Tíminn - 03.05.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.05.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, þriJSindaginn 3. maí 1960. 11 Piltar, hugsið um framtíðina Mörgu er búið að spá um þægindi framtíðarinnar, þeg- ar vélmenni vinna flestöll störf, menn fá meiri laun og melra frí og meira af öllum Kfslns gæðum. En lítið hefur verið skrifað um ein hlunnindi, sem bíða kvenfóiks í framtíðinni, sem sé þau, að bráðum verða víð- ast hvar fleiri piltar en stúlk- ur I heiminum. Sérfræðingur einn í Bretlandi lætur svo um mælt, að eftir tíu ár, þá verði ógift stúlka, sem komin sé yfir þrítugt, næsta fáséð. Þá verða það karlmennirnir, sem hafa áhyggjur af því að ganga ekki út. Blaðakona, Sylvia Lamond, sem skrifaði um þetta mál, lætur svo sem þetta muni ýmsu breyta: — Ég sé þá fyr- Ir mér, seglr hún, — stand- andi í röðum meðfram veggj- um á dansstöðum, búna sínu bezta skartl, áhyggjufulla eft- Irsitjendur, angandi af brillan- tínt. Og ég sé sjálfa mlg í anda heimsækja einmana pip arsveina í gustukaskyni. — Sæll, Georg, segl ég. — Hvern- ig gengur með teppið? Georg leggur frá sér heklunálina. — Vel, góða mfn, ég er að komast á lagið með þetta hekl. — Georg, segi ég þá, — þú ættir að fara oftar út. Farðu I klúbbinn. — Georg tekur upp heklunálina. — Það þýðir ekkert, Sylvia, — stúlkurnar eru svo fáar og piltarnir svo margir o. s. frv. Og hjúskaparmiðlari i London segir, að f fyrsta sinn á langri starfsæyi séu karl- menn á löngum biðlistum hjá stofnuninni, og það piltar um tvítugt. Áhrifanna gætir víðar. Tals- maður fyrir samtök heildsala, sem verzla með fatnað, segir: Englendingar eru að verða spjátrungar í klæðaburði. Fyrir tveimur árum sinntu þeir klæðnaði sinum lítið, en ef svo heldur áfram, sem horf ir, þá spái ég því að eftir tiu ár muni karlmaður með meðal tekjur eiga fimm alklæðnaði, smóking, tólf skyrtur, þrenn- ar stakar buxur, tvær tylftlr af slifsum og þrjá hatta. Maðurinn, sem sagði þetta, skildi ekki orsökina, en það gerir Syivia. Nú eru það pilt- arnir, sem eru að halda sér til fyrlr stúlkunum. Og sál- fræðingur segir, að þegar stúlkur þurfi ekki að hafa mikið fyrlr því að lelða at- hygli plita að sér, þá hætti þter að halda sér til, þær reiri ekkl Inn mlttlð, né þenji fram brjóstin, heldur velji sér fatnað og greiðslur sem líkast og karlmenn geri, þ. e. fari eftir ‘þvi hvað sé þægilegt. Svo að ungu stúlkurnar, sem nú spóka sig í svörtum sokkum og loðnum peysum, eru að sýna piltunum, að þær þurfi svo sem ekkert sérstak- lega á þeirra félagsskap að halda! Verst er, segja afbrotafræð ingar, að þegar færra er af stúlkum en piltum, leiðir það miklu fremur til óeirða og óláta en þegar stúlkurnar eru í meirihluta. Bakið fleira en brauð í kolaeddavélum er dýrt að hita bakaraofn og það því að- eins gert, þegar baka á brauð. Margar húsimæður hatda, að það sé dýrara að laga mat í raf- magnsbakarofni en á helium, en það á ekki ætíð við. Sé eld- að á þremur hellum, er það æði miki'll rafstraumur, sem til þess fer og meiri en ef ofninn er hitaður og ailur maturinn eldaður í honum í einu. Auk þess er það að öMum jafnaði fyriHhafnarminna að elda mat í ofni en ofan á heHunum. Ymis smátæki, sem nú eru fáanleg auðvelda matargerð í ofni. Hitamælir til að stinga í kjötrétti, segir nákvæmlega til um hvenær kjötið er gegn- steikt. Aluminíumpappír má vefja utan um fisk og kjöt, svo að það sýður í eigin safa og verður bragðmeira en eMa og færri næringarefni fara til spiMis. Með hækkandi sól fara menn að undirbúa sig með að geta sem bezt notið útivistar í skrúð görðum sínum. Þægileg borð og stólar, sem hægt er að leggja saman og flytja til með lítilli fyrirhöfn eru óskadraum- ur margra garðeigenda. Hér eru myndir af nokkrum dönsk- um garðhúsgögnum, ýmist úr tré eða málnii og með dúkset- um í stólum eða rimlasetum. Óþarfi er að hafa mjög sterk- an hita á ofni, þegar kjöt er steikt. Strax og það hefur feng- ið á sig lit, má minnka straum inn mikið, og þá þarf heldur ekki að ausa soðinu eins oft yfir steikina. Fis'k má sjóða í ofni með því að leggja aiúmíní- umpappír yfir fatið. Þá er óþarfi að láta nokkurt vatn á fiskinn, örlítil feiti nægir. Hrís- grjón er gott að sjóða í ofni. Þá eru hrísgrjónin látin í eld- fast mót og 'hellt yfir þau sjóð- andi, söltu vatni, helmingi meira vatni en grjónin sjálf mælast. Lok eða alúminíum- pappír lagður i mótið og látið sjóða í ofninum í 20 mínútui. Eigi að sjóða rétti í vatnsfoaði, þá er auðvelt að gera það í ofni. Mótin eru látin í ofnskúffuna vel lukt og vatni hellt á, svo að nær upp á mið mót. Ef feiti sezt innan í ofninn, sem erfitt er að ná burtu, er reynandi að láta sal'míaksspíri- tus í bolla og láta það standa inni í köldum ofni yfir nótt. Þá verður auðvelt að þvo ofninn á eftir. Hraðfrystur fiskur í móti. 450 gr. hraðfrystur fis'kur, þorskur eða ýsa. 2 matsk. smjörlíki. , 3 matsk. hveiti, 4 dl. mjólk, 1 egg, 1 Vz tesk. salt, pipar, 1 dl. saxaður laukur eða ein visk af steinselju, rifinn ostur. Fiskurinn skorinn í bita (2 cm. á breidd). Uppbökuð sósa löguð úr smjörlíki, hveiti og mjólk, pott'urinn tekinn af eld- inum, eggið þeytt og hrært sam an við. Sósan krydduð með salti og pipar, síðan er lauk eða steinselju og fiski blandað í sósuna, öllu hellt í eldfast mót, rifnum osti stráð yfir og bakað í ofni í 20 mín. við meðal- hita. - ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.