Tíminn - 24.04.1960, Page 16

Tíminn - 24.04.1960, Page 16
Snnnudaglnn 24. aprfl 1960. 89. rsm. Breytir Syngman Rhee st jórnarháttum í Kóreu? Embætti forseta verði hei'Sursembætti og myndaí verSi forsætisráSherraembætti Seul, Suður-Kóreu, 23. apríl. Syngman Rhee forseti og einvaldur Suður-Kóreu hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis, að hann hyggist breyta stjórn- arháttum í landinu og gera þá lýðræðislegri. Ríkjandi fyr- irkomulag er líkt og í Banda- ríkjunum, þar sem forseti fer jafnframt með vald forsæíis- ráðherra. Hyggst forsetinn nú gera forsetaembættið að heið- ursstöðu, eins og víðast hvar í Evrópu og mynda forsætis- ráðherraembætti, þar sem ráðherrann sé ábyrgur í Hægviðri VeSurstofan sagSi okkur í gær að veSrið myndi verða ágætt í dag, hægviðri, skýjað en úrkomulaust. Tilvalið að renna færi eft- ir siiung. stjórnarathöfnum sínum gagn vart þingi. Ráðuoeyti Syngman Rhees hef- ur nú sagt af sér og lýst yfir, að það beri nokkra ábyrgð á óeirðum þeim, sem verið hafa í landinu síðustu daga, vegna forsetakjörs- ins fyrir skemmstu. Miðstjórn flokks forsetans hefur og sagt af sér af sömu ástæðu. Nýtt ráðuneyti Syngman Rhee forseti, sem nú er 85 ára að aldri, virðist nú vera farinn að óttast andúð þá, sem gerræðislegt forseta-kjör hans hef ur skapað í landinu. Hefur hann unnið a<5 myndun nýs ráðuneytis og skipun ráðherra, eins og fyrr greinir. Ætlar -forsetmn að hið nýja stjómarfyrirkomulag komi til framkvæmda eftir 3 mánuði. Rhee forseti hefur gefið út yfir lýsingu, þar sem hann skorar á i'ólik að koma sér til hjálpar með að koma friði á í landinu, og hlýða herlögunum meðan þau væru í gildi, það mundi flýta fyrir því, að þau yrðu afnumin. Varaforseti núverandi stjórnar í S-Kóreu hefur lýst því yfir, að hann muni ekki gefa kost á sér við nýjar kosningar. Eftirlit með fangameðferð Lögreglustjórinn í Seoul, Yoo Chung Yul hefur sagt af sér, en Shong Yo Shan hershöfðingi, yfir maður setuliðsins hefur tekið við störfum hans og framkvæmd her- laganna. í skýrslum frá honum segir, að nokkrir tugir manna séu enn í haldi í fangelsum Seoul vegna óeirðanna, en ekki séu margir stúdentar í þeim hópi. Liðsforingj ar úr hemum hafa verið fluttir í velflest fangelsin til að sjá um, að fangar sæti ekki misþyrming- um. Urðum að talast við fyrir „toppfundinn" — sagíi de Gaulle vií komuna til Washingto’a Charles de Gaulle forseti om til Washington til við- æðna við Eisenhower for- ,eta, en þetta er fyrsta heim- sókn de Gaulle þar í landi í 15 ar. Með honum er kona hans og nokknr stjórnarméðlimir. Mun hann hafa fjögurra daga viðdvöl í Washington og ræða við Eisenhower, en til þessa hafa viðræðurnar mest snúist um væntanlegan fund æðstu manna. Síðan mun forsetinn halda í stutt ferðalag til New York, New Orleans og San Francisco. Gífurlegur mannfjöldi fagnaði þeim hjónum og föruneyti þeirra, er þau óku frá flugvellinum um götur borgarinnar og er álitið, að enginn erlendur þjóðhöfðingi hafi fengið betri viðtökur af almenn- ingi áður þar í landi. For.setarnir skiptust á kveðjum við komuna með stuttum ávörpum. Eisenhow- er sagði m. a., að sér væri sérstök ánægja af að mega bjóða forset- ann velkominn til Bandaríkjanna, (FramhaJd á 15. síðu) Hérna iiggur billinn í vatninu. Að