Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, þriSjudaginn 9. febrúar 1960. 3 Reiðubúnir ao berjast Túnisborg, 8. febr. — Bourguiba Túnistforseti hélt útvarpsræðu í dag. Hame kvað landsmenn reiðu búna til að berjaisit til að fá yfir- ráð yfir flotahöfninni Biserta, en hamn vonaði að til þess þyrfti ekki að koma. Málið væri í þann veginn ag leysast. Bkki vék.hann að þeirri hótun sinni frá um dag- inm, að Frakkar yrðu að vera á brott fyrir daginn í dag. Sagði aðeins, að de Gaulle forseti ætti nú í mifclum erfiðlieikum og Túnis etjórn vildi ekki auka á þá. Tyler Thompson Tyler Tompson Hinn nýi ambassador Bandaríkj- anna hér, Tyler Thompson, og kona hans eru væntanleg hingað tii landsins n. k. þriðjudag (16. febrúar). Thompson var útnefndur sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi af Eisenhower forseta um miðjan janúar s.l. og nokkru síðar stað- festi utanrikisnefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings útnefninguna. S. 1. fimmtudag vann hinn nýi embassador síðan émbættisejö sinn í Washington. Tyler Thompson er fæddur í Elmira í New Yorkfylki hinn 21. sept. 1907. Hann lauk háskóla- námi við Princetonháskóla árið 1930 og ári síðar gekk hann í utam ríkisþjónustu Bandar. Síðam hefu hann stafað í utaníkisþjón- ustu lands síms víða um heim, einkum í Frakklandi eða frönsku mælandi löndum. Árið 1931 kvæntist Thompson Ruth Webb Hunt og eiga þau hjón tvö börn, Tyler Hunt og Margaret Webb. Vaxandi andstaða við efna- hagsmálafrumv. stjórnarinnar Þrír kjósendafunáir um helgi'na sýndu þetta ótvírætt Framsóknarmenn efndu til þriggja kjósendafunda um helgina, þar sem efnahagsmál- in voru til umræðu og sú al- hliða samdráttarstefna, sem birtist í efnahagstillögum nú- verandi ríkisstjórnar. Fund- irnir voru haldnir í Kópavogi, Akranesi og Selfossi. Einkenn- andi við þessa fundi var eink- um það, hve andstaðan var mikil og einróma við ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar, Framsögu á Kópavogsfundinum höfðu alþingismennirnir, Jón Skaftason, Björn Pálsson og Sig- urvin Einarsson. Eimnig tóku til máls Kristinn Finnbogason og Stef án Jónsson. Fundurinn var fjöl- mennur og fengu ræðumenn mjög góðar undirtektir. Deilt var hart á efnahagsráðstafanir ríkisstjóm- arinnar og var fundurinn einhuga andvígur samdráttarsteflnunni, einnig þeir, sem hafa verið stuðn- ingsmenn stjórnarflokkanna en sátu fundinn. Akranes Framsókarfélag Akraness gekkst fyrir almennum fundi um efna- hagsmálafrumvarp ríkisstjórnar- innar í Templarahúsinu á Akra- nesi sunnudaginn 7. febr. s. 1. Framsögumenn á fundinum voru alþingismennirir Ásgeir Bjarna- son og Halldór E. Sigurðsson. Auk þeirra tóku til máls Daníel Ágúst- ínusson, bæjarstjóri, Guðmundur Björnsson, kennari, Þórhallur Sæ- rrundsson, bæjarstjóri og Guð- mundur Þorsteinsson. bóndi á Kalasföðum. Fundurinn var vel sóttur og ræðum manma ágætlega tekið. Eindregin andstaða Framsóknarfélag Árnessýslu hélt almennan kjósendafund á Sel fossi s.l. sunnudag. Fundurinn var fjölsóttur. Frummælendur á fundinum voru alþingismennirnir Ágúst Þor- valdsson og Heigi Bergs og ræddu þeir um efnahagsmálin. Auk þeirra tóku til máls Páll Diðriks- son á Búrfeili, Sigurgrímur Jóns son í Holti og Stefán Jasonarson í Vorsabæ. Fundarstjóri var Þor- steinn Sigurðsson á Vatnsleysu. Á fundinum kom fram almenn andúð á efnahagstillögum ríkis- stjórnarinnar, og var eftirfarandi áiyktun samþykkt með samhljóða atkvæðum: Almennur kjósendafundur hald- inn á Selfossi sunnudaginn 7. febr. 1960, boðaður af Framsóknarfé- lagi Árnessýslu, lýsir eindreginni andstöðu sinni við efnahagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinnajr, sem hann telur horfa til minnkandi framleiðslu stöðvunar atvinnu- uppbyggingar, rýrnandi lífskjara og stofni vinnufriðnum í landinu í bráða hættu. Fundurinn skorar