Tíminn - 03.05.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudaginn 3. maí 1960.
vinna 125 stúlkur við að
pakka fiskinum og dyrnar,
sem þær ganga innum inn í
húsið kostuðu þrjátíu þús.
Svo var okkur sagt. Sigurður
Friðriksson verkstjóri sýnir
akkur flökunarvélar, hrað-
vlrkar og vandvirkar í senn.
Þetta eru fullkomnustu vél
ar og hæfa vel húsakynn-
um.
Vinnslustöðan getur skil
EIRÍKUR
— drýgst að salta sjálfur
að höfn. Innsiglingin í Vest
mannaeyjar er víðfræg og
stórfengleg sjón að sjá bát
ana koma að í stórviðrum,
hulda ógnvænlegum brim-
sköflum. En þessa dagana
er hægviðri og kyrrt i Eyj
um. Um margra ára bil hef
ur verið unnið að því þrot-
laust að dýpka og stækka
höfnina og hefur þar verið
að verki dýpkunarskipið
Heimaey, sem er eign bæjar
ins. Skipið hefur haft næg
verkefni í Eyjum og aldrei
farið til starfa utan Eyja
nema nokkurn tíma í Rifs-
höfn.
Það er síðla dags og bát
arnir ekki komnir að ennþá.
Þó liggja örfáir við bryggju
og von er á fleirum áðuren
langt um líður. Inn á Frið
arhöfn liggur nýlegur bátur,
snoturlegur og þriflegur.
Okkur var sagt að það væri
næstaflahæsti báturinn á
vertíðinni, LEÓ. Við brugð
um okkur um borð og hitt-
um að máli skipstjórann,
Óskar Matthíasson, dugandi
sjómann sem róið hefur
margar vertíðir sem formað
ur og er nýbúinn að fá þetta
myndarlega skip.
Hann sýndi okkur siglinga
tækin í brúnni og fiskleitar
tækið sem kemur upp um
þorskinn hvar sem hann
leynist í undirdj úpunum.
Skipið er smíðað í Austur-
Þýzkalandi eftir teikningu
Hjálmars Bárðarsonar skipa
og erum hæstir i dag. En það
getur breytzt á morgun. Þess
vegna er bezt að vera ekk-
ert aö segja frá því.
Allt til þessa hefur Stíg-
andi haft forystuna og
nokkrum dögum síðar er
Stígandi kominn upp fyrir
Leó.
— Við höfum fengið um
Litazt um í fiskiðjuverum, rölt um bryggjur, rabbað
við lögreglu og fariS í röður í stærstu verstöð landsins
Fyrri hluti
að 50 tonnum á dag. Eigend
ur hennar eru 50—60 út-
gerðarmenn sem slógu sér
saman í hlutafélag en fram
kvæmdastjóri stöðvarinnar
er Sighvatur Bjamason.
Þama er unnið af kappi
og ríkir starfsgleði og fjör.
Það er heldur ekki hægt að
láta sér leiðast við vinnuna
í slíkum sal. Stúlkurnar eru
handfljótar og öruggar,
þarna þekkist hvorki fálm
né fum.
Síðan liggur leiðin niður
verkfræðings og Óskar seg-
ir okkur að reynslan hafi
verið góð af skipinu það
sem af er.
Leó er byggður úr stáli,
94 lestir að stærð og kom
til landsinns í vetur. All-
mörg skip af sömu tegund
bættust í fiskiflota Vest-
mannaeyinga um svipað
leyti.
— Við höfum farið’ alls í
84 róðra, þar af helminginn
með línu, segir Óskar, við
erum komnir með 985 lestir
Skipverjar á Stíganda beita línuna.
700 lestir í netin, segir Ósk
ar, leggjum venjulega 105
net. Við flokkum ekki fisk-
inn um borð og ég hef ekki
heyrt að það sé gert nema
um borð í einum bát hér í
Eyjum. Eg veit ekki hvrnig
aflinn skiptist, en við höfum
held ég skilað góðum fiski.
Og ekki tapað einu einasta
neti, róum oftast á Selvogs
banka, það er þetta 3—4
klukkustunda stím. Nú tök
um við ís og leggjumst út.
Förum vestur undir Jökul.
Óskar Matthíasson er 39
ára að aldri og hefur róið
sem formaður síðan 1944.
— Eg byrjaði á sjónum 16
ára strákur, segir hann, þá
reri ég sem kokkur og var
að drepast úr sjóveiki allan
tímann. Þá bauðst mér að
vera i landi vi,ð aðgerð en
ég vildi ólmur vera á sjón
um og hafði mitt fram.
Eftir hálfan mánuð var ég
orðinn góður. Eg kann
hvergi betur við mig en á
sjónum. Eg byrjaði sem for
maður á Skuldinni, átti
ekki þann bát sjálfur. Eign
aðist ekki bát fyrr en 1951,
það var Leó fyrri, 39 lesta
bátur.
Vertíðin j vetur hefur ver-
ið léleg, sagði Óskar
að lokum, Eyjabankinn hef
ur alveg brugðist. Þar hefur
enginn fiskur verið.
En það hefur verið góður
fiskur og róið hvem dag.
Fiskurinn hjá okkur hefur
aldrei verið eldri en nætur
gamall. Eg hef ekkert á
móti því að láta flokka fisk
inn um borð, en þá verður
líka að borga samkvæmt því
fyrir aflann. Það er eðlilegt
að sjómenn séu ekkert ákaf
ir að flokka meðan sama
verð er borgað fyrir allt. Það
yrði mikil vinna á sumum
bátunum þar sem aðstaðan
er erfið. — En það veitti
ekki af að tala við stöðvarn
ar. Stundum koma bátarn-
ir að með 2ja nátta fisk og
það er ekki farið að gera
að fyrr en daginn eftir. Auð
vitað er dýrt að borga næt
urvinnu, en það þyrfti að
vera vaktavinna. Það er eng
inn sérstakur sem á sök á
því hvernig hráefnið er.
Stöðvarnar eiga þar sömu
sök og sjómenn.
Þótt Óskar sé ungur að
árum man hann þá tíð þeg
ar róið var á gömlu bátun-
um áður en öll þessu ný-
Vestmannaey!-r eru stærsta
verstöS á íslandi og aldrei fyrr
hafa róið þaSan jafn margir bát-
ar og í vetur. Heimabátar munu
vera um 100 talsins, en auk þess
tveir eöa þrír tugir báta af öSr-
um stöSum á landinu. Afkoma
Eyjamanna hefur alla tíð byggzt
á sjávarútvegi og þeir hafa veriS
ótrauðir að sækja gull í greipar
Ægis og leggja til þjóðarbúsins.
☆
tízku siglingatæki komu til
sögunnar.
— Manni óar við að hugsa
núna til gömlu bátanna,
segir hann þegar maður ber
þá saman við þessu nýju
skip, þá er það eins og dag
ur og nótt. Nú orðið veit
maður varla af þvj að vera
til sjós. En í gamla daga
var það öðru vísi. Þá vissi
maður aldrei neitt, það var
enginn dýptarmælir, ekki
neitt af því tæi, ekkert
nema lélegur kompás. Samt
slarkaði þetta oftast, en ég
vildi ekki lifa þá daga upp
aftur.
Framhald.
Skipverjar á vb. LEO.