Tíminn - 16.02.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.02.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriSjudaginn 16. febrúar 1960. 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritst.]6n og ábm. Þórarmn Þórarlnsson. Skrífstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300. 18 301 18 302. 18 303 18305 og 18 306 (skrifst. ritstjómin og blaðamenn). Auglýslngasími 19 523. Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf. Stjórnin hefur valið Tæplega mun sá maður finnanlegur á landi hér, sem ekki viðurkennir að einhverra aðgerða sé þörf í efna- hagsmálunum. Hitt er og jafn víst að grundvallarskil- yrði þess, að þær breytingar, sem gerðar eru nái til- gangi sínum er það, að þjóðin sé einhuga um nauðsyn þeirra og framkvæmd. Fram hjá þessu meginatriði virð- ist núverandi ríkisstjórn algerlega horfa. Hún ber fram tillögur, sem miða að algerum endaskiptum á efnahags- kerfi íslendinga. Tiltæki hennar mótast af fáheyrðum einræðisanda, sem er alveg framandi öllum almenningi í þessu landi. Það eru bein svik á peim loforðum, sem stjórnarflokkarnir gáfu kjósendum við alþingiskosning- arnar í haust. Sjálf hefur ríkisstjórnin mjög nauman þingmeirihluta. Og það bendir allt íii þess, að efnahags- málastefna hennar sé í miklum minnihluta með þjóð- inni. Allt þetta veit ríkisstjórnin. Samt anar hún beint af augum og daufheyrist við öllum aðvörunum, hvaðan sem þær koma. Er ekki annað sýnna en að hún stefni að því vitandi vits að koma á hreinu styrjaldarástandi í landinu. Framsóknarmönnum er Ijóst, að sundrungarstefna ríkisstjórnarinnar leiðir til ófarnaðar Þeir eru ósam- þykkir ýmsum veigamiklum efnisatriðum hennar og fram- kvæmdina telja þeir feigðarflan. Þeir telja það siðferðis- lega og þingræðislega skyldu ríkisstjórnarinnar að leita eftir samstöðu allra flokka um lausn málanna. Hin rök- studda dagskrá, sem þeir báru fram í þinginu nú fyrir helgina, er byggð á þessu meginsjónarmiði. Hún var (elld af stjórnarliðinu. Sú afgreiðsla getur orðið örlaga- ík. Hún sýndi að stjórnin hafnar öllu samstarfi, að ’i'in vill stríð. Um það þýðir þá sjálfsagt ekki að sakast. Það verður ver að liggja svo sem hann hefur búið sér hvílu. vllir verða að bera ábyrgð á verkum sínum. Sá. sem leimtar styrjöld, verður líka að taka afleiðingum þeirr- ar kröfu. Stjórnin hefur valið og tekið versta kostinn. Hún um það. En þjóðin á eftir að dæma. Og dómur hennai- verður þungur en réttlátur. Ætti bara að þýða Leiðararnir hjá Vísi eru kyndug framleiðsla, enda v'irðist svo sem ritsjóranum sé ekki bemt sýnt um það. að vera samkvæmur sjálfum sér. Yfirleitt láta menn sig þess- ar stílæfingar hans sig engu skipta og Vísir nýtur þeirra sérréttinda meðal íslenzku blaðanna, (að undanskyldu þó Mánudagsblaðinu, sem er raunar alveg í sérflokki), að vera næstum því aldrei virtur svars af pólitískum and- stæðingum. Glöggt dæmi um andlegheitin er að finna í ritstjórnar- grein frá 10. febr. s. 1., þar sem blaðið er að illskast út í stjórnarandstöðuna og segir m. a.: „ að aðgerða er þörf og þeir vita líka að það var allt nálfkák og verra en það, sem vinstri stjórnin var að burðast við að gera forð- um“. En í greinarlokin kemst blaðið að þeirri niðurstöðu „. .. að það sem Framsóknarmenn og kommúnistar berj- ast nú svo ákaflega gegn er einmitt það sama. sem þeir iæddust til að gera á sínum velmektarárum meðan vinstri stjórnin var og hét“. Með öðrum orðum: Það, sem núverandi ríkisstjórn atlar að framkvæma í efnahagsmáíanum er „einmitt“ ama „hálfkákið” eða „verra en það“ og vinstri stjórnin gerði. Líklega ætti Hersteinn bara að halda sig að þýðingun um. Þær þykja að vísu takast misjafnlega. En allt bendir þó til þess, að annað takist verr. V I Ð S J A Verður Sahara breytt í akur? Þekktur stjórnmálamatSur ræ'ðir eitt mesta vandamál nútímans. Kúnnur, brezkur stjórnmála- maður, Wiscount Samuel, tek- ur í þessari grein til meðferðar mál, sem mannkynið varðar, nefnilega hvort haetta sé á því, að ör fjölgun fólksins á jörð- inn geti leitt til þess að gæði jarðar þrjóti og hungrið sverfi að. Wiscount Samuel var um skeið einn helzti leiðtogi frjáls- lynda flokksins í Bretlandi. MARGIR HUGSANDI menn ala í