Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 2
2 T í MI N N, þriðjudaginn 9. febrúar 196«. Rithöfundi boðin dvöl á Vár Gárd nú í vor Rithöfundasambandi íslands hef ur borizt bréf frá sænsku sam- vinnufélögunum, þar sem þau bjóða íslenzkum rithöfundi til ókeypis dvalar á skólasetri sínu VSr GSrd í þrjár vikur, dagana 21. marz til 10. aprfl næstkomandi. Mörg undanfarin ár hafa rithöf- undafélögin íslenzku fengið sams konar boð, og hafa nokkrir íslenzk- ir rithöfundar dvalið um skeið á Vár Gárd- Stjórn Rithöfundasambands fs- lands biður þá rithöfunda, sem á- huga hafa á að taka þessu boði, að hafa tal af formanni sambandsins, Birni Th. Björnssyni, Reykjvík, eða ritaranum, Stefáni Júlíussyni, Hafnarfirði. Heimskringla gefur út: Efnahagsmál TaliS frá vinstri, John Hare, ráðherra, og formaður félags fiskkaup- manna i Grimsby. Nýlega er út komin bók eftir Harald Jóhannsson, hagfræð- ing, sem nefnist efnahagsmál. Eins og nafnið bendir til, er í henni fjallað um efnahagsmál þjóðarinnar, en Haraldur er bæði formaður stjórnar Útflutn- ingssjóðs og Hlutatryggingar- sjóðs bátaútvegsins. Haraldur Jóhannesson er fæddur í Reykjavik 1926, en ólst upp á Akranesi. Hann stundaði nám við menntaskólann hér, og lauk hagfræðiprófi við Háskól- ann í London 1956. Frá þvi að greinaflokkur hans, Línur frá Lundúnum, birtist í Þjóðviljan- um 1951—1952, hefur hann að staðaldri skrifað blaðagreinar um efnahags og stjórnmál, og er bók þessi, efnahagsmál, þriðja greinasafn hans. Hin fyrri eru Utan lands og innan, (1953) og Menn og málefni, (1957). Brezkir togaraeigendur herða áróðurinn í landhelgismálinu Stjórnmálafund- ur í Borgarnesi Framsóknarfélag Mýra- sýslo efnir til almenns stjórn málafundar í Stúkuhúsinu í Borgarnesi sunnudaginn 14. febr. kl. 2 e.h. Rætt verður um efnahagsmálatillögur rík isstjórnarinnar og verða framsögumenn alþingismenn irnir Halldór E. SigurSsson og Ásgeir Bjarnason. Fulltrúaráðs- fundur Fulltrúaráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 10. febrúar n.k. kl. 8,30 síðd. í Framsóknarhúsinu (efri sal- ur). Varamenn eru boðaðir. Framsóknar- konur Framsóknarkonur í Rvík. Munið fundinn sem hefst í kvöld klukkan 9 í Framsókn arhúsinu uppi. Frú Steinunn ingimundardóttir ráðunaut- ur Kvenfélagasambands ís- lands flytur erindi um holl- ar fæðutegundir og sýnir skuggamyndir. Aðalfundur í Kópavogi Framsóknarfélag Kópa- vogs heldur aðalfund í barna skólanum miðvikudaginn kl. 8,30. Venjuleg aðalfundar- störf. Ákveðið að John Hare, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra, verði formaður brezku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni í Gsrcf í marz Brezka ríkisstjórnin hefur nú ákveðið, að John Hare, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ijhálaráðherra, verði formaður brezku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni í Genf í marz næst komandi Þá hef- ur stjórnin boðið aðilum að brezkum sjávarútvegi að senda tvo fulltrúa á ráðstefn- una til ráðuneytis sendinefnd- inni. Emi hefur ekki verið gengið frá útnefni'ngu þeirra tveggja fuU- trúa, sem brezkum fiskiðnaði er boðið að senda á ráðstefnuna, en líkur eni taldar til að þeir verði sir Farndale Pillhips, formaður félags brezkra togaraeiganda og varaformaður þess, Joseph R. Ck>bley. 6+6-ý-ó Samkvæmt brezkum blöðum ætla Bretar að halda sig að bandarisku tillögunni, þeirri sem lögð var fram undir lok hafi'éttar ráðstefnunnar í Genf árið 1958, sem við kölium sex plús sex mínus sex tillöguna. En sú tillaga Bandaríkjamanna var þess efnis, að landhelgin Skyldi vera sex mílur og fiskveiðilögsagan aðrar sex mílur, með þeim óaðgengilega annmarka þó, að útlendingum yrði leyfð veiði að sex mílna landhelg- islínu. Leyfi þetta fengju þær þjóðir, sem hefðu ,,sögulegan rétt“ til slíkra frið- inda, vegna þess að þær hefðu situndað veiðar það lengi á þess um svæðum. Þetta myndi að sjálf- sögðu þýða það, að tólf milna fiskveiðiíandhelgi yrði ekki nema nafnið tómt. Áróðursherferð í fullum gangi Fishing News skýrir frá því að brezkir togaraeig reki nú áróður sinn af fullum krafti. Bjóða þeir tll sín ýmsum