Tíminn - 03.05.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.05.1960, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, þriðjudaginn 3. maí 1965. RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON Valur hafði yfirburði gegn KR en náði samt aðeins jafntefli Fyrsta fjórða flokks mótið — Hvort lið skoraði eitt mark — Leikur KR-liðsiins mun síðri en í fyrrasumar Þeir fjölmörgu áhorfendur, sem lögðu leiS sína upp á Melavöll á sunnudaginn, og hjuggust við miklu af íslands- og Reykjavíkurmeisturum KR hafa sennilega orðið fyrir miklum vonbrigðum. Að visu var jafntefli í leiknum við Val, eitt mark gegn einu, en þó Valur hefði sigrað með eins til tveggja marka mun, hefði enginn getað sagt neitt við þeim úrslitum, og KR-ingar rrtega því vel við una, að ná jafntefli í leik?ium. Veður var hið fegursta, þegar leikurinn for fram, og hefði því niátt búast við góðum leik, en völl- urinn er mjög slæmur og eyðilagði flestar tilraunir til samleiks. Hins vegar vantaði ekki spennu í leik- inn og hancn var því allskemmtileg- ur á að horfa. Valsmenn komu á óvart með leik sínum, og hraði þeirra og kraftur, einkum í síðari hálfleik, kom KR-ingum úr jafn- vægi. Valsmenn voru yfirleitt allt- af einum fljótari á knöttinn og harðari í flestum návígum. Náðu þeir því oft hættulegum upphlaup- um í leiknum, en vantaði illa rnann til að reka endahnútinn á þau. 1—0 í hálfleik fyrir KR Leikurinn var mjög jafn lengi íraman af — og hvorugt liðið náði þá að komast í hættulegt færi, enda varnir beggja liða þá traust- ai. Þegar hálftími var af leik fór hins vegar að færast fjör í leikinn og einkum voru það þá KR-ingar, sem voru ágengir. Þá bjargaði Þorsteinn, vinstri bakvörður Vals', á marklínu, og litlu síðar urðu Björgvini, markmanni Vals á mis- tök, sem kostuðu mark. Hann rriissti knöttinn til Arnar Steinsen, | sem gaf vel fyrir markið. Óskar | Sigurðsson spyrnti frekar lausu ' skoti á markið — og Björgvin, sem hafði ekki náð að staðsetja sig, varð of seir.n að kasta sér, og missti knöttinn undir sig í markið. Mínútu síðar náði Valur snöggu upphlaupi. Knötturinn var gefinn fyrir markio og Gísli markvörður KR — sem lék nú í stað Heimis, sem er meiddur, greip knöttinn. (.'unnlaugur fylgdi fast á eftir og hijóp á Gísla, sem missti knöttinn. Iíann rann í átt að markinu og þar ætlaði Hreiðar bakvörður að spyrna frá, en knötturinn lenti í samherja og í mark. En Magnús dómari dæmdi aukaspymu. Fyrsta opinbera handknatt- leiksmót í 4. aldursflokki fer fram að Halogalandi í kvöld 11. 8 og verður um útsláttar- keppni að ræða. í fyrstu umferð fara fram eftir- taldir leikir: Fram — l.R. Haukar — Keflavík Ármann — Valur Víkmgur — K.R. í vetur hafa farið fram margir æfingaleikir í 4. flokki og eru í þessum aldurflokki margir skemmtilegir og velleikandi leik- menn. Verður því hér um skemmtilega keppni að ræða og fer vel á því, handknattleiksmenn ljúki vetrartímabilinu með þessari fyrstu keppni í 4. aldursflokki. Fram og Víkingur sjá um keppn- ina og er aögangur ókeypis. — Eg var búinn að flauta, áð- ur en knötturinn fór í markið, sagði Magnús eftir leikinn. Brot Gunnlaugs var mjög gróft, því hann stjakaði við markmannin- um með höndunum. Markið átti því engan rétt á sér. Nokkur hiti virtist hlaupa í fylgjendur Vals, þegar markið var dæmt af — en ég er ekki í nokkr- um vafa um, að þar gerði Magnús hið eina rétta. Rétt fyrir hálfleikslok fékk Val- ur aukapsyrnu rétt utan vítateigs, sem