Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 4
4
T f M IN N, laugardaginn 30. apríl 1960.
>»
Áttræð merkishjón
l-dag er frú Elín Þorláksdótt-
ir, títopnm á Vatnsnesi, áttatíu
ára.
Bn.maiður hennar Sigfús Árna-
son fyllti þann áfanga 6. ágúst
s.l. Eru þau hjón því á sama
aidursári um nokkurt skeið.
Frú Elín er fædd að Flatnefs-
stöðum á Vatnsnesi 30. apríl
1880, dóttir hjónanna er þá
bjuggu þar, Ingibjargar Björns-
dóttur og Þorláks S. Guðmunds-
sonar smiðs. Ólst Elín upp í for-
eldrahúsum til þess er hún gift-
ist.
Sigfús er fæddur að Stöpum í
sömu sveit, sonur hjónanna þar,
Sesselíu Jónsdóttur og Árna
Jónssonar. Standa traustar ætt-
ir að þeim hjónum báðum meg-
in. Hefur Sigfús því átt heima á
ættaróðali sínu allan sinn ald-
ur.
Ekki hefur þeim hjónum orð-
ið barna auðið, en nokkur börn
hafa þau alið upp að meira eða
minna leyti.
Bæði eru þau hjón afburða
vel verki farin, hún við öll hús-
móðurstörf, en hann smiður á
járn og tré, enda er heimili
þeirra víðþekkt fyrir þrifnað og
snyrtimennsku, bæði utan og
mnan bæjar.
Þótt fjarlægöin hamli að rétta
þeim hönd á þessum merku
tímamótum, sendi ég þeim þessi
fáu kveðjuorð með þökkum fyrir
tryggð og vináttu frá upphafi
kynna.
Ósk min til þeirra verður að
endingu sú, að eins og þau
staðfestu hjúskaparheit sitt á
sumardaginn fyrsta og hjú-
skapur þeirra hefur reynzt
þeim sólríkur sumardagur, svo
skreyti og síðsumars unaður all-
ar þeirra ókomnar samveru-
stundir, sem við vinir þeirra
óskum að enn verði margar.
Helgi E. Thorlacius
iO ára: Sigríöur Jonsdottir
frá Vesturhópshólum
Frú Sigríður Jónsdóttir frá
Vesturhópshólum, fyrrum hús-
freyja á Þorfinnsstöðum, er 60
ára í dag. Hún fæddist að Grund
í Vesturhópi, en þar bjuggu þá
foreldrar hennar, Jón Jónsson
og Þorbjörg Pétesdóttir. Árið 1910
fluttust þau Jón og Þorbjörg að
Vesturhópshólum, og bjuggu
þar upp frá því meðan bæði
lifðu.
Árið 1924 giftist Sigríður Guð-
mundi bónda Guðmundssyni á
Þorfinnsstöðum. Þau bjuggu
þar góðu búi í rúmlega 20 ár.
Búskapur þeirra stóð ætíð á
traustum grunni. Þar var reglu-
semi og snyrtimennska í öllum
störfum og ágætur heimilis-
bragur. Árið 1947 brugðu þau
búi, seldu jörð sína, fluttust að
Laugarbakka í Miðfirði og sett-
ust þar að. íbúðarhúsið, sem í
þau byggðu þar, nefndu þau!
Laugaból.
Sigríður og Guðmundur eign- !
uðust þrjár dætur. Þær eru:
Anna á Laugabóli, gift Ingólfi
Guðnasyni, Þorbjörg, barna-
kennari í Reykjavík, og Elínborg,
stúdent, í Litlu-Sandvík í Ár-
nessýslu, gift Páli Lýðssyni.
Guðmundur Guðmundsson,
maður Sigríðar, lézt í maímán-
uði í fyrra.
Síðustu 12 árin hefur Sigríð-
ur Jónsdóttir og hennar fólk
verið nágrannar mínir í þorp-
inu á Laugarbakka. Það eru
góðir grannar. Ég og fjölskylda
mín þökkum henni sérstaklega
ánægjuleg kynni og vinsemd í
okkar garð, um leið og við flytj-
um henni beztu árnaðaróskir á
60 ára afmælinu.
Skúli Guðmundsson
Bréf frá skipstjóranum á Marz
Dagbl. Tíminn birtir hinn 20.
apríl viðtal við formanninn á
m.b. „Sæljón“. Er hún um við-
skipti hans við skipstjórann á
b.v. „Marz“ hinn 28. marz s.l.,
en er alveg óviðkomandi atburð
inum á föstudaginn langa. Þar
sem mér kom þessi atburður
öðruvísi fyrir sjónir, vil ég
segja frá honum eins og ég tel
hann sannleikanum samkvæmt.
Þessi atburður átti sér stað í
hinni svokölluðu Selvogsfor, og_
er hún að mestu leyti milli 8 og'
12 mílna fjarlægðar frá grunn-
linu, en þar er íslenzkum togur-
um heimilt að toga. Umræddan
dag yar ég að toga á þessu
svæði og setti niður bauju við
hraunkantinn til þess að forð-
ast hraunið, og jafnframt til
þess að miða afstöðu mína þeg-
ar dimmdi og forðast þar með
að fara yfir net báta, sem voru
skammt frá. Togsvæðið var autt
fyrir vestan og norðan baujuna,
eða nánar tiltekið fyrir norðan
stefnu, sem lá í austur að bauj-
unni og NA a A frá henni. Fór
ég aldrei lengra frá baujunni en
4 sjómílur. Það er því ósatt, að
formaðurinn á m.b. „Sæljóni“
hafi ekki séð nema reyk úr tog-
ara, er hann lagði netin, auk
þess sem b.v. „Marz“ er olíu-
kyntur.. Er ég kom togandi að
bauju minni úr vesturátt í um-
rætt skipti, var komið myrkur.
