Tíminn - 12.02.1960, Blaðsíða 6
6
T f MIN N, föstudaginn 12. febrúar 1960.
Leikstjóri: HELGB SKULASGN
Menntaskólaleikurinn, sem nú
hefur með nokkrum rétti verið
gefið hið forna nafn herranótt,
var frumsýndur í Iðnó á mánu-
dagskvöldið. Sú var tíð að leiksýn-
ingar skólapilta voru helzti við-
burður í menningarlífi þessarar
litlu borgar, sem þá var að vísu
enn minni og menningarsnauðari
en á vorum dögum. Erfðavenjan
hefur lifað, ein af fáum fornsiðum
elztu manntastofnunar þjóðarinn-
ar; en í samkeppni við fjölþættar
lystisemdir nútímaborgarinnar fer
nú lítið fyrir ungmennasýningum
Menntaskólans, þær verða í æ rík-
ara -tnæli einkamál skólans sjálfs.
Kennarar koma í húsið fyrir kurt-
eisi sakir, með föðurlega gagnrýni
í huga og svip meðan bjart er í
salnum, en hlæja þó áhorfenda
mest þegar búið er að slökkva Ijós
in; og nemendur, sem ekki hafa
enn borðað af skilningstré góðs og
ills njótd sýningarinnar með
ófölskaðri ánægju og geyma glaða
minningu í hjörtum sínum. Mér
er enn í minni fyrsti menntaskóla-
leikurinn sem ég sá, fyrir róttum
tuttugu árum. Það var Frænka
Charleys; Benedikt Antonsson lék
„Frænkuna", og ég mun ætíð hafa
fyrir satt að það hafi verið frábær
leikur. Ýmsir okkar beztu leikarar
hafa og í öndverðu fundið köllun
sína á sviði herranæturinnar; og
víst er um það að kallað var til
sumra leikenda í þetta sinn, hvort
sem þeir hlýða því kalli þegar
stundir líða fram.
Höfundur þessa leikrits, Willi-
am Douglas Home, er reykvískum
leikhúsgestum kunnur af leikrit-
inu Tengdasonur óskast, sem Þjóð
leikhúsið hefur nú sýnt á annað
ár við mikla aðsókn. Þetta leikrit
er nokkru eldra, en ber flest hin
sömu einkenni: létta og ferska, en
stundum full ódýra gamansemi,
og ádeilu á úrkynjun og fáfengi-
lega lífsháttu brezkra aðalsmanna
— sem höfundur má gerst um
dæma, þar sem hann er sjálfur af
eldfornri, skozkri aðalsætt. Því
verður ekki neitað að leikrit Hom-
es eru mjög bundin Bretlandi, og
auk þess að ýmsu leyti rýr í roð-
inu. En Tengdasonur óskast, ^vann
sigur vegna frábærrar frammi-
stöðu aðalleikkonunnar; og ég
hygg að miðað við aðstæður sé
burðarhlutverk herranæturinnar
engu miður leikið. Þorsteinn
Gunnarsson er að vísu ekki alger
nýliði á leiksviði; ég hef tvívegis
séð hann hjá Leikfélagi Reykjavík
ur, og tel víst að hann hafi komið
fram á herranóttum undanfarin
ár. En þetta er unglingspiltur,
ólærður og lítt æfður, og því
vekur það undrun og aðdáun að
hann skilar hlutverki sínu svo vel
að hver þjálfaður skopleikari
mætti vera fullsæmdur af.
Fjölsnillingurinn Ómar Ragn-
arsson leikur annað aðalhlutverk
karla, jarlinn af Lister, umboðs-
mann krúnunnar, sem ásamt syni
sínum (Stefáni Benediktssyni) er
táknmynd hins afvatnaða háaðals.
Leikur Ómars er skemmtilegur og
furðulega öruggur, en óþarflega
ýktur. Stærst hlutverk kvenna,
jarlsfrúin og tilvonandi tengda-
dóttir hennar, eru einnig mjög
sómasamlega leikin af Ragnheiði
Eggertsdóttur og Guðrúnu D.
GuSrún Drífa Krlstinsdóttlr sem June Frarell
Kristinsdóttur. Við venjulegar að-
stæður hefði mátt kenna það leik-
stjóranum — sem hér er Helgi
Skúlason — að leikendur báru
stundum svo ótt á að ekki voru til-
tök að greina orðaskil; en þetta
mun þó einkum vera sprottið af
frumsýningar-æsingu nýliðanna,
og stendur til bóta.
Þýðingu leikritsins gerði Hjört-
ur Halldórsson menntaskólakenn-
ari. Það þótti mér óprýði á þýð-
ingu sem í flestum greinum er
góð, að í munn leikenda voru lögð
saman tvinnuð mörg ófögur blóts-
yrði. Mættu fleiri leikritaþýðend-
ur varast þennan leiða sið, sem
sett hefur ómenningarblett á marg
ar íslenzkar leiksýningar.
