Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1960, Blaðsíða 4
- *itim roMUuagmn i. aprn xrrw. James Coscia, sonurinn og Kirsten Coscia. Bandarískur dýralæknir uppvís að tilraun til barnsráns í Kaupm.höfn Danska lögreglan handtók nýlega ungan Dana fyrir til- raun til mannráns Honum voru greiadir 3500 dollarar fyrir að ræna sjö ára gömlum syni Bandaríkjamanns í Kaup- mannahöfn. Ráðagerðin var sú að svæfa drenginn með klóróformi og aka honum því næst til Hamborgar, en þaðan átti að fljúga með hann til Bandaríkjanna. Maðurinn, sem stendur að baki ]>essu, er bandaríski dýralæknir- inn James Coscia, sem fyrir þrem- ur árum nam son sinn, Mark And- rew , á brott, þegar móðirin hin 31 árs gamla fyrirsæta, frú Kirsten Coscia, fór til Memphis í Tennes- see til að fá umráð yfir barni sínu. Maður sá, sem handtekinn var, er 24 ára gamall málari, Mogens Jul-Nielsen, sem ekki þekkir Coscia persónulega en komst í sam band við hann fyrir milligöngu bróðurdóttur Bandaríkjamannsins, sem búsettur er í Þýzkalandi. Niel- sen er ákærður fyrir brot á 215- gr. dönsku hegningarlaganna. Ungi maðurinn neitar að hafa ætl- að sér að ræna drengnum, en dóm- ariun komst að því, að ákæran var rökstudd og úrskurðaði Jul-Niel- ser, í fjórtán daga gæzluvarðhald. Einn félaga hans var ákærður fyrir hlutdeild, en var látinn laus eftir margra klukkutíma yfir- heyrslu, þar sem það var þá talið ljóst, að hann hefði ekki haft hug mynd um hinar glæpsamlegu áætl- anir. um hina dularfullu fyrirspurn og hringt til hennar, þar eð þeir vissu að hún gætti barnabarna sinna á heimili dótturinnar. Frú Coscia var þess vegna á varðbergi, þegar mennirnir komu klukkustund síð- ar og báðu um að sér yrði hleypt inn. Slagbrandur fyrir dyrum Aðaldyrnar voru vandlega læst- ar og öryggiskeðja á, og þeim var ekki hleypt inn, þótt þeir fullyrtu að þeir kæmu aðeins í þeim til- gangi að l%i á miðstöð íbúðarinn- ar- Amman var ein heima í íbúðinni með sjö ára gamlan drenginn, og þegar það er haft í huga, hvað áður hefur komið fyrir hinn unga dreng, geta menn gert sér í hugar lund, hversu hrædd þau hljóta að hafa verið bæði tvö. Hefði hún látið telja sig á það að opna dyrn- ar, hefði ráðagerðin um mannrán ið áreiðanlega heppnazt. Ábending Seint á föstudagskvöld vissu menn ekki hvað mennirnir tveir hefðu í huga, og frú Kirsten Coscia gerði þess vegna ekki lög- reglunni aðvart, en á laugardags- morgun fékk hún ábendingu, sem leiddi til þess, að lögreglunni var umsvifalaust gert aðvart. Maður, sem seinna kom í ljós að var bróðir Mogens Jul-Nielsen, skýrði frá því, að hræðilegur at- burður væri í vændum. í ráði væri að nema Mark litla á brott, og mannræningjarnir biðu í bíl niðri á Julíusar Thomsens-torgi, svo að Uögreglan sakar málarasveininn1 gæta yrði drengsins vandlega, um að hafa reynt að nema hinn unga Mark Andrew á brott, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram hafa komið í hinu athyglis- verða máli, á mannránið að hafa átt sér stað s. 1. föstudag sam- kvæmt þeirri áætlun, sem gerð var. Barnsins leitaS Jul-Nielsen og félagi hans óku út á Hyldebærvej, þar sem þeir héldu að drcngurinn dveldist þar hjá ömmu sinni, en börn í hverf- inu skýrðu þeim frá því, að Mark væri heima í íbúðinni í Rosenörns Allé, og mennirnir tveir óku þess vegna þangað. Nokkrir kunningjar sagði maðurinn í símanum, og þeg ar hann gat bent á bílinn frá glugg anum, hikuðu menn ekki við að kalla á lögregluna. Komst undan Nægilegra varúðarráðstafana var ekki gætt og árangurinn varð sá, að Jul-Nielsen gat stungið af, þegar hann sá lögreglubil nálgast. Til allrar hamingju hafði frú Coscia tekið eftir númerinu á bíln um, sem hann ók burt í og víðtæk leit var þess vegna hafin um alla Kaupmannahöfn. í ljós kom, að fólksbíllinn, sem hann ók í, var leigubíll og að leigjandi bílsins, vinur Jul-Nielsen ömmunnar höfðu hins vegar heyrthafði skýrt