Sá ég ljósbauju í norðaustur,
ca 100—200 faðma frá minni
bauju og við hana mótorbát.
Sveigði ég til norðurs, þannig að
ég slyppi fyrir norðan hana, og
ætlaði svo að toga til norðaust-
urs, eins og ég hafði gert. Kall-
ar þá maður á mótorbátnum
(sennilega formaðurinn) og
spyr, hvort ég fari lengra, en
ég svara: miklu lengra. Segir
hann þá, að net sín liggi í NNA
frá baujunni, eða nákvæmlega
yfir togslóðina mína, og stefni
ég beint á þau. Svara ég því til,
að hann skuli hirða þau, eða ég
taki þau, beygi siðan til norð-
urs og svo áfram til vesturs, til
þess að forðast netin og til
baka sömu leið og ég kom úr.
Formaðurinn á m.b. „Sæljón“
heldur því fram, að ég hafi
sagzt eiga þetta svæði. Þetta er
ósatt, en hitt ætla ég, að þetta
sé hans eigið hugarfóstur, enda
ekki hægt að skilja þetta öðru-
vísi, þar sem hann leggur netin
örskammt frá baujunni minni,
og viðurkenndi einnig, að hafa j
séð hana, og ætlast svo til, að
ég snauti burtu. Hitt er annað
mál, að hann gat skilið, að ég
ætlaði að toga þarna áfram,
þegar hann væri búinn að
draga netin. Mér er ekki grun-
laust um, að báturinn hafi
verið rétt við togbaujuna fyrr
um daginn og séð til ferða
minna, en ætlað að leika þenn-
an leik, sem er svo sem ekkert
einsdæmi. Hélt ég mig svo vest-
ar um nóttina, en þegar birti
togaði ég austur eftir og sá að
ekki var hægt að toga, nema í
norður frá baujunni. Skipaði
ég þá formanninum að taka net
in hið bráðasta, annars hirti
ég þau, svaraði hann því til, að
hann yrði ekki búinn að draga
netin fyrr en seinnipart dags-
ins og lét ég það gott heita og
snautaði burt á meðan. Auk
þess bætti ég við, að aðrir bát-
ar skyldu athuga þetta, því að
því togsvæði, sem ég væri á, og
búinn að bauja, héldi ég svo
lengi, sem mér sýndist. Kallaði
þá formaöurinn á m.b. „Arn-
firðing" og spurði, hvort sín net
væru i hættu. Svaraði ég því
til, að svo væri ekki, þar eð net
komin í sjó áður en ég lét bauj
una væri það sem ég væri að
forðast. Þetta geta þeir formenn
borið, sem hlustuðu, en ekki, að
,ég hafi skipað öllum burt.
Það hefur aldrei óprýtt neinn
skipstjóra, þó að hann hafi not-
að rósamál um afla, en vísvit-
andi ósannindi og niðurfelling
á staðreyndum í sambandi við
atburði er óprýði.
Viðvíkjandi spurningunni,
éú KAVPÍ ALLTAF
PERLU-PSfOrTADUFV
ÞAÐ SPARAR TIMA,
BRFIðl Oa PFNÍM6A.
ÞVOTTURINN VERDUR
3HI1 PERLU'HVÍTUR
mm m
Bazar
Hjúkrunarfélagið heldur bazar í Heilsuverndar-
stöðinni í dag kl. 1,30.
Margir mjög fallegir handunnir munir.
JarSarför fósturmóöur okkar,
Jóhönnu Vilborgar Jónsdóttur,
Efra-Langholti,
sem andaðist 25. apríl, fer fram að Hruna mánudaginn 2. maí kl. 2
eftir hádegi. — Ferð frá BSÍ kl. 11,30.
Sveinn Kristjánsson,
Jóhann Einarsson.
hvar ég hafi verið á sjdrdag, þá
get ég hryggt formanriinn S.
„Sæljóni“ með því, að á skírdag
og einnig föstudaginn langa
kom ég ekki nálægt netunum,
var meíra að segja alla jafria
fyrir utan 12 mílna mörkin.
Þessi barátta um athafna-
svæði á Selvogsbanka er ekki
ný, enda hafa bátarnir umráð
yfir honum öllum, þar sem nokk
ur veiðivon e.r. Mótorbátarnir
hafa undanfarin ár fengið einka
rétt á öllum fjörðum og flóum,
auk þess stór svæði utan þeirra
með fjögra mílna landhelginni,
og nú síðast stór hafsvæði með
12 mílna fiskveiðilögsögu. Til
þess að gera missi hinna stóru
veiðisvæða ekki eins tilfinnan-
legan fyrir togarana, hefur
þeim verið úthlutað nokkrum
svæðum til veiða á innan 12
mílna. T.d. á Selvogsbanka er
þeim heimilt að toga upp að 8
mílum á takmörkuðu svæði.
Þetta svæði hafa bátarnir aö
mestu tekið af okkur, þegar fisk
ur er þar, en auk þess drita
þeir netum niður, hvar sem er,
stundum i togslóð togaranna,
og svo skulu allir togarar burt.
Það getur vel verið, að heppi-
legra sé að veiða allan fisk í
net, til þess að eigi komi ann-
ar fiskur til samanburðar til
vinnslu. Ef á að flæma okkur
út fyrir þau mörk, sem við höf-
um núna, þá fæst sú ósk upp-
fyllt. Það er ekki ósanngjörn
krafa, að öllu athuguðu, að nú-
verandi fiskveiðitakmörk, sem
gilda fyrir íslendinga skilji að
neta- og togsvæði.
Virðingarfyllst,
Markús Guðmundsson,
skipstjóri á togaranum Marz