Jónas Kristjánsson.
Þorsteinn Gunnarsson sem Becham og Guðriður Frlðfinnstdóttir sem
Bessie. *
Færeyska sendlnefndin
er farin heim og engir samning-
ar um færeyska sjómenn á fiski-
flotann hafa náðst. Ekki er held-
ur vitað um, að samningar hafi
enn tekizt um ráðningu nokk-
urra annarra erlendra sjómanna.
Vanta mun á annað þúsund fiski-
menn á flotann, og munu mörg
skip vera 1 mannhraki, jafnvel
bundrn vegna manneklu. Við
verðum að treysta á innlenda
sjómenn, er sa-gt. Af þessu til-
efni hefur ferðamaður utan af
landi sent Veginum smápistil,
sem hann kallar:
En Reykjavík
hefur sfna takta. Nýlega var þar
stofnað heilt ráðuneyti og ráð-
herrum fjölgað úr 4 í 7. Þar var
einnig borgarstjórum fjölgað um
helming. Trúlega er líka eitthvað
bogið við iðnaðinn. Ég þurfti að
láta gera við bíl á meðan ég
stóð við. Verkstæðið hafði mörg-
um mönnum á að skipa og eng-
inn asi var á neinum. Kostnað-
urinn var svo mikill að láta mun
nærri, að hel'mingi fleiri menn
hafi verið settir að framkvæmd-
inni en nokkur von var á, að
kæmust þar fyrir.
menn til að semja um viðskipti,
svo margir að svara myndi til
einnar skipshafnar. — Jarðyrkju-
maður".
Þetta s-egir jarðyrkjumaður og
vafalaust er það, að grípa verður
til einhverra ráðstafana, ef
manna á allan flotann, og ekki
væri úr vegi að fara að æfa eitt-
hvað af þeim sjómönnum, sem
sigla eiga öllum þeim nýju skip-
um og bátum, sem nú eru í
smíðum. — Hárbarður.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt og útfíutningssjóðs-
gjald. svo og farmiða- og iðgjaldaskatt samkv. 40.
—42. gr. laga nr. 33 frá 1958. fyrir 4. ársfjórðung
1959, svo og vangreiddan söluskatt og útflutnings-
sjóðsgjald eldri ára, hafi gjöld þessi ekki verið
greidd í síðasta lagi 15. þ m.
Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án frekari
aðvörunar atvinnurekstur þeiira, sem eigi hafa þá
skilað gjöldunum.
Reykjavík, 11. febrúar 1960
ToMstjóraskrifstcfan,
Arnarhvoli.
Hvar eru sjómenn:
„Þessa dagana má sjá í blöðunum
fregnir um sko|rt á sjómönnum
og er sagt, að skip liggi í ísl. og
erl. höfnum í bið eftir mannafla.
Ég hef undanfarið, vegna vinnu
minnar ferðazt allmikið um land
ið og þá veitt því eftirtekt, að
víða mætti komast af með færri
menn við ýms störf og vinnutími
væri óeðlilega stuttur í sumum
greinum.
í þessu.sem öðru eru fordæm-
in flest í Reykjavík. Þar eru veit
ingastaðir hlið við hl'ið fullir af
fólki, sem engan tíma virðist
mega missa frá að masa saman.
A.ð einhverju leyti eru þetta
ferðamenn eins og ég, en margt i
af þessu fólki er starfslið úr ýms |
um deildum ríkisins. bæjarins og |
einstaklinga. Er þetta ekki ein- j
um of mikið?
Mín uppástunga
er því sú, að athugun sé gerð á
því, hve mikið sé hægt að losa
af fólki úr ýmsum starfsg.reinum.
Mætti þá byrja hjá stjórnarráð-
inu, tollstjóra, bæjarfyrirtækjum,
ýmsum verkstæðum. skipafélög-
um o s. frv. Yrði fróðlegt að
bera saman mannahald hjá hlið-
stæðum fyrirtækjum á ýmsum
stöðum á sjó og landi, t. d Vest-
mannaeyjaskips og Drangs á
Akureyri og miða saman Akra-
nessbátinn og Vestfjarðabátinn.
svo að dæmi séu nefnd, en með
öllum þessum skipum hef ég
ferðazt og haft tækifæri til að
sjá, hvernig þar er raðað til
verka.
Síðustu fréttirnar
um aukafólk án verkefnis er, að
sendir hafi verið til Rússlands
Jarðýta
til leigu.
Verklegar framkvæmdir h.f.
Brautarholti 20,
símar 10161 og 19620.
Loftpressa
til leigu
Verklegar framkvæmdir h.f.
BrautarÞolti 20,
símar 10161 og 19620.