Tíminn - 17.03.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.03.1960, Blaðsíða 14
14 T f M I N N, fimmtudaginn 17, marz 1960. inn. Þér skuluð spyrja eftir mér, ég heiti Noel Strachan og er elzti lögfræðingurinn í fyrirtækinu. Henni var vísað inn til mín stundvíslega klukkan hálf ellefu á laugardagsmorgun. Hún var í meðallagi há og dökkhærð, fríðleiksstúlka á yfirlætislausan hátt. Það var yfir henni einhver ró, sem ég á erfitt með að lýsa, en fylgir suihum skozkum konum. Hún var klædd dökkblárri kápu og samlitu pilsi. Eg stóð á fætur, heilsaði henni og bauð henni sæti. Svo tók ég fram skjöl- in. — Jæja, ungfrú Paget. Eg frétti til yðar í gegn um föð- ursystur yðar, Agöthu Paget. Hún kinkaði kolli. — Ag- atha frænka skrifaði mér, að hún hefði fengið bréf frá yð- ur. Já hún er föðursystir mín. — Svo að þér eruð dóttir Arthur og Jean Paget, sem bjuggu í Southampton og Malaya? — Það er rétt. Eg er með fæðingarvottorð mitt og gift- ingarvottorð foreldra minna, ásamt fæðingarvottorði móð- ur minnar. Hún tók skjölin úr tösku sinni og lagði þau á borðið, ásamt vegabréfi sínu- Eg aðgætti skjölin vandlega. Um það var engum blöðum að flettá, hún var sú, sem ég leit- aði að. Eg hallaði mér aftur í stól- inn og tók ofan gleraugun. — Segið mér, ungfrú, Paget, hittuð þér nokkurn tíma móð- 1 urbróður yðar, Douglas Mac- t fadden? j Hún hikaði. — Eg hef ver- 1 ið að velta því fyrir mér, sagði ' hún hreinskilnislega. — Eg ' gæti ekki svarið, að ég hefði nokkurn tima séð hann, en ég held þó að það hljóti að hafa ! verið hann, sem við fórum að finna með mömmu í Skotlandi I þegar ég var um tíu ára. Við fórum öll saman — mamma, I Donald og ég. Eg man eftir 1 gömlum manni í loftlitlu her- bergi. Eg held að það hafi verið móðurbróðir minn, en ég er ekki viss. Þetta kom heim við það sem Macfadden hafði sagt mér um heimsókn systur sinnar og barna hennar árið 1932. Þá hlaut stúlkan að hafa verið ellefu ára gömul. — Segið mér, ungfrú Paget, er Donald bróð- ir yðar á lífi? spurði ég. Hún hristi höfuðið. — Hann dó 1943 — hann var striðs- fangi. Japanir tóku hann fast an í Singapore þegar við gáf- umst upp þar og svo var hann sendur i járnbrautina. Eg fylgdist ekki með. — í járnbrautina? Hún horfði dálítið kulda- lega á mig og mér fannst til- lit hennar tjá umburðarlyndi með fáfræði þeirra, sem verið höfðu heima í Englandi. — Járnbrautina, sem Japanir létu Asíumenn og stríðsfanga leggja frá Siam til Burma. Þar dó maður fyrir hvem þverbjálka, sem lagður var og brautin er nær tvö hundruð mílur á lengd. Donald var einn af þeim. Það varð svolítil þögn. — Það hryggir mig, sagði ég svo. — Því miður verð ég að — Svo má segja, anzaði ég, — en þér mynduð aðeins fá vextina af eignum hans þang að til 1956. Að þeim tíma liðn- um hafið þér fullan ráðstöf- unarrétt yfir höfuðstólnum. — Hve mikið lét hann eftir sig? Eg greip blað úr skjalabunk anum fyrir framan mig og leit yfir niðurstöður heildarupp- gjörsins. — Þegar erfðaskatt ur og dánargjafir hafa verið greiddar, sagði ég hægt, — þá verða eftirstöðvarnar sem Framhaldssaga ir það, að ég þarf aldrei að vinna framar, nema ég óski þess sjálf. Hún hitti naglann á höfuð- ið með síðustu orðum