Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 3
T f M IN N, föstudaginn 1. apríl 1960. 3 Hafa bannað sam- tök blökkumanna SkritSdrekar hersins ryíja burt götuvígjum svertingja Pena er togarabryggjan í Reykjavíkurhöfn. Nú er hún auð, þv( aC alllr togararnlr voru drifnlr á haf út, áöur en verkfall yfirmanna skall á. En nú geta þeir fariS aS tfnast Inn, einn eftir annan. (Ljósm.: KM). Tillaga Kanadamanna er raunhæfust til úrlausnar Guðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra og for- maður íslenzku nefndarinnar á fréttaráðstefnunni í Genf tók til máls í dag. Fórust honum orð í ræðu sinni m. a.: Hug- tðkin frelsi á hafinu og lög- saga við strönd eru hliðstæð og hvorugu verður haldið fram sem röksemd fyrir því, að takmarka eigi annað hvort óhæfilega. Greina ber skýrt milli landhelgi og fiskveiði- lögsögu. ísland getur fallizt á þrönga landhelgi, að því til- skildu, að fiskveiðilögsagan sé nógu víð. Almenna reglan er sú, að fiskveiðilögsöga geti náð allt að 12 mílur út frá land- grunni. En þegar aðstæður eru alveg sérstakar og íbúar strandríkis eiga afkomu sína að langmestu leyti komna undir fiskveiðum við strönd- ina, ber að leyfa, að fiskveiði- lögsagan nái út fyrir þessi tak- mörk. Roglu um þetta ber að haga þannig, að hún verðl ekki mis- notuð. Því er það einróma skoð im íslenzku stjórnarinnar, að Kanadatillagan um 12 milna fiskveiðilögsögu sé raunhæf að- ferð til ag ráða þessu vandamáli tll lykta og styður hana því af- dráttarlaust að moginstefnu. Að lokum sagð'i ráðherrann, að til- laga fslendinga yrði lög® fyrir ráðstefnuna, sundurliðuð, innan tfðar. Víkur að Bretum í ræðu sinni vék ráðherrann að baráttunni milli íslendinga og Breta, sem ekki hafa viljag viður kenna né virða 12 mílna mörkin, sem íslendingar hafa sett fisk- veiðilögsögu við strönd sína. SMJORID STOR- HÆKKAR i VERDI BiöSum og útvarpi barst ný lega frétt þess efnis, . að skömmtun á smöri og smjör- líki skuli afnumin frá og með 1. apríl, og allt smjör sömu tegundar selt á sama verði og sömuleiðis allt smjörlíki. Segir í tilkynningunni að nýja verðið sé meðalverð skammtaðrar og óskammtaðrar vöru í vísitclu framfærslukostnaðar, en heild arupphæð niðurgreiðslna breytist ekki. Samkvæmt þessum nýju ráðstöf- unum verSur verS á smjöri nú kr.1 47,60, en var áður kr. 42,80 miSaS vIS niSurgreltt smjör. II. flokks. mjólkurbússmjör kostar nú kr. 40,65. Fleiri hækkanir Nú er nógu af að taka, þegar talað er um hækkanir, því að nú er skrið- an aS falla. Mjólk í pappaumbúSum hækkar um 20 aura hver lítri, kaffl brennt og malaS kostar nú kr. 46,00 í stað 44,40 áður, kaffibætir hækkar úr 20,75 kr. pr. kg. i kr. 23,00, og þannig mætti lengi telja. Brauð munu einnig hækka í verði, og mun blaðið flytja nánari fréttlr af hækk ununum næstu daga. j Sagði hann, að Bretar hefðu jafnvel gengig svo langt, að her- akip þeirra hafi ógnað íslenzkum strandgæzluskipum með hótunum um að sökkva þeim — innan 12 mílna markanna. Engin önnur þjóð hefur gripið til slíkra óyndis úrræða. Bretar hafa ekki beitt slíkum aðgerðum vifj neina af þeim 25 þjóðum, sem hafa fært fiskveiðilögsögu sína út í 12 míl- ur, — eingöngu gegn íslending- um, sem eiga alla afkomu sína undir fiskveiðunum. íslendingar geta vel sætt sig við þrönga land helgislínu, aðeins ef fiskveiðilög- saga þeirra er virt. Aðrir fulltrúar Norski fulltrúinn á ráðstefn- unni, Gundersen ambassador, flutti sína ræðu síðdegis í gær. Þar sagði hann m.a., að Noreg- ur myndi styðja kanadísku til- löguna um 6 mílna landhelgi frá landgrunni og 6 mílna fiskveiði lögsögu þar fyrir utan, þrátt fyrir það, aIS Noregur vlldi helzt halda fast vig sínar venjulegu 4 mílur. Kanadíska tillagan um land helgi og fiskveiðilöigsögu er við hæfi Norðmanna og auk þess sú elna af framkomnum tillögum, sem geti fullnægt kröfum nægi- lega margra ríkja, sem óska 12 mílna marka, sagði ráðlierrann að lokum. Þá talaði fulltrúi Indlands á ráðstefnunni og sagði m. a. að regl an um þriggja mílna landhelgi væri úr sögunni. Sagðist hann geta fallizt á, að eitthvert tímatak- ________(Framhald á 15 siðul Framséknarvist Fraimsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í félagsheim- ili templara sunnudaginn 3. apríl og hefst hún kl. 8,30. Spiluð verð- ur framsóknarvist og dansað. Úr- slit í fimm kvölda keppninni. Verðlaun veitt. Aðgöngumiðar seldir í félagsheimilinu kl. 4—5 á sunnudag og við innganginn, ef eitthvað veröur eftir. Öllum heim ill aðgangur. Jóhannesarborg og Höfðaborg, j 31 marz. Ekki hefur komið til blóð- ugra átaka í Suður-Afríku íi dag og er þar nú heldur rórra! en verið hefur síðustu daga, j en þó er andrúmsloftið þrung- ið mikilli spennu. 