Tíminn - 12.02.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.02.1960, Blaðsíða 3
T í MIN/N, föstudaginn 12. febrúar 1960. 3 Viltu hvorki vín né kjöt? 15000 franskir bændur fóru í kröfugöngu til aÖ mótmæla innflutningi á víni og kjöti NTB—Amíens, Frakklandi, 11. febr. — Lögreglan í franska bænum Amíens varð að nota stálskildi og skot- vopn í viðureign við 15000 franska bændur, sem safnazt /----------------------- Norræn sund- keppni í sumar Ákve'ðið hefur verið að efna til norræniwr sund- keppni í suniar, en slík keppni hefur verið háð á þriggja ára fresti síðan 1951. Á keppnin að standa yfir á tímabilinu 15. maí til 15. september. IUutfalls tala fslands verður nú hagstæð ari en 1957, þar sem þátttaka íslendinga í keppninni þá var mun minni en áður, og hlutfall nú tekið af þátttöku í keppn- inni 1954 og^ 1957. Foorseti fs- lands, lir. Ásgeir Ásgeirsson, hefur gefið bikar til keppninn ar — en þjóðhöfðingjar hin' Norðurlandanna hafa áður all- ir gefið bikara til keppninnar. — Nánar verður skýrt frá keppninni á Íþrótfcasíðu blaðs- ins á morgun. ----------------------* höfðu saman á aðaltorgi bæj- arins til þess að mótmæla inn flutningi á víni og kjöti frá útlöndum. Þegar lögreglan kom á vettvang hófu bændur grjótkast og hrópuðu ýmis ó- kvæðisorð að lögreglumönn- unum. Bændumir, sem höfðu myndað skipulega röð, báru fána og mót- mælaspjöld, þar sem á voru rituð mótimæli við þeirri ákvörðun ríkis stjórnarinnar, að flyitja inn vín og kjöt, sem myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér spennu á verð- laginu í landinu og koma af stað óþarfa samkeppni við þeirra fram- leiðslu. Dregur til tíðinda Þegar lögreglusveitir reyndu að dreifa hópnum, fóru bændur að láta dólgslega, og grýttu flestu því er hönd á festi. Brotnuðu margar rúður í fjölda húsa, og voru göt- urnar þaktar glerbrotum. Hrópuðu bændurnir setningar sem þessar: „Lifi Massu hershöfðingi" og „Fram til fylkingar fyrir frönsku Alsír.“ Sáu lögreglumenn sitt óvænna og kölluðu á brunalið bæjarins sér til aðstoðar, og létu þá bænd- ur undan síga fyrir vatnsbunun- um. Vill auknar hafrannsóknir Fiskiþingið hefur nú setið 8 daga að störf- um og tekið 30-40 mál til meðferðar. Mál þau sem rædd eru á Fiskiþingi eru óðum að koma frá nefndum og mun þingið ljúka störfum snemma í næstu viku. f dag var m. a. rætt um fiskmat: Að haldin séu skyndinámskeið með fiskmatsmönnum, eftir því sem þurfa þykir, til að samræma mat og auka þekkingu fiskmats- manna á þeim kröfum, sem neyt- endur í markaðslöndum gera til vörugæða. Hafin verði víðtæk upplýsinga- og fræðslustarfsemi meðal útgerð ar- og sjómanna á vinnslustöðum og víðar um nauðsyn þess að vanda sem bezt alla meðferð fisks ins, og það óbætanlega verðfall og tjón, sem óhjákvæmilega verður á fiskinum, ef ekki er alls staðar gætt fyllstu nákvæmni í meðferð og vinnslu. Fiskiþingið fagnar þeim árangri sem náðst hefur með sídveiðitil- raunum í flotvörpu og herpinót við Suðvesturlands. Treystir þingið því, að tilraun- um þessum verði haidið áfram og veiðiútbúnaðurinn og veiðiaðferð- imar fullkom.oaðar þaunis;, að þær komi að sem almenustum notum við hagnýtingu hinnar miklu sild- argengdar á þessum slóðum, sem lengstan tíma ár hvert. Jafnframt séu hliðstæðar veiði- tilraunir gerðar annars staðar við landið, þar sem líkindi eru til, að þær geti orðið að gagni. Fiskiþingið telur 6jálfsagt að hafrannsóknir við stendur lands- ins séu auknar. Telur Fiskiþingið rétt að Ægir verði látinn stunda þessi störf ein- göngu allt árið ásamt fiskirann- sóknum og síldarleit. Jafnframt sé haldið áfram fiski ieit á fjarlægum slóðum. SparaSi slökkvi- liðinu snúning Á mánudaginn fann maður nokkur reykjarstybbu í bíl sínum og þóttist viss um að kviknað væri í honum. Var það rétt til getið, því neisti hafði fallið í aftursæt- ið og gaus brátt upp reykur. í stað þes-s að ómaka slökkviliðið langar leiðir ók maðurinn logandi bifreiðinni að slökkvistöðinni Algjör metaðsókn Tillaga um Vegna gifurlegrar aðsóknar hefur Þjóðleikhúsið ákveðið að sýna hinn vinsæla barnaleik „Kardemommubæinn" 6 slnnum i næstu viku. Sýningar tíma hefur verið breytt og er fólk beðið að athuga það. Á sunnudag verða tvær sýningar kl. 14 og 18, á þriðjudaginn 16. er sýning kl. 18 og miðviku- daginn kl. 18. Fimmtudaginn 18. er frí í skólum bæjarins, þar af leiðandi verða tvær sýningar kl. 14 og 18. Hér höfum við svo mynd af þeim Emilíu og Ævari, i hutverkum sínum. fækktm áhafna NTB—Kaupmannahöfn, 11. febr. Danski þingmaðurinn Peter Nilsen