Tíminn - 19.03.1960, Qupperneq 9

Tíminn - 19.03.1960, Qupperneq 9
iXM IN N, laugardaginn 19. marz 1960. 9 ☆ í fyrradag, 17. marz, voru liðin 200 ár síðan Bjarni Páls- son tók við landlæknisembætti í íslandi við stofnun þess. Er það upphaf læknaskipunar á íslandi og með því hófst bar- "átta fyrir skipun lækna í á- kveðin héruð. Bjarni Pálsson er einn hinn merkasti fram- faramaður íslendinga á 18. j öld. Um Bjarna Pálsson segja j þeir svo, Páll Eggert Ólason, og dr. Þorkell Jóhannesson í Sögu íslendinga, sjötta bindi, er fjallar um tímabilið frá 1701 til 1770: Bjarni Pálsson var fæddur að Upsum á Upsaströnd við Eyjafjörð 12. maí 1719. Foreldrar hans voru. Páll prestur Bjarnason og kona' hahs, Sigríður Ásmundsdóttir. Var Bjarni albróðir Gunnars skóla- meistara Pálssonar, er nokkuð hef- ur verið frá sagt hér að framan. Þau Páll prestur og kona hans áttu alls 16 börn, og var Bjarni 12. barn þeirra. Föður sinn missti Bjarni, er hann var 12 vetra, og fór hann þá til dvalar til föður- bróður síns, séra Guðmundar Bjarnasonar á Stað í Hrútafirði. Kenndi hann honum undir skóla, en í Hólaskóla kom hann haustið 1734, 15 vetra að aldri. Sigríður, Þegar iæknislistin var í því fólgin aö þekkja grös og áhrif þeirra móðir Bjarna, var hin mesta merk-1 iskona, skörungur til allra starfa og umsjár, enda þurfti þess með,1 er hún átti fyrir stóru heimili að sjá, og sum börnin ung, er maður hennar féll frá. Tókst henni að koma börnum slnum öllum til manns, þótt efni væru jafnan lítil. Synir hennar, er til aldurs komust, gengu allir í skóla og tveir þeirra, Gunnar og Bjarni, luku háskóla- námi. Má ætla að hér hafi alls við þurft, enda er í frásögur fært, að er maður nokkur mikils háttar leitaði vegna vinar síns eiginorðs við eina af daétrum Sigríðar, skildi hún það til, að hann útvegaði ein- um sona sinna skólaölmusu á Hól- um, ef þau ráð ætti að takast og fór það svo fram. Að liðnu náðar- Tvær aldir liðnar frá því að Bjarni Pálsson tók vi« embætti landlæknis, 17. marz 1960 ári sínu að Upsum fluttist Sigríður að Karlsá í Svarfaðardal og bjó þar 12 ár en þaðan að Höfða á Höfðaströnd. Fyrsta sumarið eftir að Bjarni kom í Hólaskóla, dvald- ist hann vestur á Stað hjá móður- bróður sínum, en að liðnum öðr- um skólavetri fór hann heim til móður sinnar og gerðist fyrirvinna hennar, fyrst að Karlsá og síðan að Höfða. „Þótti henni mikið vænt um son sinn, er hann var mjög eftir hennar geði, ráðgerða-, fram- kvæmda- og útréttingasamur, samt frískur og öruggur til lands og sjáv ar; var hann á sumrum formaður fyrir hákalla- og fiskibáti hennar, því bæði Karlsá og Höfði liggja fyrir þeim útvegum", segir Sveinn Pálsson í ævisögu Bjarna. Var þá að vonum, að heldur sæktist seint skólanámið, enda var skólinn á þessum áram í litlum blóma hjá þeim Sigurði Vigfússyni skóla- meistara og Þóroddi heyrara Þórð- arsyni og stóð oftast drjúgum skemur en vera átti vetur hvern. Kvað svo rammt gð brekum pilta við Sigurð skólameistara, að þeir léku sér að því að láta hann stagl- ast á sömu lexíunni í viku eða lengur, án þess hann áttaði sig á því sjálfur, og fleiri glettur gerðu þeir honum, er ekki miðuðu að því að flýta kennslunni. Þannig urður frægar mjög á þessum árum svokallaðar lekalíberatíónir (frí), er þannig voru til komnar, að þeg- ar piltar þóttust vant við látnir, báru þeir vatn í fötum inn í skóla- stofuna og helltu því þar á gólfið snemma á morgnnana, en er skóla- meistari kom á fætur og sá merk- in eftir „lekann“ um nóttina, er sagt, honum yrði að orði: „|>að er slétt af so gú óforsvanlegt að láta góðra manna börn sitja í slíku i hrosshúsi.