Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, þriðjudaginn 9. febrúar 1969. þessu. Fór nú einhver óljós grunur um heiðarleik konu hans að gera vart við sig, en hann bægði þeirri hugsun írá sér fyrst um sinn, því að liann vildi vera óvilhallur og óháður dómari 1 þessu vand- ræðamáli. — Já, mér hefur alltaf fundist að ég ætti að færa þetta í tal við þig, sagði hann, og ásetti sér nú að dylja Rósamundu einskis. — Ég ætlaði mér að fá þér bréfið aftur daginn sem ég fann það, og las það ósjálfrátt, en Char- lotta réði mér frá því. — Hvenær sagðirðu að þetta hefði verið? spurði Rósamunda og vissi hvorki fram né aftur. — Daginn sem við fórum til Moreworth-klaustursins, svaraði Tom og leit undan, til þess að hún skyldi ekki sjá, hve mikið þetta fékk á hann. — Og hverjum var þetta bréf skrifað? spurði Rósa- munda, og mundi nú að hún hafði fengið uppsagnarbréf Tom’s daginn eftir að þau fóru til klaustursins. Henni fór að skiljast það, að hór var ekki allt með feldu, þó að hún vildi ekki samstundis kveða upp úr með það, að hún hefði verið beitt svikráðum. — Bréfið var frá þér til Marteins Dungal, sagði Tom og horfði beint framan í hana, en svipur hennar lýsti ekki öðru en einlægri gremju yfir þessum flækjum. — í>að bréf hef ég aldrei skrifað, Tom, sagði hún: Tom sá nú að hann hafði misst unnustu sína fyrir svik og fláræði annara, og féll honum það þyngra en orð fá lýst. Eftir nokkra stund sagði hann: — Skrifaðirðu honum þá ekki að þú neyddist til að eiga mig vegna peningavandræða föður þíns? Að þú aumkaðist yfir mig og vonaðir, að ég fengi aldrei neinn pata af þessu? Rósamunda hefði ef til vill svarað honum ónotum, ef hún hefði ekki séð, hvað hann tók þetta nærri sér. — Þú hefur verið beittur brögðum, Tom, sagði hún. — Það er að vísu satt að faðir minn var í slæmum kröggum um tíma, en daginn áður en við fórum til klaustursins kom Marteinn sjálfur og tók að sér skuldir þær, sem hvíldu á búgarðinum, og lánaði auk þess föður mínum fé til ýmsra endurbóta á jörðinni, enda hafa forfeður mínir og Mar- teins jafnan verið aldavinir og látið eitt yfir báða ganga. Tom sneri sér undan og stundi, því að honum varð nú ekki aðeins ljóst að Rósa- munda var al-saklaus, heldur einnig að kona hans hafði beitt undirferli og yfirdreps- skap, og lagt svo mikið kapp á að ná í sig, að hún hafði gleymt öllu velsæmi, ekki þó vegna hans sjálfs, heldur að eins til þess að klófesta auð- æfi hans. Hann reyndi þó af fremsta megni að bæla niður tilfinningar sínar í návist Rósamundu. — Ég hef gert þér hræði- lega rangt til, Rósamunda, sagði hann, — og ég er hrædd ur um, að þú getir aldrei ráðgast við og láta leiðbeina mér. Meðan á þesum heilabrot- 31 um stóð, bárust mér peninga- kröggur föður mins til eyrna, og að við yrðum að hrekjast burt af búgarðinum, ef engin bjargráð fyndust. Þetta varð til þess að ýta undir mig að heita þér eiginorði, eins og þú getur ef til vill farið nærri um, og gaf ég þér svo jáyrði mitt. Skömmu siðar var mér sagt, að Marteinn hefði hlaup verða heyrnarvottur að fár- yrðum þeim, sem Tom hrutu nú til konu sinnar. — Ég veit ekki hvort held- ur á að kalla þig kvenmann eða kvendjöful, hrópaði hann yfirkominn af þeirri hugraun, að hafa misst stúlku þá sem hann unni hugástum, fyrir svik og undirferli kvénsniftar þeirrar, sem nú var orðin eig- inkona hans. — Með lygum og lævísi tókst þér að véla unn- usta annarrar stúlku, til þess að geta náð honum á þitt vald. Og vegna hvers? — mér er spurn. Ja, drottinn minn dýri! Og samt er fólk að öf- unda okkur af ríkidæminu! F ramhaldssagan • e O] U1 Charles Garvice: LL ÉL BIRTIR PP UM SÍÐIR fyrirgefið mér þetta. ið undir bagga með föður Hann hló kuldahlátur og Hún lét sem hún heyrði ekki þessi æðruorð hans og sagði: — Heyrðu nú, Tom! Ég þarf líka að segja þér nokkuð. Þeg- ar þú baðst mig fyrst að eiga þig, þá hélt ég að ég — elsk- aði Jþig, vegna þess, að mér var mjög vel við þig. Fyrir- gefðu mér að ég er að rifja þetta upp aftur, en ég verð líka að gera þér þessa játn- ingu. Honum sárnaði þetta, ekki vegna þess að hún fór að minnast á liðna tímann, held ur vegna þess að hann hélt að hún ætlaði að fara að segja sér, að hún hefði líka ætlað að eignast hann til fjár. Ekki greip hann þó fram í fyrir henni, og hélt hún á- fram á þessa leið: — Mig langaði til að ganga úr skugga um, hvort tilfinn- ing sú, sem ég bar í brjósti til þín, væri sannarleg ást eða aðeins innileg vinátta, en ég gat ekki greint það sundur, enda