sínum. — Einmitt, sagði ég, — ekki nema þér óskið þess sjálf. — Eg veit ekki hvað ég ætti af mér að gera, ef ég þyrfti ekki að fara á skrifstofuna, sagði hún. — Það er allt mitt líf. — Þá myndi ég halda á- fram að fara á skrifstofuna 1 yðar sporum, sagði ég. Hún hló. — Ætli að það sé ekki bezt. — Eg er gamall maður, ung frú Paget og hef oft breytt Nevil Shute,- VÍDA LIGOJA VEGAMÚT spyrja yður enn einnar spurn ingar. Hafið þér dánarvott- orð? Hún starði á mig. — Nei, það hef ég sannarlega ekki. — Jæja . . . Eg hallaði mér afturábak í stólinn og tók arfleiðsluskrána af borðinu. — Þetta er erfðaskrá Dougl- as Macfadden sagði ég. — Eg lét taka afrit af henni handa yður, en ég held að bezt sé að ég segi yður efni hennar með venjulegu orðalagi. Pöður- bróðir yðar gaf tvær smá dán argjafir. Afgangurinn átti að renna til Donalds bróður yðar. Siklyrðin voru þau, að móðir yðar nyti vaxtanna um sína daga. Ef hún dæi áður en bróð ir yðar yrði myndugur, var arf urinn bundinn þar til hann yrði tuttugu og eins árs. Ef bróðir yðar andaðist áður en honum tæmdist arfurinn, þá áttuð þér að taka hann eftir andlát móður yðar, en þó með því skilyrði, að hann yrði yð- ur ekki afhentur til umróða ur ekki afhentur til umráða verðið þrjátiu og fimm ára gömul. Þér skiljið, að okkur er nauðsynlegt að fá lögform lega staðfestingu á andláti bróður yðar. Hún hikaði um stund en sagði svo- — Eg er hrædd um, að ég sé ákaflega heimsk, herra Strachen. Mér skilst að þér viljið fá eitthvert sönnun argagn fyrir því, að Donald sé dáinn. En skil ég rétt að að því loknu fái ég allar þær eigur, sem Douglas frændi minn lét eftir sig? Sigríður Thorlacius þýddi 3. næst fimmtíu og þriggja þús- und punda virði, miðað við núgildandi verðlag. Eg legg á- herzlu á, að sú upphæð er miðuð við núgildandi verð- lag, ungfrú Paget. Þér getið ekki treyst því, að það verði sú upphæð, sem þér erfið 1956. Verðfall á verðbréfum hefur einnig áhrif á erfðaféð. Hún starði á mig. — Fimm- tíu og þrjú þúsund pund? Eg kinkaði kolli. — Það virð ist vera niðurstöðutalan. — Hve miklir vextir myndu fást árlega af þeirri fjárhæð, herra Strachan? Eg leit aftur á blaðið. — Sé hún látin standa í þeim verð- bréfum sem hún nú er í, ættu brúttótekjurnar að vera um 1550 sterlingspund, þar frá verður að draga tekjuskatt. Þér mynduð fá um níu hundr uð pund á ári í eyðslueyri, ungfrú Paget. — Ó . . . . Það varð löng þögn. Hún starði á borðið fyr ir framan sig. Svo leit hún á mig og brosti. — Maður þarf að venjast slíku, sagði hún. — Eg á við — ég hef alltaf unnið fyrir mér, herra Strach an og hefur aldrei dottið í hug að ég ætti annarra kosta völ, nema ef að ég giftist og það er raunverulega aðeins að skipta um starf. En þetta þýð heimskulega og það hef ég lært af heimskupörum mínum að maður á aldrei að flýta sér of mikið að taka ákvarðanir. Ef ég má bjóða yður mín ráð, þá tel ég að þér ættuð að halda áfram starfi yðar fyrst um sinn að minnsta kosti og ég held ekki að þér ættuð að ræða um arfinn á skrifstof- unni. í fyrsta lagi munu líða nokkrir mánuðir þar til þér fáið eignarrétt yðar staðfest an. Fyrst verður að leita stað festingar á dauða bróður yðar, þar næst að fá staðfestingu skiptaráðendaréttar