Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 5
TfMINN, þrmjudaginn 9. febráar 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjój-) og ábm.. Þórarinn Þórarmsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300. 18 301 18 302. 18 303 18305 og 18 306 (skrifst ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf. W-----------—--------------------------------------> Arás á umbæturnar Kjördæmabyltingin s. 1. sumar var sannarlega ekki gerð að rasanda ráði. Þurfti það reyndar engum að koma á óvart svo glögglega sem á það var bent af Framsóknar- mönnum. Úr því að kjördæmatilræðið tókst, var þess að vænta, að skammt yrði að bíða næst.o áhlaups Efamál er þó, að margir hafi gert sér ljóst, að það mundi verða eins illvígt og ósk&nmfeilið og nú er komið á daginn. Á undanförnum áratugum hefur iöggjafarvaldið sett á laggirnar nokkra sjóði í því augnamiði að auðvelda efna- minni hluta þjóðarinnar að ráðast í vmsar framkvæmdir til umbóta á kjörum sínum. Má þar ti) nefna Raforkusjóð, Fiskveiðasjóð, Stofnlánadeild sjávarútvegsins Ræktunar- sjóð, Byggingarsjóði sveitanna, Byggmgarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna. Tilgangur þessara sjóða er að veita lán með eins hagstæðum kjörum og unnt er hverju sinni. Lánveitingar þessara s|óða hafa verið megin undirstaða allra þeirra margháttuðu umbóta sem orðið hafa á kjörum og aðstöðu alls almennings í landinu á und- anförnum áratugum bæði í sveit og við sjó. Með aðstoð þeirra hefur verið unnt að byggja upp í sveitunum, marg- falda ræktunina, ráðast í raforkufr amkvæmdir kaupa fiskiskip, byggja yfir efnaminna fólk á mölinni o. s. frv. Fyrir aðstoð þeirra hefur þjóðin með nokkrum hætti eign- ast nýtt land. En þótt ríkisvaldið hafi þannig á myndarlegan hátt komið til móts við framkvæmdaþörí og umbótaþrá al- mennings og svo hafi þokast í áttins á undanförnum 30 árum, að kraftaverki er líkast, er þó óhemju mikið ógert enda hlýtur svo jafnan að vera með vaxandi þjóð. að þeg- ar eitt verkefni er að baki bíða önnur úrlausnar. Peningavaldið í landinu, kjarni íhaJdsins. hefui alla tíð haft horn í síðu þessara umbóta. Lengi framan af barðist það opinskárri baráttu gegn þeim. En þegar því að lokum varð ljóst, að ekki reyndist unnt að rísa gegn þróuriinni, dró það inn klærnar og lézt því jafnvei fylgjandi sem það hataðist við í hjarta sínu. En þessi söfnuður gleymir aldrei ósigrum og hyggur jafnan á hefndir Og þegar hann náði samstarfi við foringjalið Alþýðuflokksins þetta eyðimerk- urlið, sem búið er að glata hugsjónum sínum gleyma upp- hafi sínu, þá rættist gamall draumur um að vinna aftur töpuð lönd. Fyrsti þáttur herferðarinnar var kjördæma- byltingin. Annar þátturinn er það efnahagsbyltingarfrum- varp, sem nú liggur fyrir þinginu. Með því á raunveru- lega að taka fjárráðin af bændum. verkamönnum og öll- um þeim, sem ekki eru í náðinni hjá þeirri óhugnanlegu auðjöfraklíku, sem nú hefur brotizt til valda í landinu. Með einni lagagrein, sem laumað er mn i þetta langa frv. á að varpa til jarðar mörgum lagabálkum sem byggðir hafa verið upp af framsýni og fyrirhyggju með áratuga starfi á Alþingi. Ríkisstjórnin heimtar í sínar hendur vald til þess að ákveða sjálf vexti og lánstíma umræddra sjóða. Engum dylst sá þjóðhættulegi tilgangur, sem þarna býr á bak við. Með einni laga- grein á að taka fyrir möguleika alls almenn- ings til þess að geta haldið áfram að nema þetta land. Purrkunarlausir peningamenn eiga að fá aðstöðu til þess að koma í veg fyrir. að bændur geti haldið áfram að rækta landið og byggja, að efnalítið fólk við sjóinn geti komið sér upp þaki yfir höfuðið að þjóðin tái naldið áfram þvi umbótastarfi, sem hún hefur unnið ' 30 ár við að bæta lífskjör sín og aðstöðu. gera landið betra og byggilegra fyrir sjálfa sig og framtíðina. Sjálfsagt tekst ríkisstjórninni að mýla svo þingmfenn sína, að málum verði þann veg til lykta ráðið á þingi nú sem henni líkar. En þess ber að minnast að úrslita hríðin er eftir. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ >/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ ERLENT YFIRLIT Humphrey gegn Kennedy Einvígi þeirra vi'S prófkjöri'ð í Wisconsin vekur vaxandi athygli ÞÓTT forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fari ekki fram fyrr en eftir nær 9 mánuði. bein- ist athygli manna meira og meira að þeim og þeim undirbúningi, sem á sér orðið stað i sambandi við þær. Það ýtir undir þetta, að innan skamms tíma hefjast prófkjör um forsetaefnin í hinum ýmsu ríkjum, en þessi prófkjör fara fram í sambandi við val fulltrúa á þing flokkanna, er ákveða endanlega hvert forseta- efnið verður. í mörgum ríkjum eru fuiltrúarnir skuldbundnir til að fylgja niðurstöðu prófkjörsins, en í öðrum ekki. í allmörgum rikjum fara engin prófkjör fram og þar eru það flokksvélarnar, er ráða mestu um, hvaða forseta- efni fær stuðning fulltrúanna úr viðkomandi ríki. Kennedy — vinni hann í Wisconsin, hafa sigur hoifur hans stórbatnað. Að þessu sinni beinist sáralítil athygli að prófkjörum hjá repu- blikönum. Þar er það svo ráðið, hvert forsetaefnið verður. Eins og nú horfir, bendir allt til þess, að Nixon varaforseti verði kjör- inn forsetaefni republikana, án nokkurrar mótkeppni. HJÁ DEMOKRÖTUM gildir þetta hins vegar öðru máli. Þar er enn allt óvíst um, hvert for- setaefnið verður. Margir menn koma þar til greina og sækjast eftir þvi að vera tilnefndir Þó hafá enn ekki nema tveir þeirra lýst opinberlega yfir þvi, að þeir gefi kost á sér. Það eru þek Kennedy öldungadeildarmaður og Humphrey öldungadeildarmað ur. Hins vegar er vitanlegt, að tveir aðrir öidungadeildarmenn. Johnson og Symington, eru fúsir til framboðs og að unnið er kapp samlega fyrir þá bak við tjöldin. Einnig er víst, að Stevenson, er tvívegis hefur verið i framboði fyrir demokrata, muni vera fáan- legur til þess að vera í framboði, ef samkomulag yrði um það. Hann má hins vegar ekki iáta neitt á þessu bera, enda mun tækifæri hans koma þá fyrst, ef vonlaust reynist að ná samkomu- lagi um einhvern hinna. Steven- son lætur því nú, eins og hann sækist ekkert eftir því að verða í framboði, og til áréttingar því fer hann innan skamms i tveggja mánaða ferðalag til Suður- Ameríku Seinustu vikumar hef- ur virzt svo, að áhugi færi minnkandi fyrir þvi, að Steven- son verði aftur í framboði. enda þótt allir viðurkenni kosti hans. Það hefur sjaldan reynzt sigur- vænlegt í Bandaríkiunum að bjóða fram tvífallinn frambjóð- anda. EINS og málin standa opinber- lega hjá demokrötum f dag, stendur aðalbaráttan nú milli þeirra Kennedys og Humphreys. Baráttan fer nú harðnandi milli þeirra. og mun hún ná hámarki 5. apríi næst komandi, er þeir leiða saman hesta sína við próf- kjörið í Wisconsin. Úrslit þess geta vel dæmt annan hvorn þeirra endanlega úr leik. Að ýmsu leýti er hér um ójafnan leik að ræða Kennedy nýtur i upphafi stuðnings miklu fleiri ríkja en Humphrey eða allra ríkja Nýja Englands, því að hann er upprunninn þar og öldungadeildarmaður eins þeirra. Auk þess hefur Kennedy ótak- markað fé til að heyja baráttu sína. þvi að hann hefur til ríkra að telja. Þá nýtur hann öflugs stuðnings