Tíminn - 19.03.1960, Síða 5

Tíminn - 19.03.1960, Síða 5
r f MIN N, laugardaginn 19. marz 1960. 5 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Ritst]6ri og ábm. ÞórarlnD Þórarinsson. Skriístofui i Edduhústnu við Lindargötu Símar 18 300 18 301 L8 302 18 303 18305 og 18 306 'skrifst ritstiórnin og olaðamenni Augiýsmgasími 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf Röng tekjuáætiun Þótt stjórnarsinnar stefni markvisst að því að draga úr framförum og framkvæmdum, vilja þeir komast hjá því að segja það opinskátt. Þess vegna reyna þeir m. a. að finna tyllisakir til þess að réttlæta andstöðu sína gegn fjárlagatillögum Framsóknarmanna um að haldið skuli í horfinu með framlög ríkisins til framkvæmda og atvinnuveganna. Helzta tylliástæða þeirra er sú, að þessar tillögur Framsóknarflokksins muni leiða til þess að leggja þurfi á nýjar álögur. Þess vegna geti þeir ekki veitt þeim stuðning. Fulltrúar Framsóknarflokksins í fjárveitinganefnd hafa sýnt ljóslega fram á, að þetta er blekking ein. Það þarf engar nýjar álögur vegna þessara tillagna. Þær á- lögur, sem ríkisstjórnin hefur boðað og ætlar að leggja á. nægja fullkomlega til að mæta þessum auknu út- gjöldum og ipeira til. Tillögur Framsóknarmanna miðast því við það, að hæfilegum hluta þessa fjár, sem ríkis- stjórnin ætlar að innheimta, verði varið til framkvæmda, i stað þess að þetta fé safnist fyrir sem afgangur, er stjórnin getur varið til éyðslu eftir vild sinni í nefndaráliti Framsóknarmanna er sýnt ljóslega fram á, að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar er hátt á þriðja hundrað milljón kr. lægri en núglidandi tekju- löggjöf hefði gefið í ríkissjóð miðað við innflutning árs- ins 1958. Jafnvel þótt ríkisstjórnin hyggi á stórfelldan samdrátt og gera eigi fátæktina að skömmtunarstjóra, verður ekki hægt að gera ráð fyrir, að innflutningur verði minni 1960 en 1958, þegar tekið er tillit til fólks- fjölgunar á þessum tíma. Sé miðað við innflutning ársins 1958 eiga eftirfar- andi tekjuliðir að verða sem hér segir á þessu ári: Vöru- magnstollur 36,3 milljónir, verðtollur 461,3 milljónir, innflutningsgjald 164,3 milljónir og söluskattur á inn- flutningi 195,9 milljónir eða samtals 857,8 milljónir. En stjórnin áætlar þessar tekjur árið 1960 667 milljónir. Það skakkar hvorki meira né minna en RÚMUM 210 MILLJÓNUM KRÓNA. Þar við bætist að fyrirhugaður söluskattur mun reyn- ast miklu meiri tekjulina en áætlað er, því að áætlunin á honum er byggð á sama innflutmngsgrunni, en hann er áætlaður 280 milljónir á þessu ári. Það er því vissulega varleg áætlun, þegar fulltrúar Framsóknarflokksins í fjárveitinganefnd leggja til, að tekjuáætlunin hækki um 80 millj. kr.. þegar sýnt er að hún má vel hækka um 210 millj. króna, ef miðað er við innflutninginn 1958 Þessi 80 millj. kr. aukning nægir hins vegar til að vega gegn útgjaldatillögum Framsóknarmanna. Framsóknarmenn eru því ekki að leggja til, að á- lögur verði auknar þegar þeir bera fram tillögur um aukin framlög til framkvæmda og atvinnuveganna. Þeir eru aðeins að leggja til, að