í Skot- landi og selja nokkuð af skuldabréfum til að mæta á- föllnum kostnaði. Segið mér, hvað starfið þér hjá Pack og Levy? — Eg hraðrita og vélrita, sagði hún. — Eg er einkarit- afi herra Pack. — Og hvar búið þér? — Eg leigi mér herbergi í Campion Road 43, rétt hjá Ealing almenningnum. Það er gott herbergi, en venjulega borða ég á matsölum. Eg hugsaði mig um. — Eig ið þér marga vini í Ealing- hverfinu? Hve lengi hafði þér búið þar? — Eg þekki ekki margt fólk, sagði hún, — eina eða tvær fjölskyldur — samstarfsfólk mitt. Eg hef verið hér í rösk tvö ár eða síðan ég komst heim aftur. Eg var nefnilega í Malaya, herra Strachan og var eins konar stríðsfangi þar í hálft fjórða ár. Þegar ég komst heim, þá fékk ég þetta starf hjá Pack og Levy. Eg skrifaði heimilisfang hennar. — Jæja, ungfrú Pag- et, í yðar sporum myndi ég láta sem ekkert væri fyrst um sinn, sagði ég. — Eg mun snúa mér til hermálaráðuneytisins á mánudag og fá skjölin varð andi bróður yðar eins fljótt og auðið er. Segið mér fullt nafn hans, númer og herdeild. — Hún gerði það og ég skrif aði það allt hjá mér. — Þegar það er fengið, mun ég fá erfða skrána staðfesta, en við verð um fjárhaldsmenn yðar þang að til 1956. Hún leit á mig. — Viljið þér útskýra þetta nánar fyrir mér. Eg er ekki vel að mér í lög- fræði. — Eg skil það. Þér munuð sjá þetta allt í afritinu, sem ég fæ yður, en meiningin er þessi, að móðurþróðir yðar hafði litla trú á getu kvenna til að stjórna fjármálum. Mér þykir leitt, að verða að segja þetta en þér eigið heimtingu á að vita allan sannleikann. Hún hló. — Verið ekki að af saka hann, herra Strachan. Og hvað svo? — í fyrstu vildi hann ekki að þér fenguð umráð yfir höf uðstólnum fyrr en þér væruð orðin fertug, sagði ég, en ég var því andvígur. Þó tókst mér ekki að fá hann til að færa aldurstakmarkið neðar en þetta. Hann tilnefndi fjár- haldsmenn yðar, sjálfan mig og félaga minn, og það er okk ar skylda að sjá um það eft- ir beztu getu, að höfuðstóll- inn rýrni ekki, þar til við af- hendum erfingjanum hann á tilskildum tíma. — Eg skil. Frændi hefur óttast að ég myndi kannske eyða þessum fimmtíu og þremur þúsundum strax. Eg kinkaði kolli. — Einmitt. Hann þekkti yður auðvitað ekki, svo að þetta beindist ekki að yður persónulega. Hann taldi aðeins að konum væri slður sýnt um að fara með fjármuni á unga aldri en körlum. Hún sagði stillilega. — Það má vel vera rétt. Stundar- .....ápaiið yöur Hkup A .ralUi margra. veralanaií OÖNUOðL ÁÖUUM títíUH! -AusturstræCi EIRIKUR víöförli Töfra- sverðið 88 ‘•’f^OONOIZJTUoí^l — Þar hverfa matvæli okkar og skinntreyjur, tautar Ormur, þegar þeir sjá Mongólana hverfa úr aug- sýn. ... — Við verðum að fara á eftir þeim, segir Þorkell. — Þú hefur á réttu að standa, segir Eiríkur. — Við höfum farið í þessa ferð til að finna sverð Týs. Aðeins ef okkur heppnast þetta, getum við bjargað þúsundum sak- Lausra undir harðstjórn Bor Khans. Soltnir og kaldir halda þeir af stað. Rorik er nær dauða en lífi. Hann er að hugsa um að strjúka og flýja niður að strönd. Ormur hefur hið sama í huga. Allt í einu sjá þeir ljós fram- undan. Mongólar «lá upp tjaldbúð- um fyrir nóttina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.