“ Komst fyrst skriður á nám Bjarna er Gunnar bróðir hans var skólameistari orðinn, og lauk hann loks prófi vorið 1745, eftir 11 ára nám, 26 ára gamall. Þessi námsferill Bjarna mætti þykja til þess benda, að hann hefði verið í meira lagði áhugalítill við nám sitt og betur fallinn til vinnu en lærdóms. En raunar var hann ágætlega greindur, fjörmikill að eðlisfari og kappgjarn, er því var að skipta, og duglegur námsmaður, eins og skjótt kom i ljós, þegar nýtt lag komst á kennslu í skólan- um, og eigi síður er hann kom til háskólans og tók að fást við þau fræði er hann var mest hneigður til, náttúrufræði og lækningar. Áhugi hans á slíkum efnum kom þegar fram á skólaárum hans á ! Hólum. Byrjaði hann þar að fást j við lækningar, en á þeim tímum | var læknislistin, ekki sízt hjá ólærðum mönnum, mjög í þvi fólg | in að þekkja ýmis grös og áhrif lÆirra gegn kvillum og sóttum. í ævisögu hans segir, að ekki feng- ist hann við blóðtökur fyrr en seinasta vetur sinn í skóla, en „fæstir skólasveinar gáfu um því- líkar lækningar", hafa líklega ekki treyst skólabróður sínum meira en svo til áhættusamra aðgerða. Þegar Bjarni hafði lokið námi í Hólaskóla 1745, dvaldist hann ár- langt hjá móður sinni í Höfða. Þar bjó þá í sambýli við hana Hjálmar Erlendsson, er kvæntur var Fil- ippíu, systur Bjarna. Hjálmar fékkst við lækningar og þótti hepp inn læknir, og var sú list ættgeng, því að afi hans er í manntalinu 1703 kallaður „medieus et artifex“. Hafði Hjálmar í höndum lækninga bækur nol'krar á latínu, er hann hafði eignazt eftir Þorlák Markús- son stúdent, er lengi bjó á Sjávar- borg og var talinn allvel að sér um lækningar (d. 1736). Þetta ár fékkst Bjarni talsvert við lækn- ingar og neytti þá jöfnum hönd- um bíldsins og meðala, er til náð- ist. Var hann nú ákveðinn í því, sem efalaust hefur þá lengi verið draumur hans, að ráðast til utan- farar og leita sér menntunar í lækn isfræði. Sigldi hann haustið 1746 til náms í háskólanum, sama haust sem Eggert Ólafsson, eins og fyrr er ritað. Bjarni var skráður í stúdenta- tölu háskólans 8. desember 1947. Tók hann nú að stunda læknis- | fræði, náttúrusögu og grasafræði. ! Kennarar hans í læknisfræði voru Detharding og Buehwald, í stærð- fræði og stjörnufræði Ziegenbalg og Chr. Horrebow. Buchwald kenndi honuln og undirstöðu í grasafræði, en á hana lagði Bjarni (Framhald á 15 síða). .•aiEiHjaraiaiajHiHJHiBiaiHiafEiHiEiaiEJHiHiEiBjaiaiBiaiHiBiHJHJHiaiaiBiaiHiHiBiaiEJHJHiBiEfaiEiEiraiBiHiHJHiaiarararajHjaiHjaiHiaiHiHrEjaiHJEfaiaiHiEiaiHiaiaiBiarEiBiBiaiaiHjaiEfBjHiai ætli það hafi ekki verið það sem kom Evu af stað. Frjálsræði eða laun Jónas Guðmundsson, for- maSur Bláa bandsins. gaf eftirfarandi svör: 1) — Ég svara spurningunni játandi. Ég álít, að það sé skársta fyrirkomulagið sem um er að ræða, að láta ríkið sjá um verzl unina, þegar selja skal sterka drykki eða áfengi yfirleitt. Þarf ekki að rökstyðja það frekar. 2) Við höfum nú haft reynslu af því að banna áfengissölu í sam komuhúsum og veitingastöðum um langan tíma. Sú reynsla er ekki góð. Og sannleikurinn er sá, að náttúrlega lærir þjóðin aldrei að umgangast áfengi á svipaðan hátt og aðrar þjóðir, ef hún á þess aldrei ko-st á opinberum samkomu stöðum. Þess vegna held ég, að það sé heldur til bóta, þegar á allt er litið, að leyfa áfengissölu í samkomuhúsum og veitingastöð um, enda sé þess þá gætt eins og annars staðar, að þeim mönnum, sem hafa ekki hemil á sjálfum sér, sé fljótlega vísað út af þess um stöðum. Við það batnar um- gengni á samkomustöðunum enda eiga slfkir menn ekki að vera þar. 3) Ég álít að drykkjuskapur mundi aukast, að minnsta kosti fyrst um sinn, ef sterkt öl væri á boðstólum, en ekki er ég viss um, að það yrði í reyndinni til hins verra þegar á allt er litíð. Nú eiga menn þess ekki kost að drekka annað en sterka