Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1960, Blaðsíða 9
«tKINN, þriðjudaginn 9. febrúar 1960. 9 Tannskekkja Þessi mynd, sem er frá veaurathugunarstöðlnnl Fanraaken upp f fjöllum í Skjolden í Noregi. Sést þar hvers vegna NorSmönnum þykir þyrllvængjur ómissandi hjálpartæki vlS margháttuð störf. Norðmenn hafa ekki mikla reynslu af notkun þeirra í slfkri neyð, en brezki flotinn hefur veitt mikil- væga hjálp í slíkum neyðartilfell- um og sýnt að hægt er að vinna hin ótrúlegustu hjálparverk á þann hátt. Þannig hefur verið bjargað áhöfnum sökkvandi skipa í rúm- sjó. Drukknandi mönnum ósjálf- fcjarga og í yfirliði hefur verið bjargað af vöskum björgunar- mönnum, er stigið hafa niður úr þyrilvængju. Vafalaust yrði þyrilvængja til margra hluta nytsamleg hér á landi og liklegt, að þegar fengin væri reynsla af hjálp hennar og þægindum liði ekki á löngu þar til ein slík gæti ekki annað öllum þeim verkefnum, sem til falla við sérstæð verkefni og til hjálpar við margvíslegar framkvæmdir, svo sð ekki sé talað um sjúkraflug og björgun. Mynd þessi er frá Bretlandl og sýnlr hvernig þyrilvængjur eru notaðar við björgun úr sjávarháska. Hér skal aðeins drepið á nokkrar helztu orsakir tann- skekkju, en hún á sem kunnugt er mjög mikinn þátt í auknum tannskemmdum, aflögun á kjálkum og miður æskilegum útlitsbreytingum á andliti. í heilbrigðum munni eru all- ar tennur til staðar og þær mynda óslitinn og reglulegan boga. Tennurnar veita hver annarri stuðning, liggja þétt saman og síður er hætta á að matarleifar festist milli þeirra og vaidi skemmdum og tann- holdssjúkdómum. En ekki eru allir svo gæfusamir að hafa þessa æskilegu tannstöðu. Stærð tanna er mjög mismun andi og fer að miklu leyti eftir öðru útliti einstakl. Sama er að segja um stærð kjálka að öðru jöfnu. Frá þessu verða þó allmikil frávik og algengt er að stærð tanna og kjálka sé ekki í samræmi innbyrðis. Get- ur einstaklingurinn þannig haft að upplagi stórar tennur og smágerða kjálka, svo að tennur rúmist þar ekki, svo sem æskilegast er en verði í þess stað skakkar og óregluleg- ar. Sjúkdómar, sem koma í veg fyrir eðlilega beinmyndun eða truflun á kirtlastarfsemi líkam- ans i sambandi við beinmyndun geta einnig átt þátt í því að hindra eðlilegan vöxt kjálk- anna, og af bví getur aftur leilt að tennur hafi ekki pláss til að standa réttar. Flestir munu kannast við munnsvip barna, sem stöðugt sjúga fingur eða snuð. Efri gómurinn verður þröngur og miðframtennur í efri góm frat^ standandi. Svipaða aflögun gét' ur munnöndun haft í för með sér, en hún orsakast oftast af þrengslum í nefi eða koki: eitl- ar eða langvarandi kvef. Báðar þessar orsakir má í mörgum tilfellum fjarlægja. Barnatennur eru oftast rétt- ar í kjálkunum. En þær eru ekki síður næmar fyrir skemmd um en hinar seinni. Þar við bætist að alltof fáir foreldrar sinna því sem skyldi, að láta tannlækni fylgjast með þeim frá 2—3 ára aldri reglulega og gera við þær sem skemmast. Það er því algeng sjón, sem mætir tannlækninum, þegar barnið kemur til hans í fyrsta sinn, að margar tennur eru skemmdar og sumar svo að þeim verður ekki bjargað. Tapist barnatönn, hafa þær, sem standa beggja vegna við skarðið tilhneigingu til þess að færast í skarðið og skekkj- ast. Við eðlileg tannskipti vaxa fullorðinstennur upp á rætur barnatannanna, sem eyðast eft- ir því sem fullorðinstönnin lyft 'st upp í kjálkanum, þar til róf barnatannarinnar er að mestu eydd, tönnin losnar og fellur, en fullorðinstönnin skýtur upp krónunni í hennar stað. Hafi nú barnatönn tapazt of semma eins og áður var á minnzt, vex fullorðinstönnin fyrr upp en henni er e'ginlegt ef engin mótstaða er. Hafi barnatennurn ar aftur á móti skekkzt, getur svo farið, að fullorðinstönnin eyði aðeins utan úr rót barna- tannarinnar. Hún fellur þá ekki þegar hin vex upp, en skekkir hana og liggur oftast lengi skemmd að fullorðinstönninni, sem þá skemmist líka. Um sex ára aldur koma fyrstu fullorðinsjaxlarnir upp, einn í hverjum