brjósti þann ugg, að næstu áratugina verði flólksfjölgun í heiminum svo ör, að gæði jarð- ar, matvæli og hráefni hrökkvi ekki lengur fyrir nauðþurftum. Við stöndum hér andspænis alvarlegu vandamáli. Það er vissulega ástæða til að óttast, — því ella myndu menn kann- ske ekki snúast svo gegn þess- um vanda, sem nauðsyn ber til. Mér sýnist þó engin ástæða til að örvænta í þessu efni, og fara hér á eftir nokkur atriði, sem hljóta að koma til athug- unar, þegar ráðgert er, hvemig bregðast skuli við þeim vanda, er mikil fólksfjölgun færir mannkyninu. RÆKTUN jarðar fer hrað- vaxandi og horfur á því að framfarir í ræktun verði enn stórstígari í náinni framtíð. í mörgum löndum er verið að byggja og undirbúa átórar áveituframkvæmdir. Stór og smá vatnsföll eru beizíúð og vatninu veitt á gróðurlendur. Samtímis verða til orkuver, sem skapa skilyrði til nýs iðn- aðar, er veitt getur miklum fjölda fólks atvinnu. MIKILL HLUTI yfirborðs jarðar er nú eyðimerkur til einskis nýtar, og það hefur til þessa verið álitið, að svo þurfi að verða um alla framtíð. En nú er sýnlegt, að svo er ekki. Eyðimerkurlandið er ekki nauðsynlega hrjótsrið eitt. Gef- ið henni vatn og sjá; — hún mun blómstra! Þegar ég lauk starfi mínu, sem brezkur landstjóri í Palest- ínu, fór ég ríðandi yfir eyði- merkurnar. Ég minnist ferða- lags síðustu dagana yfir sam- fellda eyðimörk, sandi orpna, sem þekur nær allan suður- helming Palestínu. Síðan hefur vatn verið leitt í pípum langar leiðir úr norðri, og þegar ég var þarna á ferð miklu seinna, gat ég ekið á bíl um hinar fornu hestaslóðir. Þar voru þá risin hugþekk bændabýli með grænum akur- löndum og ríkulegum gróðri jarðar. Þetta er nú gert — og víða í stærri stíl í heitum lönd um og tempruðu loftslagi. Sú uppgötvun að geta hagnýtt kjarnorkuna, skapar möguleika til að hundraðfalda árangur þessa og breyta stórum auðn- um jarðar í gróður. VATNIÐ. sem þarf til vökv- unar jarðar er oft nærtækt, en það er salt vatn sjávarins. Ef hægt væri að leysa saltið úr vatninu, til dæmis með upp- gufun, sem færi fram við ódýra orku vetnisins, eða aðra kjarn- orku, gætu afkomendur okkar, eftir svo sem hundrað ár fund- ið endalausar sléttur af bylgj- andi hveitiökrum, þar sem nú eru auðnir Sahara. Eitthvað í líkingu við þá sjón, sem nú blasir við augum ferðamanna á sléttum Kanada, sem voru álíka auðnaleg lönd fyrir einni til tveimur öldum og Sahara MEÐALFRAMLEIÐSLA á hvern ræktaðan ferkílómetra er hægt að auka stórlega frá því sem nú er. Ef jarðyrkjumenn Indlands og Kína væru álíka vel upp- lýstir, duglegir og hreinlátir og starfsbræður þeirra til dæm is í Hollandi og Belgíu, mynd- um við lítið heyra minnzt á örtröð fólks og manngrúa í soltnum heimi. Við þetta bætist svo það, að mikill hluti matvælaframleiðslu hemisins skemmist eða eyði- leggst meðal annars af völdum pesta og plöntusjúkdóma. Það hefur verið reiknað út, að þriðjungur þeirrar fæðu, sem ræktuð er á jörðunni, sé annað hvort étinn eða skemmd ur af skordýrum. Þar að auki koma hagamýs, plöntuvírusar og margt annað til sögunnar. Vísindamenn eru nú önnum kafnir að leita ráða gegn mörg þessu og árangur ætti að geta komið í Ijós áður en næstu 10 ár eru liðin. SJÓRINN er meira að segja fullur af ómælanlcgum auðæv- um matvælagnægta með svifi, þaragróðri og ótal tegundum smárra lífvera, sem innihalda prótein, sem meðal annars heldur lífi í fiskunum í sjón- um. Það ætti að vera mögulegt að vinna matvæli úi þessu forðabúri og ef til vill að blanda það öðrum matvælum. Og þetta forðabúr sjávarins eitt myndi nægja til þess að fæða allt það fólk, sem á jörð- inni lifir í dag, ef aðrar bjarg- arleiðir þryti. EF ÞESSAR leiðir, sem ér hefur verið bent á, myndu ekki þykja fullnægjandi eða færar, annað hvort á tilteknum svæðunr. jarðar eða yfirleitt, þá ætti alltaf að verða hægt að koma í veg fyrir offjölgun jorðarbúa með skipulagðri tak- mörkun jarnsfæðinga. MIKIÐ fjármagn myndi þurfa til að framkvæma það, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Hvernig á að afla þess? Bandaríkin í Ameríku hafa lagt fram miklar fjárfúlgur til (Framhald á 15 síðu). Ur SýrlandseySimSrk. •X»‘V»V»V»V*X*V* V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.