því á alla al- þingismenn að sameinasf um að fella frumvarpið Hins vegar er fundinum Ijóst, að úrræða er þörf, og skorar hann því á Alþingi að beita sér fyrir víðtæku samstarfi innan þtngs og utan um úrlausn efna- hagsmálanna, sem allar stéttir geti sætt sig við. Ofærð og vatnavextir Landamærabreytingar frá seinustu styrjöld vertíur atS viðurkenna, sagtSi Krustjoff, og Þýzkaland allt ætti að verða sósiálistaríki Hægt er að komast framhjá þessari torfæru með því að fara upp fyrir, sem kallað er ,og yfir Hvítá hjá Kljáfossi. Þá hafa lækir rofið veginn víða í Borgarfirði. Skemmdir í Dölum Alófært er nú um veginn við Reykjadalsá hjá Fellsenda. Þá er Skógarstrandarvegur við Miðá lok- aður og ófært er hjá Hörðudalsá. Fyrir utan þetta hafa víða orðið meiri og minni skemmdir á þessu svæði. LokaS í Langadal Blanda flæðir nú yfir Langadals- veg fyrir norðan Æsustaði og þar ‘er ófært vegna ísruðnings úr ánni. Ruðningurinn braut eina tíu síma- staura á þessum stað og má af því marka hver hamagangurinn hefur verið í Blöndu I þetta skipti, en nokkuð langt er frá ánni að símalínunni, þegar allt er með eðlilegum hætti. Illfærir vagir Hér í nágrenni Reykjavíkur urðu vegir hvergi ófærir að kalia sökum vatnsagans og hlýindanna. í gær var þó Mosfellssveitarvegur orðinn mjög illfær vegna bleytu. Á sunnudaginn var áætlunarbíll- inn klukkutíma að komast upp" að Hlégarði, sem venjulega er farið á 20 mín.. til hálftíma. Var hann bannaður fyrir alla umferð þunga- flutningabíla. Hellisheiðarvegur var einnig heldur slæmur, hafði runnið úr honum á nokkrum stöð- um, en hann var þó fær þeim, sem gættu sín og fóru varlega. Mesta flóð síðan 1948 Selfossi, 8. febrúar. Sunnanátt og rigning hefur ver- ið hér undanfarið. Vatnsflaumur er mikill í Ölfusá og hefur hækkað í ánni undanfarna 3 daga um 3 metra, mest þó í gær og dag. Eðli- leg hæð vatnsins er talin 90 cm. en er nú tæpir 4 metrar. í birtingu í morgun var vatnið komið upp á bakka norðan Tryggvaskála og náði upp í tvö höft á iandbrúnni. Flæðir yfir veginn við ána og vatn er komið í kjallara Tryggvas-kála. Þá hefur og ei-tthvað flætt inn í kjallara fl-eiri húsa við ána. Mun þetta mesta flóð í Ölfusá síðan 1948, en þá urðu hér miklar skemmdir á mannvirkjum, og var farið á bátum milli húsa. Kunnugir segja, að ef ekki væri nú alauð jörð og íslaus áin, þá hefði orðið hér stórtjón nú. Ekki er talin hætta á að áin vaxi mikið úr þessu •þar sem reynslan er sú, að vatnið vex einn sólarhrin-g eftir að rign- ing hættir, og nú er nokkuð farið að sjatna í Hvítá. Búizt er við að Ölfusá hafi að þessu sinni náð há- marki sínu á miðnætti í nótt. Ófært við Skillandsá Laugarvatni, 8. febr. Algjör samgönguteppa er við Skillandsá í Lau-gardal. Flæðir áin brúna, og var hann algjörlega ófær í gær og da-g. Ýmsar smærri brýr hafa o-g flotið burtu, t. d. hjá Gröf tók af brú, sem aidrei hefur ha-ggazt áður. í 30 ár hefur aldrei verið svo hátt í Lau-garvatn- inu s-em n-ú. Nemur hækkunin áreiðanlega yfir einum metra. Var þó -snjólaust með öllu og má nætri geta hvílíkt of-boðs flóð hefði orð- ið, er ein-hver teljandi snjór hefði verið á jörð. Menn muna ekki eftir jafn miki-lli ri-gningu og hér var í fyrradag og í gær. Þá hafa og orðið ýmsar minni háttar skemmdir. Nú er vatn aftur heldur að sjatna. B.B. Vatnsleysu, 8. febr. 2—3 metra djúpt vatn á veginum Uppfyllingin að vestanverðu við Brúarhlaðabrúna fór í nótt, og þar með er vegurinn lokaður. Flóðið var ekki mjög mikið í gærkvöldi, en fór hraðvaxandi í nótt. Þá kom og skarð í veginn við Stóru-Laxá. Ekki er enn vitað um skemmdir á veginum við Li-tlu-Laxá hjá Auðs holti, því þar er hann enn undir tveggja til þriggja metra djúpu vatni o-g Auðshoit einangrað. Veg- urinn að Gey.si mun og eitthvað hafa skemmzt, en er þó slarkandi. Flóð h-efur sjaldan gengið svo hátt sem nú. Þ.S. Fara fram