Tíminn - 24.02.1960, Page 5

Tíminn - 24.02.1960, Page 5
TIMIN N, micVvikudaginn 24. febrúar 1960. 5 mi Úigefsr.di: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Rilstjór! og ábm.: Þárarinn Þórarmsson Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Simar- 18 300. 18 301. 18 302, 18 303 18305 og 18 306 iskrifst., ritstjórnin og blaöamenn) Augiýsingasimi 19 523. AfgrciSslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Fjórum sinnum ofmikið Strax eftir að núv. ríkisstjórn var mynduð, hélt hinn nýi forsætisráðherra, Ólafur Thors, ræðu á fundi Sjálf- stæðismanna í Revkiavík. í ræðu þessari ræddi hann nokkuð um efnahagsmálin og skýrði m. a. svo frá, sam- kvæmt frásögn Mbl. 21. nóv. síðastl.: „Næst ræddi Ólafur Thors stefnuyfirlýsingu stjórnar- innar í einstökum atriðum. Kvaðst hann telja líklegt, að þjóðin yrði að fórna einhverju í bili til að tryggja framtíð sína. Sagðist hann hyggja, að engin þau úrræði, sem til greina gætu komið, yrðu almenningi þungbærari en 250 millj. kr. álögur, sem þó væru óhjákvæmilegar, ef ekki yrði leitað nýrra úrræða“. í ræðu þeirri, sem Ólafur Thors flutti í útvarpið á gamlaárskvöld vék hann að þessu sama máli og sagði þá: „Ef ekki verður tekin upp ný stefna í efnahagsmálun- um, verður óhjákvæmilegt að leggja á þjóðina, strax og Alþingi kemur saman, nýja skatta, er nema um 250 millj. kr. á ári. Þessir skattar og það, sem þeim fylgir, munu hækka vísitöluna um 5—6 stig.“ Það liggur þannig skjalfest fyrir, að ekki þurfti nema 250 millj. kr. nýjar álögur til að tryggja áfram hailalausan rekstur atvinnuveganna og ríkissjóðs. „ef ekki yrði tekin upp ný stefna 1 efnahagsmálunum“, eins og Ólafur Thors orðaði það í nýársræðunni. Þetta svarar til hallans, sem myndaðist við það, að stjórn Emils Jónssonar jók upp- bætur og niðurgreiðslur um 250—300 millj. kr. umfram það, sem var í tíð vinstri stjórnarinnar. í stað þess að hverfa að þeirri lausn að afla umræddra 250 millj. kr. nýrra tekna, fór ríkisstjórnin inn á þá braut að taka upp „nýja stefnu í efnahagsmálunum“, sem er þó í raun réttri ekki annað en endurvakning þqirra stjórnar- hátta, sem ríktu hér fyrir 30—40 árum. Tölulega hefur verið sýnt fram á það, án mótmæla af hálfu stjórnarflokk- anna, að þessi nýja stefna leggur rúmlega 1000 millj. kr. álögur á almenning, að frádreginni tekjuskattslækkuninni og hinum auknu almannatryggingum. Það er því staðreynd, sem ekki verður haggað, að hin „nýja efnahagsstefna" eða réttara sagt uppvakning hinna 40 ára gömlu stjórnarhátta, leggja fjórum sinnum meiri byrðar á almenning en nokkur þörf var á. Vill almenningur una slíkri stjórn og stjórnarháttum? Þeir einh, sem það vilja, geta stutt stjórnarflokkana. Brezkt herbragð Brezkir togaraeigendur hafa ákveðið að láta ekki tog- ara sína stunda veiðar innan fiskveíðilandhelgi íslands meðan Genfarráðstefnan stendur yfir. Af hálfu íslendinga getur þetta því aðeins talizt spor í rétta átt, að þetta sé upphaf þess, að Bretar láti togara sína alveg hætta veiðum innan íslenzku fiskveiðiland- helginnar, en ekki í 4—5 vikur til að sýna'sáttfýsi til málamynda. Langlíklegast er þetta aðeins herbragð af hálfu Breta, gert til þess að reyna að styrkja aðstöðu þeirra á hafrétt- arráðstefnunni í næsta mánuði. Svar íslendinga á að verða það að herða'sóknina til framgangs stefnu sinni þar. í þehn efnum gildir það ekki sízt að efla og styrkja þá þjóð- areiningu, er náðist í þessu máli með ályktun Alþingis á síðastl. vori. Fréttaþjónustan var hrein- rækíað karlasamfélaé Sigríður Thorlacius ræðir við frú Unni Börde Kröyer, sem var fréttastjóri hjá norska útvarpinu Hálfblinduð af moldroki og norðanstormi kný ég dyra á liúsi við Háteigsveg. Húsfreyj- an býður mér inn, ljóshærð kona, há vexti og