Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, fðstudaginn 1. apríl 1960. JÍ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjamason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. 1500 milljónir Það hefur löngum verið eitt helzta vígorð Sjálfstæðis- flokksins, að hann berðist öðrum flokkum fremur gegn þungum álögum ríkisins. Stefna hans væri að hafa tolla og skatta sem lægsta. Til frekari áherzlu á þessu, hafa forvígismenn flokksins talað öðrum hærra um skattpín- ingu og skattaáþján, sem væri búið að lögleiða hér á landi. Eins og svo margt annað, hafa þessi orð og yfirlýs- ingar foringja Sjálfstæðisflokksins stangast algerlega við verk þeirra. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjár- stjórn ríkisins á árunum 1939—49 voru allir skattar og tollar stórhækkaðir frá því, sem verið hafði og sölu- skattur innleiddur í fyrsta sinn. Þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur stjórnað bæjarfélögum, hafa útsvörin yfirleitt verið hærri en annars staðar Fjárstjórn flokks- ins hefur þannig yfirleitt verið með þeim hætti. að hækk- andi álögur hafa fylgt henni eftir eins og nótt fylgir degi. Þó hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú slegið öll sín fyrri met í þessum efnum undir forystu hins nýja fjármála- ráðherra síns, Gunnars Thoroddsens. Samkvæmt hinum nýju fjárlögum fyrir 1960 nema á- lögur þær, sem ríkið leggur á landsmenn vegna rekstrar sins á þessu ári, hvorki meira né mínna en 1500 millj. kr. Allt bendir þó til, að þessi áætlun sé of lág um 200 —300 millj. kr. En þó hún sé lögð til grundvallar er hér hvorki um meira né minna en röska 50% aukningu álaga að ræða, miðað við áætlun fjárlaganna fyrir 1958 er var síðasta stjórnarár vinstri stjórnarinnar. Þá vou á- lögui;nar áætlaðar um 950 millj. kr. ef niðurgreiðslur eru teknar með, eins og nú er gert. Aukningin er hvorki meira né minna en 550 millj. kr síðan 1958. Til þess að ná þessari gífurlegu útgjaldaaukningu, hefur elcki nægt gífurleg hækkun tolltekna vegna gengis- lækkunarinnar eða að ríkið tæki við tekjustofnum, sem áður tilheyrðu útflutningssjóði og áttu að réttu lagi að falla niður, þegar gengið var lækkað. Því til viðbótar hefur innflutningssöluskatturinn verið tvöfaldaður og iagður á nýr almennur söluskattur, auk ýmissa annarra skattahækkana, t.d. hækkun benzínskattsins. Yfirleitt má segja það um alla þessa nýju skatta, að þeir leggjast tiltölulega þyngst á það fólk, sem hefur lágar tekjur. Hinir, sem eru tekjuhærri, sleppa betur, einkum þó vegna tekjuskattslækkunarinnar. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ERLENT YFIRLIT Þingkosningarnar í Argentínu Stjórnin beiS mikinn ósigur vegna erlendrar íhlutulnar um efnahagsmálin SÍÐAST LIÐINN sunnudag fóru fram í Argentínu kosning- ar til fulltrúadeildar þingsins, sem beðið hafði verið eftir með nokburri eftirvæntingu. Ástæð- an var sú, að úrslit þeirra þóttu líMeg til að vera vísbending um afstöðu almennings til þeirra efnahagsráðstafana, sem stjórn Argentínu hefur gert að tilhlutan Bandaríkjastjórnar til að draga úr verðbólgu og út- þenslu. Lán, sem Bandaríkin veittu stjórn Argentínu, voru bundin því .skilyrði, að hún tæki upp samdráttarstefnu í efnahagsmálum að ráði Alþjóð- lega gjaldeyrisvarasjóðsins. Stjórn Argentínu beygði sig fyr ir þessu og hefur því undanfar- ið verið fylgt þar mjög íhalds- samri samdráttarstefnu, en