tekjum, sem ríkisstjórnin ætlar að innheimta, verði ráðstafað til uppbyggingar og framfara. Stjórnarliðar geta því ekki réttlætt andstöðu sína gegn þessum tillögum með því, að þær kalli á nýjar á- lögur. Það er blekking ein. Andstaða þeirra er sprottin af því einu, að þeir vilja samdrátt — vilja draga úr uppbyggingu og framförum. Gísli Magitússon. Eyhildarhom: AFT i. Því var af mörgum spáð er kjör- dæmabreytingin var á döfinni, að önnur ótíðindi mundu á eftir fara. Sjálf var kjördæmabyltingin sú árás á landsbygðina utan Reykja- víkur og næsta nágrennis, að því lík hafði eigi áður verið gerð. Ærslin voru slík og ósköpin, að fleiri atlögur mundu í vændum vera. Þurfti og eigi lengi að bíða. „Verkamannastjórn" Sjálfstæðis- flokksins lét það verða eitt af sín- um fyrstu verkum, að skera niður áætlaðar raforkuframkvæmdir og draga stórlega úr dreifingu raf- magns um landið. í annan stað réðst hún að bændastéttinni af ein dæma ósvífni og svipti hana með nokkrum pennadráttum lögvernd- uðum og lögtryggðum samnings- rétti — með fullri vitund og vilja „allra-stétta-flokksins“. Og þó var hvorugt þetta það meginmál, er undir bjó, enda þótt hvort tveggja sýndi gerla, hvert stefndi. II. Sjálfstæðisflokkurinn er, sem allir vita, fyrirtæki fjáraflamanna í höfuðstað landsins. Flokkurinn er fyrst og fremst gróðafyrirtæki. Forsjármenn hans og máttarviðir hafa það höfuðmark, að safna sam- an og draga í eigin hendur alla meginþáttu fjármálavalds í land- inu. Peningavaldinu fylgir póli- tískt vald. Auk vinahóta og kjass- mæla fyrir kosningar, svo að jafn- vel bændur sumir og verkamenn vikna við, eru „allra-stétta-flokkn- um“ tiltæk hin margvíslegustu úr- ræði til að afla sér pólitískra áhrifa og drottinvalds. Því getur það verið háskalegt fyrir litla lýð- ræðisþjóð, sem ríður lífið á að nytja land sitt allt og nytja það vel, að miklir fjármunir leiti til einnar áttar og safnist á hendur fárra manna á suðvesturhorni landsins. Þangað er fjármagnið sogað í stríðum straumum. Og fólkið fylgir eftir, svo að til auðn- ar horfir víða, þar sem þó eru engu lakari kostir til margvíslegr- ar upbyggingar og athafnalífs. AUt stefnir að einu marki: Fjármagn- ið á að drottna, fólkið að lúta. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokks ins, hins íslenzka íhaldsflokks, ógrímuklædd. Hún getur haft sína kosti, ef kalla mætti svo. En geð- felld er hún ekki né vænleg til að efla það jafnvægi, sem allir hafa á vörunum. Og nú hefur flokkurinn látið grímuna faUa. Með hinni nýju efnahagsmálalöggjöf er stefnt að samdrætti í atvinnurekstri, stöðv- un framkvæmda og hvers konar uppbyggingar úti um land — og um leið að stórfelldri kjaraskerð- ingu alls þorra manna. Þessu til viðbótar er svo þrengt að kosti samvinnufélaganna sérstaklega, — þeirra stofnana, sem ríkastan eiga þáttinn í altækri uppbyggingu hringinn í kringum land. Þurfti raunar engum að koma á óvart, að saumað mundi verða að sam- vinnufélögunum, ef fjandmenn þeirra fengju tögl og hagldir. Er hér tUvalið dæmi um félagsþroska þeirra „samvinnumanna“, er með atkvæði sínu