Tíminn - 03.05.1960, Blaðsíða 2
2
T í M I„N N, þrigjudaginn 3. mai 1960.
Kvennadeild
SVFÍ 30 ára
Fyrir 30 árum, sunnudaginn
28. apríl var stofnuð í Reykja-
vík fyrsta kvennadeildin inn-
an samtaka S.V.F.Í. Var það
gert að tilhlutan Jóns Berg-
sveinssonar, erindreka félags-
ins og nokkurra áhugasamra
kvenna, sem töldu að störf
kvenna í þágu þess félags
kæmu að betri notum og yrðu
ul meira gagns ef þær störf-
uðu í sérstökum deildum.
Ekki mun þörf á að lýsa því
íyrir landsrr.önnum hvort þarna
var rétt ráðið, 30 ára störf þess-
arar kvennadeildar svo og hinna
sem á eftir hafa komið hafa i'æki-
lega sannað það. í fyrstu stjórn
deildarinnar voru kosnar þessar
konur: Guðrún Jónasson, formað-
nr, Inga L. Lárusdóttir, ritari, Sig-
i'íður Pétursdóttir gjaldkeri, Guð-
rún Brynjóifsdóttir, Guðrún Lár-
usdóttir, Lára Schram og Jónína
Jónatansdóttir meðstjórnendur.
Deildin var stofnuð með 100 kon-
um. Nú munu vera í deildinni um
1500 konur og fer alltaf fjölgandi.
Ríkir þar mikill og góður félags-
andi sem lyft hefur mörgu Grett-
istaki í Slysavarnamálum á liðnum
rrum. Hefur fé það sem þær hafa
safnað verið notað til margvíslegra
framkvæmda, svo sem til bygg-
ingar Sæbjargar og skipbrots-
manmaskýla. öflun björ'gunartækja
og svo óta: margs annars sem of
langt yrði upp að telja. Ætla kon-
urnar að halda upp á 30 ára af-
mælið með hófi í Sjálfstæðishús-
inu föstud. 29. apríl til að minnast
velheppnaðar samvinnu þeirra í
deildinni inn á við og út á við
sem fært hefur þeim mgrgar
ánægjustundir og sigra í barátf-
unni fyrir því sem er kjörorð allra
slysavarnadeilda, að vinna að því
?ð hjálp sé fyrir hendi, þá er sjó-
stys eða önnur slys ber að hönd-
um. Stjórn kvennadeildarinnar
skipa þær: Gróa Pétursdóttir, for-
maður, Eygló Gísladóttir, ritari,
Guðrún Magnúsdóttir, gjaldkeri,
íngibjörg Petursdóttir varaformað-
ur og Guðrún Ólafsdóttir, Þórhild-
ur Ólafsdóttir, Steinunn Guð-
mundsdóttir, Sigríður Einarsdóttir
cg Hlíf Helgadóttir meðstjórn-
endur.
Frestað í
10 vikur
NTB—Genf. 29. april. — 10-
velda ráðstefnunni um af-
vopnun var frestað í dag og
mun ekki koma saman fyrr
en að 10 vikum liðnum. Hafði
árangur engin orðið og á-
greiningur verið mikill. Þyk-
ir nú auðsætt að ekki gagni
að halda viðræðunum áfram,
nema til komi ný fyrirmæli
frá ríkisstjórnunum, en hvort
svo verður veltur á hvemig
málum skipast á fundi æðstu
manna i maí.
Viðskiptasamn-
ingur við Pól-
land fram-
lengdur
Samkomulag um viðskipti við
Pólverja, er undirritað var í Var-
sjá 5. marz 1959 og falla átti úr
gildi hinn 31. marz s. 1.. hefur nú
verið framiengt óbreytt til sept-
cmberloka 1960 með erlndaskipt-
’tm milli utanríkisráðuneytisins og
sendiráðs Pólverja í Reykjavík.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Fréttir írá landsbyggðinni
Tregt hjá tog'bátum
Siglufirði, 30. apríl. — Tog-
arinn Elliði landaði hér ný-
lega 223 tonnum, eftir 12
daga útivist. Afli togbátanna
er mjög tregur og sömu sögu
er að segja af þessum eina
línubát, sem rær héðan. —
Trillurnar fiska aftur á móti
ágætlega á handfæri. Hefur
hent, að einn maður hafi
dregið 900 kg. á handfæri yf
ir daginn. Og tveir bræður,
sem eru saman um bát, hafa
fengið 7000 kg. í fimm róðr
um. B.J.
BryggjuviSgeríS
Siglufirði, 30. apríl. — Vinna
er nú aftur hafin við nýju
hafnarbryggjuna en þar hef
ur ekki verið snert á verki
síðan í fyrra haust og er hún
því illa nothæf. Er nú verið
að koma fyrir festingum og
kanttrjám. Áformað er að
ljúka við bryggjuna áður en
síldarvertið hefst, og er von
andi að það takizt.
Inndælis veður er hér í dag
þótt spáð væri norðaustan
hrið. Sú spá hefur farið eitt-
hvað á skjön, sem betur fer.
B.J.
Engin aflahrota
Sauðárkróki, 28. apríl. —
Nokkrar trillur róa nú héðan
af „Króknum" en afli er
venju fremur rýr. Oft hefur
komið einhver aflahrota í
apríl, en nú er apríl senn á
enda og ekkert bólar á henni.
Lítur út fyrir að við séum
ekki í náðinni nú, hvað fiski
göngur snertir. Hefur þessi
aflatregða að sjálfsögðu lam
andi áhrif á atvinnulífið í
bænnm. G.Ó.