drykki. Ölið aftur á móti er ekki sterkur drykkur, og því ekki lík- legt, að þegar frá líði og þjóðin lærði að umgangast þessa tegund áfengis, mundi drykkjuskapurinn ekkert vaxa við það. 4) Ég held, að það sem helzt er því til fyrirstöðu, að íslending- ar geta ekki umgengizt áfengi á sviþaðan hátt og aðrar þjóðir, sem búa Við frjálsan áfengismarkað, sé það, að þeir hafa ekki haft tæki- færi til að umgangast áfengi á sama hátt og aðrar þjóðir. Við höfðum hér lengi algjört bann, til dæmis sú kynslóð, sem ég til- heyr'i, og nú er um sextugt, hún ólst upp við bannið. Ég er sann- færður um, að það hefur verið gott fyrir okkur að hafa ekki á- fengi, en við lærðum náttúrlega ekkert að umgangast það með þeim hætti. Ég held að bann gæti verið það bezta, ef hægt væri að framfylgja því svo strangt, að tek ið væri fyrir allt brugg og allt smygl. En það þarf miklu sterk- ari löggæzlu og eftirlit til að það megi verða, heldur en við höfum nokkurn tíma haft eða getum haft. Því þó við séum löghlýðin þjóð aff vissu marki, þá erum við það ekki, ef okkur finnst gengið á það, sem við köllum okkar frjáls- ræði. Ég held þess vegna, að á- stæðan fyrir því, að íslendingar umgangist áfengi með grófara hætti en ýmsar aðrar þjóðir, sé sú, að við höfum ekki haft tæki- færi til að umgangast það á sama hátt og aðrar þjóðir hafa alizt upp vjð. 5) Ég held að ríkjandi hömlur dragi ekki úr drykkjuskap. Þó er erfitt að svara þessu'beint. Það er erfitt að segja tíl um hvort sú sala, sem nú fer fram á áfengi í búðurn, er æskileg og heppileg. Ríkjandi hömlur á áfengisneyzlu efu þannig, að maður getur ekki fengið keypt minna en fulla flösku af víni — víðast hvar. Ég held að það dragi ekki úr áfengis neyzlunni. Þessar hömlur, sem nú eru, þyrftu að endurskoðast. Þær eru til orðnar í baráttu milli þeirra, sem ekkert vín vilja hafa og hinna sem endilega vilja hafa áfengi. Ekki til orðnar með það fyrir augum, hvað er í rauninni skynsamlegt og heppilegt í þess um efnum. Betri bjór Kristján Kristjánsson, söngv ari, svaraði: 1) — Ég get ekki séð að annað , fyrirkomula-g en ríkiseinkasala komi til greina, og hef þar engu við að bæta. 2) Ég held, að það mundi síst vera tif bóta að banna áfengis- sölu í samkomuhúsum og veit- ingastöðum, og er ég þess minn- ugur hvernig gekk meðan áfengis sala var bönnuð eða meira tak- mörkuð en nú er á veitingastöð- um. Ég mundi síst æskja þess, að horfið yrði að því aftur. Slíkt bann mundi aðeins auka vasapela fyllirí, ef menn hæftu þá bara ekki við að fara á samkomurnar og drykkju heima. 3) Ég hef ævinl.ega verið því fylgjandi, að við framleiddum hér sterkt öl. Maður hefur heyr't að hér sé einmitt mjög góð aðstaða til þess. Og nú eftír gengislækk- unina ætti þetta að geta orðið stór útflutningsliður. Ágóðann mætti svo nota til að greiða niður öl á innanlandsmarkaði. Hvaða áhrif steikt öl mundi hafa á unglinga til dæmis, er ekki gott að segja. Það er viðbúið, að nýjungagirni meðal þeirra gagn- vart ölinu mundi koma í ljós til að byrja með, en mundi það ekki hverfa eins og hvert annað nýja- brum? 4) Ég sé enga ástæðu fyrir því, að íslendingar megi ekki umgang ast áfengi á sama hátt og þjóðir, sem búa við frjálsan markað ,aðra en þá, að viðkomandi stjórnar- völd leggi þannig hömlur á okk- ur. Og mér finnst þær nú meira og minna ástæðulausar, úr þvi verið er að selja áfengi á annað borð. Það ætti þá að mega vera nokkurn veginn frjálst. 