Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 2
2
T í MIN N, laugardaginu 30. aprfl. 1960.
Hljómleikar
Kór Kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins í Reykjavík
cfnir til hljómleika fimmtu-
daginn 5. maí n. k. í Austur-
bæjarbíó. Söngstjóri er Her-
bert Hriberschek og undir-
leikari Selma Gunnarsdóttir.
Einsöngvari með kórnum er
Eygló Viktorsdóttir en Jórunn
Viðar mun leika einleik á píanó.
Á efnisskránni eru verk eftir
innlenda og erlenda köfunda, m. a.
tónverk eftir Skúla Halldórsson,
tónskáld, fyrir kór og einsöngvara
samið við kvæði Jórrásar Hall-
grímssonar „Ásta“. Mun það verða
frumflutt á hljómleikum þessum
og hefur tónskáldið tileinkað
kórnum það í titefni af 30 ára af-
mæli kvennadeildar Slysavarnafél.
£ Reykjavík 28. þ. m.
f kórnum eru 30 konur.
Aðalfundur
Flugmálafél.
15 ára af mæli hesta-
mannafél. Stíganda
í svonefndu HlíSarfialli skammt frá Akureyrl er óvenjulega f|öl-
breytt skíðaland og Hliðarfjall er slík snjóaklsta, að þar má æfa
skíðaíþróttir langt fram á sumar. Þar stendur þessi fallega bygging,
Skiðahótelið. Þetta er fallegt stórhýsi, elns og myndln sýnlr. En
það er skammt á veg komlð, þegar ytra borðinu slepplr. Ferða-
rnálafélag Akureyrar hratt þessari byggingu af stað og nú hefur
bæjarsjóður lagt lítið eitt fram. — Talið er, að hvergi á landinu
verði befrl aðstaða fyrir skiðamenn að æfa íþrótt sfna, en einmltt
þarna, þegar hótelið verður nothæft. Einnig mun þarna alveg ein-
stök aðstaðga fil stórra móta og keppni í skíðaíþróttinni. Margir
Akureyringar telja, að bæjarbúar eigi að gera skíðaíþróttina að
höfuðíþróttagrein sinni vegna hinna hagkvæmu skilyrða. Ambassa-
Síðasta vdtrardag minntist
hestamannafélagið Stígandi í
Skagafirði 15 ára afmælis
síns með hófi í samkomuhús-
inu við Melsgil.
Formaður félagsins, Sigurður
Óskarsson, setti samkomuna með
stuttri ræðu. Hann gat þess, að
stofnendur Stíganda fyrir 15 ár-
um hefðu aðeins verið 18 en nú
væru félagsmenn nokkuð á annað
hundrað.
Starfsemi félagsLns hefur jafnan
verið mikil og farið vaxandi. Það
hefur staðið fyrir kappreiðum á
hverju ári og einnig hefur farið
fram góðhestakeppni í sambandi
við kappreiðarnar hin síðari ár.
Hefur félagið greitt í verðlaun um
40 þús. kr. á þessum 15 árum. Þá
hefur það haft með höndum kyn-
bótastarfsemi flest árin og tamn-
ingarstöðvar hefur félagið rekið,
bæði fyrir dráttarhesta o.g reið-
hesta og glætt m. a. með þeirri
starfsemi áhuga á hestum og hesta
mennsku. Alls hafa á þriðja hundr
að hesta verið á tamningastöðvum
félagsins.
Á s. 1. ári réðst svo félagið í það
stórræði að kaupa jörð, orfgarð í
Seyluhreppi og mun sú fram-
kvæmd styrkja alla aðstöðu félags-
ins á komandi árum .og verða
ómetanleg lyftistöng fyrir starf-
semi þess.
Undir borðum fóru fram ýmis
skemmtiatriði. Jón Eiríksson las
upp sogu, Sigríður Sigurðardóttir
las upp aldamótakvæði Hannesar
Hafsteins og Sigurður Óskarsson
fór með frumsamdar vísur. Einnig
voru nokkrar stuttar ræður flutt-
ar. Og að sjálfsögðu var mikið
kveðið og sungið eins og jafnan,
þegar hestamenn koma saman. Að
loku-m var svo dansað fram eftir
nóttu.