hjá Barkarstöðum, 8. febr. Vegurinn hjá Merkiá og Ár- kvörn er ófær. Hjá Merkjá hefur tætzt sundur uppfylling við brúna. Fara bílar yfir ána framan við brúna, en hægt er að komast ann- an veg hjá Árkvörn en -þjóðveginn, svo að flutningar -hafa ekki teppzt. S.T. Njörfuðu vélina niður Akureyri — 8. febr. Hér var afta-karoik og illsfku- veður í gær og framan af degi í dag, en er nú heldur að lægja. Brunn-á, skammt utan við Akur- eyri, rann yfir veginn og tók hann alveg með sér, en hægt er að kom- ast þessa leið eftir öðrum vegum. Sem dæmi upp á rokið má geta þess, að flugvél, sem stóð hér á flu-gvellinum, var reyrð niður með ýmiss konar óvenjulegum lóðum, -svo sem jarðýtu, trukkbíl og 20 manna rútu. Auk þess var raðað sandpokum eins og tolldu á væn-gi hennar, en samt færðist hún til. Ekki urðu skemmdir á henni. Engir skaðar urðu teljandi inn- anbæjar hér, en eins og nærri má geta faúk allt, sem lauslegt var, svo sem ruslatunnur og annað slíkt. Ekki hreyfðusfc þó þök á húsum, svo heitið gæti. E.D. Vatn í húsum Dalvík — 8. febr. f -gær var hér 12—15 -stiga hiti með stormi og ri-gningu. Mikil 1-eys in-g varð og brauzt vatnsflaumur- inn nn í nokkur hús hér í þorp- inu og olli skemmdum. Var unnið í gær og alla nótt að dæla vatni úr húsunum. Nú er orðið kaldara og vatnið sjatnað nokkuð. Svarf- aðurdalsá flæðir yfir Akureyrar- veg, og hjá Hrísum er hann ekki fær nerna stórum bílum, végna vatns og jakaburðar. P.E. NTB—Moskvu, 8. febr. — Krustjoff hélt ræðu í Kreml í dag og ræddi Þýzkalandsmál- in. Var hann að vanda ómyrk- ur í máli og lét margt fjúka. Kom hann aftur og aftur að því atriði, að semja yrði frið- arsamninga við bæði þýzku ríkin. Fengjust vesturveldin ekki til þess myndu Sovét- ríkin semja sérfrið við A-Þjóð verja Ræðan var haldin í móttöku fyrir Gronchi forseta Ítalíu, sem þessa dagana er í opinberri heim- sókn í Moskvu. Við viljum gera friðarsamninga við bæði þýzku ríkin sagði Krust- joff. Adenauer líkar það ekki. Hver lætur sig það nokkru skipta. Eg tala um málið af fullu raun- sæi. Við höfum háð styrjöld. Þjóð verjar komust til Stalingrad og nærri til Moskvu. Svo komumst við til Beriínar, eftir að hafa misst millj. manna. Þjóðverjar skulu ekki láta sér til hugar koma að þeir geti nú ráðið emu né neinu. Það verður að viðurkenna níðurstöðu styrjaldarinnar og þá 60-70 lestir eftir viku tur Dalvík, 8. febr. — Togskipið Björgvin kom hingað í dag og landaði 60—70 lestum af fiski eftir rúmlega viku veiðiferð. — Aftaka veður á Dalvík — sjá frétt um veðurofsa. P.J um leið nauðsyn þess að gera frið arsamninga. Krustjoff kvað það nauðsyn- legt, að viðurkenna í formlegum friðarsamningum í eitt skipti fyrir öll, þær breytingar á landa mærum í Evrópu, sem orSTið hefðu í seinustu heimsstyrjöld. Þeirri niðurstöðu yrði ekki breytt, nema þá með styrjöld. Krustjoff sagði, að sumir létu sér detta bá fáránlegu vitleysu í hug, að A Þýzkaland yrði innlim- að í V-Þýzkaland. #Hann sagðist þá geta komið með gagntillögu um að V-Þýzkaland yrði hluti af A- Þýzkalandi. í rauninni væri það eina rökrétt, að allt Þýzkaland yrði eitt sósíalistaríki, ef litið væri á sigurgöngu hins sósialist- íska skpulags. Hins vegar væri ekki við þetta komandi af hálfu vesturveldanna og því væru Sovét ríkin fús að fara bil beggja. Dularfullur kafbátur NTB — Buenos Aires, 8. febr. Argentínskum herskipum hefur tekizt að króa óþekktan kafbát inni í Nuevo-flóa skammt sunnar við höfuðborgina. Tundurdufla- belti hefur verið lagt fyrir mynni flóans, herskip og flugvélar eru stöðugt á varðbergi. Er talið von- laust fyrir bátinn að sleppa. Hvað eftir annað hefur verið varpað djúpsprengjum til að neyða kaf- bátinrl upp á yfirborðið. Seinast I dag heyrðust drunur frá djúp sprengjum. Er talið víst að bátur :nn hafi laskt.zt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.