Tíminn - 16.02.1960, Qupperneq 12

Tíminn - 16.02.1960, Qupperneq 12
n T í M IN N, þriðjudaginn 16. fcbrtur 1960. RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON Það var oft hart barizt í meistaraflokksleiknum milli Vals og KR, enda af mörgum talinn hinn raunverulegi úrslitaleikur i meistaraflokki kvenna. Hér sést markvörður Vals ná knettinum, en ein KR-stúlka og tvær úr Val liggja á vellinum. I Handknattleiksmeistaramót Isla'nds: Meistaraflokkur KR í kvennaflokki tapaði í fyrsta skipti í 23 leikjum — Valur sigratJi meti 8—7 í æsispennandi Ieik — KR vann ÍR í meistarafl. karla 21—18 Handknattleiksmeistaramót Isíands hélt áfram að Háloga- landi. Fimm leikir voru á laug ardagskvöídið, en hvorikf meira né minna en tíu leikir á sunnudag og var þá bæði keppt um miðjan daginn og kvöldið. Það er nokkuð erfitt fyrir áhorfendur að sitja yfir siö leikjum í striklotu, og rarla fyrir fyrirmyndar að bjóða npp á slíkt. Hargir skemmtilegir leikir voru háðir þessa daga, þó var leikurinn í meistaraflokki kvenna tnilli KR og Vals eink- um þýðinsarmikill. Var hann af mörgum talinn úrslitaleikurinn í þessum flokki. Leikurinn var mjög tvísýnn og var aldrei meira en eins marks munur. Valsstúlk- urnar höfðu yfirleitt forustuna og sigruðu með átta mörkum gegn sjö. Sigurmarkið skoraði Valur úr vítakasti nokkru fyrir leikslok, en rétt á eftir fékk KR einnig vítakast, en markmaður Vals varði. Var þá svo mikill spenningur bæði í keppendum og áhorfendum, að vart heyrðist í flautu dómarans. Eftir þennan leik eru Valsstúlk- urnar líklegastar til sigurs. Þær eiga þó eftu- að leika við Ármann, eg ekki gott að spá fyrir um úr- siit í þeim leik. Þó s.'r'ti svo farið, að Ármann sigrað; það myndi sennilega þýða, að þrjú félög yrðu jöfn í mótirm. KR-stúlkumar hafa átt bezta flokknum á að skipa undanfarin ár, og fyrir þennan leik höfðu þær unnið 22 leiki í röð. Úrslit á laugardag: 2. flokkur kvenna A: Víkingur—Ármann 9—4 F.H.—Haukar 7—0 Stefáns-mótiS: 2. flokkur karla A: Þróttur—Í.R. 10—8 F.H.—Ftram 13—11 Víkingur—Valur 11—9 Leikir í 2. flokki karla voru allir mjög skemmtilegir eins og úr- slitin bera með sér. Leikir á sunnudag. 2. flokkur kvenna B: Víkingur—Ármann 16—4 Meistaraflokkur kvenna: Þróttur—Fram 14—9 Valur—K.R. 8—7 Ármann—F.H. 16—10 2. flokkur karla: Ármann—K.R. 7—4 Meistaraflokkur karla: F’.H.—Afturelding 34—14 Leikir á sunnudagskvöld. 3. flokkur karla: Víkingur—K.R. 11—7 Meistaraflokkur karla 2. deild: Fram—S.B.R. 49—6 SlgríSur Lúthersdóttir skoraði langflest mörk Ármanns í leiknum í meistaraflokkl vl3 FH. Hér sést hún komin inn fyrir vörnina og skorar Srugglega. — Ljósm.: Gv^jón Einarsson. Svanberg Þórðarson sigurvegari í 3 sinn og hlaut bví bikar þann, sem keppt var um, til eignar. — Færi hart og snjór lítill Hið árlega Stefáns-mót fór fram við Skálafell á sunnudag inn, og var þetta hið 11. í roðinni. Skíðadeild KR sá um mótið, og var Þórir Jdnsson rnótstjóri Skíðafæri var hart, snjór lítill, og stormur og kuldi. Svanberg Þórðarson varð sigurvegari í mótinu, og vann bikar þann, sem keppt var um til eignar, þar sem hann sigraði í þriðja skipti í röð. Úrslit í mótinu urðu annars þe?si: A flokkur, svig: I Svanberg Þórðarson, ÍR, (50.6—50.0) 100.6 sek. 2. Stefán Kristjánsson, Á, (52.3—50.2) 102.5 sek. 3. Úlfar Skæringsson, ÍR, (52.2—51.5) 103.7 sek. 4. Guðni Sigfússon, ÍR, (53.8—52.7) 106.5 sek. 5. Bjarni Einarsson, Á. (531—53.6) 106.7 sek. C. Ólafui Nilsson, KR, (55.0—54.0) 109.0 sek. Keppendur í A-flokki voru 12. B flokkur svig: 1. Þorkell Þorkelsson, KR, (87.7—81.5)) 169.2 sek. Keppendur í B-flokki voru þrír, en aðeins Þorkell lauk keppni. Sama braut var hjá B-flokki og A- fiokki. C-flokkur, svig: 1. Eyjólfur Éysteinsson. ÍR, (43.0—43.9) 86.9 sek. 2. Einar Gunnlaugsson. KR, (59.5—56.4) 115.9 sek. 3 Jóakim Snæbjörnsson, ÍR, (65.2—53.0) 118.2 sek. Keppendur í C-flokki voru níu. Eyjólfur fór brautina mjög vel, þótt hann hafi lítið æft í vetur. Drengjaflokkur, svig: 1. Björn Bjarnason, Á, ^23.7—31.0) 54.7 sek. 2. Guðm. Einarsson, KR. (26.7—34.5) 61.2 sek. 3. Brynjólfui Bjarnason. Á, (34.5—33.0) 67.5 sek. Keppendui voru níu. Þeir Björn og Brynjólfui eru bræður Keppni í kvennaflokki féll niður. Meistaraflokkur karla, 1. deild: K.R.—Í.R. 21—18 Aðalleikurinn á sunnudeginum var leikurinn í meistaraflokki milli KR og ÍR. Svo virtist sem ÍR ætlaði að fara með sigur af hólmi, því liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin, og 6—1 sást á töfl- unni áður en KR-liðið komst í gang. En úr því gjörbreyttist leik- urinn. KR-ingar skoruðu nú hvert markið á fætur öðru. í leikhléi stóð 9—9. Fyrri hluti síðari hálf- leiks var næstum einstefna hjá KR og á tímabili höfðu þeir náð sjö stiga forskoti. ÍR-ingar sóttu hins vegar nokkuð á í lokin, en sigur KR var þá aldrei í hættu. Meistaraflokkur FH sýndi mjög góðan leik gegn Aftureldingu og sigraði með 20 marka mun. Skandinavisk Boldklub lék nú sinn annan leik í 2. deild, að þessu sinni gegn Fram. Það er heldur óskemmtilegt fyrir áhorf- endur að horfa á slíkan leik í klukkutíma — því geta leik- manna S.B.R. er nær engin. Fram sigraði í leiknum með 49 mörkum gegn sex og segir það sína sögu. Þátttaka S.B.R. í mót- inu voru mikil mistök. Svanberg Þórðarson — sigraði í 3. sinn Eyjólfur Eysfeinsson Ljósm.: Jakob Albertsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.