Stjórn hestamannafélagsins Stíg
andi skipa nú eftirtaldir menn:
Sigurður Öskarsson og hefur hann
verið formaður frá stofnun félags-
ins og voru honum að verðleikum
þökkuð góð störf, Björn Ólafsson,
Pétur Sigfússon, sr. Gunnar Gísla-
son og Páll Sigurðss-on.
BAZAR
dor Bandaríkjanna hér á landi og frú hans dvöldu £ Hlíðarfjalli
yfir páskana og urSu hrifin af skíðalandinu. (Ljósm.: ED).
Félag Framsóknarkvenna held-!
ur bazar í Góðtemplarahúsinu
uppi, miðvikudaginn 4i. maí. j
Væntanlegar gjafir til bazarsins
sendist á Grcttisgötu 7 fyrir |
mánudagskvöld.
Nefndin.
Ffórar sýningar
um næstu helgi
Vinna aðeins 5
stundir á dag!
Ekstrabladet í Kaupmanna-
höfn birtir nýlega forsíðu-
grein um vinnu í dönskum
sendiráðum og fer hún hér á
eítir:
Stjórnarandstaðan hefur krafizt
þess, að fá opmbera skýrslu um
vinnu í dönskum sendiráðum í
norrænu löndunum. Þessi skýrsla
er unnin aí nefnd og var afhent
utanríkisráðuneytinu í janúar og
stjómaranastaðan heldur því fram,
ao hún styðji þá upástungu að eitt-
hvað verði lagt niður af sendiráð-
um Dana i Noregi, Svíþjóð og á
íslandi.
Nefndin á að hafa upplýst, að
vinnutíminn í þessum sendiráðum
sé í mesta lagi 30 tímar á viku,
þ. e. a. s. að starfsfólkið vinni að-
eins 5 tíma á dag. Enn fremur hef-
i’T nefndin bent á, að starfsfólk
sendiráðanna eyði óþarflega mikl-
um tíma í 'estur blaða og tímaiita
og í að undirbúa samkvæmi.
Skýrslan hefur ekki náð lengra
en til utanríkisráðuneytisins og
þeirrar netndar, sem fjailar um
uppbygginju utanríkisráðuneytis-
ins. Nils Svenningsen ráðuneytis-
srjóri utanríkisráðuneytisins hefur
lagt til að bætt verði við nokkrum
stöðum í utanríkisráðuneytinu m.
a. að framkvæmdadeildinni verði
skipt í tvennt, þanndg að yfir aðra
verði settur sérstakur yfirmaður,
sem á að sjá um vlðskipti við er-
lenda sendimenn.
En þetta þýðir það, að einn eða
fleiri aðstoðardeildarstjórar verða
útnefndir deildarstjórar.
Enn fremur er sagt að ráðu-
neytisstjórinn hafi stungið upp á
því, að komið verði á fót nýrri
stöðu skrífstofustjóra sem ráði yfir
starfsfólki ráðuneytisins.
Pels
Fallegur beaveriambpels á
fremur háa konu til sölu.
Upplýjingar í síma 19042
eftir kl. 7.
UngmennafélagiS Grettir 1
Miðfirði og Umf. Dagsbrún í
Hrútafirðí hafa í vetur æft —
og nú nýlega frumsýnt — tvo
gamanleila, og þá ekki af lak-
ara tagínu Grettir sýndi
Grænu lyftuna, hinn kunna
gamanleik, en Dagsbrún var
með franskan gamanleik. sem
ýmist er kallaður Óskar eða
Gimsteinar og brjóstahöid.