3 þúsund manna landher og flootalið, með brynvagna sér til aðstoð- ar umkringdu bæinn Langa og Myanga * nótt. Víða hafa blökkumenn komið sér upp götuvígjum, sem skriðdreka- arnir ryðja brott jafnóðum, en tekst þó ekki að halda götun- um opnum. Tillaga stjórnar- innar um að banna starfsemi tveggja flokka blökkumanna var samþykkt í þinginu í morg un, eftir einnar nætur fund. Mótmælagöngur og handtökur eru í algleymingi, þótt til blóð- ugra átaka hafi ekki komið. 3 þúsund manna herlið gerði innrás í bæina Langa og Myanga öllum íbúum á óvai’t og settu út- og inngöngubann á bæina. Þeir verkamenn, sem vildu halda til vinnu sinnar fengu þó leyfi til að fara á vinnustað fyrir kl. hálf qtta j snorgun,. en eftir þann tíma var feÖntmm£J§lí:if>kð%ð halda sig innan ðyra. Margir handteknir Snemma í morgun söfnuðust um 6 þús. svertingjar saman frá héruðunum í kringum Cato Man- or og ætluðu að gera innrás í bæinn, en voru stöðvaðir af lög- reglusveitum. Til þess að lægja æsingu blökkumanna, leyfði her- foringi úr hernum, að einn full- trúi blökkumanna kæmi til við- ræðna við sig á tilteknum stað í bænum. Þar krafðist svertingja foringinn þess, að forystumonn- um þeim, sem hnepptir hafa verið í fangelsi yrði sleppt rausum. — Ekki var þeirri bón sinnt. í Jóhannesarborg kom í dag til alvarlegra átaka, er lögreglan lét til skarar Skríða gegn fjölmennri kröfugönu blökkumanna. Beittu lreglumenn táragasi og kylfum, en notuðu ekki skotvopn, og tókst að dreifa mannfjöldanum. Seinna í dag liandtók lögreglan 34 ineð- limi úr Afríkanska þjóðernis- flokknum og Al afríkanska sain- baondinu svonefnda. Þingið samþykkir Eftir fund, sem stóð alla síð- ustu nótt, var frumvarp stjórn- arinnar um að banna starfsemi Afríkanska þjóðernisflokksins og Al-afrfkanska sambandsins sam- þykkt með 12 atkvæðum gegn að- eins 16. Síðustu fréttir herma, að einn af aðalleiðtoigum Afríka.nska þjóðernisflokksins, Oliver Tam- bo, hafi tekizt a!ð flýja land og ferðinni sé heitið til New York til að'leggja mótmæli blökku- manna í S-Afríku fyrir Öryggis ráðið. — Hefur lögreglan nú hert eftirlitig á öllum flugvöll- um í S-Afríku, til &IS koma í veg fyrir frekari flótta. Fundarhöld eru hafin í Öryggisráði S.Þ. til að ræða mál S-Afríku. Umferð takmörkuð svo ekki lokist Þær fréttir bárust frá Þor- lákshöfn og Selfossi í gær, að veginum milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur hefði verið lokað fyrir þyngri bílum en þeim, sem hefðu 5 tonna öx- ulþunga. Annarri fréttinni tylgdi það, að tilskipun þessi hefði verið framkvæmd án þess að menn frá vegamála- skrifstofunni hefðu komið þar nokkurs staðar nærri Þótti þetta illa gert, því þunga- flutningar eru miklir frá Þorláks- höfn, svo sem vitað er. Þaðan er flutt mjöl og olía um allt undir- lendi Suðurlands. lýsi til Reykja- fyrir viku var að verða saltlaust víkur, og begar takmörkunin skall á 50—100 tonn af salti austur dag- lega. ?2|fossleiðin opin Hins vegar er Selfossleiðin ekk ert takmörkuð, og ekið í hana ofaníburði eftir því sem með þarf. Einnig var byrjað í gær. að aka ofan í hvörfin á Þorlákshafnar- | leiðinni, en takmörkunum hald- !ið áfram. Reyna að halda opnu Vegna þessara tíðinda hafði blaðið tal af vegamálastjóra í gær kvöldi. Kv;.ð hann það rétt vera. að vegurinn hefði ekki verið stór i-lla farinn vegna aurbleytu, en mikill klaki í honum, og viðbúið að hann færi alveg í svað og yrði ófær, ef þungaumferð héldi á- fram gegndarlaust um hann. Þe-ss vegna hefði takmörkunin verið ákveðin, til þess að reyna að halda einhverjum flutningum gangandi allt vorið, en ekki eins og verið hefur að láta veginn fyrst verða | ófæran. og loka svo um óákveð ! inn tíma, og kosta tugþúsundum í viðgerðir. Sterkari vegur Sömuleiðis sagði hann. að verk fræðingur frá Vegamálaskrifstoi unni hefði rannsakað veginn áður en til takmörkunar kom, og væri hún ekki gerð af fúlmennsku. heldur til þess að Þorlákshafnar búar hefðu einhverjar samgöng- v; á landi axlt vorið \ð Selfoss- r- ðin héfur ekk veric takmörkuð. c; vegna bess, að sá vegur er mun —kbyggðari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.