aðilum beggja meg in Atiantshafsins með það fyrir augum að afla málstað sínum fylg is áður en ráðstefnan hefst. Þá hefur áður verið skýrt frá þvi hér í Tímanum, að brezkir togaraeig- endur kaupa nú heilsíðu auglýs- ingar í ýmsum helztu stórblöðum í Evrópu, undir áróður sinn. Sam- kv. Fishing News verður nú enn hert á þessum áróðri. Sslenzk þögn Á sama tíma heyrist efckert héð an frá ÍSlandi á erlendum vett- vangi til a<5 vega upp á móti áróðri brezkra togaraeigenda. Síð- an núv. ríkisstjórn kom til valda, hefur ekkert verið aðhafzt í þá átt. Núna er þýðingarmesti tíminn runninnn upp fyrir okkur íslend inga i landhelgismlinu, og dugir ekki að sofa á verðinum fram að þeim tíma að ráðstefnan hefst. Tíminn er þegar orðinn naumur, og brezkir togaraeigendur ætla sýnilega ekki að láta sitt eftir Uggja, hvað áróðurinn snertir fi'am að þeim tíma að ráðstefnan hefst. „Musica Nova” Sjö ungir tónlistarmenn hafa stofnað samtök er þeir nefna Musica nova Ætla þeir að, halda 4 tónleika á ári og verða 2 þeirra helgaðir nú- tima tónlist eftir ung íslenzk tónskáld. Stofnendur samtafcanna eru eins og fyrr segir þeir Einar Sveinbjörnsson fiðluleikari, Fjöln ir Stefánsson, tónsfcáld, Gunnai' Egilsson, ldarenettleikari, Ingvar Jónasson, fiðluleifcari, Jón Norð- dal, tónskáld, Magnús Bl. Jóhanns son, tónskáld og Sigurður Markús son, fagottleifcari. Fyrstu tónleikarnir verða haldn ir í Þjóðleikhúskjallarunum ann að kvöld (miðvifcudag) kl. 8,30 e.h. og verður flutt tónlist eftir Beethopven, Hugo Wolf, Proko- fieff og Ibert. Næstu tónleikar vei'ða í marz n.k. og mun þá eingöngu verða flutt verk eftir íslenzk tónskáld, þá: Fjölni Stefánsson, Leif Þórar insson og Magnús Bl. Jóhannsson. Tónleikar Musica nova verða með öðru sniði en verig hefur hér á landi Verða þeir haldnir í Þjóð leikhúskjallaranum eins og fyn var sagt og geta menn í'engið sér veitingar á undan tónleikunum og í hléi. Þannig fyrirkomu'lag tónleika hefur notið miikilla vinsælda er- lends, en er óreynt hér á landi til þessa, en hlutaðeigendur vænta sér þess að svo muni einnig verða hér. Innihald Of langt mál yrði að rekja efnl bókarinnar hér að nokkru gagni, og verður því að nægja að segja frá aðalfyrirsögnum kafla í henni, en með því móti fæst nokkur hugmynd um innihaldið, sem er að vonum fróðlegt og at- hyglisvert: Fyrsti kafli fjallar um útflutninginn og þjóðarbúið, annar um tekjur, hinn þriðji um fjárfestinguna, fjórði um stefn- una í efnahagsmálum, og hinn fimmti og síðasti umríkið og efnahagsmálin. Bókin er 200 blaðsíður að stærð prentuð í prentsmiðju Jóns Helgasonar, en Heimskringla gefur bókina út. IVIarklausir útreikningar Við 1. umræðu um efnahags- máiafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar. nefndi Þórarinn Þórarins- son eitt dæmi þess, hvílík markleysa þeir útreikningar væru, sem gerðir eru af svo- kölluðum sérfræðingum rikis- stjórnarinnar. Þegar gengið var frá lög- gjöf um tekjuöflun Útflutnings sjóðs í fyrravetur, lágu fyrir yfirlýsingar frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um það, að mjög sæmilega væri séð fyrir tekjuöflun sjóðsins á árinu 1959. Þáv. forsætisráðherra lýsti svo yfir því bæði fyrir kosningarnar í júní og október, að afkoma og afkomuhorfur sjóðsins væru góðar á árinu, og hefur hann vafalaust gert það í samráði vif sérfræðinga sína. f greinargerðinni fyrir efna- hagsmálafrumvarpinu segir svo, að hallinn á rekstri Út- flutningssjóðs 1959 verði senni- lega 180 millj. kr. Þórarinn sagði, að þetta sýndi vel, að ekkert væri hægt að byggja á áætlunum og út- reikningum þeirra svokölluðu sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Á síðastl. vetri, vildi stjórnin komast hjá nýrri tekjuöflun fyr ir kosningarnar, og þá búa sér fræðingarnir til mjög óvarlega áætlun. Nú vildi stjórnin hins vegar leggja á sem mestar álögur, og þá rembast sérfræð- ingarnir við að reikna hallan sem mestan! Ingvar Jónsson og Einar Sveinbjörnsson koma fram á tónleikum Musica Nova, sem haldnir verSa næstkomandi miSvikudagskvöld kl. 20:30 í ÞjóS- lelkhúskjallaranum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.