Fréttamaðuj- frá Tímanum
hafði sem snöggvast tal af Höskuldi
Skagfjörð leikara í gær, en hann
var leikstjóri þar nyrðra og sagð-
ist honum svo frá:
Áleit verkið of þungt
Ég fór norður hálfuan mánuði
fyrir pás-ka til að leiðbeina þess-
uffl félögum með verkefnin, sem
ég áleit heldur þung í vöfum fyrir
ekki .stærri félagsskap. Þetta gekk
þó allit að óskum. Græna lyftan
var frumsýnd annan páskadag við
húsfylli og ágætar undirtektir.
Hefur félagið hugsað sér að sýna
á öðrum stöðum á næstunni.
Fjórar sýningar
Gimsteinar og brjóstahöild var
frumsýnt í Reykjaskóla síðasta
vetrardag fyrir fullu húsi. Þá hef
ur verið sýnt á Hólmavík, tvær
sýningar, og um þessa helgi eru
fjórar sýningar ákveðnar. Það er
á Hvammstanga í dag og á Blöndu
ósi og Skagaströnd á sunnudag.
Þá hefur komið til tals að fara til
Borgarness um næstu helgi.
Aðalfundur Flugmálafélags
íslands var haldinn þriðju-
daginn 26. þ. m. í Oddfellow-
húsinu.
Formaðui’:, prófessor Alexander
Jóhannesson, flutti skýrslu stjórn-
ar, en merkasti atburður ársins
var 40. ára afmæli flugsins hér á
landi, sem Flugmálafélagið minnt-
ist hér, eins og áður hefur verið
skýrt frá í útvarpi og blöðum. Þá
gat formaður þess að fjárhagur fé-
lagsins hefði ekki, um árabil, ver-
ið eins góður og nú.
Á þessu ári verður haldið heims-
meistaramú+ í svifflugi við Köln
í Þýzkalandi, og var ákveðið að
taka þátt t því af Íslands hálfu,
og verður þátttaka-ndi Þórhallur
Filippusson, núverandi fslands-
meistari í þessari grein.
Tveir orautryðjendur, þeir
B.iörn Pálsson, sem um 10 ára
skeið hefur stundað sjúkraflug,
svo sem þjóðinni er kunnugt, og
Sigurður Jónsson, hinn fyrsti at-
vinnuflugmaður hér á landi, voru
sæmdir gullmerki félagsins.
Formaður baðst eindregið und-
an endurkosningu, en fundarmenn
hylltu hann fyrir störf hans í þágu
féiagsins jg störf hans í þágu ís-
lsnzkra flugmála.
Formaður fyrir næsta ár var
kosinn Ba„dvin Jónsson, hæsta-
réttarlögmaður. Þeir Páll Melsteð.
forstjóri og Björn.Br. Bjömsson,
tannlæknir áttu að ganga úr stjórn-
inni, en voiu endurkosnir. Fyrir í
stiórninni voru þeir Bjöm Páls-
son og Ásbjörn Magnússon.
í varastjóm vom kosnir Björn
Jónsson, deildarstjóri hjá flug-
málastjóra, Hafsteinn Guðmunds-
son, prenismiðjustjóri og Úlfar
Þórðarson, læknir.
500 fjár og 30 km
Það má ka-llast dugnaður hjá
þessum félögum að leggja slíkt
á sig og kom-ast jafn skemmtilega
frá því og raun ber vitni. Sumir
leikaranna verða til dæmis að fara
30 km. leið á æfingu, sem stóð svo
gjarna langt fram á nótt, og meðal
leikara eru bændur, sem þurfa að
sjá fyrir stórbúum heima fyrir.
Ekkert samkomuhús
Dagsbrún hefur enn ekkert sam
komuhús, og urðu að sækja til
Reykjaskóla með sviðæfingar, en
þangað eru 17 km. frá Brú, þar
sem miðstöð Dagsbrúnar er. Þetta
var ánægjuleg ferð, sagði Höskuld
ur að lokum, og það er ósk mín
og von, að félögin geti leikið það
mikið og vel að góð félagsheimili
rísi þar upp á næstu árum. —s—