Tíminn - 16.02.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.02.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, þriðjudaginn 16. febrúar 1960. 11 Margur Nú er langt á þorrann liðið, affir er aðeins tæp vika. Veitingahúsin hafa Uoðið gestum sínum upp á þorramat og alls kyns félög nafa haldið þorrablót nú að undanförnu. Or þessu Ter þeim fækkandi. Tré- trogin eru í geymslur borin þar sem þau liggja og ryk- falla í eitt ár. Við brugðum okkur inn í eldhúsið í Nausti nú nýlega og hittum þar yfirmatsveininn Ib Westmann. D.A.C. fram- leioir nyja farþegaþotu NTB—NEW YORK, 10. febr. — Hinar stóru bandarisku flug- vélaverksmiðjnr Douglas Air- kraft Corporation, hafa keypt cinkaleyfi á framleiðslu hinn- ar frönsku farþegaþotu af Caravelle-gerð. Forstjóri Douglas-verksmiðj- anna, Donald W. Douglas, sagði á fjölda funda er hann hélt í New York í dag, að hann áliti að framleiðsla Caravelle-þotunn ar myndi hafa geysimikla þýð- ingu fyrir allt langflug á kom- andi tímum. Hann sagði, að þeir myndu hefja framleiðsluna strax og þeir hefðu íengið 60 pantanir en þeir hafa nú þegar verið beðnir um 8 vélar. Sagði íorstjórinn að á næstu 3—4 árum gætu verksmiðjurn- ar framleitt um 300 Caravelle- þotur. blétar Er við komum inn, er hann að skera niður hrútspunga og raða þeim í trog. Upp úr hálf- tómum súrmetistuimunum legg ur sterka sýrulykt. Hvalurmn er niður sneiddur og kominn í trogið. Á eldavélinni kraumar í stórum potti þar sem verið er að sjóða svið. Ib biður okkur að bíða lítið eitt meðan hann tekur til mat í eitt trog fyrir nokkra gesti, sem voru að koma. Mikill matur í einu trogi Á meðan skrifum við hjá okkur það sem hann lét í trogið og það var: sviðakjammar, bringukollar, lundabaggi, hangi kjöt, hrútspungar, skyr- og gler- hákarl, sviðasulta, blóðmör, lifr arpylsa, flatbrauð, hvalur og smjör. Ib er ekki lengi að fylla trogið og þjónninn kemur inn, tekur það og ber það fyrir gest- ina út í sal. Gestir eru nokkur þúsund — Hvað heldur þú, Ib, að margir séu búnir að borða hjá ykkur Þorramat í ár? — Þeir eru komnir yfir nokk- ur þúsund. — Fá þeir ábót, sem klára öll þessi ósköp, ég meina þeir er vilja meira? — Já eins og skot maður. — Hvernig fólk er það einna helzt sem kemur í Þorrablótið hér? — Mér finnst bera einna mest á Reykvíkingum, ég á við innfæddum, og á aldrinum svona rúmlega tvítugt upp í fimmtugt eða sextugt. Ungt fólk um og undir tvítugt vill ekki sjá þennan gamla íslenzka mat, hér er lika lítið um gam- alt fólk. á þorra — Hvemig finnst þér Þorra- maturinn? — Mér finnst þetta alit gott núna, sumt af þessu hefur mað ur þekkt frá æsku, en eins og hákarlinn hann gat ég ekki með neinu imóti bragðað fyrst eftir að ég kom hingað en nú finnst mér hann bara eins og sælgæti. — Hvaðan fáið þið hákaxi- inn? — Þessi, sem við erum með núna, er úr Vopnafirði, en við höfum lika haft hann að vestan. En hitt allt er búið til hér í bæn- um bæði af okkur svo og SÍS og Sláiturfélaginu. Útlendingar eru forvitnir — Hvemig er það með út- lendingana vilja þeir ekki reyna við Þorramatinn hjá þér? — Nei, nei, ertu frá þér maður. Sumir eru-forvitnir um hvað þetta sé og hvernig það er búið til. En þeir em fljótir að missa lystina er þeir fá út- skýringu á ma-targerðinni. — Em þessi trog sem þið eruð með hér, eftirlíking af gömlu trogi? — Já, þau eru gerð eftir trogi, sem til er á Þjóðminja- safninu og var það Kristján Eldjárn sem sá um það. Ekki til setunnar boðið Ib má ekki lengur vera að tala við okkur. Þjónninn er aft- ur kominn og biður um eitt trog fyrir fjóra gesti. Við þökk- um Ib fyrir, og áður en við fömm spyr hann hvort við viljum ekki aðeins bragða á hrútspung, en með lagni sann- færum við hann um að við sé- um „alveg nýbúnir að borða“ Og flýtum okkur út. jhm. Ib Westmann er hér að snelða nlBur hrútspunga. Hátíð, sem segir sex Áfengi í eymasnepli Héraðsdómurinn í Rana í Noregi fékk fyrir skömmu óvenjulega skýringu á 1,35 pró mill áfengismagni í blóði bílstjóra nokkurs. Maðunnn neitaði allri sök, kvaðst ekki hafa bragðað áfengi, en hins vegar