og jafnvel áróðri styðja til áhrifavalds þá óhappa- menn, sem bundizt hafa í þann flokk, er ríða vill niður samvinnu- samtök almennings og gera þau máttarvana. Samvinnumenn hafa ekki lengur frið með það fé, sem þeir kunna að hafa dregið saman og notað til nauðsynlegrar starf- semi og uppbyggingar heima í hér aði. Nú eru þeir skyldaðir til að láta af hendi nokkurn hluta þess fjármagns — til ílutnings suður á U R H Seltjarnarnes. Fjárflóttinn utan af landsbyggðinni er sem sé ekki nógu stríður. Því þarf að herða á honum. III. Það er svo sem ekki óbjörgulegt álit, sem ríkisstjórnin hefur á skyni almennings í þessu landi. Hún ætlar mönnum að gína við þeirri staðhæfingu, að hækkun elli launa og fjölskyldubóta, ásamt nokkurri niðurgreiðslu á korn- vöru, kaffi og sykri, vegi að mestu upp á móti 350—400 millj. kr. nýj- um sköttum, frá 20% og allt upp í 75% hækkun á vöruverði, niður- fellingu sérbóta á vissar fiskteg- undir, sem eru verulegur hluti alls sjávarafla á Norðurlandi, Vest- fjörðum og Austfjörðum; aukinni lánsfjárkreppu og svo stórfelldri hækkun vaxta, að fella verður nið- ur vaxtaákvæði okurlaganna, svo að löghelga megi okur hins opin- bera! Engin kjaraskerðing!, segja stjórnarherrarnir. Er þetta ekki oftrú á heimsk- unni? Almenningur er naumast slog- inn þvílíkri blindu, að hann sjái ekki gerla hvað við blasir. Eða hvað segja bændur, sem þurfa að kaupa fóðurbæti, erlendan áburð, vélar, varahluti og ótal margt fleira? Hvað segja verkamenn, sem eiga allt sitt undir því, að eigi verði samdráttur í atvinnulífi þjóð arinnar og framkvæmdum, — sam dráttur, sem fyrr en varir kann að valda atvinnuleysi? Hvað segja sjó menn og útgerðarmenn á Vestur- land}, Norður-, pg ^Austurlandi, um afnam sérbótanná, er lögfestar voru á sínum tíma til þess að þeir stæðu ekki jafn höllum fæti og ella mundi? Hvað segja allir þeir, er koma þurfa upp íbúðum eða öðrum húsakosti fyrir lánsfé, þeg- ar byggingarefni stórhækkar, láns- fjárkostir þrengjast og okurvextir settir af ríkisstjórninni, sem til þess hefur fengið alræðisvald? Og hvað segja nú íhaldsbændurn ir, þeir sem hæst fuðruðu upp út af verðhækkun á rekstrarvörum landbúnaðarins 1958, enda þótt til- lit væri tekið til þeirrar verðhækk- unar í verðlagsgrundvelli landbún- aðarvara? Ætla þeir nú að lyppast niður og taka með þögn og auð- mýkt við því, sem að þeim er rétt af vinum þeirra í valdastólunum? Við sjá um til. IV. Með kjördæmabreytingunni var hafin þjóðfélagsbylting. Efnahags- málalöggjöf ríkisstjórnarinnar er rökrétt framhald þeirrar bylting- ar. Hér er um að ræða hrein stefnuhvörf í þjóðmálum. Þrátt fyrir margvísleg mistök hefur þjóð inni fleygt fram um flesta hluti á síðustu þrem áratugum, sennilega meir en dærni eru til um nokkra þjóð aðra á sama tíma — enda þótt hún byggi þá ekki við það „lýð- ræði“, sem formaður Sjálfstæðis- flokksins hælir sér af að hafa „endurreist". Nú er stungið við fótum, kvæðinu vent í kross og •stefnt aftur, en ekki fram. Vita mátti að vísu, að skrum íhalds og alþýðubrodda fyrir kosningar mundi reynast marklaust þvaður. Hins