hugsar um Ólym- píuleikana af meiri áhuga en oft- ast áður, eru margar ástæður til þess. 1. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1952, sem Ólympiuleikar eru háðir í Evrópu- (Þeir voru síð- ast í Melbourne í Ástralíu 1956, og í það skipti komst íslend;ng- ur, Vilhjálmur Einarsson, í fyrsta skipti á verðlaunapallinn á Ólympiuleikum). 2. Það verða að minnsta kosti átta ár, þar til Ólympíuleikir verða aftur háðir í Evrópu. 1964 munu Japanir sjá um fram- kvæmd leikanna. Hvar þeir verða háðir 1968 er enn ekki ákveðið. Mestar líkur benda til þess að Moskva verði hlutskörp- ust, en Vín og margar banda- rískar borgir keppast um að hljóta hnossið. 3 Leikimir fara fram í Róm — borg borganna — bæði hvað snertir fegurð, menningu, sögu og loftslag- Ólympíuleikai eru stórkostleg íþróttahátíð — og svo þar að auki fara þeir fram í þessari dásamlegu borg. 4. ísland mun senda nokkra þátt- takendur á leikana, sennilega um tíu, og þótt þeir komi varla til með að flytja heim með sér gull-, silfur- eða bronz-verðlaun, munu þeir áreiðanlega veita hinum íslenzku 4horf.-i.dum, sem verða. rúmt hundrað, tals- verða ánægju. Ekki fara aílar íþróttagreinarnar fram í sjálfri Róm — róður verður háður . Adríahafi, og þar verður einnig siglingakeppnin háð- Knatt- spyrnuleikirnir verða háðir í flest um stærstu bongum Ítalíu — frá Feneyjum til Napoli, en úrslitaleik urinn verður hins vegar í Róm. Frjálsíþrottirnar — aðalgrein leikanna — verða auðvitað á hin- um mikla ólympiska l-ikvangi i Róm, þar sem 100 þúsund áhorf- endur geta verið. Þar verður einn ig opnunarh'átíð leikanna og loka- keppnin. Nærri aðalleikvanginum er Flaminio-völlurinn eða „Palaz- zetto della sport“ — lítil iþrótta- höll, þar sem lyftingar og körfu- knattleikur fara fram, hin nýja sundlaug einnig — byggð úi uvít- asta marmara. Öll þægindi verða þar og sem dæmi má nefna lyftu, sem mun flytja keppendur í dýf- ingum upp á 10 m. pallinn, svo þeir verða ekki þreyttir á því að klífa tröppurnar. Rétt hjá Ólyimpíuleikvanginum verður „Ólympíubærinn“, þar ,em þátttakendur munu eiga heima á meðan á leikunum stendur. Eftir leikana munu þúsundir ríkisstarfs- manna flytja þar inn. Róm væri ekki Róm ef ekki væri reynt að fylgja sögulegum at- burðum. Þannig mun langur kafli maraþonshlaupsins verða háður á Via Appia Antica, og einnig liggur það um Colosseum. Og þannig mætti lengi halda áfram að telja — frægir staðir og miklir íþrótta- atburðir munu sameinast í eitt um mánaðamótin ágúst—septem- ber á Ítalíu. Ólymplski leikvangurinn I Róm séður úr lofti. Myndin er tekin, þegar knattspyrnuleikur fór fram, og eru áhorfendasvæðin, sem rúma um 100 þúsund áhorfendur, nær þéttsetin. Á þessum velll verða frjálsiþróttirnar háðar á leikunum, og einnig úrslitaleikurinn I knattspyrnunni. Hin nýja, fallega sundlaug, sem er rétt hjá aðalleikvanginum. íslenzku skíðamennirnir sigursælir í keppni á móti í Bandaríkjunum Hér sjást nokkur hús I hinum nýbyggða Óiympfubæ, þar sem þátttak- endurnlr munu búa meðan á leikunum stendur. . Pétursdale Ranch Steamboat Springs, Colo. U.S.A. fslenzku skíðamennirnir, sem stunda æfingar í Bandaríkjunum, kepptu á 47. skíðamótinu, sem hald- ið er f Steamboat Springsj í Colorado, um síðustu! helgi, og stóðu sig með á-| gætum. Skarphéðinn (Haddi) sigr! aði með yfirburðum í sín-1 um flokki, stökk 168 — 174 og 178 fet og hlaut 213,5 stig. Shea. sem varð næst- ur, stökk 166 — 156 og 172 fet og hlaut 201,2 stig. Stokkið var af 60 m palli, þar sem 90 m pallurinn er ekki tilbúinn vegna snjó- leysis, en í honum var am- eríska metið sett, 316 fet, fyrir nokkrum árum. Haddi æfir nú hér í Steamboat og býr hjá okkur. Hér er Haddi talinn hafa mjög góð an stíl. Leifur og Jóhann komu frá Aspen og dvöldu hér í þrjá daga. Jóhann keppti fyrst í bruni og varð annar á 56,2 sek Fyrstur varð Sonberg á 54,6. Hann er í norska landsliðinu eft- ir því sem sagt er hér. Jó- hann keppti svo I sviai oa varð aftur annar á 37,6 sek. Fyrstur varð Sonberg á 37,4. Jóhann var í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum. Leifur gat ekki tekið þátt í mótinu vegna smátognun- ar á fæti. Hann er að ná sér aftur, og fer sennilega á skíði i dag. íslendingarnir voru hálf illa á síg komnir fyrst eftir að þeir komu hér vestur, bæði vegna erf- iðs ferðalags og þó sérstak- lega vegna hæðarinnar hér, en eru nú að venjast lofts- laginu. Þeir eru allir vel frískir og biðja að heilsa. Biarni Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.