Tíminn - 17.03.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1960, Blaðsíða 8
8 T f M IN N, fimmtudaginn 17. marz 1960. VETTVAN6UK ÆSKUNNAE RITSTJÓRI: GUTTORMUR SIGBJARNARSON ÚTGEFANDi: SAMBANÐ UNGRA- FRAMSOKNARMANNÁ Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru svívirðileg árás á unga fólkið I landinu. Aðstaða jnga fólksins Gamalt íólk minnist oft þeirra daga, þegar það var ungt. Við, sem yngri erum, undrumst, þegar það segir frá því, hvernig þvi voru all- ar leiðir lokaðar, ef það vildi leita menntunar, eða ef það vildi reyna að koma þaki yfir höfuðið á sér. Þeir einir, sem áttu ríka foreldra, gátu veitt sér nokkuð slíkt. Á þessu ó- fremdarástandi urðu ekki' teljandi breytingar fyr en eftir 1940, en eftir þann tíma hefur ungt og dugandi fólk yfirleitt verlð fært um að afla sér þeirrar menntunar, sem hugurinn girntist, og enn fremur hefur það einnig átt möguleika á því að koma sér upp mannsæmandi íbúð um. Ungir menn hafa einnig haft nokkra möguleika á því að skapa sér sjálfstæðan at- vinnurekstur, sem verið hef- ur mjög mikilsvert fyrir þjóð- félagið í heild. Aðstaða anga fólksins til menntunar og athafna hef- ur verið þjóðfélaginu sá örfandi straumur, sem gert hefur þessi ár að mesta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar. ViðbrSgð yfirvaldanna Þrátt fyrir þessar stað- reyndir, þá hafa íslenzk stjórnarvöld oft á þessu tíma bili verið sofandi fyrir þörf- um unga fólksins, og mikið hefur á vantað að reynt hafi verið að skapa ungu fólki þau mennta- og starfsskil- yrði, sem æskilegt hefði verið. í því sambandi má benda á það, hversu mikill skortur ^r á viðunandi skóla húsnæði og kennslutækjum, og hvað lánsfjárskorturinn hefur háð langskólafólki, og ekki síður þeim, sem reynt hafa að koma fótunum fyrir sig í atvinnulíinu. Hvað er framundan? Nú hafa þau fáheyrðu tíð- indi gerzt, að ríkisstjómin hyggst með einni iagasetn- ing;i færa allt fjármálakerfi þjóðarinnar a.m.k. 50 ár aftur í tímann. Það á í stuttu máli sagt að skera niður við trog allt, sem áunnizt hefur i efna hagsmálum þjóðarinnar síð- asta áratuginn. Þar með á að svipta unga fólkið öllum þeim möguleikum sem það hefur aflað sér til mennta og athafna. Jafnframt missir þjóðfé- lagið þann örfandi kraft, sem bjartsýn, námfús og at hafnasöm ung kynslóð er þvi á hverjum tlma. Ef ríki'sstjórninni tekst að hrinda ráðagerð sinni í fram kvæmd, þá verða það aðeins böm hinna riku og út.völdu, sem geta leyft sér að hugsa um langskólamenntun, íbúða byggingar, atvinnutæki og þess háttar. Börn hinna fá- tæku þurfa ekki að hugsa um slíkt, þvi að þeim mun eng- inn kostur gefinn. Til þess eru refirnir skornir Höfuð markmið efnahags- aðgerða ríkisstjórnarinnar virðist vera það, að gera hina ríku rikari og hina fátæku fátækari, enda munu refirn- ir til þess skornir að skapa örfáum auðmönnum sérrétt- indaaðstöðu í þjóðfélaginu. Launaskerðingin verður þungbær Gengisfellingin ein hlýtur að leiða af sér all verulega launaskerðingu, auk þess munu ýmsar aðrar af efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar skerða laun almenn- ings mjög mikið, svo sem aukin skattheimta, þó að í óbeinum sköttum sé. Annað aðalatriði