Tíminn - 17.03.1960, Page 16

Tíminn - 17.03.1960, Page 16
62. bla». Fimnitudaginn 17. marz 1960. Áskriftarverð kr. 35.00. s%r ,4 ''"///■ islendingar fylla skipin Færeyingar hafa ekki mikinn áhuga fyrir Islandsferðum Eins og skýrt var frá á dög- unum hefur Fiskimannafélag Færeyja nú aflétt því banni, að færeyskir sjómenn megi ekki ráða sig á íslenzk fiski- skip. Nokkrir Færeyingar eru væntanlegir hingað til lands á næstunni, en ekki virðist vera mikill áhugi hjá þeim fyrir því að koma hingað. Togarinn Keilir er væntanlegur á næstunni með 16 Færeyinga, og eru það þeir einu, sem vitað er að koma munu nú um sinn. Nokkr ir hafa ýmist skrifað íslenzkum útgerðarmönnum eða sent þeim skeyti, með fyrirspurn um það, hvort þeir mættu koma. Við höfum menn Reyndin hefur hins vegar orðið sú, að útgerðarmennirnir hafa svarað fyrirspurninni neitandi vegna þess, að þeir hafa ráðið fs- lendinga í skiprúmin. Þegar allt kemur til alls, hefur þessi deila orðið til þess að sýna íslendingum að þeir geta sjálfir mannað sín skip að mestu en þurfa ekki að sækja áhafnir til annarra landa. Tóbak og vín hækkar Áfengið hækkaði tóbakið á morgun í verði í fyrradag, en Áfengið hefur nú hækkað í verði eins og annað, en sá munur er á, að hjá vínverzlun- inni eru birgðirnar hækkaðar, en ekki beðið effir endurnýjun með hækkunina. Hækkunin nemur allmiklu, sem sézt á því, að „Svarta dauða" flaskan hefur hækkað úr kr. 140 upp : kr. 170,00, eða um 30 krónur. Vodka hefur hækkað úr kr. 150 upp í 180 kr. Er þar um meiri hækkun að ræða en á brennivíni, þótt hækkunin sé sú sama að krónutölu, því að vodkað er í tveggja pela flöskum en brenni- vínið í þriggja pela. Viskíið á kr. 315.00 Einna mest mun hækkunin hafa orðið á skozku vískíi, sem nýtur mikilla vinsælda, a. m. k. meðal efnameiri manna, en það var hækkað um kr. 5000, úr kr. 265 í kr. 315 og gin, sem .sennilega er óhætt að telja í öðru sæti á vinsældalistanum, hækkar úr kr. 200 í kr. 240. Létt vín líka Létt vín eru látin sitja við sama borð og brennd, og hækkar hver flaska af frönskum borðvínum um kr. 20. Hvítvín hækkar um 10 kr., úr 52 kr. í 62 kr. Svo kemur tóbakið í fyrramálið hækkar svo tóbakið frá Tóbakseinkasölunni. Ekki tókst blaðinu að fá upplýsingar um verð einstakra tóbakstegunda eftir ti ntoknnáa*. álagið mun vera nálægt 15—16 af hundraði, dálítið misjafnt eftir því hvaða tegund í hlut á. Verðið er hækkað á birgð- um Tóbakseinkasölunnar, en þess ber að gæta, að útsölur mega ekki hækka gömlu birgðirnar. Hér sést Gamli-Ford Bjarna Hrlendssonar á Víðistöðum. Hann er enn gangfær og notaður til að bera á túnið. Varahlutir í Gamla-Ford - flibbar og gaddavír - Rætt viS eigendur elztu bíla landsins frá er og báðum hann að segja okkur sitthvað af Gamla-Ford. Geir var á förum til Ameríku á vegum Sölu- miðstöðvarinnar en gaf sér tíma til að rabba við okkur meðan frú- in hellti á könnuna. I skýrsiu sem greinir bifreiðaeign landsmanna sérstök skrá um aldur bif- leiða. Þar sést aS árið 1955 hafa flestar bifreiðar verið fluttar inn, 3427 að tölu. Hins siökkviliSsbíll vegar höfðum við upp á tveim- ' Jg keypti bílinn fyrir fjórum ur bifreiðaeigendum sem arum af hvítasunnupresti í Hafnar- munu eiga elztu bifreiðir á jfirði. Nikulási trésmið Jónssyni. landinu. Það eru Geir Mngnús-; son viðskiptafræðingur í Keykjavík og Bjarni Erlends- son á Víðistöðum við Hafnar- fjörð. Geir keypti fyrir fjórum árum Ford-bíl K-2989 frá árinu 1923, mesta kostagrip og sómakerru. Rjarni á Víðistöðum á einnig Ford- vörubíl, G-347, smíðaár 1925 og er hann enn gangfær og notaður. Við hittum Geir að máli í gær var 300 krónur. — Bíllinn er kominn hingað til lands írá Sviþjóð, árið 1923 og var not- aður sem slökkviliðsbíll á Akur- eyri. Þá voru settar langsumfjaðrir á hann að aftan þar sem slökkvi- dælan var en sæti fyrir tvo fram í. Síðan var bíllinn nokkurn tíma á Óiafsfirði en þaðan fluttur til Hafnarfjarðar og settur út úr embætti sem slökkviliðsblll. Þó var hann hafður um tíma á Selfossi í forföllum, og þá varð að fara á honum Þingvallaleiðina því hann komst ekki upp Kambana. — Það var alsiða að fara aftur á bak upp brekkur á gömlu bílunum, vegna þess að engin olíudæla var í þeim og síður hætta á að þeir bræddu úr sér ef ekið var aftur á bak upp. Á leikhús og böil Ég smíðaði sjálfur hús á bílinn þegar ég fékk hann og ók á honum hér um göturnar í fjögur ár. Þegar heitmey mín sá hann fyrst, sór hún þess dýran eið að láta aldrei sjá sig náíægt honum en það fór á aðra leið. Við fórum bæði á leik- hús og böll í bílnum og hann stóð sig með mestu prýði. Þetta eru vandaðir bílar og þarf (Framháld á 3. síðu). Bjarrti 75 aura á mann Geir aftur á bak upp Þetta er bifrelð Geirs Magnússonar. Hann fór á honum á leikhús og böll og sína stoltustu stund llfðl Gamll-Ford fyrir nokkrum árum, þegar hann dró í gang splúnkunýjan lúxusbll. íá,'///.. ////m / V/ /ZyW///// Regn Nú er dagur regnhlífanna. I dag á sem sé að rigna dálítið á kollana á okkur, en ekki verður það neltt ofstopaveður, því að vind- ur er mjög lítill og af austri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.