Tíminn - 16.02.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.02.1960, Blaðsíða 16
37. blaff. Þriffjudaginn 16. febrúar 1960. Áskriftarverff kr. 35.00. Verður síld vigt- uð en ekki mæld? Allar breytingartillögur Framsóknarmanna felldar tekin upp vigtim, myndi verffa að áætla að minna magn fengist af afurðum úr hverju máli og verðið á málinu myndi lækka, sem því svaraði. Mörg mál hafa verið tekin fvrir á Fiskiþingi, sem hefur staðið yfir að undanförnu hér í Reykjavík Þinginu er nú að ljúka, en það hefur afgreitt tuttugu og sjö mál Helztu mál, sem það hefur tekið til meðferðar eru vélvæðing út- vegsins, skipun síldarútvegs- nefndar, vitamál, vigtun síldar og verknám atvinnuveganna og fræðsla Þingið hefur skorað á stjórn Fiskifélags íslands að fylgjast vel með öllum nýjungum er snerta fiskveiðar og fiskiðnað. Þá hefur þingið lýst yfir þeim vilja sínum, að síldarsaltendur tilnefni tvo fulltrúa í síldarútvegs- nefnd til viðbótar þeim fimm full- trúum, sem nú eiga þar sæti. Þingið óskar eftir rífl&gum fjár- framlögum til endurbóta og upp- byggingar á vitakerfi landsins og leggur til að reistir verði sex nýir vitar. Vigtun síldar Nú fer fram athugun á því, hvort framkvæmanlegt sé kostnaður vegna og af tæknilegum ástæðum að taka upp vigtun á bræðslusild í stað mælingar. Þingið telur því ekki tímabært að taka afstöðu í því máli fyrr en niðurstöður eru fyrir hendi. Verulegur munur er talinn á magni síldar, sem fer í hvert mál, eftir því hvort síldin er vegin eða mæld, einkum ef síldin er gömul. Ljóst er, að yrði ENGIN BEINAGRIND í HITAVEITUGEYMI Þorkell Sigurðsson — það er alVeg óhugsandi að nokkur skepna komist þarna ofan í, sagði hann við fréttamanninn. Sá orðrómur virðist ætla að verða furðu lífseigur, að fund- izt hafi lík af manni í einum hitaveitugeyminum í Öskju- hlíð. Virðist ekkert slá á þennan orðróm, þótt blöð birti ákveðna neitun þeirra aðila er gerst mega til þekkja á sann- leiksgildi þessa. Blaðið hirtir hér að ofan og á hægri hönd myndir, sem sýna glöggt hversu óhugsandi það er, að nokksjr fyrirfari sér í hitaveitageymi. Það er nær ógjörningur að komast ryp á gsyrni, negsa bpýa þar til gerð tæki, enda bendir útbúnaðiir á m^nd til hægri giaggt til þess. Þegar upp er komið liggur nærri að þurfi heilt járnsmíðaverkstæði til að opna geymi, og menn ganga varla þannig útbúnir á fund dauða síns. Blaðið hitti snöggvast Þorkel Sigurðsson, vélstjóra, að máli í gær í stöðvarhúsi Hitaveitunnar í Öskjuhlíð. Hann hafði heyrt þessa fjar- I j stæðu um líkið. Það er óhugsandi, sagði hann, að slíkt gæti komið 1 fyrir — það er með öllu óhugsandi. Ein sagan segir að ekkert nema beinagrindin hafi verið eftir, þegar líkið fannst, og það hafi þekkst á gullhring, sem maðurinn átti að hafa borið. Þessarar útgáfu er getið hér til að nenda á, hvað svona til- hæfulaus orðrómur getur orðið eðlilegur í smáatriðum til þess að hon- um verði frekar trúað. Það er ljótur leikur, sem verið er að leika með svona söguburði og fólk ætti að hjálpast við að kveða hann niður. Fulltrúar á Fiskiþlngi á fundi í Oddfellowhúsinu í gær. Efri mynd er iekin af loki á hita- veitugeymi, en neSri myndin er af uppgöngu á geymi. Hlífin yfir stig- anum er í seilingarhæð frá jörð og því ekki greitt uppgöngu. Auk þess er geymirinn svo rammlega lokaður að heila járnsmiðju þarf til að rjúfa gat á hann, svo að maður gæti þá leið safnazt til feðra sinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.