Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 1
Þetta var fyrirsögnin á Alþýðublaösleiðaranum í gær. í fyrir- sögninni eru taldir upp óvinir íslands í landhelgismálinu. Sovét- ríkin eru nr. 1, en næstir í röðinni koma þeir Hermann og Lúðvík. — í leiðaranum fer blaðið svo háðulegum orðum um það, að TÍMINN skulí hafa hvatt til einingar um þetta lífshagsmunamál íslenzku þjóðarinnar og ekki vlljað taka þátt í deilum um ágreining þann, sem varð í íslenzku sendinefndinni um breytingatillögu þá, sem ísland flutti við bandarísk-kanadíska bræðinginn. Að þessu sinni skal ekki fjölyrt um tillöguflutning þann, en Hermann Jónasson mun gera grein fyrir afstöðu sinni, er hann kemur heim. Það þyklr þó ýmsum, sem kasti tólfunum, er Alþýðublaðið ræðst á Hermann Jónasson sem einn helzta andstæðing íslands í málinu, Jivi að Her- mann Jónasson var forsætisráðherra og átti manna drýgstan þátt í útfærslu landhelginnar 1. sept. 1958, en alþjóð veit, að lengi hafði legið við stjórnarslitum vegna tregðu ráðherra Alþýðuflokksins til útfærslunnar. Stjórnarliðar rjðfa einingu um 1. maí Fyrstu skref til nýrra samninga — Þannig er ákvörðun íslenzku ríkisstjórnar- innar tekitS í London BREZKU LANDHELGIS- BRJÚTARNIR NÁÐAÐIR 1. mai-hatíðahöld verka- lýðssamtakanna í Reykjavík hefjast á morgun með því að safnazt verður saman við lðnó kl. 13.15 og kl. 13.50 verður lagt af stað í kröfu- göngu um Vonarstræti. Suð- urgötu, Aðalstræti, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, upp Frakkastíg, niður Skólavörðu- stíg og Bankastræti og stað- næmzt á Lækjartorgi Þar flytja ræður Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrún- ar og Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambands ís- lands. Lúðrasveit verkalýðs* samtakanna og lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngunni og á Lækjartorgi. Fundinum stjórnar Guðbjörn Jónsson, bókbindari. Dansleikir verða á vegum samtakanna um kvöldið í Lídó og Ingólfskaffi. Kloýningur. Ekki varð samkomulag í 1. maí-nefnd verkalýðsfélag anna um ávarp dagsins. Til laga Eðvarðs Sigurðssonar og Snorra Jónssonar hlaut sam þykki með 27 atkv. gegn 12. Þeir Bergsteinn Guðjónssonj f ull'tr: Frama og Sigfús' Bjarnason fulltr. Sjómanna- j fél., báru fram aðra tillögu, og þegar sýnt var, að hún; mundi ekki hljóta fylgi, lýstu j þeir því yfir, að þeir myndu ! ekki taka þátt í frekari störf um nefndarinnar. Bjarni Benediktsson skýrði frá því í fréttaauka, er hann flutti í útvarpið í gærkveldi, að ríkisstjórnin hefði látið náða alla brezka togaraskip- stjóra, sem hefðu gert sig seka um landhelgisbrot á tímabil- inu 1. sept. 1958—29. apríl 1950. Hins vegar myndi þeim refsað, er gerðu sig seka um slík brot eftirleiðis. NTB—Reykjavík og London, 29. apríl Norska fréttastofan NTB sagði í kvöld frá ákvörðun ísl. ríkisstjórnarinnar um að láta niður falla allar ákærur gegn þeim ca. 300 brezkum togur- um, sem fram til þessa hafa íiskað innan 12 mílna mark- anna undir herskipavernd. Þá segir í fregninni, að stjórnmálafréttaritarar í London hallist að því að túlka ákvörðun ísl. ríkis- stjómarinnar sem vinsemdar vott, er leitt gæti til bættr- Bjarni kvað þetta gert til þess að sýna Bretum sáttahug. Það skal tekið skýrt fram, að þessi ákvörðun er tekin án nokkurs samráðs við Fram- róknarflokkinn og án vitund- ar hans. Ljóst er, að mikil hætta getur stafað af þessari „náð- un" ríkisstjórnarinnar, ef Bretar telja sig geta skilið ar sambúðar ríkjanna. Vel sé mögulegt, að líta megi á sakaruppgjöfina sem fyrsta skrefið til nýrra samninga. Talsmenn utanríkisráðuneyt isins brezka vildu samt ekki segja neitt ákveðið, fyrr en borizt hefðu nánari fregnir frá Reykjavík. Náðun brezku togaranna var tekið af miklum fögnuði meðal togaramanna í Gríms- by og sumir héldu þv^ fram, að brátt myndi opnast leið til að gera samning milli ríkj anna um fiskveiðiréttindin. hana á þann veg, að hér sé um undanhald að ræða Það er því meginnauðsyn, að ríkis- stjórnin iýsi nú yfir því eins skýrt og skorinort og verða má, að þrátt fyrir þetta sé stefnan i landhelgismálinu óbreytt og hvergi verði vikið trá ályktun Alþingis á síðastl. vori. Að öðrum kosti getur þessi „náðun" reynzt hin hættuleg- asta og boðið ofbeldi heim. Hér á myndinni má sjá sögu- fræg hús, sem margar kynsióðir hafa genglS um. Þetta eru hin svokölluðu Hyrarbakkahús eða Lefolii-hús, verzlunarhús, sem í öndverðu voru reist á Eyrar- bakka af dönskum kaupmönnum. Hið fyrsta þeirra var byggt árið 1760. Síðan bættust fleiri við. Fyrir tíu árum voru húsin tekin upp og flutt til Þorlákshafnar, notuð þar sem saltgeymsluhús. Húsin hafa þó ekki haldið upp- runalegri lögun, en sperrur, stoð- ir og gaflar halda sér að mestu, enda byggt úr traustum stórvið- um, ófúln með öllu, þrátt fyrir háan aldur. — Eyrarbakkahúsin voru fyrstu húsin, sem Meitillinn h.f. kom sér upp í Þorlákshöfn, er fyrirtækið var stofnað til að reka útgerð og framletðslu á staðnum. Nú hefur fyrirtækið fært svo út kvíarnar, að það hef ur relst í Þorlákshöfn eitt full- komnasta og glæsilegasta frysti- hús landsins, búið hraðvirkum og nýtízku tækjum. En gömlu Le- folii-húsin standa enn og horfa á nýja tímann renna upp. Á bls. 8—9 eru fleiri myndir og grein um Þorlákshöfn. (Ljósm.: JHM).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.