Tíminn - 12.02.1960, Blaðsíða 16
5 í'stórhýsi ByggingaísaVhvirinufélags prentara við
Kleppsveg búa um 300 maní« í 48 íbúðum. Upp
á^efstu og áttundu hseð ligg[a 128 tröppur. Þetta
er fyrsta húsið, sem rís í skriðmótum hér á
landi. íbúarnir njóta allra kosta einbýlishúsa.
í gær voru þrjár lyftur téknar í notkun í hús-
inu. T. v. er frámkvæmdastjóri byggingarsam-
vinnufélagsins, Guðbjörn Guðmundsson prentari.
Föstudaginn 12. febrúar 1960.
34. blaff. Áskriftarverð kr. 35.00.
Hún var sú fyrsta til
að flytja á 8. hæðina
Guðfinna Júlíusdóttir Hefur alltaf búið í kjallara fram að jiessu og er nú
bráðum 74 ára
Lyftur teknar í notkun i átta hæða húsi Byggingarsam-
vinnufélags prentara, Kleppsvegi 6. 10 slík hús gætu kom-
ið í staðinn fyrir allt smáíbúðahverfið
Það var mikið um dýrðir á Kleppsvegi 6 í gær. íbúarnir komu saman til að fagna
því að nýjar lyftur eru komnar í húsið. Enda ekki vanþörf á lyftum í átta hæða stór-
hýsi þar sem búa um 300 manns í 48 íbúðum. Þeir sem búa á 8. hæð þurfa að ganga
hvorki meira né minna en 128 tröppur! Þrjár lyftur leysa þær af hólmi.
Guðbjörn Guðmundsson prent-
ari skýrði blaðamönnum frá því
að þetta stórhýsi væri fyrsta húsið
sem reist væri með skriðmótum
hér á landi. Byggingarsamvinnu-
félag prentara hefði ráðizt í bygg-
ingu þess fyrir nokkrum árum án
þess að njóta stuðnings frá ein-
um eða nsinum.
10 hús fyrir heilt hverfi
En síðan hefði hvert stórhýsið
á fætur öðru risið af grunni í skrið
mótum. Guðbjörn sagði að þessi
fjölbýlishús hefðu alla kosti og
þægindi einbýlishúsa en auk þess
væru íbúarnir lausir við allar á-
liyggjur sem einbýlishúsum fylgja.
Sérstakur húsvörður er ráðinn til
að sjá um allt er viðkemur við-
haldi og óðru slíku. Hann sagði
einnig að 10 slík hús gætu komið
í staðinn fyrir allt smáíbúða-
hverfið.
Mæögur á áttundu hæð
Fréttamenn Timans brugðu sér
upp á 8. hæð til að hafa tal af
þeim íbúa hússins sem næst býr
himnum og ætti því að vera lyft-
unni fegnastur. Við knýjum dyra
og innan skamms kemur húsráð-
andi til dyra, myndarleg kona á
áttræðisaldrí. Við berum upp er-
iudið og okkur er tafarlaust boðið
inn í sólríka stofuna, þaðan blasir
við fjallahringurinn víður og fag-
ur.
— Eg held bara þið hafið sótt
að mér, segir Guðfinna Júlíus-
dóttir, það seig á mig svefn.
— Hvað hefur þú búið hér
lengi, Guðfinna?
— Eg flutti inn síðast liðið vor,
hef búið hér ásamt dóttur minni,
svarar Guðfinna, það er nú eigin-
lega hún sem er að brjótast í
þessu. Það er versti gallinn að
ekki skuli vera hægt að leigja út
eitthvað af þessum herbergjum
— Þykja þér ekki mikil við
brigði að því að fá lyftuna?
— Mikil iifandis skelfing, svar-
ar gamla konan og slær sér á
lær, áður þurfti ég að keifa
þetta upp alla stigana, tvisvar,
þrisvar á dag. Það var Ijóta
baslið. Nú er maður eins og ör-
skot upp og niður.
— Og hvernig kanntu við þig
ppi á 8. hæð?
— Aldeilis ljómandi. Hérna hef
ég alla Mosfellssveitina næstum í
fanginu, sjaið þið bara: Og Reykja
nesfjallgarðinn eins og hann legg-
ur sig, Hengilinn og Vífilfell. Það
er einhver munur frá því sem áð-
ur var. Eg hef alltaf búið í kjall-
ara fram að þessu, orðin bráðum
74 ára. Síðast á Laugavegi og þar
áður við Hverfisgötu og svo er ég
bara komin upp á 8. hæð! Það
könnuðust margir við hann Krist-
ján bróður minn. Og svo er ég
náskyld honum Bíó-Bjarna, fædd
í Grímsnesinu en hef alla tíð verið
í Reykjavík.
— Og þú ert ekki vitund loft-
hrædd að búa svona hátt uppi,
spurðum við og það var rétt
með herkjum að við þorðum út
á svalir.
Ósköp fegin
Gamla konan hlær við og vipp-
ar sér léttilega upp á handriðið
því ljósmyndarinn hafði beðið um
eina mynd á svölunum.
— Nei, ég er ekki hrædd, ég
er svo sterk, segir hún, og sumt
fólk þolir ckki að vera svona hátt
uppi því það segir að loftið sé
svo þunnt. Aldrei hef ég fundið
fyrir því, en það er ekkert að
marka því ég þoli allt.
En Guðfmna varð samt ósköp
og skelfing fegin eins og aðrir í-
búar hússins þegar sá langþráði
dagur rann upp að hægt var að
skjótast með undrahraða upp og
mður. Og iyftan kemur Guðfinnu
að góðum notum, því þrátt fyrir
háan aldur er langt frá því að
hún sé setzt um kyrrt! Á daginn
þarf hún að fara margvíslegra
erinda og á kvöldin lætur hún sig
hafa það að vinna við skúringar
úti í bæ. Hún segir að ellistyrk-
urinn hrökkvi hvergi nærri til.
Áfta manna lyftur
Stórhýsið við Kleppsveg mun
vera með fyrstu íbúðarhúsum sem
búin eru lyftum hér á landi. Þær
eru smíðaðar í Vestur-Þvzkalandi
af fyrirtækinu Havemeier & Sand-
er í Hannover sem er þekkt fyrir-
tæki hér á landi og setti upp
f.vrstu lyftuna í Reykjavík árið
1925. Seljendur hér eru Bræðurn-
Guöfinna í lyftudyrunum ásamt lyftuvörðunum tveimur,
Guðmundi og Þorsteini Helgasonum, 8 og 10 ára snáðum.
í gær vár stríður straumur unglinga upp og niður í lyftunni.
ir Orirtsson hf. Burðarþol lyftunn-
ar er 600 kg, 8 manns. Þær eru
útbúnar öllum öryggistækjum sem
völ er á og eru rúmgóðar svo
hægt er að koma fyrir sjjúkra-
körfu í þeirn. Verðið á lyftunum
þvemur uppsettum er kr. 215 þús-
und. Jökull
Guðfinna á svölunum á íbúð sinni á 8. hæð. Hún er 73 ára að u*Wri og hefur búið í kjallara fram að þessu. Ljósm: KM