hag fræðingar Alþjóðlega gjaldeyr- i varasjóðsins eru yfirleitt mjög íhaldssamir og telja, að ailan vanda í efnahagsmálum so hægt að sigra með „hæfilegu atvinnuleysi“, enda þótt sú stefna hafi nú sýnilega beðið skipbrot í Bandaríkjunum sjálf um. Afleiðing þess, að þessari stefnu hefur undanfarið verið fylgt í Argentínu hefur orðið sú, að verðlag hefur hækkað þar mjög og afkoma almenn- ings því stórversnað. Jafnframt haf. verklegar framkvæmdir minnkað og uppbygging öll orðið minni en áður. ÚRSLIT kosninganna eru nú kunn, og eru þau ótvíræð vís- bending um það, að efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinna'r njóta lítilla vinsælda meðal al- mennings. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk flokkur Frondizi forseta nú ekki nema 1.775 þús. atkv., en Frondizi sjálfur fékk hins vegar á fimmtu millj. atkvæða, þegar hann var kosinn forseti vorið 1958. Hann lofaði þá rót- tækri stefnu og lagði auk þess sérstaka áherzlu á, að Arturo Frondizi Suður-Ameríkuríkin ættu í vax andi mæli að gerast óháð Banda ríkjunum, þótt sjálfsagt væri að hafa góða sambúð við þau. í framkvæmd hefur þetta orðið á aðra leið, enda hefur herinn haft mikil áhrif á stefnu Fron- dizi á bak við tjöldin. Afleiðing in hefur líka orðið sú, að flokk ur Frondizi fær nú ekki helm- ing þess atkvæðamagns, er hann fékk í kosningunum fyrir tveimur árum síðan. Helzti andstöðuflokkur stjórn arinnar, sem var áður talinn íhaldssamari en stjórnarflokk- urinn en er nú raunverulega orðinn til vinstri við hann, fékk nú um 2 043 þús. atkvæði eða svipað og í forsetakosningun- um 1958. Sá flÖkkurinn, sem raunveru lega fékk flest atkvæði, þótt hann tæki ekki beinan þátt í kosningunum, var flokkur Per- ónista. Hann skoraði á fylgis- menn sína að skila auðum seðl- um. Auðir seðlar urðu um 2.075 þús. Gefur það til kynna, að Perónistar séu enn mjög öflugir. Þó ber þess að gæta, að rétt fyrir kosningarnar lét herinn hertaka marga helztu foringja þeirra og gaf þehn að sök, að þeir væru að undirbúa byltingu. Þykir líklegt, að þetta hafi orðið til þess, að ýmsir fylgjendur Perónista hafi talið hyggilegt að sitja heima. Auðir seðlar myndu hafa orðið enn fleiri, ef þessi afskipti hersins hefðu ekki komið til sögunnar. Þótt stjórnarflokkurinn biði samkvæmt framansögðu lægri hluta í kosningunum, heldur hann áfram meirihluta á þing- inu, því að ekki var kosið um öll þingsætin nú, heldur aðeins nokkurn hluta þeirra. LÍKLEGT ÞYKIR, að úrslit kosninganna verði til þess, að Frondizi endurskoði efnahags- málastefnu stjórnarinnar. M. a. þykir sennilegt, að skipt verði um efnahagsmálaráðherra. Þá þykir og trúlegt, að Banda ríkjastjórn láti sér þessi úrslit verða til nokkurrar umhugsun- ar. Hún hefur undanfarið bund ið efnahagsaðstoð sína við ýms ar þjóðir ýmsum skilyrðum. eins og t. d. þeim, að þær breyttu verulega um efnahags- stefnu. Ýmsar ríkisstjórnir hafa neitað þessu, eins og t. d. stjórn Brazilíu. Yfirleitt eru þessi skilyrði fólgin í því, að viðkom andi þjóðir taki sér efnahags- stefnu Bandaríkjastjórnar til fyrirmyndar. Þar sem fallizt hefur verið á þessi skilyrði, hefur yfirleitt fylgt því sam- dráttur og kjaraskerðing. Bandaríkin hljóta yfirleitt ekki nema óvinsældir fyrir aðstoð, sem slíkur böggull fylgir- f Afríku og Asíu er mjög bent á það, að Rússar veiti efnahagsaðstoð án allra skil- yrða. Þeir krefjast þess ekki, að viðkomandi stjórnir taki upp kommúnisma, eins og Bandaríkin krefjast þess, að tekin sé upp samdráttarstefna. Ef Bandaríkin ætla ekki að vérða undir í þessari samkeppni við Rússa, verða þeir að fara svipað að. Þ. Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ' '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/■ '/ - '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ \ , / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ „Guðirnir eða góðar vættir hafa gefið yður fegurð og gáfur” Elnhverjir kynnu að segja, aS pessar auknu álogur gætu átt rétt á sér, ef þær færu til að byggja upp landið og atvinnuvegina, svo að lífskjörin gætu batnað á næstu árum. Svo er hins vegar ekki. Þvert a móti eru siík fram- iög nú ekki nema 19,5% af heildarútgjöldum ríkisins í stað þess, að þau námu til jafnaðar 28,7% á árunum 1950—58. Öll álagaaukningin fer í eyðslu eða neyzlu- styrki, sem nauðsynlegt hefur þótt að auka vegna óða- verðbólgunnar, er ríkisstjórnin hefur stofnað til Hér hafa menn dæmi þess, hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn efnir loforð sín um að draga úr álögum ríkisins. Hér hafa menn líka óljúgfróðan vitnisburð um fjármála- snilli foringja hans. Álögur ríkisms hafa aldrei verið meiri né aukizt stórkostlegar á einu ári. Framlög til verk legra framkvæmda hafa aldrei orð'ð hlutfallslegá lægri. Eyðsla og neyzlustyrkir hafa aldrei verið meiri vegna óðaverðbólgunnar, sem ríkisstjórnin hefur skellt yfir þjóðina. Fara þeir nú ekki.loks að efast, sem hafa talið Sjálf- stæðisflokkinn vænlegastan til hófsemi í álögum og gætilegrar fjármálastjórnar. Fáar brezkar aðalskonur hafa fengið slík eftirmæli, sem lafði Edvina Mountbatten sem lézt nú fyrir skömmu Lafði Mountbatten var ein af auðugustu konum heimsins, * frá móðurafa sínum erfði hún t. d. hálfa aðr’a milljón sterlingspunda. Fyrst eftir as hún fékk þann arf. skemmti hún sér á þann hátt, sem títt er um ungt og auðugt fólk, tók þátt í samkvæmum og naut þess munaðar, sem peningarnir geta veitt. En þeim lifsvenjum hélt hún ekki nema um tveggja ára skeið, þá fór hún að ferðast með æði óvenjulegum hætti. Hún fór alein urn endilangt Rússland, réðist á flutningaskip, ók bíl um Persíu og írak, fór ríðandi á asna yfir Andesfjöll. Margir héldu að þetta væru aðeins duttlungar, en hvort sem svo hefur verið í upphafi eða ekki, þá öðlaðist hún á þessum ferðalögum svo djúpa j samúð mea öllum þeim, sem lítils i máttu sín, að hún helgaði sig að mestu mannúðarmálum eftir það. Þegar maður hennar, Louis Mount batten, lávarður, var gerður að varakonungi Indlands, sá síðasti, ^em gegndi því embætti, lét hún )lla stéttarfordóma lönd og leið og umgekkst jafnt fólk af stétt hinna óhreinu, sem höfðingja. Er þau hjón fóru frá Indlandi, lét Nehm svo um mælt í kveðjuræðu til lafði Mountbatten: Guðirnir eða góðar vættir hafa gefið yður fegurð og gáfur.. . en einnig fá- gætari eiginleika, að vera mann- leg, elska mannkynið og þrá að hjálpa þeim, sem þjást Hvar sem þér hafið farið, hafið þér rétt líknandi hönd, vakið vonir og hvatt til dáða. Á stríðsárunum vann hún sí- fellt að líknarmálum og í styrj- aldarlok ferðaðist hún um fanga- búðir Japana áður en bardögum var lokið og skipulagði hjálp handa föngunum. Hún varg bráð- kvödd á Borneó, þar sem hún var á feTð til að skipuleggja líkn- arfélög hliðstæð Rauða krossin- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.