Ámi Njálsson tók. Hann spyrnti mjög glæsilegri spymu í átt að markinu, en knötturinn straukst rétt yfir þverslá. Valur nær yfirtökunum í byrjun síðári hálfleiks náðu KR-ingar skemmtilegu upphlaupi og Ós'kar komst í gegn, en hörku- skot hans fór rétt fram hjá. En eftir þetta má segja, að Valsmenn hafi náð alveg yfirhöndinni í leiknum og knötturinn var mest aJlan hálfleíkinn á vallarhelmingi, KR. Og þegar aðeins 5 mín. voru ! liðnar höfðu Valsmenn jafnað. Þá var dæmd aukaspyrna á KR á vinstra vallarhelmingi. Knöttur- inn var gefinn fyrir markið.1 Gunnar Gunnarsson náði knett-' inum og sparkaði aftur fyrir sig nær marki, og eftir miklar stimpingar þar tókst Björgvin Daníelssyni að „stanga“ knöttinn í mark. Jafntefli 1—1. En þó Valsmenn hefðu mikla yfirburði og alger yfirráð á miðj- unni tókst heim e'kki að nýta ágæt tækifæri — og einkum var það þó B.iörgvin, sem fór illa að ráði sínu. | Gunnar Gunnarsson átti ágæt t, skot — en fram hjá. Valsmenn I leikhlei var nokkrum dreng,um ur Val veiH afreksmerki KSl fyrir knatt- að þeir sigruðu e]dri | leiknum. þrautir. Hér sést Ragnar Lárusson, varaformaður KSÍ, afhenda hinum Markmaðurinn naer oftast hæst — og það sýnir Björgvin Hermannsson, markmaður Vals, vel á þessari mynd, þegar hann grípur knöttinn örugg- um höndum. KR-ingarnir, sem sækja að honum, eru: Ellert Schram og Óskar Sigurðsson. — Ljósmynd: Guðjón Einarsson. HraSkeppni í handknattieik: FH og Ármann sigruðu í hraðkeppnimótinu í hand- knattleik. sem fram fór aS Hálogalandi og háð var til styrktar utanför kvennalands- liðsins, báru FH og Ármann sigur úr býtum, FH í karla- minnsta í hópnum merkið. Hann er ekki hár í ioftinu drengurinn sá, þótt hann sé snjall með knöttinn. Valsmenn komu á óvart Segja ma, að Valsmenn hafi komið mjög á óvart með þessum leik sínum. Að vísu var leikur liðs- ins ekki áferðarfallegur — en eins og völlurinn var þýddi ekki að vera með nein fínheit. Tveir leik- menn vöktu mesta athygli í liðinu, miðvörðuriJirj Björn Júlíusson og hægri framvörðurinn. Ormar Skeggjason, en þeu léku báðir mjög vel. Björn er nýliði í stöðu miðvarðar — en það var á< engan hált hægt að greina. Hraði og yfir- fprð Ormars var mikill og það er leikmaður, sem vert er að gefa meiri gaum. Vörn Vals var mjög trausí, Árni Njálsson ekkert nema öryggið, ;)g Þorsteinn í mikilli framför, í framlínunni átti Berg- steinn Magnússon ágætan leik og er einn skemmtilegasti „tekniker“ hér. Gunnar sýndi af og til gömul (Framhald á 15. síðu) flokki, en Ármann í kvenna- flokki. Motið var heldur svip- iaust og læst liðanna, sem stilltu upp sínu bezta fólki. Á laugardagskvöldið fóru fram fimm leikir i meistaraflokki karla, og kom þa langmest á óvart, að Vjkingur s';graðí fyrst Val með níu mörkum gegn sjö, og vann síðan KR með átta mörkpm gegn sjö. Aðalleikur kvöldsins var þó milli Frani og ÍR og sigraði ÍR með 11 rrörkum gegn 10. í öðrum leikjum betta kvölu urðu úrslit þau, að A-lið FH sigraði Aftureldingu með 13— 8, og B-lið FH vann Þrótt með 14— 5. Á sunnudagskvöldið fóru fyrst íram undariúrsiit í karla- og KvennaflokKi B-lið FH vann Vík- ing þá með 10—8 í nokkuð skemmtilegum leik, og A-lið FH vann Fram með 11—7 Komust því hæði FH '.,ðin í úrslit í meistara- tlokki karia, og vann A-liðið með iO gegn 5. í meistaraflokki kvenna vann Ármann KR með 7—3. og FH vann Val með 4—1. í úrslitaleiknum sigrað’ Ár.nanr FH með 4—2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.