hafði ég enga reynslu fyrir mér í þesshátt- ar málefnum, þekkti mig ekki sjálfa til hlítar, og átti auk þess enga móðurina til að minum, en ekki fannst mér það nein ástæða til þess að bregða heitorði mínu, sem ég hafði gefið þér í góðri mein- ingu. En þú mátt trúa mér til þess, Tom, að þá fyrst þegar þú sagðir mér upp, af því að þú hélzt að ég elskaði Martein Dungal — þá fyrst varð mér það fyllilega ljóst, að ég unni manni þeim sem ég ætla nú að ganga að eiga. Þar á undan var ég mér þess ekki meðvit- andi. Hún horfði beint í augu honum, og hann sá nú og skildi, hve hreinhjörtuð hún var, og laus við allar fjár- glæfra-hugsanir. Tók hann þá blíðlega í hönd hennar og þrýsti á hana vináttu- og virðingar-kossi, sem ekki átti skylt við neina ástríðu. En annað virtist kvenmanni einum, sem hafði læðst þarna að þeim óvörum, og hló nú háðslega að þeim, sem hún hafði svikið bæði í tryggðum. Maður hennar snerist þegar við henni, náfölur af reiði og gremju, sem vaknað hafði með honum gagnvart henni. Rósamunda gekk hljóðlega frá þeim og heimleiðis, þvi að hana langaði sízt til þess að Charlotta starði á hann þegj andi og forviða. Henni hafði aldrei komið til hugar að hann gæti orðið svona æstur. Loksins tók hún þó til máls og voru orð hennar nöpur og nístandi. — Hvað sem öðru líður, sagði hún, — þá náðir þú aldrei ástum Rósamundu. Hún unni Marteini Dungal frá því fyrsta, en þér aldrei. Orð hennar virtust sefa hann, og var það gagnstætt því sem hún ætlaðist til. — Ég ætla mér ekki að fara að þrátta við þig um ungfrú Rósamundu eða tilfinningar hennar, sagði hann. — Leiðir okkar skilja nú þegar í dag, Charlotta, og upp frá þessu verður þú ekki eiginkona mín að öðru en nafninu. Ég mun sjá þér fyrir lífeyri, og getur þú svo farið hvert á land sem þú vilt, og verið hvar sem þér bezt líkar, en aldrei framar skalt þú verða mér við hlið. — Það líkar mér vel, svar- aði hún 1 bræði sinni, þegar hún sá að hún ætlaði að missa kj arnans, en halda eftir hýðinu, því að hvers virði voru henni peningarnir, ef hún átti ekki að verða annað en útskúfuð eiginkona, Öllum til aðhláturs og fyrirlitning- ar? — Það líkar mér vel, hrópaði hún aftur. — Sama er mér hvað um mig verður, því að ég hef aldrei elskað þig heldur hvort sem er. Honum varð litið i hin dökku, tindrandi augu henn- ar, en hann mælti ekki orð frá munni. Eftir nokkra stund sagði hann þó loksins, svo lágt að hún gat naumlega greint orðin: — Guði sé lof fyrir þaðl Það var allt og sumt. f sömu svifunum snerist hann á hæli og gekk frá henni. Charlotta stóð i sömu spor- um nokkra stund og horfði á eftir manni sínum bæði hrygg og reið. Þá flaug henni skyndi lega í hug, hvernig hún gæti náð sér enn þá betur niðri á honum — og Rósamundu um leið. Hún bjóst samstundis til að koma hugsun sinni í fram- kvæmd. Hún gekk nokkra faðma eftir götunni I sömu stefnu sem maður hennar, kom að hliði einu, sem hún opnaði, og lá þaðan stígur gegnum skóginn beina leið til gamla herragarðsins. Hún vissi að Rósamunda hafði ekki farið þessa leið, þegar hún gekk frá þeim, og hún vissi líka að Tom mundi tæplega hafa íarið sjálfur að heimsækja Martein Dungal. Hitt var annað mál, hvort hún mundi hitta Mar- tein heima, og hvort hann mundi þá veita henni viðtal, ef svo væri. Aðgerðinni á gamla herra- garðinum var nú lokið, verka- mennirnir farnir burt og allt komið í röð og reglu. Þjónn nokkur opnaði fyrir henni, og leit hún bæði öfundar- og undrunar-augum á allt skrautið og skartið, sem blasti við henni þegar hún kom inn úr dyrunum. Þjónninn sagði henni að Marteinn væri heima, og fylgdi henni inn í skrifstofu hans þar sem hann sat við bréfaskriftir. — Ég vona að ég ónáði yður ekki, sagði hún, og leit á hann ......íparið yður Waup & .roilli margra verzlana:1- OÓRUtföL ÁÓUUH tíítUH! Auaturstiseti EIRiKUR víðförli Töfra- sverðið 56 IOONDÍW SJOOK3 : — Það er mín sök, að Tsacha náði í sverðið, segir Erwin. — þess vegna vil ég taka hina hættulegu ferð á hendur og hjálpa til við að ná töfra- sverðinu aftur. — Vertu ekki með neinar sjálfs- ásakanir, segir Eiríkur, vingjarn lega Tsacha hefði £ öllum til'feUum fundið sverðið. En það kemur ekki til mála að þú verðrr með í ferðinni. Hún er of hættuleg og þar að auki crt þú aðeins drengur. Þegar Erwin er orðinn einn, star- ir hann hugsandi út i loftið. Hvers vegna má ég ekki koma með? Ég er góð skytta og ég er þolinn .... ég vll fara í þessa hættulegu ferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.