frá því, að hann ætlaði á honum til Þýzkalands. Þegar lögreglan kom til íbúðar leigjandans, fannst hann ekki, en hins vegar fundu þeir þar fyrir Mogens Jul-Nielsen. Ungi maður- inn var handtekinn og yfirheyrður og meðan á yfirheyrslunni stóð gerði lögreglan húsleit hjá honum og fann þá bréf, sem eru mikilvæg til upplýsinga málsins. Síðla á laugardag var félagi hans einnig handtekinn- Til að heimsækja vinkonur Félagi Jul-Nielsen bar það fyrir réttinum, að hann og Jul-Nielsen hefðu leigt Volkswagenbílinn í því skyni að heimsækja vinkonur sín- ar í Hamborg, og að hann hefði ekki haft hugmynd um að nota ætti bílinn til mannráns. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að leita að Mark Coscia af því að vinur sinn hefði beðið sig um það. Honum hefði skilizt, að bandaríski dýralæknirinn hefði beðið Jul- Nielsen um að mynda soninn, og honum hefði fundizt mjög sann- gjarnt að verða við þeirri ósk. Hoi um hefði að minnsta kosti aldrei dottið það í hug, að hann ætti að verða hlutdeildarmaður í alvarleg- um glæp. Hann var látinn laus, en Jul- Nielsen settur í fangelsi. Hinn ákærði neitar sök sinni, en lög- reglan dregur ekki dul á, að í skjöl um hans hafi fundizt upplýsingar, .sem sönnuðu sekt hans. Fundizt hafa bréf í fórum hans, þar sem James Coscia gefur honum fyrir- mæli um það, hvernig hann eigi að bera sig til við að nema son- inn á brott og einnig hefur fund- izt ljósmyndakópía af ávísun upp á 500 dollara í fórum hans, sem Jul-Nielsen hefur fengið greitt fyr irfram upp í þá 3500 dollara, sem hann átti að fá fyrir mannránið. Þessi ljósmynd er tekin af ávís- un í Bandaríkjunum eftir að upp- hæðin hafði verið innleyst og ávísuninni skilað aftur til bank- ans. Og sú er skoðun lögreglunn- ar, að James Coscia, sem nú kallar sig Smith, hafi sent þessa kópíu til að þvinga Danann og herða á honum. Af bréfum Coscia til Jul- Nielsen er það Ijóst, að samningur á milli þeirra var gerður haustið 1959, og laríski dýralæknirinn varð óþolinmóður, þegar ekkert skeði, og Daninn lét ekki heyra (Framhald á 15. síðu) Siemens ELDAVÉLAVARAHLUTIR fyrirliggjandi. Hellur 1000 w — 1500 w — 2000 w Autumatic 200 w Automat Rafröst Þingholtsstræti 1 S'mi 10240 500 bílar til sölu á sama stað. — Skipti, og hagkvæmír greiðsluskilmálar alltaf fyr- ir hend: BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN Amtmannsstíg 2C Símar 16289 og 23757. Pússningasandur Aðeins úrvals pússninga- sandur. Gunnar Guðmundsson Sími 23220 IfyitywÁWl Laugaveg 59. Alls konar karlmannafatn- ’aður. — Afgreiðum föt eftir máli eða eftir núm- eri með stuttum fyrirvara. Hltíma Fermlnfargjöf Hin vinsæla ferðabók Vigfúsa] Framtíðarlandið, fæst enn í ein staka bókabúðum Góður félag: ungra manna fram á lífsleiðina Kennsla í pýzku. ensku frönsku sænsku dönsku bókfærslu og reikningi. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5 Sími 18128 Hækkun sjúkradagpeninga og iðgjalda. Samlagsstjórn hefur ákveðið og ráðherra staðfest, að frá 1. apríl skuli sjúkradagpeningar hækka þannig, að einstaklingsdagpenmgar, utan sjúkra- húss, verði kr. 50.00 á dag í stað 30.00 áður. Viðbót vegna maka og barna verður svipuð og verið hefur þannig að meðaltalshækkun verður um 54%. Frá sama tíma hækka iðgjöld tii samlagsins í kr. 42.00 á mánuði, vegna hækkana á flestum liðum sjúkrakostnaðar. krasamlag Reykjavíkur. V»V»V»VV»V»V»V«V»' Hiíseignin Skagabraut 40, Akranesi er tii sölu. í því eru tvær þriggja herbergja íbúðir, þvottahús og geymslur í kjallara. Húsinu getur fylgt bílskúr, og fleiri úti- hús, ásamt byggingarlóð á bezta stað í bænum. Upplýsingar gefur HALLDÓR MAGNÚSSON, Skagabraut 40, Akranesi, sími 19. Bróðir minn, Ragnar Ágúst Stefánsson, fæddur 12 ágúst 1888 í Lækjarkoti í Víðidal, andaðist í sjúkrahúsi í Winnipeg 20. marz sfðast liðlnn. Fyrir hönd systkinann, Pétur Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.