tággrönn, smáfríð og skarpleit í senn. Augun blá og tillitið sterkt og hiklaust. Ég hef farið út að ganga á hverj um degi síðan ég kom til íslands, þangað til í dag, segir hún og lok- ar í skyndi, svo að kuldi og súgur æði ekki um húsið. Frú Unni Börde Kröyer giftist Haraldi Kröyer, forsetaritara snemma vetrar og flutti þá til ís- lands. Áður hafði hún tvisvar gist landið, er hún heimsótti foreldra sína, en faðir hennar er ambassa- dor Noregs á íslandi. Frú Unni hefur starfað við norska útvarpið undanfarin þrjú ár og er fyrsta konan, sem þar gegndi starfi fréttaritstjóra. Heyrt hef ég annars staðar frá, að hún hafi þótt óvenju fær í því starfi. Öll stríðsárin, að undanskilinni .skólavist eitt ár í Danmörku, dvaldi frú Unni í Osló með foreldr um sínum og þar lauk hún stúd- entsprófi árið 1948, aðeins 17 ára að aldri. Skömmu síðar var faðir hennar skipaður aðalræðismaður Noregs í San Fransisco og hóf hún þá háskólanám við Kaliforníu háskóla í Berkeley og lauk þar B.A. prófi í leikbókmenntum. Magistersprófi í leiklistarvísind- um lauk hún við Stanford háskól- ann nálægt San Fransisco og hafði kjörið sér að viðfangsefni leiklist í útvarpi og sjónvarpi. — Hvernig fannst yður náms- tilhögun í bandarískum háskólum, samanborið við námstilhögun í Noregi? — Ég hef aldrei stundað há- skólanám í .Noregi, en mér virtist greinilegt, að minna væri um sjáif stætt nám í bandarísku skólunum. Þar eru nemendur alltaf að taka próf, eru skyldugir að .sækja fyrir- lestra og hljóta einnig meiri leið- beiningu og aðhald frá kennurum sínum. — Ferðuðust þér mikið á með- an þér voruð í Bandaríkjunum? Aðallega um Vesturströndina og svo stundaði ég af miklu kappi skíðaferðir á landamærum Kali- forníu og Nevadafylkis. Einu sinni fór ég til Englands, en heppnust var ég þegar mér bauðst tækifæri til þess að fara til Japan og dvelja þar í átta mánuði. Aðdragandi þess var .sá, að við vorum stödd heima í Noregi og hittum þar gamla vini foreldra minna, norsk hjón, sem búsett eru í Japan. Frúin sagði einu sinni, að það væri nú gaman, ef ég gæti komið til þeirra í Japan, en ég tók það ekki alvarlega. Næst gerð- ist það, að þau komu að heim- sækja okkur í San Fransisco og þá spurðu þau hvenær ég ætlaði að koma. Nú væru þau búin að bjóða til sín annarri norskri stúlku og það væri einmitt ágætt fyrir okkur að vera þar samtimis. Þá fór nú hjartað að slá hraðar Ég gekk á milli allra norsku skipa- félaganna, sem skrifstofur hafa í San Fransiseo og spurði iivort ég gæti ekki fengið starf sem skips- þerna á einhverju skipi, sem færi til Japan. Og það tókst! Ég komst þannig báðar leiðir og sá margt skemmtilegt og athyglisvert á leið inni. Frú Unni Börde Kröyer — Hvernig vatvsvo Japansdvöl- in? Frú Unni brosir. Það var eins og fjarstæðukenndur æskudraum- ur hefði orðið að veruleika. Ég var ekki nema tuttugu og eins árs og sá allt í rósrauðri móðu af róm- antík. Við bjuggum í þeim mesta munaði, sem hægt var að veita okk ur, lifðum þann veg, sem gaman er að reyna einu sinni á ævinni, en hlýtur að verða ákaflega þreyt- andi til lengdar. — Hvað kom yður kynlegast fyrir sjónir? Fyrsta hálfa mánuðinn þótti manni það vera einkennilegast að fólkið skyldi allt vera svarthært og með skásett augu, og hvernig húsin voru útlits. En þegar á leið kom í Ijós, að lífsskoðun Japana var svo gerólík lífsskoðun okkar, að ógerningur var að skilja þá og þá skipti það minnstu hvert var litaraft fólksins og hver var hinn ríkjandi byggingarstíll. Það var eðlilega mjög erfitt að komast í samband við aðra Japani en þá, sem töluðu ensku, því að ógerlegt er að glöggva sig á tungu þeirra á skömmum tíma, ekki sízt vegna hinnar gerólíku stafagerðar rit- málsins. En fólkið var mjög vin- gjarnlegt alls staðar þar sem