trúbræðra sinna, en hann er katólskur. Humphrey nýtur hins vegar í upphafi ekki nema stuðnings heimaríkis sins, Minnesota, sem er fremur lítið ríki. Fjárráð hans eru mjög af skornum skammti. Styrkur hans er mest fólginn ) þvi að njóta tlitrúar irjálslyndra demokrata og hefur haldið skel- egglega á málum bænda og verka manna. Hann treystir þvi á stuðning úr þeirri átt. TIL AÐ BYRJA með var litið svo á, að Humphrey ætti góðar sigurvonir í Wisconsin Wiscon- sin er næsta ríki við Minnesota og Humphrey er þar allvel þekkt ur meðal verkamanna og bænda Stuðningsmenn Kennedys hafa hins vegar lagt meginkapp á að afla honum fylgis i Wisconsin. þvi að það hefur jafnan þótt mikill styrkur fyrir forsetaefm að vinna sigur þar. Prófkjörið þar er fyrsta stóra prófkjörið, sem fer fram í sambandi við for- / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '( '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ( '/ '/ / / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ '/ ‘/ '/ / r '/ '/ '/ '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ( Humphrey . — bíður hann endanlegt skipbrot við prófkjörið í Wisconsin? setakosningarnar og mikið er því tekið eftir úrslitunum þar Áróð- ur fylgismanna Kennedys i Wis- consin hefur nú borið þann árangur, að skoðanakannanirnar benda til þess, að hann sé líkleg- ur til að sigra Humphrey. Humphrey er þó síður en svo af baki dottinn. heidur herðir nú mjög baráttuna Hann hefur sýnt áður, að hann er mikill baráttu- maður og gengui vel að afla sér fyigis, en það hefur Kennedy lika sýnt Blaðamenn sem fylgzt hafa með málum i Wisconsin undanfarið telja þvi úrslitin enn mjög tvísýn i þessari glimu þeirra Humphreys og Kennedys. Meðál fylgismanna Humphreys er það nokkuð óttazt. að þar sem lítill eða enginn áhugi er fyr- ir prófkjörinu hjá republikönum, að margir þeirra muni taka þátt í prófkjörinu hjá demokröt- um og styðja Kennedy Svipað gerðist í Minnesota fyrir sein- ustu forsetakosningar, Steven- so. beið ósigur fyrir Kefauver við prófkjörið. Vegna þess, að Eisenhower var þá öruggur um sigur í prófkjörinu hjá repu- blikönum, tóku margk- þeirra það ráð að láta skrá sig sem demokrata og ná sér þannig niðri á Stevenson. Ef Rumphrey tapar i Wiscon- sin, mun það nokkurn veginn jafngilda því, að hann sé endan- lega úr leik Slíkt hið sama verð- ur ekki sagt um Kennedy, en ósigur í Wisconsin myndi þó mjög spilla fyrir honum. Sigur hans þar myndi aftu.r á móti mjög bæta aðstöðu hans. Þ. Þ. Kjarnorkuver í GrænSandi Bandaríkiaher ætlar að gera tilraunir með minniháttai orku ver knúið kjarnorku ■ Thule i Grænlandi og hefur hlotið sam- þykki dönsku stjórnarinnar. — Heppnist oessar tilraunir munu slík kjarnorkuver reisi á fleiri stöðum I Grænlandi og er áætl að að mvnda béttriðið net slíkra stöðva un. allt tandið og er ætl unin að oannig fái iandið orku sina i fraintfðinni. Flutnmgur á kolum og olíu til Grænlands er svo gífurlegur að hugsanlegt er að mun ódýrara verði að resia kjarnorkuvei í smá um stíl. Það verður t.d naúðsyn ægt að afla nægilegrar orku vegna væmanlegs námureksturs í ■’orður-Grænlandi Þessar aflstöðvar sem um ræðir. eru tiltöluiega utlar 1500 kvv Sú fyrsta verður því ekki nægilega óflug til að nota við námurekst- urinn. heldur verður notuð i sam- bandi við vísmdalega bækistöð Bandaríkjanna á meginísnum und- ar ströndum landsins. — Hins vegar búast menn við að læra mikið ai reynslunni af rekstr' bes^ara ’tlu stöðva og sú reynsla ge'ui konið i góðar þarfir Þegar færðar verða út kvíarnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.