sögn fór hann enn dýpra en þetta, því vatnið flaut yfir þakið að aftanverðu. ÞAR MÆTTUST HELZTU VATNAGARPAR LANDSINS - og þess vegna gekk allt klakklaust Einn er sá landshluti, sem erfitt er að komast til á bílum, nema helzt á vorin, þegar lítið er í vötnum. Það er í Öræfin. Um síðast liðna páska var ó- venju mikill straumur manna þangað, enda auglýstu tveir aðilar ferðir austur, Ferða- skrifstofa Úlfars Jacobsen og hinn kunni fjallafari Guð- mundur Jónasson. Á vegum Úlfars fóru 90 manns á 6 bílum. Gu'ðmundur hafði 4 bíla á sinum snærum, en auk þeirra voru 8 aðrir bílar á þessari leið, samtals 18 bílar. Er áætlað. að í þeim hafi alls verið um 200 manns. Það er því mishermi, sem eitt dagblaðanna sagði s. 1. mið- vikudag, að 18 bílar hafi ver- ið á vegum Úlfars Jacobsen. Lítið í vötnum austur Bílamir höfðu ekki sam- flot á leiðinni austur. Guð- mundur fór með sína bíla alla leið að Jökulsá á Breiðamerk ursandi, en Úlfars bílar fóru lengst að Skaftafelli í Öræf- um. Þá var komin úrhellis- rigning, svo lagt var af stað heimleiðis án þess að dvelja lengur fyrir austan. Þá kom í ljós, að mikið hafði hækkað i vötnunum, enda ekki að furða, því laugardaginn fyrir páska reyndist úrkoman á Fag urhólsmýri vera 60 millimetr- ar á 12 tímum ekki 11, eins og einhvers staðar var sagt. Svo versnaði í því Þegar kom að Sandgígju- kvísl var orðið æði hátt í henni og straumur þungur. Þar voru komnir bílar Guð- mundar og hinir 8 aðrir, þar á meðal kunnir vatnagarpar eins og Sigurjón Rist og Bjami í Túni. Má því segja, að margir hafi verið vanir svaðilförunum í þessum hópi, og auk fyrrnefndra manna er hægt að nefna Ingimar Ingi- marsson og Valdimar í Borg- arnesi,, „Kjerúlfana" á Soffíu“ o. fl. Þeir á bílunum 8 höfðu beðið Guömund um samflot yfir vötnin, og þegar Úlfars bílar komu líka, voru allir bílarnir 18 komnir i hóp saman. Bönd í bak og fyrir Var nú farið að kanna leið- ina, og gengu menn Guðmund ar vasklega fram í því að vaða árnar og velja heppilega leið. Einn manna Úlfars mun hafa verið útnefndur vaðari fyrir hans hönd, en hann var svo óheppilega búinn til þess, að hann flaut upp fyrr en varði og fann þá ekki botninn sem skyldi. Það lenti því á Guð- mundar mönnum, aðallega Heiðari Steingrímssyni og Jó- hannesi Briem og svo náttúr- lega Sigurjóni Rist. Eftir að leið hafði verið fundin, voru festar taugar í bílana, önnur að aftan til þess lands sem þeir fóru frá, svo hægt væri að draga þá til baka ef með þyrfti, og einnig til þess að draga taugina frá spilbílnum, sem var hinum megin árinn- ar, aftur til baka og festa hana í næsta bíl. Ingimar Ingimarsson dró alla bílana yfir, nema 2—3 bíla, sem bíll frá G. J. dró. Svo komu Núpsvötnin Eftir langa mæðu voru loks allir bílarnir komnir heilu og höldnu yfir Sandgýgjarkvísl- ina. Þaðan er ekki langur akst ur að Núpsvötnum, en Núps- (Framhaíd á 3. síðu) Þessi mynd sýnir „eldhúsiS" hans Guðmundar dregið yfir Núpsvötn. Undir stýrl situr Jósúa Magnússon, en sennilega sér hann ekki mikið út. — Blaðið hefur fengið skýrslu frá Sigurjónl Rist vatnamælingamanni um vatnsmagn í nokkrum ám, þar á meðal Sandgígjukvísl og Núpsvötnum, og verður hún birt í þriðjudagsblaðinu. (Ljósm.: A. Þ.) I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.