Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 11
T.lM-I N N, laugardaginn 30. aprfl 1960.
u
Þessar tvær frægu stjörnur, Fabian og
Jimmy Darren, skrlfuðu fyrir nokkru
undir samning um samvinnu sin á milli f kvlkmyndaleik o. fl. Eins og sjá
má af meðfylgjandi mynd, eru báðir harðánægðir — enn sem komið er.
Samviimumenn
10 vinsælustu iögin
á íslandi
1. Einu sinni á ág’ústkvöldi
2. Theme from a summer
place
3. I kjallaranum
4. Country boy
5. Þú ert ungur enn
6. Komdu niður
7. Sveet nothings
8. Running Bear
9. Einsi kaldi úr Eyjunum
10. Lucky devil
Það er athyglisvert við þenn-
an lista, að Jón Sigurðsson hefur
gert þrju af vinsælustu lögun-
um, og textana við þau öll. Eins
og við höfum áður skýrt frá, er
Jón starfsmaður í Búnaðarbank-
anum, en hefur gert ljóð við
dægurlög um árabil í frístund-
um sínum, og er jafnframt vin-
búin á grímuballi, sem Holly- sæll harmónikkuleikari. Það
a’ood-stjörnumar héldu fyrir er ævinlega skemmtilegt til
skemmstu, að aðeins Louis þess að vita, þegar menn eru
Prima þekkti hana. Hér brosa búnir slíkum hæfileikum, sem
þau að útliti hvors annars. ÍJón Sigurðsson er.
Debbie Reynolds var svo vel dul-
OF FRÆGUR
Elvis
kominn heim
Elvis Presley er nú kominn
heim til Bandaríkjanna fyrir
nokkru, en eins og kunnugt er,
var hann í herþjónustu í Þýzka-
landi. Heim komst hann óskadd
aður, nema hvað hár hans ber
enn merki eftir hina stuttu
burstaklippingu, sem tíðkast
meðal hermannanna. Þessi tvö
ár, sem Presley var í hernum,
hefur honum lærzt ýmislegt,
því hann var þar einn og ó-
studdur, eins og hver annar ó-
breyttur dáti, en hann stóð sig
eins og hetja og var mjög vin-
sæll meðal félaga sinna. En
Elvis er breyttur: Móðir hans
dó örfáum mánuðum eftir að
hann fór í herinn, og það var
mikið áfall fyrir hann, en Elvis
hefur jafnan verið mömmu-
drengur. Hann hefur nú flutzt
úr húsi því, sem þau bjuggu í;
segist aldrei geta fundið þar
frið, eftir að móðir hans lézt.
Hann klæðist nú óbrotnari föt-
um, og er ráðsettari en hann var
fyrr. Talið er, að hann muni
breyta söngstíl. En hvað sem
aðdáendur hans kunna að segja
um hinn nýja Elvis fyrst í stað,
þá er árelðanlegt, að hann tek-. unga fólksins þegar fram líða
ur sitt fyrra sæti í músíklífi I stundir.
Fyrir nokkru sögðum við frá henni Annette, sem hann Paul Anka
er svo skotinn í. Böggull fylgir þó skammrifi: Anka er of frægur!
Þau geta ekkert farið án þess að fjöldi táninga safnist saman i
kringum þau, og það er ekkert þægilegt til lengdar. Hér er Anka,
hálf raunamæddur á svipinn. Sjálfsagt dauðhræddur um að
missa Annette sína, — og allt vegna bannsettrar frægðarinnar.
Hallar
undan fæti
Við höfum verið beðnir að
birta vísur eftir Bólu-Hjálmar.
Hann hét Hjálmar Jónsson, og
var fæddur að Hallandi á Sval-
barðsströnd, 29. sept. 1796, en
lézt 25. júlí 1875 í beitarhúsi frá
Brekku, skammt frá Víðimýri.
Hjálmar var mjög stórbrot-
inn maður, en ódæll, eins og
títt er um slíka, og átti í mikl-
um útistöðum. Sé hlutur hans
ekki fegraður, má búast við að
hann hafi eigi haft hreinan
skjöld í öllum efnum. En hvað
sem um Hjálmar gamla má nú
segja, verður þvi ekki neitað,
að hann var einn af höfuðsnill-
ingum sinnar samtíðar.
Undirhyggju digur dröfn
dillar lasta fleyi,
fordæmingar heim í höfn
hún svo skila megi.
Oft hefur heimsins
gálaust glys
gert mér ama úr kæti.
Hæg er leið til helvítis:
hallar undan fæti.
Frá Hollywood
i
EKKJA TYRONES POWER,
leikara, en hann lézt af völdum
h jartasjúkdóms fyrir nokkrum
mánuðum, hefur nú látið huggazt,
og er glft á ný. Það er hennar
þriðja hjónaband, en hans fyrsta.
MICKEY ROONEY og kona hans,
Barbara Ann Thoamson, hafa nú
eignazt sltt fyrsta barn saman, og
er það stúlka. Hann á þrjá syni
með slnum fjórum fyrrl elgin-
konumi!
ROBER TAYLOR og hans frú,
Ursula Thiers, eignuðust fyrir
skömmu annað barn sift, en hún
á jafnframt tvö börn með fyrri
manni sínum.
HVER ER ÞETTA?
;
1. Emelía Jónasdóttir, leikkona.
2. Auður Auðuns, borgarstjóri.
3. Helena Eyjólfsdóttir, söngkona.
4. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur.
Sendið svar til þáttarins fyrir 15. maí, og verið nú öll með. Góð
verðlaun eru í boði: EP-hljómpIata, fjögurra laga, eftir eigin
vali þess eða þeirrar, sem happið hlýtur. Eins og í fyrri verð-
launasamkeppnum þáttarlns er það hljóðfæraverzlunin Drangey,
Laugavegi 58, sem leggur til verðlaunin. En munið nú að senda
öll svör fyrir 15. maí. Utanáskriftin er:
MEÐ SINU LAGI,
DAGBL. TfMINN,
I RVIK'