mundi áfengismagn þetta stafa af bví, að læknirinn, sem blóð- prufuna tók, hefði af mis- tökum sótthreins-að eyrna- snepiiinn fyrir blóðtökuna með sáraspritti í stað joðs. Rétturinn vildi ekki taka þessa skýringu gilda og dæmdi manninn í 24 daga fangeísi fyrir ölvun við akstur. Beit eyrað af Þao skeði fyrir skömmu í Belgrad, að maður nokkur beit eyrað af vini sínum í mesta bróðerni. Mamirovic rakari sat að sumbli með Radislav vini sínum fram eftir nóttu, eins og þeir hafa raunar gert oft og einatt ár- Franski gamanleikarinn Fernar del hefur verið skip- aður eins konar einvaldur á hinni miklu árlegu gleði- hátíð Estoril í Portúgal. en ekki er ráðið, hvort Jayne Mansfield, Eva Bartok eða Silvana Pampanini verður ,,drottning“ hans. Rúmlega 50 heimsfrægir leikarar, karlar og konur, ásamt herskara rithöfunda jg annars listafólks mun sækja hátíð þessa. Það er spilavitiskóngurinn Theo- um saman. Eftir miðnættið Kvöddust þeir með innileg- um kossi við garðshliðið. föðmuðust ákaft og skildust svo. Þegar Radislav kom inn, tók hann eftir því að blóð rann niður á öxl hans, og begar hann þreifaði um vangann, fann hann að eyrað vantaði. Hann fór þegar til Mamirovic, en hann mundi ekki eftir því að hafa bitið eyrað af, og það fannst hvergi. dore dos Santos, sem stend- ur fyrir karnivali þessu, og hann segist hafa tapað um milli kr. á því í fyrra. Hann segir. að það geri hins veg- ar minnst'til, því að aðal- atrið.ð sé að frægja hátíð þessa í útlöndum, og þess vegna sé hann reiðubúinn að tapa meiru í ár. Hátíðin hefs. 25. febrúar og stendur til 1. marz. Félagsskapur nokkur í Bretlandi, sem nefnist The Family Planning Associati- on, hefur skorað á giftar konur að reyna nýjar pillur til getnaðarvarna. Konurnar verða að hafa átt börn, til sönnunar frjó- semi þeirra, og þær verða að vera viljugar til að eign- ast fleiri. Nýjar pillur En bær verða að vera við- búnar því, að hætta öllum barneignum, meðan á til- rauninni stendur. Þessi tilraun félagsins, með pilluna, sem er tekin eins og aspirin er víðtækasta tilraun, sem gerð hefur ver- ið á þessu sviði í Bretlandi. Bbminghamdeild félags^ ins sér um þessar tilraunir samvinnu við framleiðend- ur pillanna. Formaður Birmingham- deildar félagsins Lella Flor- ence segir: Við vitum, að tilraunir með þessar pillur nafa gefið 100% árangur í Bandaríkjunum. Ef tilraunir okkar gefa góðan árangur, er það rök- rétt afleiðing að fólk geti gengið inn I lyfjabúð og keypt þessar pillur eins og það nú kaupir aspirín. „f mörg ár hefur verið reynt að finna öruggt lyf til getnaðarvarna, sérstaklega hefur þörfin verið brýn í hinum vanyrktu löndum. Fram að þessu hafa allar tilraunir verið gerðar í Bandaríkjunum, sérstaklega í Puerto Rico, og okkur finnst timi til kominn, að Bretland taki þátt í tilraun- unum. Frú Clifford Smith aðalritari félagsskaparins segir: Pillurnar eru hormón- ar, sem koma í veg fyrir rjóvgun. Tilraunir hafa ver- ið gerðar í smáum stíl i Bretlandi, en Birmingham- cleild félagsins er að reyna ýmsar pillur til að sjá hver gefur bezta raun. Sjálfboðaliðar sem pill- urnar eru reyndar á eiga að taka 20 pillur í mánuð. þá eru þeir í átta daga pillu iausn, þangað til beir byrja aftur næsta mánuð Læknar munu fylgjast með tilraun- unum. Fjársjóðir prinsessunnar Fólk leitar hundruðum saman mikils fjársjóðs á landsvæði um 30 km. suður af Kota Bahru í Norður- Malaya. Fjársjóður þessi til- neyrði prinsessu nokkurri, sem uppi var fyrir 5 öldum. Sagnir herma, að prins- ess'a þessi hafi sezt að við Bahru eftir að maður henn- ar skildi við hana og giftist annam, Síðar fékk allt, sem tilhevrði prinsessu þessari einhvern töframátt. segir sagan. Fyrir nokkrum dög- um dreymdi mann á þessum s'lóðum. að fjársjóður sá hinn mikli mundi finnast oráð'öga á þessum slóðum. ef hans væri leitað á föstu- döguai milli kl 18 til 1 að nóttu Fyrsta föstudaginn eftir þetta leituðu um 500 manns þarna í fenjunum, og íverr. föstudag síðan hefur verið leitað, og fjöldi leit- enda sífellt vaxið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.