í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar er sam- dráttur I öllum framkvæmd- um og atvinnulífi þjóðarinn ar. Afleiðingarnar af sam- drcetti í atvinnulifinu eru vissulega ennþá alvarlegri heldur en launaskerðingin vegna gengisféllingarinnar. Frá aukavinnu til atvinnuleysis Á undanförnum árum hef- ur mi'kil og vel borguð auka vinna verið höfuðþátturinn í almennri velgengni. Föstu launin hafa sjaldnast hrokk- ið fyrir brýnustu lífsnauð- synjum. Aftur á móti hefur ungt og dugandi fólk brotizt áfram til góðrar efnahagsaf- komu með mjög mikilll auka vinnu. Fyrsta afleiðingin af samdrætti í atvinnulífsinu verður vissulega sú, að öll aukavinna hverfur úr sög- unni, ef ríkisstjórninni tekst áform sitt. Næsta skrefið verður svo, að atvinnuleysið heldur innreið sína. Sérstak- lega er mikil hætta á árs- tímabundnu atvinnuleysi viða út um land, og einnig er hættan mi'kil hjá þeim, sem hafa unnið að framkvæmd- um, sem byggjast á fjárfest- ingu. Skólafólk oq unglingar fá ekki atvinnu Þeir aðilar sem mest fá að kenna á atvinnuleysinu, verða skólafólk og ungling- ar. Atvinnumöguleikar skóla- fólks í sumarleyfum sínum verða sáralitlir og stopulir, en fjöldi af ungu fólki byggir skólagöngu sína á sumarat- vinnunni. Atvinnulausir unglingar flœkjast í hópum eftir göt- um bœjanna, sjálfum sér og öðrum til leiðinda, og það er of alkunnugt til þess að þörf sé að rœða það, hvað slíkt er hœttulegt fyrir upp eldi œskulýðsins. Erlendir skólamenn hafa öfundað okkur mikið af því, hvað við höfum getað veitt unglingunum mikil atvinnu- skilyrði, því að verkefnaskort ur ungiinga er víða mikið vandamál. Þessu er verið að bjóða hér helma. Við þörfm.’mst tækni- menntaðs fólks Nútíma þjóðfélagi er fátt nauðsynlegra en fjölmennur hópur vel menntaðra bjóðfé- lagsborgara. Sérstaklega er mikil þörf fyrir mikinn fjölda af tæknimenntuðum mönn- um, verkfræðingum, vélfræð- ingum, iðnfræðingum o.s.frv Við þurfum að sækja mikið af okkar tæknimenntun til útlanda eins og málum er nú háttað. En hvemig eru viðbrögð stjómarinnar gagnvart skóla fólkinu? Þar bólar hvergi á hjálparhönd, heldur þvert á móti. Minnkandi atvinna og atvinnuleysið verður skóla- mönnum mjög þungt í skauti, eins og minnzt hefur verið á. Margir iðnnemar fara sér- staklega illa vegna þessara ráðstafana. Mikill fjöldi iðn- nema byggja nám sitt að verulegu leyti á aukavinn- unni, sem verið hefur mjög mikil I mörgum iðngreinum. Hvernig gæti iðnnemi með fjölskyldu. dregið fram lífið án aukavinnu? Hva8 verSur um þá náms menn, sem stunda nám erlendis? Allra svívirðilegastar eru þó aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar gagnvart þeirr. námsmönn um, sem stunda nám erlend is. Auk þeirra erfiðleika sem minnkandi atvinna skapar þeim, þá bætist það við, að þeir eru sviptir öllum þeim fríðindum, sem þeir hafa haft, jafnframt gengisfelling unni, án þess að nokkrar bæt, ur komi í staðinn. Margir þeirra, sem nú stunda nám erlendis, munu neyðast til að hætta námi og hverfa heim, og það er ekki glæsilegt útlit fyrir þá, sem hafa hugsað sér langt og dýrt nám við erlenda skóla. Þar sem tæknimennt- un þjóðarinnar er svo mikið sótt til útlanda, og það er jafnframt staðreynd, að