fjórðungi munnsins, næst fyrir aftan öftustu barnatennurnar. Þessir jaxlar vaxa upp þar til hinir tveir í neðri góm mæta þeim efri. Þeir hafa stórar rætur og eru sterkustu tennur munnsins, enda er þeim ætlað það hlut- verk að viðhalda réttri bithæð og afstöðu milli efri og neðri kjálka meðan tannskiptin fara fram. Þessir jaxlar, eins og aðrar tennur fyrir aftan augn- tönn, hafa tilhneigingu til þess ,að hreyfast framávið í kjálkan- um þar til þeir mæta mótstöðu, en það er til þess að tannröðin ,--0i verða þétt. Hafi nú barna- jaxl tapast of snv....iia, svo að skarð verður, sem ekki fyllist í bráð af fullorðinstönn, færist þessi jaxl því fram á við og skekkist. Þegar aðrar fullorð- instennur koma siðan upp fyrir framan þennan jaxl, er ekki lengur pláss fyrir þær réttar, s\ - að þær skekkjast líka. Sé skemmd aftan í aftari barnajaxli, sem sex ára jaxlinn leggst upp að, skemmist hann einnig. Þar við bætist svo áð v er lítt hugsað um tennúr barna á þessum aldri og þess- um jaxli er hæt,ara við skemmd ur.i en öðrum tönnum. Ef hann (Framhald á 15. síðu). / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ 'f linga taugaskurðdeildanna, sýnir, að fjöldi þeirra, sem leggj a varð inn í tvær spít- aladeildir í Kaupmanna- höfn, hafði næstum tvöfald- azt. Jafnframt hefur ökuslys- um fjölgað hlutallslega úr 49 1 67% og heilamar, sem er hættulegast, orsakast langoftast (%) þar. Af hverj um fjórum slösuðum voru 3 karlar á móti 1 konu. Vélknúin ökutœki orsök- uðu 76% allra slysa á þeim, Heilabjúgur, heilahrist. Heilamar . Heilarifnun Blæðingar Alls Hauskúpubrot sem lögðust í taugaskurð- delldirnar, og voru það verstu slysin. Heilamar og sköddun á heilavefjum voru helztu dán arorsakirnar. Heilameiðsli má greina 1 fjóra flokka eftir eðli þeirra þ.e. heilahristing og bjúg í heila, heilamar, heilarifnun og blæðingar. Eftirfarandi tölur sýna hlut föll flokkanna hjá alls 472 manns. Þessar tölur sýna það, að í fyrsta flokknum eru til- tölulega meinlaus slys, en þótt í þriðja flokki séu all- alvarieg slys, má þó oft bjarga lífi sjúklinganna með aðgerðum, ef þeir fá rétta læknishjálp í tæka tíð. í öðrum flokknum, þ.e. heilamar, eru alvarlegustu slysin, þar sem helmingur sjúklinganna deyr þegar á fyrsta degi, eftir að slysið varð; margir eru deyjandi, þegar við komu í spítalann. Þrátt fyrir þetta hefur þó tekizt að lækka dánarhlut fall þeirra um 20%, þ.e úr 59% niður í 39%, og kemur bar margt til greina, m.a. það, að meðvitundarlausir sjúklingar fá öndunarpípu. sem lögð er í efra barkaop, og ef meðvitundarleysið stendur lengi er lögðíí inn Fjöldi sjúklinga Dánir Dánarhlutfallst. 55 1 2% 261 103(52 á l.d.) 39%! 89 30(14 á l.d.) 34% j 67 12 18% 472 146 30% 32 öndunarpipa gegnum barka skurð. Mörgum hefur verið bjarg að með því að lækka líkams- hitann, með lyfjum eða öðr- um kælingaraðferðum. Margir þessara manna verða meiri eða mihni ör- yrkjar eftir slysin og þurfa sérstakrar ui#.önnunar lengi á eftir. Sérstaka áherzlu leggja tauga- og heilaskurðlækn- arnir á það, að maður, sem hlotið hefur svo mikinn hei'laáverka, að hann verði meðvitundarlaus, sé fluttur varlega af slysstaðnum til spitalans. Verður að gæta þess vel. að losað sé um hálsmál, ti’ bess að fötin þrýsti ekki á hálsæðarnar, svo að sjúk- 'ingurinn geti andað óhúidr að. Svona sjúkling á ekki að flytja liggjandi á bakinu, eftirlitslausan. Heppilegt er talið, að með vitundarlausir sjúklingar séu látnir hvíla á hægri hlið, með útréttan hægri fót, en vinstri fót lítið eitt krepptan. Talið er mjög æskilegt, að i sjúkravagn- inum sé sogdæla, sem hægt er að setja í samband við bifvélina og tengja við hana (dæluna) stutta, beygða gúmmíslöngu, sem látin er liggja í neðra munnvik sjúk lingsins. í Danmörku hefur hjálmur, sem ökumenn bif- hjóla nota til hlífðar höfði, komið að góðum notum og stundum afstýrt banaslys- um. Læknarnir leggja þó höf- uðáherzlu á það, að öku- menn sýni fyllstu varúð 1 (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.