5) Hver og einn getur farið inn í ríkið og keypt sér, að vísu ekki minna en heila flösku, og það held ég aff sé síst til að draga úr áfengisneyzlu. Slíkt eru engar hömlur í rauninni. Við skulum segja að tveir menn ætli áð stramma sig af. Þeim mundi kannski duga hálf flaska. En heil er anzi hættuleg .Hún vill þá klárast og þá eru menninrnir orðn ir fullir aftur Ég er nú svo hóg- vær í þessu sjálfur, að ég get geymt mér flösku í marga daga. Það hefur því ekki svo mikið að segja fyrir mig, hvort flaskan er heil eða hálf, en það er ekki víst að svo sé um alla. En persónu- lega er ég yfirleitt á móti hömlum og vildi hafa sem minnst af þeim. Vill skömmtun Sigurður Heiðdal, rithöf- undur og aður fangavörður á Litla-Hrauní svaraði þannig: 1) — Ég álít skást, að ríkið hafi einkasöluna, en að áfengið sé skammtað undir ströngu eftirliti. 2) Um þetta get ég lítið sagt, því ég sæki lítið samkomustaði og veitingahús, en ég hef á til- finningunni, að það sé til bóta a?j banna áfengissölu þar. Þó er ég ekki viss um það undir öllum kringumstæðum — ef farið er gætilega með það. Ég veit ekki hvernig menn umgangast áfengi á börum, t.d. á Hótel Borg. Það getur verið að það sé eitthvað snyrtilegt. En takmarkalausar á- fengisveitingar á skemmtunum tel ég ekki heppilegar. FulÞr menn geta heldur ekki skemmt •sér eðlilega, 3) Um áhrif sterks öls á áfengis málin hef ég enga hugmynd, en ég efa að þau yrðu til góðs. Ég veit, að það er talið, að menn í Danmörku drekki sig ekki fulla eins og hér, en séu þó hálfkennd ir við vinnu sína af ölþambi; drekki jafivel 20—30 Carlsberg á dag þó þeir séu að vinna. Ég veit ekki hvort það er í raun og veru nokkufj betra en að ver’ða mikið fullur snöggvast og fá samvizku- bit og laga sig á eftir. 4) Það sagði ein dönsk frú, sem var á ferðalagi hérna með manni sínum, þegar hann var að velta því fyrir sér hvernig stæði á því, að ísl.endingar yrðu svona mikið fullir. — „Það skil ég ósköp vel. Landiff er svo kalt, svo voða lega kalt. Menn drekka langtum meira en þeir hafa gott af og þeir fá þetta svo sjaldan“. Ég veit ekki nema hún hafi hitt naglann á höfuðið. Gæti vel trúað, að lofts lagið hér, kuldinn og rakinn, hefði áhrif á meðferð áfengra drykkja. Hver er reynslan hjá öðrum þjóðum, sem búa á norð- lægum slóðum, t.d. Eskimóum? Vitfirringsleg löngun ef þeir kom ast í áfengi. Heilir flokkar á norð urströndum Kanada hafa bókstaf lega drukkið sig í hel. Það var einhverntíma í kring- um 1930, að kanadíska lögreglan var á ferð milli Eskimóaþorpa. Þegar þeir nálguðust eitt þorpið. þar sem áttu aff vera á þriðja hundrað manns, tóku þeir eftir viskíflöskum og pelum, sem stóðu upp úr snjónum hingað og þangað. En í þorpinu fundu þeir íbúana dauða og liggjandi milli kofanna, engann á lífi. Þeir gengu úr ein- um kofa í annan og fundu loks- ins einn gamlan karl með lífs- marki og höfðu tal af honum. Og hann sagði að það hefðu komið sprúttsalar, prakkað út úr þeim alla grávöru, gert alla fulla og skitíð eftir mikið af viskí. Svo var haldið áfram að drekka þang að til það fór svona. Það var hætt að hugsa um mat, — þeir ætluðu að nærast á tómu áfengi og dóu svo úr hungri og drykkju éða helfrusu á víðavangi. 5) Ég er ekki viss um, að áfengisneyzlan yxi þótt sölustöðv um fjölgaði, ef vín er selt á staðn um á annað borð. Vínsölustaðir í hverju kauptúni um allt land mundu þó auka drvkkjuna. Þac5 dregur úr ef vínið er ekki selt á staðnum. Hins vegar getur betta þó aukið víndrykkju á samkomum til sveita. Menn byrgja sig gjarn an upp af víni fyrir slíkar sam komur, klára svo birgðirnar og verða augafullir í svipinn Við drekkum ekkert meira í hcild en aðrar þjóðir nema síður sé, en áfengismagnið, sem hver einstak lingur lætur í sig undir vissum kringumstæðum. það er miltið, og þess vegna ber svo mikið á drykk.i unni. En ég er ekki viss um að þessi drykkjumáti okkar sé neitt verri en hinna sem eru ailtaf að smámylgra þessu í sig og geta aldrei án þess verið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.