tæknimenntaðir menn koma sjaldnast úr auðmannastétt- um, þá iiggur það í augum u'oj’ hverjar afleiðingarnar verða. Verkmenning þjóðar- innar er í alvarlegri hœttu. Kveðjs ríkisstjórnarinnar tií húsbvogjenda og heimilis- ‘to^nenda Síðasta afrek ríkisstjórn- arinnar var, þegar þessar llnur voru ritaðar, að hœkka alla útlánsvexti upp í okur vexti. Þetta greiðir öllum þeim fjölda ungs fólks, sem stendur í húsbyggingum eða heimilisstofnun, slíkt rot- högg að ófyrlrsjáanlegt er, hversu geigvœnlegar afleið- ingar þetta kann að hafa. Það eitt er vist að peninga mennirnir munu fylgjast vandlega með nauðungarupp boðum á næstunni, því að hækkaðir vextir og minnk- andi atvinna mun gera mörg um ókleift að standa undir vöxtum og afborgunum af ný byggðum og hálfbyggðum j íbúðum. í sárabætui handa húsbyggendum hyggst ríkis- '■ stjómin útvega húsnæðis-j málastjórn 40 milljónir kr. ( — með aðeins 9% ársvörtum. — Það hafa að vísu verið taldir okurvextir fram til þessa, og ásælnir peninga- menn verið dregnir fyrir rétt út af slíkum smámunum. j Vextirnir drepa atvinnulífið i dróma Ekki verður álitlegra fyrir unga menn að leggja út í sjálfstæðan atvinnnrekstur, enda úti’okað, að nokkur geti byrjað á einhverju «rku án verulgs lánsfjár. Nú girða okurvextirnir fyrir það. —, Hvernig fer fyrir þeim, sem nýlega hafa keypt sér vöru- bíl eða ráðist í stofnun ein- hvers verkstæðis af lítilli getu? Hætt er við, að margir þeirra lcmdi í greiðsluþrot, þegar víxlarnir falla. Við get um alveg eins búist við því, að það verði nóg verkefni fyr ir unga fólkið að vera á snöp um eftir stopulli atvinnu. Er verið ?ð gera efnahags- mál íslendinga að tilrauna- stöð fyrir hagfræðinga? Erum við neydd til að trúa þvi, að ríkisstjórnin vilji koma hér öllu á kaldan klak- ann, eða er verið að gera ís- land að tilraunastöð fyrir hagfræðinga til að sann- reyna einhverjar hagfræði- kenningar á svipaðan hátt og byggingar og ýmsar aðrar stórframkvæmdir á vegum Reykjavikurbæjar hafa verið tilraunaviðfangsefni arkitekta og verkfræðinga, þó að það hafi hvað eftir annað kostað hinn almenna skattborgara nokkra milljónatugi. Ef til vill ný bjargráð Ef til vill ætlar ríkisstjórn in að koma með ný bjargráð fyrir atvinnulífið, þó að hún þegi nú sem fastast. Ef til vill er hægt að selja einhver landsréttindi til vlðbótar, t d. með auknum framkvæmd um á vegum varnarliðsins. svo sem herskipahöfn handa auknum sjóher Einnig hafa ýmsir erlendir aðilar ágirnd á fossunum okkar. Hver veit? Hvað ber tramtíðin I ckauti sér? Við erum stödd á vegamót- um í efnahavsmálum þjóðar innar. Hvað er framundan0 Ungir sem gamlir verða að líta upp og gefa því gætur, hvað er að gerast i kringum þá. Er verið að sökkva okkur í mvrkur fátæktarinnar? Sér- staklega ber nnw fóikinu að fylgjast með bví hvað er að gerast hví ^ð það er það, sem landið erfir. Eina vörniv fyrir nnga fólkið oeon þeirrj arán *em að hevni er beint, er að rísa upp til varnar og láta ekk- ert tœkifœri ónotað. til að 7áta andúð sína í Ijósi. m.eð orðum eða athöfnum. Hver verður framtv* lg.ndsins ef æskan g etur "kki lengnr verið bjartsýn námfús og athafnasöm?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.