Leiksýnmg
Sauðárkróki, 30. april. —
Leikfélag Siglufjarðar kom
hér nýlega og sýndi sjón-
leikinn Forríkur fátækling-
ur. Leikstjóri var Júlíus
Júlíusson. Voru þetta góðir
gestir. Leikurinn var sýnd-
ur { tvö kvöld. Húsfyllir var
í bæði skiptin og leiknum á-
gætlega tekið. G.Ó.
Hætta á drep-
sótt í Lar
NTB—LAR, 29. apríl. —
Snarpir jarðskjálftakippir
koma nær daglega í bænum
Lar og nágrenni hans, en bær
inn hrundi í rústir í miklum
jarðskjálfta fyrir skömmu
og biðu um 700 manns bana.
Enn er verið að grafa menn
lifandi úr rústunum. Björg-
unarstarfið gengur rnjög
seint, því ekki hafa fengizt
önnur verkfæri en skóflur og
hakar. Mikill skortur er líka
á lyfjum og sjúkragögnum og,
mikil hætta á að drepsótt
komi upp.
Nýr dómari
í Hæstarétti
Samkvæmt tillögu dónismálaráð-
herra skipaði forse’ti íslands Lárus
Jóhannesson, hæstaréttarlögmann,
dómara í Hæstarétti frá 1. maí
1960 að telja og Jón ísberg, full-
trúa, sýslumann í Hunavatnssýslu
írá 1. júlí 1960 að telja.
Nú er aðeins eftir ein sýning á gamanleiknum: „Gestur tii miðdegisverðar".
Þessi bráðskemmtilegi gamanleikur, sem fjallar um einn mesta orðhák
vorra tíma, leiklistargagnrýnandann Sheridan Whiteside eða svo heitir
hann í leiknum, er leikinn af Brynjólfi Jóhannessynl, og á myndinnl með
honum eru Helga Bachmann í hlutverki elnkaritarans og Eiríkur Jóhannes-
son, leikari úr Hafnarfirði sem „pöddujagarlnn".
Framsóknar-
menn í Snður-
Stúdentaferð
á Ólafsvöku
landskjördæmi
Framsóknarmenn í Suður-
landskjöræmi halda kjör-
dæmaþing að Selfossi n. k.
Ferðaþjónusta stúdenta hefur
ákveðið að gefa stúdentum kost á
10 daga hóoferð til Færeyja í sum-
ar. Hefur ferðin verið Skipulögð
með það fyrir augum að íslenzkir
stúdentar fái tækifæri til að taka
iþátt í hinni árlegu merkishátíð
Færeyingja, hinni svoköl-luðu Ól-
afsvöku, sem ha-ldin er í Iok júli-
-m-ánaðar ,ár hvert og fræg er orð-
in um öll Norðurlönd.
Ráðgert er að leggja upp frá
Reykjavík með Ms. Heklu hinn 23.
júlí, og verður k-omið heim aftur
með sama skipi 3. á-gúst. Sjáif
dvölin í Færeyjum er frá 25. júlí
til 1. ágúst. Verður dva-lizt við
margs konar skemmtan á Ólafs-
vökunni í Þórshöfn, en auk þess
verður farið í stuttar ferðir, til
dæmi-s ti-1 Klakksvíkur og Fugla-
fjarðar, og verður það eins dags
ferð, og til Suðureyjar með við-
komu á Stóra-Dímon, sem róm-
aður er fyrir fegurð, og tekur sú
ferð tvo da-ga. Auk þeissa verður
væntan-l-ega farið í stuttar öku-
ferðir um Straumey.
Væntanlegir þáttta-kendur eru
vinsamiegas-t beðnir að til-kynna
þátttöku s-ína hið fyrsta, þar eð
þátttakend-afjöldi er tak-markaður.
Aliar n-ánari upplýsin-gar fás-t hjá
Ferðaþjónustu stúdentfl í Háskól-
Hádegisklúbb-
urinn
Hádegisklúbburinn kemur
saman kl 12 á hádegi, mið-
vikudag (á morgun) Venjuleg-
um stað.
anum eða í sírna 1—59—59 tol. 9—
12 árdegis. Verði er mjög í hóf
sti-Ht.
(Frá ferðaiþjónustu stúdenta.)
laugardag og hefst þaS kl. 2
o h. Fullrrúar eru beSnir að
mæta stundvíslega.
Engel Lund kennir
hjá Fihnharmoníu
Fyrir hálfu öðru ári var
stofnað félag, sem nefnist Fil-
harmonia og er méginhlut-
verk þess, að vera f járhagsleg-
ur bakhjarl samnefnds söng-
kórs, sem hóf starfsemi sína
snemma í vetur.
Tilgangúr kórs þessa er að
flytja stór kórverk. Fyrsta við-
fangsefni féiagsins var Carmina
Buran-a, en það verk verður endur-
t.ekið næstkomandi þriðjudags-
kvöld vegna fjölda áskorana kl.
8.30.
í kórnum eru 50 manns, en í
hann vamtar 20—30 manns í við-
bót. Kóiinn mun efna til nám-
sJceiðs, sem byrjar í næstu viku og
hefur fengið hi-na þekkt-u söng-
konu Engel Lund til að kenna á
námskeiðinu. Námskeiðið verður
haldið í húsakynnum Tónlistar-
skólans.
Formaðui söngfélagsins Fil-
):armonia er Þorsteinn Ha-nnesson
ÓDerusöngvari, en formaður kórs-
ins er frú Aðalheiður Guðmunds-
dóttir.
ÞORSTEINN HANNESSON,
óperusöngvari,
formaSur félagsins Filharmoniu.