hefur lagt fram frumvarp um fækkun áhafna á dönskum skip- um. Telur þingmaðúrinn mikla nauð syn á því, að föstu skipualgi verði komið á í þessum málum, í sám ræmi við gildandi lög um þetta hjá hinum Norðurlöndunum. Til þessa hafa verið 26 manna áhafnir, miðag við 20 þús. lesta skip, en þingmaðurinn vill fækka þeim niðúr í 19 menn, í sam- ræmi við aðrar þjóðir, sem eru keppinautar Dana í kaupsigling- um, en hjá þeim eru lögboðnar 15—19 manna áhafnir á þessari stærð skipa. Andmæla (Framh. af 1. síðu). Fundurinn átelur harðlega þ? vinnubrögg ríkisstjórnarinnar við undirbúning efnahagsaðgerða þes's ara, að hafa engin samráð við fjölmennustu hagsmunasamtök landsmanna, Alþýðusamband ís- lands og Stéttas'amband bænda. Álítur fundurinn að ýmsar aðrar leiðir hefðu verig færar til lausn ar efnahagsmálunum, sem ekki hefði rýrt kjör almennings eins fr'eklega, eða aukið dýrtíð, sem nóg var fyrir, en slíkt munu ráð- stafanir þessar óhjákvæmilega gera. Skorar fundurinn eindregði á hið háa Alþingi, að fella fram- komig frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um gengisfellingu og fleira. Samþykkt með 27 at'kvæðum gegn 2. Gagnrýndi stefnu Breta í S-Afríku Krústjoff vítti nýlendustefnu Vesturveldanna í rætiu í Nýju Dehlí Ekkert svar (Framh. af 1. síðu). landi sínu. Þar hefðu sjómenn 800 danskar krónur í lág- markslaun á mánuði. LÍÚ hefði ekki viljað fallast á þess ar tillögur, og því hefði sam- komulag ekki tekizt.“ Næsta dag var svo birt skeyti, sem LÍÚ sendi samninganefnd- inni, þar eð þessi ummæli komu LÍÚ mjög á óvart, þar sem samn- inganefndin hvikaði aldrei frá kröfu um 1500 danskra króna lág- markslaun. Skeytið var á þessa leið: 800 kr. eða 1500 kr. Erlendur Patursson Fridrik Hansen M/S Tjaldur XPPP Via Torshavn Radio TM Eftirfarandi er haft eftir Friðrik Hansen í dagblaðinu Tíminn í dag: Að það hefði verið markmið nefndarinnar að tryggja færeysk- um sjómönnum sömu kjör hér á landi sem þeir njóta í heimalandi sínu, þar hefðu sjómenn 800 dansk ar krónur í lágmarkslaun á mán- uði LÍÚ hefði ekki viljað fallast á þessar tillögur og því hefði sam- komulag ekki tekizt. Vegna þess- ara ummæla viljum vér fá staðfest hvort hér sé rétt eftir haft, þar sem í samningaviðræðum yðar við LÍÚ var staðið fast á, af yðar hálfu, lágmarkslaúnum danskar krónur 1500 per mánuð. Fiskiskip Svar við þessu skeyti hefur enn ekki borizt LÍÚ, og vart að reikna með héðan af, að það berist. Spurningin er því enn opin: Eru lá'gmarkslaun færeyskra sjómanna á heimaskipum 800 eða 1500 krón ur danskar. Nýju—Dehlí, 11. febr. — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna er nú kominn til Nýju-Dehlí, ásamt föru- neyti sínu og fékk þar hlýjar móttökur, þótt ekki væri sam- an kominn eins mikill mann- fjöld á flugvellinum og tók á m.óti Eisenhower forseta, er hann var þar á ferð fyrir rsokkru. Um 5000 manns voru saman komin til þess að fagna Krústjoff, þar á meðal flestir meðlimir mdverska þjóðþings ins. Skömmu eftir komuna til borg- arinnar flutti Krústjoff ræðu i ind verska þjóðþinginu, á rússnesku, en hún var þýdd jafnóðum. Sagðist hann vera kominn til þe&s að mæla fyrir algjörri af- vopnun og fullkomnu eftirliti með k.iarnorkutilraunum. Sagði forsæt- isráðherrann, að það væri undir Vesturveldunum komið. hvort bundinn yrði endi á kalda stríðið. Þá átti Krústjoif viðræður við Nehrú undir fjögur augu, en síð- an tók utanríkisráðherrann Grom- yko þátt í viðræðunum. Stóð fund- úrinn í fjórar klst. Ræðst á vesturveldin í ræðu sinni varaði Krústjoff við afleiðingum þeim, sem vígbún- aðarkapphlaupið gæti haft í för með sér, en Sovétríkin myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að araga úr því og sporna gegn hugsaniegri styrjöld. Þá vítti forsætisráðherrann nýlendustefnu Vesturveldanna og sagði. að allir þessir gífurlegu fjérstyrkir þeirra tii nýlendnanna spilltu frjálsri efnahagsuppbyggingu nýlendubúa. Krafðist hann þess, að Vestur- veldi skiluðu þegar í stað öllum r.ýlendum. Minntist hann sérstak- lega á óheiilavænlega stefnu Breta I Suður-Afríku. Ávarp forsetans Prasad, forseti Indlands flutti að lokum stutta ræðu, þar sem hann sagðist vona, að vinátta Ind verja og Rússa mætti haldast sem lengst. Sagði forsetinn. að kynni sín af Sovétríkjunum hefðu vaxið mjög á síðustu fjórum árum við aukin menningar- og efnahags- tengsl. Lauk hann ræðu sinni með því, að óska Krústjoff og fylgdar- liði hans góðrar ferðar í áfram haldandi för um Austurlönd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.