við komum og við urðum hvergi vör við neina óvild í garð útlendinga. — Hvar dvölduð þér? — í útjaðri borgarinnar Kobe á Honshu, sem er stærst japönsku eyjanna. Skammt er frá Kobe til Kyoto, hinnar fornu höfuðborgar, sem kölluð er borg hinna 999 mustera. Þar er margt merkilegt að sjá, musterin 999 eru enn öll vig lýði og vel við haldið. Á Honshu er víða mjög fallegt og við ferð- uðumst svo að segja um alla eyj- una. — Hafið þér ekki notað efni úr Japansferðinni í útvarpsþætti? — Aðeins sem þráð í barnatíma. Ég var of ung til þess að kunna aö hagnýta mér ferðina til annars en að skemmta mér. — Hvað tókuð þér fyrir að loknu háskólanámi? — Ég fór strax heim til Noregs og reyndi að fá mér starl. í fyrstu skrifaði ég dálítið fyrir blöð, en aðallega einbeitti ég mér að því að æfa mig í að skrifa norsku. Enskan hafði svo lengi verið mitt aðalmál, að það var alveg hræði- leg norska, sem ég skrifaði — einhvers konar skrúfaður kansellí- stíll! Nokkru eftir heimkomuna fékk ég starf við danska sjónvarpið og vann þar í fjóra eða fimm mánuði, en að norska útvarpinu komst ég árið 1956. Þar vann ég fyrst eink- um að því að útbúa dagskrár fyrir ungt fólk, en síðar komst ég að í fréttadeild. Þar er einn deildar- stjóri, tveir dagskrárstjórar og 8—10 fréttaritstjórar. Verkaskipt- ing er í stórum dráttum þannig, að fréttaritstjórarnir vinna saman tveir og tveir á vöktum, ýmist við að safna fréttunum, þýða þæi- og flyja, eða útbúa fréttir í öðru formi, svo .sem með viðtölum og frásögnum, sem og hvers konar samfelldar dagskrár. Vinnutími er ýmist frá klukkan sex að morgni til tvö eftir hádegi eða frá háif fjögur til hálf tólf á kvöldin. Auk þess verða fréttamenn að vera við því búnir að vera rifnir upp um miðjar nætur, ef eitthvað sérstakt er að gerast. Þetta vinnufyrir- komulag orsakar, að útvarpsfrétta- menn verða dálítið skrýtnir fugl- ar, þeir eiga sjaldan .samleið með öðrum starfshópum nema takmark aðan tíma sólarhringsins. En spennandi er það. — Hvaða þáttur starfsins þótti yður skemmtilegastur? — Tvímælalaust erlendu stjórn málin, þó að oft sé hart deilt á útvarpsmennina fyrir að gæta ekki þess fullkomna hlutleysis, sem þeim er ætlað að sýna í túlk- un þeirra mála. Hver fréttamaður ber ábyrgð á þeim fréttum, sem hann flytur, hvort sem er til lofs eða lasts. Ekki svo að skilja, að ekki væri líka spennandi að safna efni heimafyrir. Ég fór tii dæmis þangað, sem verið er að leggja neðanjarðarbraut i Osló, til þess að taka viðtöl á segulband og ná þeim hljóðum, sem starfinu fylgja og sjá með eigin augum hvað þar væri að gerast. Áður en ég fór niður í göngin var ég klædd í eins konar námumannsbúning með Ijós spennt á húfuna og þarna þutum við í vögnum eftir óralöng um jarðgöngum meðan sprengjng ar kváðu við og ýlfrandi vagnar þeyttust hjá. Og ég var hræddari en frá verði sagt, þvi að á mig sækir ægileg innilokunarkennd í hvert sinn og ég fer undir yfirborð jarðar. í fréttamannsstarfinu er tæki- færi til að hitta alls konar fólk og menn venjast á að taka á öllu, sem þeir eiga til. Það þýðif ekki að standa .mállaus frammi fyrir magnara, þegar verið er að út- varpa beint frá setningu þingsins. konungurinn ætlar að fara að flytja ræðu og svo framvegis. Min fyrsta reynsla í því að tala blaða- laust í útvarp varð dálítið söguleg. Það var á þjóðhátíðardaginn 17. maí, að útvarpa átti frá hátiða- höldunum víðs vegar af landinu og cg var send tii Ulefoss. Ég hafði gert ráð fyrir, að aðal frá- sagnarefnið yrði skrúðganga barn- anna og sitthvað í því sambandi. En þegar kom að mínum útvarps- tíma og þulurinn, sem næstur var á undar. mér tilkynnti. að nú yrði skipt yfir til Ulefoss. þá sást ekki (Framhald á 9. síða).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.