Tíminn - 24.02.1960, Qupperneq 2

Tíminn - 24.02.1960, Qupperneq 2
2 TÍMINN, mtSvikndaginn 24. febrúar 1960. Aðalf undur miðst jórnar ASalfundur miðstjórna og fundur formanna Fram- sóknarfélaganna hefst n. k. föstudag kl. 1,30 í Fram- sóknarhúsinu uppi. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á flokksskrifstofunni í Edduhúsinu. Búizt er við að fundurinn standi yfir í þrjá daga. Upptök eldsins oftast íkveikja Blaðinu hefur borizt skýrsla I Slökkvistöðvarinnar í Reykja-] vík um útköll og eldsvoða í Reykjavík árið 1959 Kennir þar margra grasa í sambandi við upptök eldsvoða. útköll með og án tilefnis, í hverju eldurinn var, á hvaða tíma sólarhrings, og loks um tjón af eldsvoðum. Er þá fyrst frá að segja, að á árinu voru 338 eldsvoðar í Reykjavík, og þar kemur fram sú furða, ag upptök eldsins ovru lang oftast íkveikja, eða hundrað og þrisvar sinnum. Þá kemur næst ókunnug orsök, eða 61 sinni, og sfðan sjaldnar hvað af öðru, eld- færi og ljósatæki, önnur raf- magnstæki, olíukyndingartæki, ým islegt, og loks sjaldnast reykháfa ogreykrör, og raflagnir með 13 skipti hvert. Eru þar með upp- talda r'ástæður eldsvoða í Reykja vik 1959. Gabb 68 sinnum. Slökkviliðið var kallað 475 sinn um út á árinu ,oftast í síma, eða 379 sinnum, en einnig með bruna j boða og sendiboðum. Erilsamasti mánuður hefur verið apríl með 65 skipti. Af þessu reyndust 137 kvaðningar vera án elds, og var þar um að ræða gabb 68 sinnum, grun um eld 57 sinnum og sam- slátt á línum 12 sinnum. Ýmislegf Það sem oftast hefur þurft að slökkva er á skýrslunni kallað ýmislegt, en það mun vera ýmis- konar skran og rusl, sem er ekki beinlínis verðmæti. Þá hefur og ver'ið slökktur eldur í íbúðarhús- um, útihúsum, bröggum, skipum, bílum og verkstæðum, alls eins ,og fyrr segir, 338 sinnum. Milli 15 og 18 íkveikjuhættasti tími sólarhrings ins virðist vera milli kl. 15—18, á þeim tíma eru eamtals 97 elds- voðar. Sá tími sem næst kemur er milli 18—22, svo ekki verður betur séð en mest eldhættan sé um hábjartan daginn og fram á kvöld, en sjaldnast hefur kviknað í milli kl. 06—09. 162 sinnum skaðlaust Sem betur fer er ekki nærri því alltaf tjón af þessu, því af þessum 338 eldsvoðum var ekk- ert tjón 162 sinnum, lítig 119 sinn um, talsvert 55 sinnum og mikið tvisvar sinnum. Vann 35 skákir af 41 AKUREYRI, 22. febr. — Friðrik Ólafsson, stórmeistari, kom hing- að fyrir helgina í boði Skákfélags Akureyrar. Tefldi hapn fjöltefli í Lóni síðdegis í gær, á 41 borði. Leikar fóru þannig, að Friðrik tapaði 2 s’kákum, gerði 4 jafntefli og vann 35. Samtímis fjölteflinu tefldi hann 3 blindskákir við meistaraflokksmenn og tapaði 2 en gerði 1 jafntefli. í kvöld ætlar Friðrik að tefla klukkuskák við 10 beztu taflmenn hér. E.D. Vara við af- leiðingunum Ályktun íslenzkra háskólastúdenta í Frakk- landi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar Samtök íslenzkra stúdenta í Frakklandi vara við þeim al- varlegu afleiðingum, sem væntanlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hljóta óhjá- kvæmileg*. að hafa fyrir ís- lenzka námsmenn erlendis. Með samþykkt þeirra yrði þeim gert algjörlega ókleift að halda námi sínu áfram af eig- m rammleik. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir óbreyttu styrkja- og lánakerfi (þ.e. að stuðningur hins opinbera verði eftir sem áður látinn nægja fyrir námskostnaði þriggja mán- aða), er óhugsandi, að námsmenn ga>tu unnið fyrir námskostnað- inum að öðiu leyti, þar sem auð- sýnt er, að hann muni allt að því tvöfaldast. Verða hart úti Samtökin benda á þá augljósu staðreynd, að við fyrirhugaðar ráðstafanir verða ís'lenzkir stúd- entar erlendis harðar úti en allir aðrir. Komi þær til framkvæmda er sýnt, að mikill hluti stúdenta ætti ekki annars völ en hætta námi og hverfa heim. Því eru ekki aðeins í veði hagsmunir þeirra. heldur og þjóðarinnar allrar. — Biðja samtökin ríkisstjórnina að gæta þess, að endurskoði hún ekki afstöðu^ sína, sé uti um þá sér- stöðu fslands, sem verið hefur stolt þjóðarinnar, að allir hafí aðstöðu til að stunda háskólanám. Hlnn nýt ambassador Dana á fslandi, herra Bjarne W. Paulson, afhentl í dag forseta íslands trúnaðarbréf sltt við hátfðlega athöfn á Bessastöðum. Viðstaddur athöfnlna var utanríklsráðherra. Vegna andláts H. C. Hansens, forsætlsráðherra Danmerkur, var há- degisverðarboðl fyrlr hlnn nýja ambassador og frú hans aflýst. Vísindasjóður aug- lýsir styrki 1960 Vísindasjóður hefur auglýst styrki ársins 1960 lausa til umsóknar. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild og Hugvísindadeild Formaður stjórnar Raunvísindadeildar er dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur, en formaður stjórn éT Hugvísindadeildar dr. Jó- hannes Nordal bankastjóri. Formaður yfirstjórnar sjóðsins er dr. Snorri Hallgrímsson próf. Raunvísindadeild annast styrkveit ingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarn- orkuvíslndi, efnafræði, stærð fræði, læknlsfræði, líffræði, líf- eðlisfræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvísindi, fiskifræði og tæknifræði. Hugvísindadeild annast etyrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp eldisfræð’i. Efla rannsóknir Hlutverk Vísindasjóðs er að efla fslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: 1) Einstaklinga og vísindastofn anir vegna tiltekinna rannsóknar- verkefna. 2) Kandídata til vísindalegs sér náms og þjálfunar. Kandídat verð ur að vinna ag tilteknum sérfræði legum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu. * 3) Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. 'Jmsóknir Umsóknir þurfa ag hafa borizt fyrir 1. apríl n.k. Umsóknareyðu blöð ásamt upplýsingum fást hjá deildaritur'um, á skrifstofu Há- skóla íslands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildarr'itarar eru fyrir Raunvísindadeild Guðm. Arn laugsson menntaskólakennari og fyrir Hugvisindadeild Bjarni Vil- hjálmsson skjalavörður. Fjöltefli Friðrik Ólafsson, stórmeistari, teflir fjöltefli við unglinga, 10—16 ára, í KR-heiimilinu miðvikudag inn 24. febr. kl. 8 e.h., og í Tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 8 e.h. Þátttakendur mæti stundvís- lega og hafi með sér töfL Fjöltefli þetta er liður í sam- starfi Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur, en þess ir aðilar hafa starfað saman að skákkennslu unglinga undanfarin ár, í taflklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hafa unglingarnir not- ið tilsagnar þekkti'a skákmanna, tekið þátt í kappmótum og teflt fjöltefli við kunna skákmenn. Lagaskrá komin út Lagasafnið kom út árig 1954. Síðan það kom út hafa orðið mikl ar breytingar á löggjöf landsins. Á þessum tæpu 6 árum hafa verið sett 232 ný lög, 198 lög hafa verið felld úr gildi og 128 lögum verið breytt. Lagasafnið er því orðið varasöm heimild um gildandi lög gjöf og harla tafsamt að leita af 6'ér grun uan breytingar er kunna að hafa verið gerðar á löggjöfinni síðan Lagasafnið kom út. Próf. Ármann Snævarr, sem á sfnum tíma sá um útgáfu Laga- safnsins ásamt próf. Ólafi Lárus- eyni, hefur nú tekið saman Laga skrá. Er það skrá um þær breyt- ingar er orðið hafa á íslenzkri löggjöf síðan Lagasafnið kom út, og er lögunum skipað í flokka á sama hátt og gert er í Laga- safninu. Skráin er nauðsynleg öllum þeim, er Lagasafnið nota og til mikils hagræðis í starfi. — Útgefandi er Hlaðbúð. Hlé á ílugi til Vestfjarða og Siglufjarðar Katalínaflugbátur Flugfélags ís lands „Sæfaxi“, sem að undan- förnu hefur verið notaður til flug ferða til Vestfjarða og Siglufjarð ar, mun nú verða tekin til eftir- 'lits og viðgerðar, og verð-ur því hlé á flugi til þeirra staða, um 6'inn. Ekki er unnt að segja um það fyrirfram hve langan tíma skoðun á flugbátnum tekur, en henni mun verða fiýtt svo sem föng eru á. Upphaflega var fyrirhugað að íisafjarðarfl-ugvöllur yrði tilbúin til umferðar á s.I. hausti, en bygg ing hans hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Einnig var áætlað að Katalinu flug legðist niður s.l. haust, en til þess að koma til móts við flutn ingaþörf Vestfjarða, ákvað Flug- félag ístands að halda flugi þang- að áfram með Katalínuflugvél um óákveðinn tíma. Vinstri menn unnu á í Múr- arafélaginu Um síðastliðna helgi fór fram stjórnarkjör í Múrarafél. Reykja- víkur. Listi Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna fékk 98 at- kvæði, en listi vinstri manna 79 atkvæði. Vinstri menn unnu á í kosningunum, fengu nú átján at- kvæðum meira en síðast. Framsóknarfélag Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjavíkur boðar til fundar um hús- næðis- og efnahagsmál i Framsóknarhúsinu annað kvöld kl. 8,30 síðd. Nánar skýrt frá fundinum síðar. Almennur stjornmálafundur í Rangárvallasýslu Framsóknarmenn cfna til almenns stjórnmálafundar i Hvols skóla annað kvöld kl. 8.30 Frummælendur á fundinum verða Ágúst Þorvaldsson, alþm., Björn Fr Björnsson, alþm., Helgi Bergs, verkfr. og Óskar Jónsson, bókari í Vík. Að þessum fundi loknum verður haldinn aðalfundur Fram- sóknarfélags Rangárvallasýslu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.