vegar mun fæsta hafa órað fyrir þvílíkri byltingu — afturá- bak. Enginn neitar því, að raun- hæfra atgerða sé þörf í efnahags- málum þjóðarinnar. En að hafa óhjákvæmilegar ráðstafanir að yfirvarpi til að knýja fram stór- feUdan samdrátt í framkvæmdum og öllu atvinnulífi — einkanlega þó úti um land —, uggvænlega kjararýrnun og marghátteða freús- ALD isskerðingu þorra manna — og þessu til viðbótar nýja verðbólgu- öldu, sem harðast kemur niður á þeim, sem berjast í bökkum, — það tekur út yfir allan þjófabálk: Fyrir hverja er þetta gert? Ebki fyrir bændur. Ekki fyrir verkamenn eða sjómenn. Ekki fyrir iðnaðarmenn. Ekki fyrir lág- launamenn, því að afnám hins lága tekjuskatts, er þeir hafa gold- ið, er þeim lítils virði. AUir þessir aðilar bíða meira tjón en hófi gengnir. En hagnast þá engir á þessari afturhaldsbyltingu? Ójú. Til munu þeir vera, Fésýslumenn og braskarar þurfa naumast að kvíða. Til að kóróna svo allan ósómann sezt ríkisstjórnin niður við að semja áróðursrit, barmafuUt af blekkingum, lætur prenta það í tugum þúsunda eintaka, sendir á hvert heimUi í landinu — og lætur sig ekki muna um að taka allan kostnaðinn af almannafé. Hversu mörgum tugurn þúsunda mundi hann nema? Margur hefur fengið kárínu fyrir minni sakir. Bækling- urinn er saminn í blekkingarskyni — og þeir, sem blekkja skal, látn- ir bera kostnaðinn! Fallegur mórall! V. , \ Ymsa furðar á framkomu Al- þýðuflokksins- Óþarfi er það, slík sem er fortíð foringjanna, þeirra sem stefnunni ráða. Þeir sitja í há- launuðum embættum, löngu slitnir úr öllum tengslum við alþýðu manna. Þeir virðast engin áhuga- mál eiga sameiginleg með fólkinu, sem eflt hefur þá til metorða og valda. Þeir hafa tekið háskalega bakteríu og ganga með ólæknandi íhaldssýki. Þetta er mikið mein. Lýðræðissinnaður verkamanna- flokkur á ærið verk að vinna. íhaldsjúk forysta veldur því, að Alþýðuflokkurinn er orðinn skrum skæling af frjálslyndum verka- mannaflokki, sem hann vissulega var alla stund meðan Jóns Bald- vinssonar náut við. Þetta er iUa farið. Vonandi verður sú íhaldsbylting, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa hrundið af stokkum, tU þess að opna svo augu kjósenda Alþýðufl., að hann megni að leysa þá álagafjötra, sem hann hefur verið læstur í- Gísli Magnússon. Ársþmg BÆR B.Æ.R. lauk ársþingi sínu þ. 25. febrúar s.l. Forseti þingsins var fyrrv. biskup hr. Ásmundur Guðmundsson Guðmundsson, en varafonseti Böðvar Pétursson. Ritari var Guð mundur S. Guðmundsson, og til vara Adolf Tómasson. Ýmis mál voru rædd á þinginu, en aðal um ræðurnar voru um tillögur fjár- hagsnefndar um leiðir til fjáröfl- unar fyrir B.Æ.R., þar eð banda lagið er aðila að íþrótta- og sýn- ingai'höll þeirri, sem reisa á i Laugardal. Að framkvæmdum standa sýningarsamtök atvinnu- veganna (41%), íþróttabandalag Reykjavíkur (4%), B.Æ.R. (4%) og Reykjavíkurbær (51%). — Tillögunum var vísað til stiórnar B.Æ.R. Fráfarindi formaður, Þorsteinn Valdimarsson, baðst undan endur kjöri Formaður var kjörinn Lárus Salómooason.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.